Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 1
24 síður 43. árgangur 264. tbl. — Föstudagur 16. nóvember 1956 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kadar segir við verkamenn: „Kjöroeðlar geta eins og kúlur gert að engu vald verkamannsins” 12 fordœmdir BUDAPESTUTVARPIÐ HEFUR lesið upp nöfn 12 kommúnista- leiðtoga, sem hafa æfilangt verið dæmdir frá öllum störfum innan flokksins og til að gegna stjórn- arstörfum fyrir landið. Þeim var lýst, sem þekktum mönnum, sem hefðu átt mikinn þátt í störfum fyrir hina harðsvíruðu andlýð- ræðislegu RakosÍJklíku. Meðal þeirra eru Rakosi og Gerö (ekki er vitað hvort hann er á lífi. Fyrri fregnir hermdu að hann hefði flúið land, en talið er að frelsissveitir hafi skotið hann til bana). Þá er þar fyrrv. varnar- málaráðherra og forsætisráðherr- ann, er var við völd er frelsisbar- átta þjóðarinnar hófst. 30- 50 bíl- hlöss á dag VÍNARBORG, 15. nóv. — Gjafir frá Rauða-kross deild- um allra landa munu innan skamms streyma inn í Ung- verjaland. Rauði krossin í Búdapest hefur tilkynnt al- þjóða Rauða krossinum, að vil yrði sé fyrir að hjálpin fái að koma inn i landið óáreitt. Til þessa hafa aðeins 15 bílhlöss komizt yfir landamærin auk 1 tonns af nauðsynlegum lyf- um. Alþjóða Rauði krossinn til- kynnti að telja megi víst, að þegar leyfi fæst, muni 30—35 hlaðnir flutningavagnar dag- iega flytja matvæli og nauð- synjavörur til hinnar þurf- andi ungversku þjóðar. Óttost, sem kommúnisti, frjálsar kosningar, en lofar öllu fögru BÚDAPESTÚTVARPIÐ skýrði frá því a» „ráð verkamanna“ eins og útvarpið kallar það, hafi gengið á fund Kadars, forsætis- ráðherra leppstjórnarinnar í Ungverjalandi og afhent honum kröfur þær sem verkalýður Ungverjalands gerir. Meðal krafa þessara eru: 4 Að „margra flokka“ stjórnarkerfi á grundvelli sósíalisma verði upp tekið. Að frjálsar kosningar og leynilegar, fari fram eftir nokkurn tíma. Að rússneski herinn fari úr landi, svo fljótt sem við verður komið. Að Nagy verði aftur fengið í hendur embætti forsætis- ráðherra. 2 3 4 KADAR LOFAR FÖGRU Samkvæmt frásögn Búda- pest-útvarpsins á Kadar að hafa sagt -verkamönnnnum, að hann vildi frjálsar kosn- ingar á grundvelli margra flokka kerfis. En kjörseðlar geta eins og kúlur í byssum gert að engu vald verkamanns ins. Og það mætti gera ráð fyrir að kommúnisminn fengi ekki mikinn stuðning í slíkum kosningum. Það, sagði Kadar, myndi leiða til veldis sósíal- isma. En engu að síður myndu kommúnistar verða við kröfu verkamannanna. Kadar lofaði, að engum yrði refsað fyrir að hafa tekið þátt í því sem hann kallaði: „hina miklu ókyrrð fólksins“. Og útvarpið segir, að hann hafi lagt áherzlu á það við rúss- nesku yfirvöldin, að engan mætti flytja út úr Ungverja- landi. „Vinarheinr sóknw ti! Búdapest LUNDÚNUM 15. nóv. — Pragút- varpið segir, að tékknesk sendi- nefnd undir forsæti forsætisráð- herrans, hafi haldið til Budapest í „vinarheimsókn" eins og út- varpið kallar það. I nefndinni eru auk forsætisráðherrans tveir aðrir ráðherrar. — Reuter. „SAMNINGAR VIÐ RÚSSA“ Þegar rætt var um dvöl rúss neska hersins, sagði Kadar, að þegar ró væri komin á, yrðu hafn ar „samningaviðræður" við Rússa um brottflutning þeirra. Varðandi „hlutleysi“ Ungverja lands, sagði Kadar, að það væri skiljanleg krafa, en það væri til- gangslaust að bera hana fram, því „andbyltingarsinnar" myndu ekki virða hlutleysi. VILL TALA VIÐ NAGY Er rætt var um Nagy, sagði Kadar að hann vildi gjarna eiga viðræður við hann, ef hann kæmi út úr sendiráðsbústaðnum sem hann dveldi í í Búdapest. Nagy, sem er í júgóslavneska sendiráðinu hefur sagt, að hann hafi ekkert mál að ræða við Kadar. AÐVÖRUN Kadar bað sendinefndina að íhuga alvarlega verkfallsvanda- málið. Kvað hann það mundi leiða til verðbólgu og vandræða Það væri ekki mikill tími til stefnu. Innan tveggja vikna yrði Ungverjaland orðið „betlari ver- aldarinnar". < Dag Hammarskjöld framkvstj. S. Þ. hefur í mörgu að snúast. Hann er á leið til Kairó vegna gæsluliðs S. Þ. — og vill komast til Búdapest, en fær ekki leyfi ennþá. Hetjan frd Budapest laus úr haldi Lundúnum,- 15. nóv. FRÉTTARITARAK í Vínar- borg segja, að Maleter liers- höfðingi frelsissveitarmanna, sem varð landvarnaráðherra í stjórn Nagys, hafi sloppið úr fangelsi Rússa. Gerðist það með aðstoð frelsissveiter- manna, segja flóttamenn. — Maleter er öðru nafni kallað- ur „hetjan frá Búdapest“. Þar skipulagði hann alla vörn. Hann fer nú huldu höfði i V.-Ungverjalandi og skipu- leggur mótspyrnu gegn Rúss- um. Sömu menn segja, að Rúss- ar haldi áfram brottflutningi saklausra úr landi, m. a. kvenna og barna. Hermesm með bláa hjálma og bláhvíta arm- borða komnir til Suez MENN með bláa hjálpa á höfði og bláhvítan borða um hand- legg eru nú á vappi nálægt Ismalia. Þetta eru fyrstu sveitir liðs S. Þ. sem leysa á af hólmi heri Breta og Frakka við Súez. Fyrstu sveitirnar komu með 2 svissneskum flugvélum, 45 Danir í annarri og í hinni 50 Norðmenn. 4 starfsmenn S. Þ. eru með þessum sveitum. * HAMMARSKJÖLD í RÓM Hammarskjöld er kominn til Rómar. Hann sagði áður en hann fór frá New York, að hann myndi gera það sem hann gæti til þess að lið S. Þ. í Egyptalandi næði tilgangi sínum. Þetta væri fyrsta lið S. Þ. sem smáþjóðir S. Þ. stæðu að. * EKKIÞÖRF SJÁLFBOÐA- LIÐA Öll Arabaríkin er sendiherra hafa í Vestur-Þýzkalandi hafa gefið út sameinginlega yfirlýsingu í • Tilkynnt hefur verið að Pakistan muni huga að hagsmunum Breta í Sýrlandi og Sýrlendinga í Englandi — en löndin hafa slitið stjórnmálasam- bandi. Ungverjal. pappirnum Ungversko þjéðin er oð sigra kommúnismann Kommunistoflokknr er ekki til nenta d LUNDÚNUM, 15. nóv. TIL ÞESSA dags hefur Kadarstjórnin í Ungverjalandi ekkert framkvæmt af því, sem í yfirlýsingu hennar fólst, er hún gaf þegar hún kom til valda 4. nóv. s.l. Hörmungarástand ríkir i landinu og efnahagsmálin verða svartari með degi hverjum. LOFAÐ — OG SVIKIÐ En það sem einkum ein- kennir Kadarstjórnina er hversu geysilega áherzlu Kad- ar leggur á að ná vinsældum, jafnvel með því að taka upp einstakar kröfur frelsissveit- anna. Það virðist sem tækl- færisstefnu stjórnarinnar séu engin takmörk sett. Má þar sem dæmi nefna verkalýðs- samböndin. Öll hin gömlu hafa verið leyst upp og ný stofnuð. sem þó aðeins eru til á pappírn um. Þau lýsa yfir því, að þau séu óhi.ð öllum flokkum, — en Kadarstjórnin stofnaði þau!! Annað dæmi er öryggis- lögreglan. Hún tók aftur til starfa sama dag og Kadar tók völd. Sl. sunnudag féllst Kad- ar á kröfu frelsissveita og Frh. á bls. 23. Bonn um, að nú sé ekki lengur nokkur þörf rússneskra sjálfboða liða til hjálpar Egyptum. Var yfirlýsingin afhent blaðamönn- um á fundi er sendiherrar Egypta lands, Sýrlands, fraks, Lebanon, Sudan, Yemen og Jórdaníu héldu. Sendiherra Sýrlands var eins- konar talsmaður, en hann sagði ekki orð án þess að spyrja egypzka sendiherrann ráða. Eftir að hafa hvíslast á við hann einu sinni, kvaðst Sýrlendingurinn vilja bæta því við, að það væru enn engir sjálfboðaliðar komnir til nokkurs Arabaríkis. Hvílíkt filboð l NEW YORK, 15. nóv. — Ung- verska stjórnin (Kadar) til- kynnti í dag, að fulltrúar stjórnarinnar væru reiðubún- ir til að mæta Hammarskjöld í Rómaborg, og ræða þar við hann um það á hvern hátt hjálp við Ungverja kæmi að beztum notum. —Reuter. Itópfimclur við þinghúsið VÍNARBORG, 15. nóv. — frá Reuter. T IL Vínarborgar hafa þær fréttir borizt að yfir 10 þús. manna hafi í dag tekið þátt í mótmælafundi, sem haldinn var utan þinghússins í Búdapest. Var þar mótmælt brott- flutningi Ungverja, en Rússar hafa verið afkastamiklir í því að flytja fólk á brott — enginn veit hvert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.