Morgunblaðið - 25.10.1956, Síða 1
43. árgangur
245. tbl. Fimmtudagur 25. október 1956
Prentsmiðja Morgunblaðsina
Hauða hernum sigað
á ungverska aiþvðu
Það byrjaði
í Póllandi
Hundruð Ungverja liggja nú
í valnum eftir bardagana í
Budapest s.l. sólarhring. Þeir
hafa látið lífið í baráttunni fyrir
frelsi Ungverjalands. Þeir féllu
fyrir vopnum erlends herliðs, sem
kallað var á vettvang til að halda
óvinsælli kommúnistastjórn við
völd.
En hvernig voru upptökin?
Saga Ungverjalands síðasta ára-
tuginn er raunasaga. Það er saga
um valdarán öfgamanna, sem
byggt var á kosningasvikum.
Þessir öfgamenn, auðsveipir þjón
ar rússneskra heimsvaldasinna,
hafa leitt ófrelsi, skort og kúgun
yfir ungversku þjóðina.
Fyrir nokkrum dögum mót-
mæltu ungverskir stúdentar því,
að rússneska væri skyldunáms-
grein í ungverskum skólum. Það
eitt kom fram, en annað og meira
bjó undir. Þeir vildu frelsi. Og
þegar Pólverjar stigu sitt „frelsis-
skref“ vildu Ungverjar fá sitt
frelsi. Þeir lýstu stuðningi við
Pólverja og heimtuðu á útifund-
um frelsi sér til handa. Hrun
heimsveldis kommúnista hófst i
Póllandi fyrir 3 dögum. Það held
ur áfram í Ungverjalandi nú. Að
mörgu leyti er skiljanlegt að
þessi lönd verða fyrst til upp-
reisnar.
Ungverjar eiga eins og Pól-
verjar í Gomulka sinn „þjóðern-
islega“ kommúnista í Nagy. Þeir
hafa báðir þolað fangelsi fyrir
skoðanir sínar, — og báðir verið
kallaðir til valda aftur nú á dög-
unum til að tryggja áframhald-
andi stjórn kommúnista í þessum
löndum. Og ástæðan til þess að
þeir eru kallaðir til þess er tví-
þætt: 1) Þeir voru vinsælir hjá
fólkinu vegna þess að þeir mót-
mæltu ofstjórn kommúnismans.
2) þeir eru tryggir kommúnistar
og þó þeir komi til valda er tak-
Inu á löndunum ekki sleppc.
Atburðirnir i Póllandi urðu til
þess að kúgaðir Ungverjar heimt
uðu frelsl og vildu leggja lífið i
sölurnar. Uppþot þeirra varð svo
alvarlegt að kommúnistaflokks-
stjórnin varð slegin ótta. Stalin-
istinn í forsætisráðherrastólnum
var látinn víkja fyrir Nagy, sem
settur var frá fyrir ári siðan.
Hann átti að vera beitan fyrir
fólkið, þó flestir eða allir aðrir
í stjóruinni séu Stalinistar. Ung-
verska stjórnin hefur því horfzt
í augu við algera byltingarhættu.
Þess vegna kallaði hún rauða
herinn til þess að berja niður
frelsisbaráttu ungverskrar al-
þýðu.
Nagy teflir á tvær hættur. Það
er hann — „vinur fólksins“ —
sem er látinn biðja um rússneska
heraðstoð. Ef rússneski herinn
heldur svo ekki heim, þegar búið
er að bæla niður vilja fólksins,
þá er Nagy hinn ábyrgi. Gomulka
hafði meiri fyrirvara. Atburðirnir
í Póllandi hófust með Poznan-
Framh. á bls. 2.
Fólkið bað um frelsi — en var
svarað með rússneskum kúlum
¥ GÆR, á degi Sameinuðu þjóðanna, sem eiga að gæta frelsis og réttar allra manna,
* brutust út í Ungverjalandi óeirðir sem í gærkvöldi var engan veginn séð fyrir um,
hverjar afleiðingar hefðu. Hundruð manna hafa látið lífið fyrir vígvélum Rauða hers-
ins rússneska, sem kallaður var til aðstoðar ungverskri kommúnistastjórn. Atburðirnir í
Ungverjalandi sýna að til lengdar getur engin ríkisstjóm kommúnista setið við völd án
stuðnings vopna og vígvéla. En menn athugi: Hvað hefði skeð ef tugþúsundir Ungverja
á götum úti hefðu haft vopn. Þetta fólk var vopnlaust að mótmæla yfirgangi Rússa sem
komið er fram með vopnavaldi. Er það táknrænt að þetta gerðist á degi Sameinuðu þjóð-
anna?
IMRE NAGY
var settur af í fyrra. Hann var
kallaður aftur í forsætisráðherra-
stól s.l. nótt er bardagarnir voru
sem blóðugastir í Ungverjalandi.
Hann var látin biðja rauða her-
inn um aðstoð.
Moskvuútvorp-
ið þogult
LUNDÚNUM, 24. okt.: — Moskvu
útvarpið hefur enn ekki sagt orð
um atburði þá er gerzt hafa í
Ungverjalandi. Margir atburðir
í Póllandi hafa og orðið útundan
hjá þeirri útvarpsstöð. — Reuter.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
Seint i kvöld sagði Moskvu
útvarpið fyrst frá atburðunum
í Ungverjalandi. Sagði það,
að „neðanjarðarhreyfing bylt
ingarmanna hefði gert tilraun
til að steypa af stóli stjórn
fólksins“!!!
LUNDÚNUM, 24. okt. — frá Reuter-NTB
HUNDRUÐ MANNA hafa fallið í götubardögum í Budapest s.l.
sólarhring. Budapestarútvarpið sagði í kvöld að bardagar
væru svo til hættir — og að þeir hefðu hætt skömmu eftir að
hinn „hreinsaði“ Nagy tók við forsætisráðherraembætti og til-
kynnti að hann hefði beðið rauða herinn um aðstoð tii að brjóta
á bak aftur uppreisnina.
En ferðamenn frá Ungverjalandi, sem til Austurríkis
komu í dag segja aðra sögu. Þeirra saga er, að rússneskir
skriðdrekar hafi umkringt borgina en víðs vegar um hana
séu brennandi byggingar og á götunum liggi lík hermanna
sem óbreyttra borgara og þau vitni um hina hörðu bardaga
sem fólkið hóf fyrir frelsi sínu. Staðfestar fregnir herma
að skemmdarverk hafí verið unnin í mörgum iðnfyrirtækj-
um í Ungverjalandi.
★ KALLAÐUR HEIM
Imre Nagy fyrrv. forsætisráð-
herra Ungverjalands, sem á s.l.
ári var rekinn frá því embætti
við skammir miklar og svika-
ásakanir, var snemma í morgun
kallaður aftur til embættisins eft-
ir að óeirðirnar voru á skollnar.
Þessar óeirðir hófust eftir
götufundi stúdenta, en þar var
krafizt aukins frjálsræðis og að
Nagy kæmi aftur til valda.
Óeirðirnar voru í upphafi að-
eins stympingar, en er á leið
þriðjudagskvöldið kom til blóð-
ugra bardaga milli hervalds og
borgaranna. Vígorð óeirðanna
var í upphafi: Meira frjálslyndi í
kommúnistastjórn landsins — en
^ baráttan varð mjög gegn öllum
kommúnisma.
' Enda ber fréttamönnum saman
um það, að þó lýðurinn hafi kraf-
izt þess að Nagy tæki aftur við
völdum, þá hafi á bak við búið
ósk um það, að frá Stalinisman-
um yrði horfið. En til þess að
Nagy yrði aftur tekinn í embætti,
varð Stalínisti að víkja úr sessi.
Hann vék er óeirðirnar urðu
alvarlegar. En þó vék hann aðeins
úr stól forsætisráðherra. Hann er
enn ritari kommúnistaflokksins
og aðalvaldamaður hans.
Undir hádegi í dag, mið-
vikudag, voru óeirðirnar orðn
ar svo alvarlegar, að stjórnin
ákvað að biðja rússneska her-
inn um hjálp til að koma á
ró. Samtímis var skýrt fram
tekið, að herinn myndi
hverfa aftur úr landi er ró
væri á komin. Herlög voru
þá sett í landinu og dauða-
refsiug við öllum glæpum
Framh. á bls. 2
* ,
Avarp forseta Islands:
Sam.ein.uBu /. Síirnar
I
FORSETI ÍSLANDS flutti
eftirfarandi ávarp í út-
varpið á degi Sameinuðu
þjóðanna:
DAG höldum vér upp á al-
þjóðaafmæli. Um allan heim
Gemkennúsklæúdir menn berja
eg sporka í pélska unglinga
VARSJÁ, 24. okt. Frá Reuter.
TVÆR hópgöngur ungs fólks
í Póllandi, sem hvor um sig
taldi yfir 2000 unglinga, fóru
með slagorðum um götur Var-
sjár í dag. Þær stefndu að
sama marki — rússneska sendi
herrabúðstaðnum. Unga fólk-
ið hrópaði and-kommúnisk
slagorð.
En þegar nálgaðist sendiráðs-
byggingiuna mættu hópgöng-
urnar mönnum í borgaraleg-
um klæðum, en einkenndum
með rauðu bandi umhandlegg
Þeir réðust inn í hópgöngurn-
ar og tvístnuðu þeim. i
Þátttakendur í hópgöngunum
sögðu, að menn þessir hefðu
sparkað í unga fólkið og barið
það með gúm- og trékylfum.
• GÖTUBARDAGI
Vegna þessara a .' ipta borg-
aralegu klæddu mann:.,ma varð
götubardagi, sem síóð í um það
bil klukkustund. Hundruð her-
manna komu á v .vang í bílum
— en þeir gripu a.árei inn í óeirð
irnar.
Síðar um d?'ginn kom aftur til
átaka hér og þar á milli manna
með rautt band um handlegg og
óbreyttra borgara.
• ÁKAFT hylltur
Fyrr um daginn hafði Gómúlka
ávarpað þúsundir verkamanna
á Stalintorginu. Hann fékk fá-
dæma góðar viðtökur. Hann
kvað það undir Pólverjum komið,
hve lengi rússneskur her yrði í
landinu. Þá skýrði hann frá því,
að hann hefði fengið loforð Krú-
sjeffs fyrir því, að rússneskar
hersveitir yrðu komnar til bæki-
stöðva sinna í Póllandi innan
tveggja daga.
er þess minnzt í sama anda. Véi
minnumst óíriðarins mikla. Myrk
ur og ógn grúfði yfir þjóðunum,
en frii . úin fór vaxandi að
sama skapi, og vonin um það,
að koma mætti á friði og varð-
veita hann, tók á sig mynd þeirr-
ar stofnunar, sem vér minnumst
í dag, Hinna sameinuðu þjcða. I
ellefu ár, sem tæpast getur þó
talizt ei.i sekúnda í lífi mann-
kynsins, hefur þar verið unnið
gott starí aí mikilli elju og þraut-
seigju.
Og. 1,. er er svo árangurinn?
Ef ég rnan rétt, hefur nú verið
beitt neitunarvaldi sjötíu og átta
sinnum í mikilsverðum málum.
Það væri auðvelt verk, að þylja
raunir og rekja vonbrigði. En sá
sem hefur búizt við eða heimtar,
að aldrei verði vonbrigði í frið-
arstarfi, þekkir ekki heiminn og
hans höfðingja. Það er meiri
ástæða til að minnast og gleðjast
yfir því, sem vel hefur tekizt til.
Ný ríki hafa verið sett á stofn,
gömul varðveitt, og einu sinni
hrundið árás með vopnum. Það
hljómar máske eins og mótsögn,
en friðurinn væri umkomuiítill,
ef hann gæti aldrei giipið til
vopna. Vér mundum jafnvel óska
Framh. á bls. 2