Morgunblaðið - 24.10.1956, Qupperneq 1
43.árgangur
244. tbl. — Miðvikudagur 24. október 1956.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ávarp Dags Hammarskjöids
á degi Sameinuðu þjöðanna
SÁ EINN metur frelsið og lifið, sem veit hvað hann vill hvern
dag, sagði eitt af stórskáldum aldarinnar, sem leið. Það
er vel til fallið fyrir okkur, sem metum frelsi og frið, að íhuga
þessi orð á degi Sameinuðu þjóðanna.
Við þekkjum öll til þeirra vandamála, sem að steðja á sviði
alþjóðamála í dag. Hlutverk Sameinuðu þjóðanna til lausnar
þeirra er mikilvægt. Látum sjá, að við séum þess megnug að
mæta því kalli með djörfung og réttsýni. Þá mun oss takast, að
skapa sterk samtök, sem nauðsynleg eru. Þá munum við upp-
skera ávöxt af starfi okkar og öðlast það frelsi og það líf, sem
við metum. Við skiljum á þessum degi, að það stoðar ekki að
einblína á erfiðleikana eina heldur verðum við að sjá tækifærin,
sem fyrir hendi eru.
Með víðtækari þátttöku þjóða í samtökunum hefir stórt spor
verið stigið í þá átt, að gera Sameinuðu þjóðirnar að alþjóða-
samtökum, þar sem mismunandi 'sjónarmið koma fram og þar
sem mismunandi hagsmuna gætir. Það ætti að leiða til þess að
sameina meira en áður skoðanir manna til hags fyrir heildina.
Aukin velmegun veldur því, að okkur er nú kleift að aðstoða
hverir aðra betur en fyrri kynslóðir máttu. Okkur er ljóst, að þau
ógnaröfl, sem með manninum búa og felast í náttúrunni og sem
veita okkur vald til að eyðileggja má einnig nota til að græða.
Mættum við á þessum degi Sameinuðu þjóðanna endurnýja
ákvarðanir okkar um að snúa erfiðleikunum upp í frelsi og frið
með reynslu okkar og baráttu.
Mynd þessi var tekin af ritstjórum Morgunblaðsins í gær. Ern þeir í þessari röS, talið frá vinstrú
Bjarni Benediktsson, Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason og Einar Ásmundsson.
— Ljósm. Mbl. Ól. K. M.
Frelsisþráin grípur um slg í leppríkjunum:
„Farðu til Síberíu, R.okos$ovsky"
200 þúsundir Ungver*a móimæía
London, Varsjá og Búdapest, 23. október.
Samkvæmt einkaskeytum frá Reuter og fregnum frá NTB.
T ALLAN HINN vestræna heim velta menn nú fyrir sér þeirri spurningu — hvort
heimsveldi kommúnismans sé að liðast í sundur. Atburðirnir í Póllandi eru talandi tákn
um það, að pólska þjóðin er nú staðráðin í því að losa sig undan Moskvuvaldinu. í kjöl-
far sigurs þess, er Gómúlka og hans menn unnu á Moskvumönnum og handbendum
þeirra í pólsku stjórninni, hefur verið efnt til mikilla fjöldafunda á mörgum stöðum
í landinu, og hafa Pólverjar lýst þar eindregnum stuðningi við gjörðir núverandi forystu-
manna þjóðarinnar. Einnig hefur harðlega verið ráðizt að Rússum og þeim sýndur ótví-
ræður f jandskapur. í óeirðum, sem stofnað var til í Wroclaw (Breslau) í gær voru rússnesk-
ir fánar m. a. dregnir niður, en pólskir dregnir að húni. — Hin harðskeytta framganga
Pólverja gagnvart Rússum og einhugur þjóðarinnar í frelsisbaráttunni hefur haft víðtæk
áhrif. I dag söfnuðust um 200,000 manns saman í Budapest, höfuðborg Ungverjalands ■
og efndu til mótmælagöngu gegn núverandi stjórnarháttum. Lýsti múgurinn samúð sinni
með pólsku þjóðinni í frelsisbaráttunni, og krafðist einnig, að Ungverjland yrði óháð
Rússum — og lýðræði yrði komið á í landinu. Voru bornar fram kröfur um frjálsar kosn-
ingar, málfrelsi og ritfrelsi til handa ungversku þjóðinni.
Til fjöldafundarins í Budapest
í dag var efnt að tilhlutan þekkts
bókmenntafélags í borginni. Á
skömmum tíma söfnuðust saman
tugir þúsunda manna og áður en
yfir lauk er talið, að um 200 þús.
manns hafi tekið þátt í fundin-
um, sem lýsti yfir eindregnum
stuðningi við kröfur Pólverja um
aukið frelsi. Um hádegi kom til-
kynning frá innanríkisráðuneyt-
inu þess efnis, að fundurinn bryti
í bága við lög — og yrði að leysa
hann upp hið skjótasta. Höfðu
skipanir þessar engin áhrif á
fundarmenn — og beittu stjóm-
arvöldin ekki valdi til þess að
framfylgja skipuninni. Um hálf-
um klukkutíma síðar barst önnur
orðsending frá innanríkisráðu-
neytinu — og var fundarbannið
þar upphafið.
4 Skönunu síðar hófst mótmæla
T gangan. Var gengið um aðal-
götur borgarinnar, umferð
stöð.vuð, en ekki kom til
neinna átaka, þar sem herlið
skarst ekki í leikinn. Fóru
stúdentar í broddi fylkingar.
Margir báru ungverska fána,
*
en fréttaritarar segja, að
hvergi hafi sézt rauður fáni.
Múgurinn söng gamia ætt-
jarðarsöngva og pólska þjóð-
sönginn, sem fyrir löngu hafa
verið bannaðir. Geta má nærri
að kliðurinn hcfur verið mik-
ill á götum Budapestar, er 200
þúsundir fólks sungu þar og
hrópuðu, kröfðust aukins frels
is. Einkum bar á kröfum um
prent- og skoðanafrelsi, frjáls-
ar kosningar, þar sem ölium
yrði gert jafnt undir höfði i
framboði.
Krafðist múgurinn þess, að
myndastyttur af Stalin, merki
einræðis og kúgunar, yrðu
fjarlægðar — og efnahagur
landsins yrði byggður að nýju
á öðrum grundveili. Krafizt
var, að verzlunarsamningar
við útiönd yrðu endurskoðað-
ir.
, Er mannfjöldinn streymdi um
göturnar, hvarf fjöldi verka-
manna, skrifstofumanna og
verzlunarfólks frá störfum
sinum til þess
f jöldanum.
að sameinast
*
Fréttaritari Reuters skýrir frá
því, að fundi, sem átti að
hefjast hjá miðstjórn æsku-
lýðsdeildar kommúnistaflokks
ins eftir hádegi, hafi verið
skotið á frest til þess að með
limirnir gætu tekið þátt í mót-
mælagöngunni. Áður en fundi
var frestað samþykkti mið-
stjórnin einróma að senda
pólskum æskulýð kveðjur og
árnaðaróskir með það, sem
þegar hefði áunnizt — og
hvatningarorð — um að halda
baráttunni áfram.
★ ★ ★
í Varsjárfregnum segir, að efnt
hafi verið til f jölmennra mótmæla
funda í pólsku borginni Wroclaw
í gær, og voru það menntamenn,
er fyrir þeim stóðu. Fundurinn
var haldinn til þess að lýsa yfir
stuðningi við Gomulka og stefnu
hans gagnvart Rússum. Varð
harðlega ráðizt að Rokossovsky,
sem enn gegnir embætti land-
varnaráðherra, og hann og lík-
ar hans fordæmdir.
Ritstjórn
Morgunblaðsins
ÍKVEBIÐ hefur verið að
sú breyting verði á rit-
stjórn Morgunblaðsins frá 1.
nóvember að telja, að Bjarni
Benediktsson alþingismaður
verði aðalritstjóri blaðsins
ásamt Valtý Stefánssyni, sem
áfram verður ábyrgðarmaður
þess, en ritstjórar verða Sig-
urður Bjarnason alþingismað-
ur og Einar Ásmundsson
hæstaréttarlögmaður.
Múgurinn hrópaði: „Farðu
heim, Rokossovsky“, „Farðu
til Síberíu, Rokossovsky", —
„Lifi frjálst Pólland“. „Upplýs
ið Katyn-f jöldamorðin" — var
einnig hrópað. Auk þess var
borin fram krafa um það, að
hinn náni vinur Gomulka,
Spychalski, sem nú hefur ver-
ið skipaður aðstoðarvarnar-
málaráðherra, tæki við af
Rokossovsky.
Þúsundir manna sóttu f jölda
fund þennan, og af þeim völd-
um stöðvaðist öll umferð i
miðborginni. Ekki greip lög-
regla þó inn í — og er allt
sagt hafa farið fram árekstra-
laust.
Framh. á bls. 2.
Með sömu þróun er hægt að útrýma
húsnæðisskortinum á næstu 3 árum
Ummœli Jóhanns Hafsfeins á þingi í gœr
IGÆR fór fram í Neðri deild Alþingis 1. umræða um frumvarp til
laga um breytingu á lögum um húsnæðismálastjórn, veðlán til
íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Urðu allharð-
ar umræður um málið milli Jóhanns Hafsteins og félagsmálaráð-
herra Hannibals Valdemarssonar.
TILGANGUR FRUMVARPSINS
Frumvarp þetta felur í sér
þá breytingu að í húsnæðis-
málastjórn skulu nú vera sjö
menn í stað 5 áður, allir vald-
ir af ráðherra. Ennfremur fel-
ur það í sér að ráðherra til-
nefni af þessum 7 mönnum 3
til þess að hafa á hendi stjórn
allra framkvæmda á vegum
hennar.
Um þetta voru, sem kunnugt |
er, sett bráðabirgðalög hinn 21.
sept. s.l. eða nokkrum dögum áð-
ur en að þing kom saman. Voru
lög þessi sett vegna þess að fé-
lagsmálaráðherra taldi að skyndi
lega hefðu störf húsnæðismála-
stjórnar reynzt svo umfangsmik-
il, að nauðsyn bæri til að fjölga
í stjórninni um tvo menn, en um
leið að fela allar framkvæmdir
aðeins 3 mönnum.
Hannibal Valdemarsson fylgdi
frumvarpinu úr hlaði og gaf þær
skýringar á því að vegna stór-
Framh. á bls. 2