Morgunblaðið - 19.10.1956, Side 24

Morgunblaðið - 19.10.1956, Side 24
Veðrið SA-kaldi. Víða skúrir. JMimuittMftMfe 240. tbl. — Föstudagur 19. október 1956 Hún og Nasser Sjá grein á bls. 12. Stöðumælar settir upp við flestar götur miðbæjarins Bernhorð Steíónsson og Einur Olgeirsson iorsetnr deildn Frá Alþingi í gær HámarksstöSu- iíminn háMtími o& kostar 2 krónur Aukning bifxeiðastæða og athugun á byggingu bifreiðageymsluhúsa í miðbænum AFUNDI bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær fylgdi Geir Hall- grímsson bæjarfulltrúi frumvarpi að regiugerð um bifreiða- stöðumæla í Reykjavík úr hlaði með ýtarlegri greinargerð um málið. Gat Geir þess, að umferðarnefnd bæjarins hefði að undan- förnu framkvæmt rannsókn um bifreiðastöður í bænum, og kom- izt að þeirri niðurstöðu, að til bóta mundi verða að koma upp stöðumælum við flestar göturnar í miðbænum, þar sem umferðin er þyngst og bifreiðastöður takmarkaðar að tímalengd. BIFREIÐUM FER SÍFJÖLGANDI Verða tvær umræður um mál- ið, og bíður endanleg afgreiðsla bæjarstjórnarinnar næsta fund- ar. Geir Hallgrímsson gat þess, að bifreiðaaukningin í bænum færi sífellt vaxandi og þar með vandamálið um hvar geyma ætti þær í Miðbænum. 1. janúar 1949 voru 5589 bif- reiðir í bænum, en 1. jan. 1956 7802, og er það rúmlega 39% aukning. í ár hefur bifreiðunum fjölgað um 300. KOSTIR MÆLANNA Erlendis hefur verið gripið til stöðumæla á helztu umferðargöt- unum, og hafa þeir þótzt gefast prýðilega. 1) f»eir miðla stæð- unum. 2) Bílunum verður betur lagt á götunum. 3) Þeir eru r£>kk ur tekjustofn fyrir bæjarfélagið. 4) Auðveldara eftirlit verður á því, hvort tímatakmörkum er hlýtt. Því hefur nú bæjarráff, að tillögu umferðarnefndar, sam- þykkt reglugerð um aff 274 slíkir mælar skuli settir upp hér í Miðbænum. Er reglu- gerðin byggð á 15. gr. lög- reglusamþykktar bæjarins, en þar segir að ákveða megi gjald, sem rcnni í bæjarsjóð fyrir bifreiðastæði á götunum. Umferðarnefnd ákveður gerð stöðumælanna, en bæjarverk- fræðingur annast uppsetningu og viðhald þeirra. Bæjarsjóður legg- ur fram 650 þús. kr. úr bæjar- sjóði, sem stofnkostnað, er end- urgreiðist að % á fimm árum. — Tekjur eru áætlaðar af mæl- unum og verður þeim varið til reksturs og viðhalds mælanna, svo og til annarra umbóta í um- ferðarmálum, þ.á.m. aukningu bifreiðastæða. Gjaldið er 1 kr. fyrir 15 mín, og 2 kr. fyrir 30 mín. á flestum götum, og hámarks- stöðutíminn hálftími. Á bifreiðastæðunum á Hótel Islands lóðinni, Kirkjutorgi og við Skjaldbreið er gjaldið 1 kr. fyrir 30 mín. og 2 kr. fyrir 60 mín., og er það hámarkstími þar. Ef bifreiðirnar standa lengur en þennan tíma, fellur á bifreiðirn- ar sekt, sem eigandinn getur þó leyst sig undan með því að greiða 20 kr. innan þriggja daga. — Verða mælarnir í gangi frá kl. 9—19 virka daga og 9—13 laug- ardaga. Mælamir verða hið fyrsta sett- ir upp á eftirtöldum götum: Aust urstræti, Vallarstræti meðfram Austurvelli, Thorvaldsensstræti (vestan megin), Hafnarstræti, Lækjargötu (austan megin að Bókhlöðustíg — vestan megin að Vonarstræti), Tryggvagötu (frá Pósthússtræti til Kalkofnsvegar), Bankastræti, Hverfisgötu, Lauga- vegi, Skólavörðustíg. — Að auki á bifreiðastæðunum, sem áður voru talin. Hver, sem leggur ökutæki á stöðumælareit, þótt það sé að- eins til að taka farþega, verður að greiða stöðumælagjaldið, nema um augnabliks stöðu sé að ræða. ÖRUGGARI OG GREIÐARI UMFERÐ Stöðumælunum er ætlað að gera umferðina öruggari og greið ari. Og að fenginni reynslu er- lendis taldi umferðarnefnd rétt að setja mælana strax upp í svo ríkum mæli. Hugsanlegt er, sagði Geir Hall- grímsson, að öll bifreiðastæði verði með tímanum bönnuð á Laugavegi, Bankastræti, Austur- stræti og Hafnarstræti, og tvö- föld umferðarröð höfð um þær götur. Verða þá stöðumælarnir fluttir annað, enda er auðvelt að flytja þá til. Þá lagði G. H. áherzlu á nauð- syn þess, að bifreiðastæðum yrði fjölgað annars vegar vestan meg- in miðbæjarkvosarinnar og hins Kvöldvöku Heimdallar frestað HINNI fyrirhuguffu Kvöldvöku Heimdallar, sem halda átti í Sjálfstæffishúsinu í kvöld verður frestað vegna óviðráðanlegra forfalla leikenda í Reykjavíkurrevíunni „Svartur á nýjan leik“. vegar austan megin, til að draga úr umferð um Miðbæinn. 200-BÍLASTÆÐI í tillögum umferðarmálanefnd ar var einnig lagt til að gerð verði hið fyrsta bifreiðastæði fyrir 200 bifreiðir á svæðinu fyrir suðvest- an Hringbraut milli Njarðargötu og Gamla Garðs. Bæjarráð samþykkti að fela skipulagsdeild að gera skipulags- uppdrátt af svæðinu suðvestan af Hringbraut, milli Njarðargötu og Háskólalóðarinnar. TVÆR BIFREIÐAGEYMSLUR Þá rakti Geir Hallgrímsson og þær tillögur umferðarnefndar að hafinn verði þegar athugun á byggingu tveggja bifreiða- geymsluhúsa í Miðbænum eða við hann. Bæjarráð samþykkti að fela formanni umferðarnefndar, fram kvæmdastjóra, forstöðumanni skipulagsdeildar; ásamt bæjar- ráðsmönnunum Geir Hallgríms- syni og Guðmundi Vigfússyni að gera tillögur um bifreiðageymslu húsin. Loks ræddi Geir almennt um verkefni umferðarnefndar og verður nánar sagt frá því síðar. Spilakvöld í Njarávík SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Suðurnesjum halda spilakvöld í Njarðvík í kvöld kl. 20,30 stundvíslega. Veitt verða há peningaverð- laun. Að lokum verður stig- inn dans. Góð hljómsveit leik- ur. IG Æ R var á venjulegum fundartíma Alþingis haldið áfram þingsetningarfundi og hófst hann með því að kosning til Efri deildar fór fram. Forseti tllkynnfci að stjórnarflokkarnir myndu hafa kosningabandalag um kjörið. Framsóknarmenn hlutu einnig 6 þingmenn, þá Bernharð Stefáns- son, Karl Kristjánsson, Hermann Jónasson, Sigurvin Einarsson, Pál Zóphaníasson og Björgvin Jónsson. Kommúnistar hlutu 3 þingmenn, þá Finnboga Rút Valdemarsson, Alfreð Gíslason og Björn Jónsson. Alþýðuflokks- menn fengu 2 þingmenn, þá Har- ald Guðmundsson og Friðjón Skarphéðinsson. EINAR OG BERNHARÐ FORSETAR Þessu næst hófust kjör for- seta og ritara deildanna. Forseti Neðri deildar var kjörinn Einar Olgeirsson með 22 atkv., Jón Sigurðsson fékk 11 atkvæði, en forseti Efri deildar Bernharð Scefánsson með 11 atkv. Sigurð- ur Bjarnason hlaut 6 atkv. 1. og 2. varaforseti neðri deildar voru kjörnir Halldór Ásgrímsson og Áki Jakobsson, en í Efri deild Þeir Friðjón Skarphéðinsson og Alfreð Gíslason. Skrifarar í Neðri deild voru kosnir með hlutfalls- kosningu þeir Páll Þorsteinsson og Magnús Jónsson, en í Efri deild þeir Karl Kristjánsson og Sigurður Ó. Ólafsson. Síðan var hlutað um sæti, en þá lá ekki fleira fyrir þingfund- um. í dag verða fundir í Samein. þingi og deildum og verður þá kosið í nefndir. SJ. 6, FR. 6, KOM. 3, ALÞ. 2 Af þeim 17 þingmönnum, sem sæti eiga í Efri deild fengu Sjálf- stæðismenn 6 þingmenn, Þá Gunnar Thoroddsen, Sigurð Bjarnason, ' Jón Kjartansson, Friðjón Þórðarson, Jóhann Þ. Jósepsson og Sigurð Ó. Ólafsson. á>------------------------------ Varffinn aff Áshildarmýri á Skeiffum, stendur skammt fyrir norffan Skeiffaveginn á móts viff Kílhraun. Allir sem um veginn fara veita þessa veglega minnismerki athygli, og margir leggja leiff sína aff því. Varffann lét Árnesingafélagiff í Reykjavík reisa áriff 1946, til minningar um þaff, aff liffin voru 450 ár frá því, er Áshildar- mýrarsamþykktin varff gerff. Varffinn er 4)4 metri á hæff og sést af nær öllum bæjum á Skeiðum og þó víffar. Framan á varffann, sem er hlaffinn úr grjóti og steinlímdur eru festar þrjár slípaðar steintöflur úr marmara meff mynd aff logandi kyndli og höggvinni svofelldri áletrun: „Til minningar um Áshildarmýrarsamþykkt 1946 og þá Árnesinga, sem þar stóffu vörff um forn réttindi héraffs síns, lands og lýffs, á örlagatímum. Árnesingafélagiff í Reykjavík reisti varffa þennan 1946“. —Ljósm.: Gísli Bjarnason. „Óyfirstíganlegir örbugleik- ar' á fjáröflun til tcgarakaup- anna - segir Tíminn Ætlar Framsókn a<5 svikja abalstefnu- skrármál ríkisstjórnarinnar ? TÍMINN birtir í gær í forystugrein sinni yfirlýsingu, sem varla verður skilin öðruvísi en að Framsóknarflokkur- inn hafi þegar ákveðið að svíkjast frá því loforði stjórnar- samningsins, að keyptir skuli til landsins 15 nýir togarar til atvinnubóta úti um land. Er hér um að ræða fiu-ðulega óskammfeilni og einstæða sviksemi. Á sama tíma, sem ríkisstjórnin leggur fram frumvarp í þinginu um togarakaupin lýsir höfuðmálgagn hennar því yfir, að líklegast sé að úr þessum kaupum geti ekki orðið, þar sem lán muni ekki fást til þeirra!! „ÓYFIRSTÍGANLEGIF ERFIÐLEIKAR“ í forystugrein Tímans í gær er því fjálglega lýst, hversu vel togarakaupamálið hafi verið undirbúið af stjóminni . Síðan kemur rúsínan í pylsuendanum. Blaðið kemst undir lok forystu- greinar sinnar að orði á þessa leið: „Þótt málið hafi þannig verið rösklega undirbúið, er að sjálfsögðu langt í land fyrir hina nýju tog- ara. Enn er eftir að útvega lánsfé til kaupanna og ganga frá samningum um smíðina. Sennilegt er að þar verði óyfirstíganlegir örðugleikar.“ REIKNA MEÐ EYÐILÖGDU LÁNSTRAUSTI Þetta voru ummæli Tím- ans í gær. Hann gerir ráð fyrir því, að ríkisstjóm Hermanns og Hannibals sé þegar búin að gereyði- leggja svo lánstraust ís- lenzku þjóðarinnar að „óyfirstíganlegir örðug- leikar“ verði á vegi láns- fjáröflunar til togarakaup- anna!! Það er vissulega ekki óeðlilegt, að mörgum, sem lesa þessi um- mæli Framsóknarmálgagnsins, komi í hug, að Framsókn hafi alltaf ætlað að svíkja fyrirheitið um togarakaupin. Hins vegar mun flestum koma á óvart þessi hreinskilnislega yfirlýsing Tím- ans um að hún ætli sér það. En hvað segja samstarfsflokk- arnir um þessa y.fírlýsingu Fram- sóknarblaðsins?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.