Morgunblaðið - 25.10.1956, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 25. oVt. 1956
LOUIS COCHRAN:
SONUR HAMANS
Framhaldssagan 60
®g allur hinn vöðvamikli líkami
hans tútnaði út í stólnum.
Haíi verið óljós og óvænt sam-
úð í svip konunnar, þá veitti Lije
því a.m.k. enga athygli. Hann
heyrði aðeins grafarltuldann í orð
lun hennar, sem bárust til hans
með ákefð, sem ekki leyndi mein-
ingu þeirra: „Ungi maður, ég hef
enga löngun til að rökræða þetta
meira. Þú ert sonur Nancy Smith
«g Nancy Smith átti aldrei neinn
eiginmann. Hér eftir mátt þú
aldrei stíga fæti þínum inn í
þetta hús. Nú....“ Þegar Lije
fpratt á fætur „ekki að grípa
fiam í fyrir mér. Ég hef reynt
•ð hlifa þér, en þú neyðir mig
til að segja það. Þú ert ekki neitt,
verra en ekki neitt. Þú mátt ekki
ekaprauna og óvirða dóttur mína
framar með nærveru þinni“.
Að svo mæltu benti hún unga i
manninum á dyrnar.
Hann starði á hana og hné hans
•kulfu af hinni miklu geðshrær-
ingu er hann fékk ekki ráðið við.
Hefði hún verið karlmað-
«r, skyldi hann hafa tekið í
hnakkadrembið á henni og hrist
hana, þangað til augasteinarnir
hefðu hrokkið út og blóðið sprott-
ið fram úr nösum hennar. En
hann sagði ekki eitt orð, stóð
bara hreyfingarlaus með andlit
jafnnábleikt og það sem lá á púð-
*num fyrir framan hann.
„Mamma er góð kona“, fékk
hann loks stunið upp. „Góð kona,
•egi ég. Mikið betri en margar
þúsundir af yðar líkum. ...“
„Viltu vera svo góður að yfir-
gefa þetta hús“.
Hann sneri sér hægt við og
vöðvar hans voru ófúsir að hlýða
vilja hans, eins og í martröð. Svo
setti hann hattinn á höfuðið, stirð
lega eins og sjálfhreyfivél og and
artaki síðar bergmálaði þungt
fótatak hans úti á ianga gangin-
um.
Æstur af djúpri reiði og niður-
lægingu stikaði Lije áfram löng-
um skrefum, en í eyrum hans
UTVARPIÐ
Fimmtudagur 25. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 19,30 Tónleikar: Danslög
(plötur). 20,30 „Lögin okkar“. —
Högni Torfason fréttamaður
•tjómar þættinum. 21,30 Útvarps
sagan: „Októberdagur" eftir Sig-
urd Hoel; XVI. (Helgi Hjörvar).
22,00 Fréttir og veðurfregnir. —
Kvæði kvöldsins. 22,10 Kvöldsag-
»n: „Sumarauki" eftir Hans Se-
verinsen; XVIII. (Róbert Am-
finnsson leikari). 22,30 Sinfónísk-
ir tónleikar (plötur). 23,00 Dag-
•krárlok.
Föstudagur 26. október:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
19.10 Þingfréttir. 19,30 Tónleikar:
Hamionikulög (plötur). — 20,30
,Um víða veröld“. — Ævar Kvar
•n leikari flytur þáttinn. 20,55
Islenzk tónlist: Lög eftir ýmsa
höfunda (plötur). 21,20 Erindi:
Um orsakir sálrænna erfiðleika
hjá börnum (Kristinn Bjömsson
•álfræðingur). 21,45 Náttúrlegir
hlutir (Ingimar Óskarsson grasa
fræðingur). 22,00 Fréttir og veð-
urfregnir. — Kvæði kvöldsins. —
22.10 Kvöldsagan: „Sumarauki"
•ftir Hans Severinsen í þýðingu
Stefáns Jónssonar; XIX, — sögu-
lok (Róbcrt Arnfinnsson leikari).
22,30 Létt lög (plötur). 23,00 Dag-
•krárlok.
hljómaði kuldaleg rödd þeirrar
konu, er hafði auðmýkt hann svo
mjög og sært af ásettu ráði.
Einu sinni rak hann tána í snar-
rótarbrúsk og sparkaði æðislega
í hann. Einu sinni kreppti hann
hnefana og tautaði: „Fjandinn
hafi það“, milli samanbitinna
tannanna.
Hann gekk hratt, án þess að
gera sér fulla grein fyrir stefn-
unni og nam skyndilega og undr-
aondi staðar, er hann varð þess
var, að hann var kominn fast að
hlið Martins Fortinberrys, sem
stóð og formælti hinum sveittu,
syngjandi svertingjum.
Hann stóð í sömu sporum
hreyfingarlaus, stundarkorn, en
sneri sér svo hvatlega á hæl og
tók stefnuna til Delta City, án
þess að skeyta nokkru um skyld-
urnar við hinn nýja vinnuveit-
anda sinn og skynjaði aðeins
hina brennandi löngun sína eftir
því, að drekkja sársauka sínum
og reiði í viskíinu hans Dinks
gamla Malone.
En Martin kallaði til hans,
drynjandi rómi.
„Heyrðu Lije. Komdu til mín
hingað, eitt andartak“.
Lije nam hikandi staðar, ófús
til að standa andspænis þeim
manni, sem svo mjög var tengd-
ur konunum tveimur, er þannig
höfuð komið inn í líf hans allt
í einu.
„Ég er á leiðinni niður í þorp-
ið“, tautaði hann. Varir hans
voru samanherptar og augun
störðu önugleg til jarðar.
„En hvað með vinnu þína
hérna? Ég réði þig til að stjórna
þessum niggurum, eða var það
ekki svo?“
„Jú, en....“
„Hún hlýtur að hafa leyst held-
ur betur frá skjóðunni". Rödd
offurstans var full skilnings og
samúðar. Hann gekk áfram, lagði
höndina á öxl yngri mannsins og
lækkaði svo róminn, að svert-
ingjarnir heyrðu ekki orð hans:
„Láttu það ekki fá of mikið á
þig. Hún er nú svona, eins og þú
veizt. Allar veikar konur eru
svona. Og hún er búin að vera
veik árum saman. Það hefur
þurft að annazt hana eins og
barn“.
„Mér er fjandans sama“
hreytti Lije út úr sér. „Ég myndi
ekki tala svona við svertingja“.
„Ó, láttu það ekki á þig fá. En
hvað var það svo sem hún sagði?
Bannaði hún þér að stíga fæti
þínum inn í húsið?“
Lije steig skref aftur á bak,
svo að hönd Fortenberrys féll
máttlaus niður af öxl hans og
rödd hans skalf örlítið er hann
svaraði eldri manninum:
„Hún sagði verra og meira en
það. Hún sagði að ég væri verra
en ekki neitt. Hún sagði að
mamma væri....“
Martin gamli Fortenberry roðn
aði af geðshræringu og hann leit
snöggt til dökku verkamannanna,
til þess að vita hvort þeir væru
að hlusta.
„Segðu mér ekki meira um
það. Taktu bara ekki of mikið
tillit til orða hennar. Hafi hún
bannað þér að koma í hús sitt,
þá verðurðu sennilega að hlýða
því. En ég er ekki á sama máli,
Lije, og það vil ég að þú vitir.
Ég álít að maðurinn sé það, sem
hann gerir sjálfur. Það skiptir
engu máli hvort maðurinn eða
ætt hans hefur komið frá
Virginíu eða ekki, eða hver er
amma lians. Það sem mestu máli
skiptir er það, hvernig einstakl-
ingurinn er sjálfur. Mundu það
drengur minn“.
Hitinn í orðum gamla manns-
ins gerði Lije unarandi, og and-
litsdrættir hans mýktust við
skyndilega vitneskju um vináttu
sköllótta, litla mannsins, sem
frammi fyrir honum stóð. Hún
hafði gifzt niður fyrir sig, hafði
hún sagt. Annað virtist Lije nú.
„Ég skal sýna þessu bölvaða
pakki það svart á hvítu, að því
ferst ekki að lítilsvirða mig —
eða mömmu“, sagði hann með
einbeittan ásetning í rómnum.
„Já, svona á maður að bregð-
ast við mótlætinu, eins og sann-
ur karlmaður". Martin Forten-
berry var nú aftur orðinn róleg-
ur í málrómi, næstum dapur.
„Jæja, hvað sem öðru líður, þá
held ég að ég hafi ekki þörf fyrir
þig meira hér í dag. Á morgun
verðum við tilbúnir að byrja á
grunni byggingarinnar, held ég.
Þú sérð um múrsteinana og
sementið.. Farðu á veiðar..
Gerðu eitthvað.. Og mundu það,
að frú Fortenberry er sjúk mann-
eskja. Taktu ekki of mikið tillit
til þess, sem hún segir“.
„En ég ætla aldrei framar að
stíga fæti mínum inn í það hús.
Ekki eftir það, sem nú hefur
skeð. Og ég sagði henni. ... “
„Já, það væri sennilega bezt
fyrir þig“. Martin Fortenberry
talaði eins og við sjálfan sig, þol-
inmóður, of reyndur, lítill mað-
ur, sem aldrei hafði fengið að
gleyma ætt sinni og uppruna,
fyrir konu sinni. „Þú talar við
Silas Wren um þessa múrsteina
og mætir svo hérna til vinnu
snemma í fyrramálið".
Hann sneri sér snögglega við:
„Þið þarna, Sam, Zeke og Henry.
Reynið þið að halda ykkur að
verkinu. Haldið þið, að ég hafi
ráðið ykkur til þess að standa og
Vanti ydwr
kápu
eða
kjál
þá lítiÖ inn
hjá
GUÐRÚNU
Nýkomið fjölbreytt
úrval af
ullarkjólum
\Jerzlunin
(jjiA,&rún
Rauðarárstíg 1
Gluggaútstillingar
Ung stúlka, sem lagt hefir stund á gluggaútstillingar
erlendis, vill taka að sér slíkt starf fyrir verzlanir.
Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. baðsins fyrir nk.
þriðjudag, merkt: „Gluggútstilling“ —3040.
BUÐARPLASS
ásamt geymslu í miðbænum TIL LEIGU. — Tilboð
merkt: „Miðbær — 3047“ sendist afgr. Morgunblaðsins.
Kjólaefni
(ullar-Shantung)
Nýjustu þýzku efnin. 9 litir.
Fást aðeins í
ffleuéítœ
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
VOU SEE, MARk, I HAVENT ) AND FISH AND <TO, FONVILLE,
ANVONE TO HELP ME. SOfSOTO A BOVS’ L. BUT I'M
1) — Markús, það er enginn
sem hjálpar mér, svo að ég ætl-
aði að biðja þig að talp við
mömmu.
2) — Mig langar t«l að veiða i
skógunum, bæði silunga og veiði-
aýr, fara í drengjatjaldbúðir á
sumrin. En mamma bannar mér
það. Viltu hjálpa mér?
— Það vildi ég feginn gera, en
ég er hræddur um að ég geti ao
litlu liði orðið. Þetta eru mál,
sem mér koma ekkert við.
3) — Gerðu það, Markús. Þú
ert eini maðurinn, sem ég þekki,
sem getur hjálpað mér.
— Eg skal íhuga það, Finnur.
4) — Um kvöldið í danssaln-
um.
— Frú Karolina, viljið þár
dansa við mig?