Morgunblaðið - 25.10.1956, Page 10
10
MORGV1SBLAÐ1Ð
Flmmtudagur 25. okt. 1956
„SUPPER“ AMM-I-DENT tann pasta er framleitt eftir
algerlega nýrri formúlu. Það er öðru visi en allt annað
tannpasta. AMM-I-DENT inniheldur fluoride, Ammoni-
ated og Anti-Enzyme (SLS), en þetta eru öll 3 viður-
kenndu efnin, sem hindra tannskemmdir AMM-I-DENT
er bragðgott og freyðir mátulega. — Biðjið um AMM-
I-DENT tannpasta í rauðu pökkunum.
Einkaumboð:
KEMIKALÍA HF.
Austurstræti 14, simi 6230.
Gólfteppi
fallégt úrval nýkomið
Laugaveg 60
Sími 82031
Innheimta —
lögfræðileg aðstoð
Látið ekki kröfur yðar falla niður
vegna vangeymslu.
Kristinn Ó. Guðmundsson hdl.
Hafnarstræti 16 — sími 82917
kl. 2—6 e. h.
Sendisveinn
óskast strax hálfan daginn (eftir hádegi)
Verzlun O. Elllngsen H.f.
Ný sending
AmerásLIr
kvenkjólar
fjólbreytt úrval
Hafnarstræti 4 — sími 3350
Kristián Eliasson yfirmatsmaður:
Afríku-skreiðin
Athugasemd við grein Þórodds Jónssonar
I MORGUNBLAÐINU í gær birt-
ist grein eftir Þórodd Jónsson,
stórkaupmann, sem fjallar um
„ófullnægjandi frágang og flokk-
un“ á Afríkuskreið o. fl.
Enda þótt Þóroddur sé nýlega
kominn heim frá Nigeríu, virð-
ist mér ýmislegt í nefndri grein
vera byggt á misskilningi eða
þekkingarskorti a.m.k. á fram-
kvæmd skreiðarmatsins.
Tel ég því rétt að upplýsa
eftirfarandi: Sá úrgangsfiskur,
sem að undanförnu hefir verið
seldur og fluttur út úr landinu
„OFFAL“ er frákast eða úrgang-
ur úr þeirri skreið, sem að áliti
Fiskmatsins er útflutningshæf
til manneldis. Þessi úrgangs-
skreið er algerlega hliðstæð við
þann úrgang úr norsku skreið-
inni, sem þeir kalla „Vrakfisk“.
Svo sem nafnið bendir til er
þetta safn af stórgölluðum fiski
t.d. er það úldinn eða rotnaður
fiskur, alsvartur fiskur af jarð-
slaga eða slepju, sárafiskur, mar-
inn eða rifinn fiskur, maðketinn
fiskur, fiskpartar o.fl. þess háttar.
Norðmenn senda sinn „Vrak-
fisk“ ekki út úr landinu, heldur
vinna þeir úr honum heima fisk-
mjöl og refa- eða dýrafóður.
Hér á landi hefir slík vinnsla
úr þessum úrgangi ekki ennþá
átt sér stað að neinu ráði, og
þess vegna hafa skreiðarframleið-
endur neyðzt til að selja hann
úr landi, þótt mörgum þeirra
sé það þvert um geð.
Að sjálfsögðu hefir þessi úr-
gangur verið greinilega merktur
sínu rétta nafni — OFFAL.
Við mat á Afríkuskreið eða
III gæðaflokki hefir verið geng-
ið svo langt sem fært hefir þótt
í því að taka jarðsleginn og fros-
inn fisk. Og ég vil sérstaklega
taka það fram, að Fiskmat ríkis-
ins hefir aldrei talið frosinn fisk
vera úrgangsfisk fyrir það eitt að
vera frosinn. „Breadfish" hefir
því aldrei verið „stimplaður“ af
skreiðarmatinu sem OFFAL, held
ur sem Afríkuskreið. Hins veg-
ar er okkur vel um það kunnugt,
að frosin skreið er illa séð yfir-
leitt, en sem betur fer hefir ekki
verið um verulegt magn að ræða
af henni hér.
Ef tekin væri alvarlega uppá-
stunga Þóroddar Jónssonar um
að skifta Afríkuskreiðinni í
tvennt, og selja síðan lægri gæða-
flokkinn á lægra verði, myndi
slíkt aðeins þýða verðlækkun
fyrir framleiðendur. En flestir
vildu þó líklega komast hjá því
í lengstu lög. A.m.k. finnst mér
það skrýtin hagfræði, að teiia
fslendinga hafa tapað „offjár“ á
því að hafa sloppið við það til
þessa.
Síðar í grein sinni ræðst Þór-
oddur með sérstakri mælsku gegn
hreinsun hnakkablóðs og spyrðu-
banda á ísl. skreið. Telur Þór-
oddur framkvæmd gildandi á-
kvæða um þetta vera „beinlinis
hættulegt framferði", og spyr:
„Hver ber ábyrgðina á svona
kjánaskap?" Ég skal upplýsa Þór-
odd um þetta, ef hann ekki veit
það.
Árið 1935 réði Fiskimálanefnd
í samráði við Atvinnumálaráðu-
FASAN DURASCHARF rakvélablöðin hafa farið sann.
kallaða sigurför um landið. Reynið FASAN DURASC-
HARF rakvélablöðin og sannfærist um gæði þeirra.
Einkaumboð:
BJÖRN ARNÓRSSON, umboðs- og heildverzlun
sími 82328 — Reykjavík
mjög glæsilegt úrval
Undirkjólar frá kr. 98.00
Buxur frá kr. 29.0C
LARKAÐURINN
Hafnarstræti 5
neytið hingað norskan sérfræð-
ing til þess að leiðbeina um verk-
un og mat á skreið. Þá strax var
lögð áherzla á að hreinsa hnakka
blóð úr öllum fiski og fjarlægja
öll spyrðubönd. Þá strax og á
næstu árum lögðu norskir fag-
menn, sem störfuðu á vegum
Fiskimálanefndarinnar grundvöll
inn undir verkunar- og matsregl-
ur þær, sem hér hafa gilt síðan,
gilda ennþá, og hafa margsinnis
reynzt vera réttar.
Þeir síðustu, sem bera þessa
„ábyrgð" eru líklega þeir menn,
sem stóðu að samningu núgild-
andi reglugerðar, en þar voru
fulltrúar skreiðaiframleiðenda í
meirihluta.
Rök Þórodds eru þessi:
„Það er óþarfi að hreinsa fasta
hnakkablóðið úr ísienzku skreið-
inni, því að Norðmenn gera það
ekki“.
I norsku reglugerðinni segir þó
svo um þetta:
„Blodflekker, slintrer og all
urenhet skal fjærnes fra fisken.
Det m& páses at nakkepartiet
blir ordentlig rengjort for blod“.
Engin staðfesting hefir fengizt
á því frá Norðmönnum sjálfum,
að þeir brjóti þessar reglur sínar,
og ekki hafa þær heldur verið
felldar úr gildi.
Ég býst við, að flestum mönn-
um, sem hafa þekkingu á þessum
málum, beri saman um það, að
kröfur neytenda hafi stórlega
aukizt á s.l. 20 árum í flestum
markaðslöndum okkar. Þetta á
við um vörugæði, þrifnað og
hvers konar vöndun í matvæla-
framleiðslunni yfirleitt og þetta
á líka við um skreiðina til Afríku.
Það væri því í algerri mót-
sögn við þessa þróun, ef við nú
færum að slaka á þeim lágmarks
kröfum, sem settar voru fyrir 20
árum og hafa gilt síðan bæði hér
og í Noregi. Það væri a.m.k. ein-
kennilegur sölumaður, sem færi
að berjast fyrir því, að tekinn
væri upp sá sóðaskapur hér, að
fiskurinn væri sendur út óhreins-
aður, — með blóðkleprum og
snæradræsum hangandi á hverj-
um fiski á sama tíma og allir
kvarta yfir harðri samkeppni á
skreiðarmörkuðunum.
Ef framkvæmd íslenzka skreið-
armatsins er slík, sem Þóroddur
Jónsson gefur í skyn í þessari
grein sinni, hvernig stendur þá
á því, að íslenzka skreiðin er
alltaf að vinna á í hinni hörðu
margumtöluðu samkeppni við
Norðmenn? En um þetta segir
Þóroddur m.a.:
„íslenzka skreiðin er stöðugt
að vinna sér meiri vinsældir á
Nigeriumarkaðnum, einkanlega í
austurhluta landsins og er jafn-
vel seld á hærra verði en sú
norska enda þykir hún víða
betri“.
Mér finnst þetta ekki vera 1
samræmi við ádeilur þær, er
koma fram um „ófullnægjandi
flokkun“ o. fl. í greininni.
Ef íslenzka skreiðin líkar svona
vel, hvers vegna vill þá Þórodd-
ur skifta Afríkuskreiðinni I
tvennt, og selja sumt á lægra
verði?
Það er varla hægt að segja að
„framferði" íslenzka skreiðaimats
ins hafi verið „beinlíinis hættu-
legt“ eða „bjánalegt“ á undan-
förnum árum, ef skreiðin er allt-
af að vinna á.
Ef starfsreglur okkar og fram-
kvæmd þeirra hefir reynzt
svona vel, hvers vegna þá að
ráðast gegn þeim og reyna að
brjóta þær niður? Veitir okkur
íslendingum nokkuð af því, að
vinna ennþá betur á, og standast
hina hörðu samkeppni á mörkuð-
um okkar?
Við matsmenn viljum gjarnan
fá sem mest af réttum upp lýsing-
um, en vanhugsaðar og illkvittn-
islegar árásir gerum við ekkert
með.
Við þekkjum þá skyldu okkar
að hafa það helzt í hverju máli,
er sannast reynist, og munum
leitast við að haga störfum okk-
ar samkvæmt þvi og virða í hví-
vetna fyrirmæli þau, er okkur
ber að starfa eftir.
Reykjavík, 21. okt., 1956.
Kristján Elíasson.