Morgunblaðið - 24.10.1956, Page 2

Morgunblaðið - 24.10.1956, Page 2
2 m o n c v v n r, a n i ð MiSvíkuclagur 24. okt. 1956 — Frá Alþingi Framh. af bls 1 aukinna anna innan húsnæðis- málastjórnar yrði að fjölga þar mönnum. RÆÐA JÓHA>TNS HAFSTEINS Jóhann Hafstein tók til máls af hálfu stjórnarandstöðunnar. Gat hann þess í upphafi, að hús- næðismálin væru eitt af vanda- sömustu og viðkvæmustu félags- málum okkar, og hefði því mátt ætla að hin nýja stjórn kæmi fram af meiri alvöru en þetta frumvarp bæri með sér. Taldi hann að mál þetta þyrfti að taka fastari tökum en nú hefði verið gert. Tilgangurinn með þessu frumvarpi og bráðabirgðalög- unum væri auðsær. Hann væri aðeins að styrkja pólitíska að- stöðu ráðherrans og ríkis- stjórnarinnar. Jóhann Hafstein vitnaði í lög- in um þetta efni og gat þess í þessu sambandi að það væru ný- mæli að 3 menn skyldu nú hafa á hendi framkvæmdastjórn. Sam kvæmt lögunum væri „verkefni húsnæðismálastjórnar að beita sér fyrir umbótum í bygginga- málum og að hafa yfirumsjón lánsfjáröflunar og lánveitinga til íbúðabygginga í landinu". Það væri því gersamlega að tilefnis- lausu að þessu væri breytt þann- ig að nú væru 7 menn í stjórn- inni í stað 5 áður, en samt ynnu nú aðeins 3 menn öll verkin og þó eru meginrökin fyrir þessari breytingu að verkefni stjórnar- innar hefðu aukizt svo mjög að ekki væri hægt að komast hjá því að fjölga þar mönnum. HIÐ AUKNA FRELSI TIL ÍBÚÐABYGGINGA Þá ræddi þingmaður í heild um húsnæðismálin og þróun þeirra á allra síðustu árum, og þær þýð- ingarmiklu breytingar, sem gerð- ar hafa verið á húsnæðismálalög- gjöfinni í tíð fyrrv. ríkisstjórnar. í efnahagsmálum, sem Sjálfstæðis menn mörkuðu við stjórnarmynd- unina eftir alþingiskosningarnar 1949 og mótuð var í gengisbreyt- ingarlögunum frá 1950. Ræðumaður kvað aldrei hafa verið jafnmargar íbúðir í smíð- um í Reykjavík og nú. Um s.1. áramót voru hér 1808 íbúðir í smiðum og þar af 835 fokheldar eða meira. HÆGT AÐ LEYSA VANDANN Á 3 ÁRUM Jóhann Hafstein sagði að ef þróun byggingarmálanna yrði í náinni framtíð hin sama og verið hefur nú allra síðustu ár mætti á næstu 2—3 árum leysa að mestu húsnæðis- vandamál höfuðborgarinnar og útrýma herskálum og öðru lélegu og ónothæfu húsnæði í bænum. í samræmi við þetta myndu að sjálfsögðu verða byggingarframkvæmdir ann- ars staðar á landinu. Ef við gerum ráð fyrir, sagði ræðumaður, að framangreindum íbúðum verði öllum að fullu lok- ið á 3 árum og þar við bættust aðeins 300 íbúðir, sem ekki er enn byrjað á, en fulllokið yrði á sama árabili, mundi það samtals nema 2100 íbúðum á ánmum 1955—1957. Sé reiknað með 4—5 manns í íbúð skapast hér nýtt ibúðarhúsnæði fyrir 9450 manns. Ef fólksfjölgunin yrði söm og síðustu ár, mundi hún nema á þessum 3 árum 3900 manns. Ætti þá að vera til ráðstöfunar nýtt húsnæði fyrir 5550 manns, sem nú eru búsettir hér, en það sam- svarar um 1200 íbúðum, til út- rýmingar á herslcálum og öðru lélegu húsnæði í bænum. Þegar þess er gætt að herskálaíbúðir í bænum eru alls rúmar 500, sést hversu miklu má áorka á næstu árum. á síðustu árum og tryggja mönn- um lánsfé til þessara fram- kvæmda. IRLEND LÁNTAKA Sagði ræðumaður að erlend lántaka í þessu skyni væri mjög æskileg lausn á málinu og benti í því sambandi á þá lausn, sem Jón Þorláksson hefði á sínum tíma beitt sér fyrir og gefið hefði góða raun, enda væru fasteignalán ein- hver tryggustu lán sem hægt væri að veita og hefðu Sjálf- stæðismenn áður lagt til á þingi að þessi leið væri farin nú. EKKERT RÆTT VIÐ BANKANA Ræðumaður kvað stjómarvöldl bætur, sem verða mættu þesum málum. Félagsmálaráðherar gerði ofur in ekki enn vera farin að ræða litla tilraun til andsvara, sem við banka landsins um áfram- haldandi lánastarfsemi í sam- bandi við húsbyggingarmálin, en helzt fólust í því, að sýna fram á að Sjálfstæðismaður hefði engan einkarétt á þvi, að stjórna fyrri samningur um þessi mál framkvæmd húsnæðismálastjórn rynni út um næstu áramót. Benti hann á að ekki væri seinna vænna að gera einhverjar ráð- stafanir í þessu efni og væri það nær en að vera að berjast fyrir slíku frumvarpi, sem hér lægi fyrir. Að lokum lýsti ræðumaður því yfir að Sjálfstæðismenn myndu styðja aliar þær um- ar. Sagði ráðherrann að alvaran væri sú ein hjá ríkisstjóminni að hún ætlaði ekki að fela „íhalds- manni“ framkvæmd þessara mála.. Kom þar berlega í ljós til- gangur þessa frumvarps, sem sé að bola Sjálfstæðismönnum frá áhrifum á stjórn þessara mála. Það skal verða félag allra bæjarbúa Skógræktarfélag Reykjavíkur 10 ára í dag AÐGERÐIRNAR, SEM MIÐA BER VIÐ Þegar það sem hér hefur verið sagt er haft í huga, er augljóst „ . . hversu gífurlega þýðingu hefur Veigamesta atr.ð. þe.rrar | að leggja meginkapp á að ijúka breyt.ngar' hefði verið hið aukna íbúðabyggingafrelsi sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér fyrir að komið yrði á. Ræddi hann síðan nokkuð þær móttökur, sem þetta frumvarp fékk er það var borið fram á Alþingi á sínum tíma og um- mæli þáverandi stjórnarand- stöðu um málið, sem taldi því flest til foráttu og þá fyrst og fremst það að það næði of skammt og myndi því koma að litlum notum, lánsfjáröflun of lítil, lánstími of stuttur og vextir of háir. Mundi vænt- anlega ekki standa á núver- andi ríkisstjórn að bæta úr þessum ágöllunt. BYGGINGAMÁLIN f REYKJAVÍK Þá tók ræðumaður fyrir bygg- ingarmálin í Reykjavík. Kvað hann það vera athyglisvert „að á tímabilinu 1945—54 eru byggðar samtals 4357 íbúðir í Reykjavík, en fólksfjölgunin á sama tíma er 17.300 manns. Koma þannig um 4 menn á hverja nýja íbúð og má þá segja að miðað við fólksfjölgunina sjálfa hafi hús- næðisþörfinni verið fullnægt. En hér koma fleiri vandamál til úr- lausnar. Þar á meðal samsafnað lélegt og ónothæft húsnæði um lengra árabil, sem gera verður sérstakar ráðstafanir til að vinna bug á. Ennfremur fólksfækkun í eldri hverfum og leiddi rannsókn í ljós, sem gerð var 1954, að í sumum eldri götum hafði fólki fækkað allt upp í 25%. Hefir hinn bætti efnahagur leitt til þess að fólk býr nú í stærra húsnæði en áður.“ GRUNDVALLAÐ Á SPARI- FJÁRAUKNINGU Þá sagði ræðumaður að fjár- hagslega hefðu byggingarfram- kvæmdir grundvallazt á peninga- flóði stríðsáranna fyrst í stað og síðan hinni öru og heillavæn- legu sparifjáraukningu, sem var ávöxtur þeirrar stefnubreytingar j því húsnæði, sem nú er í smíðum. Við það ætti því öðru frem- ur að miða aðgerðir og ráð- stafanir opinberra aðila, bæj- ar, ríkis og lánastofnana á næstunni. MANNFJÖLDINN EKKI AÐALATRIÐI Ræðumaður sýndi fram á að það væri því ekki aðalatriðið hvort 5 eða 7 manns væru í hús- næðismálastjórn, heldur hitt að upptekinni stefnu verði haldið í húsnæðismálunum. Væri því hörmulegt að horfa upp á jafn aumlegt frumvarp og hér væri lagt fram, þar sem ríkisstjórnin leiddi alveg hjá sér vanda þessa mikilvæga máls. AÐGERÐIR REYKVÍKINGA Ræðumaður gat síðan hinna víðtæku aðgerða er Reykjavíkur- bær væri nú að vinna að í hús- næðismálunum. Sagði hann að þessar aðgerðir hlytu að stranda, ef ekki væri hægt að viðhalda þeirri þróun, sem skapazt hefði Ý DAG eru líðin 10 ár frá því, 1 að allmargir menn komu saman á fund í VR-húsinu og stofnuðu þar Skógræktarfélag Reykjavíkur. Þótt félag þetta sé ungt að árum, hefur það unnið ómetanlegt gagn einu helzta framfaramáli þjóðar- innar, því sem hún stendur einhuga að: ræktun skóga. — Mjög er aðkallandi að efla fé- lagið, svo sem föng eru á, enda sagði Einar Sæmundsen skógarvörður, framkvæmda- stjóri félagsins, á fundi með blaðamönnum í gær, að bezta afmælisgjöfin, sem félaginu yrði færð, væri álitleg aukn- ing félagsmanna þegar á af- mælisdaginn, en Skógræktar- félag Reykjavíkur ætti að vera félag allra bæjarbúa. Heiðmörk, friðland Reykvík- inga er sameign þeirra, og þar hefur Skógræktarfélagið tek- ið að sér mikið verkefni. Á þessum blaðamannafundi í gær bað formaður félagsins, Guð- mundur Marteinsson, verkfræð- ingur, blöðin að færa öllum þeim mörgu, sem stutt hafa starfsemi félagsins þakkir, og þá síðast en ekki sízt landnemum í Heiðmörk. Guðmundur afhenti blaða- mönnum afmælisrit, sem gefið er út í tilefni af afmælinu. Okkur í stjórn félagsins hefur þótt hlýða að minnast afmælisins með þessu riti, en þar er skráð flest það er máli skiptir varðandi starfsemi félagsins á þessum fyrstu 10 ár- um, sagði Guðmundur. í riti þessu er mikinn fróðleik að finna, og það fer ekki fram hjá neinum við lestur þess, að vel hefur verið unnið. Fjöldi mynda, sem er nærri því ótrúlegt, að teknar skuli hér á landi, prýða ritið. Unglinga vantar til blaðburðar Söiidskjól Eskihlíð Nesvegur Hlíðarvegur f ávarpi stjórnar félagsins, en á því hefst ritið, segir m. a.: Bjartsýni og þolgæði eru enn sem fyrr nauðsynlegar dygðir þeim, sem leggja vilja stund á að rækta skóga í þessu blessaða hálfafklædda landi voru. En þótt veðurfari og hitastigi landsins verði eigi breytt með óskum ein- um, eru, sökum aukinnar þekk- ingar og reynslu í skógrækt, bæði hérlendis og erlendis, úr- ræðin miklu fleiri nú en fyrir rúmri hálfri öld, er fyrstu tilraun ir í skógrækt voru hafnar hér á landi. Er því öruggari grundvöll- ur fyrir bjartsýni í dag en nokkru sinni fyrr. Lýkur þessu ávarpi með hvatn- ingu til almennings um að efla Skógræktarfélagið með því að gerast félagar. Grein sem Einar G. E. Sæ- mundsen skrifar um skógræktar- stöð félagsins í Fossvogi, er mjög fróðleg aflestrar, því svo stórstíg- ar hafa framkvæmdirnar þar orð- ið. Árið 1948 var tala dréifsettra trjáplantna í stöðinni 25.000 en I ár er talan komin upp í 341.640. Einnig skrifar Einar um Heið- mörk. Er það mjög ýtarleg grein, þar sem rakin er saga hennar, en þar hafa nú verið gróðursettar rúmlega 700,000 trjáplöntur. Fjöldi bæjarbúa hefir lagt hönd á plóginn með fórnfúsu sjálfboðaliðsstarfi við ræktunina. Þáttur landnemanna er að ýmsu leyti einhver ánægjulegasti ávöxt urinn af friðun Heiðmerkur. Heiðmörk er og á að vera óska- barn Reykjavíkur. Þar er þó að- eins hafinn lítill hluti af þeirri allsherjar ræktun á umhverfi höfuðborgarinnar, sem stefna ber að. Bæjarbúum er í lófa lagið að endurheimta fegurð þessa lands eins og hún var á landnámstíð, ef lögð er alúð og áhugi við ræktun- arstarfið. Sú kynslóð sem vinn- ur að því lifir í verkum sínum. í þessari grein ræðir Einar m.a. um nýjar aðferðir við gróður- setningu trjáplantna og segir: Sakir þess hve jarðvegurinn í Heiðmörk er þurr og næringar- snauður, og viða þrautpíndur eft- ir margra alda sauðfjárbeit, hefir verið rætt um að nota aðrar að- ferðir við gróðursetningu þar en annars tíðkast. Kemur þá til greina jarðvinnsla áður en gróð- ursetning hefst, t. d. plæging rása, herfing á spildum, eða jafnvel plæging og herfing. Ákveðið er að fara inn á þá braut að nota hnaus plöntur, en þá ættu að hverfa vanhöld af völdum ofþornunar við gróðursetningu, auk þess sem vandaminna er að ganga frá plöntunum fyrir óæfðar hendur. Þá er í ritinu skrá yfir alla hina 47 landnema í Heiðmörk. Guð- mundur Marteinsson skrifar um fundi og félagsstarfsemina. Þá skrifar Hákon Guðmundsson um hinn fagra trjálund í Ártúns- brekku, sem Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur kom- ið upp þar umhverfis hús sitt, en lundur þessi er einn hinn falleg- asti hér í Reykjavík. Elztu barr- trén þar eru síðan 1937, og eru þau nú nær 7 m á hæð. Skógræktarfélag Hafnarfjarð- ar verður 10 ára á morgun, og þann dag eru liðin 10 ár frá því að Skógræktarfélag íslands var gert að sambandsfélagi allra skógræktarfélaganna í landinu. Verður þessa afmælis minnzt í útvarpinu í kvöld. Að lokum gat Guðmundur Marteinsson þess, að afmælis- ritið yrði sent öllum félagsmönn- um í Skógræktarfélagi Reykja- víkur, og þess er fastlega vænzt að þeir styðji af ráðum og dáð þá baráttu, sem í dag hefst fyrir því að gera skógræktarfélag Reykjavíkur að félagi allra bæj- arbúa. Sími 1600 Frelsisþró leppríkjanno Framh. af bls 1 Skömmu eftir að fundi þess- um lauk réðist múgur manns á bækistöðvar „Menningarsam bands Póllands og Rússlands“. Voru ýmis spellvirki unnin á húsinu utanverðu. Rússneski fáninn var dreginn niður — og sá pólski dreginn að húni. Ekki var ráðizt inn í bygg- inguna, en mikil spjöll urðu samt á henni. Samkvæmt fregnum frá Digynia sáust fjögur rússnesk herskip á laugardag utan við höfnina þar, en síðan hefur verið látlaust dimmviðri, svo að ekki er víst hvort skip þessi séu enn undan borginni. Fregnir hafa borizt úr ýms- * um hlutum landsins — um fjötdafundi og mótmæii gegn rússneskum yfirráðum í ýms- um borgum, og einnig hefur fréttamaður Reuters það eftir áreiðanlegum heimildum, að deildir úr pólska hemum hafi þegar sent Gomulka hvatn- ingarorð — og heitið því, að berjast fyrir málstað landsins, ef til átaka kæmi með Pól- verjum og rússneska hernum. Einnig segir sami fréttarit- ari, að fullvíst sé, að fjöl- mennur og öflugur rússneskur her hafi tekið sér stöðu við pólsk-þýzku landamærin — bíði þar átekta. ★ Á föstudaginn fer nefnd sú, er kjörin hefur verið til þess að ræða við ráðamennina í Kreml um málefni Póllands, til Moskvu. t henni eru m. a. Gomulka, hinn nýi aðalritari kommúnistaflokks landsins, Cyrankiewicz, forsætis- ráðherra — og fyrrverandi aðal- ritari flokksins, Ochab, en allir þessir menn eru meðlimir í æðsta ráði flokksins. Almennt er talið í Póllandi, að Rússar ætli sér að beita hcrnaðarógnunum og þving unum til þess að reyna að brjóta Gomulka og stefnu hans á bak aftur, en pólska þjóðin hefur heitið því að gera uppreisn gegn Rússum, ef þeir fara ekki að kröfum Gomulka um aukið sjálf- stæði landsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.