Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 2
2
MORCr\Bl4Ð1Ð
Föstudagur 16. nðv. 1956
Framkvæmdir v/ð byggingu
sorpeybingarstöðvarinnar
hefjast næstu daga
Framkvæmdum verbur lokib
seinni hluta næsta árs
GUNNAR THORODDSEN borgarstjóri skýrði frá því á bæjar-
stjómaríundi í gær, að nú væri fengið fjárfestingarleyfi til
að hefja byggingu sorpeyðingarstöðvar. Kvaðst borgarstjóri af
þessu tilefni vilja gefa nokkurt yfirlit yfir gang þessa máls frá
upphafi og fram að þessu.
ÞRJÁR LEIÐIR
Borgarstjóri skýrði frá því að
nokkur ár væru liðin síðan, að
heilbrigðisfulltrúinn, sem þá var
dr. Jón Sigurðsson, núverandi
borgarlæknir, hefði skrifað grein-
argerð og tillögur varðandi sorp-
eyðingu og gerði hann það að
tillögu sinni, að byggð yrði sorp-
eyðingarstöð. Litlu síðar var
skipuð þriggja manna nefnd til
að athuga þetta mál nánar og
vom í henni, dr. Jón Sigurðsson,
Ásgeir Þorsteinsson verkfræðing-
ur, sem áður hafði gert tillögur
um þetta efni, og loks Þór Sand-
holt, forstöðumaður skipulags-
deildar. Þessi nefnd skilaði ýtar-
legu áliti og kom þar fram, að um
þrjár leiðir væri að ræða til þess
að losna við sorp. í fyrsta lagi
sorpbrennslustöð, í öðru lagi
skipulagðir sorphaugar og í
þriðja lagi sorpeyðingarstöð, með
svokallaðri DANO-aðferð. Töldu
nefndarmenn eftir ýtarlega at-
hugun málsins, að heppilegast
væri að byggja sorpeyðingar-
stöð, þar sem fram færi mölun
og blöndun sorpsins, sem síðan
yrði, að meginefni til, notað til
lífræns áburðar. Eftir þetta var
unnið að málinu og gerðar áætl-
anir, aflað nýrra upplýsinga um
slíka sorpeyðingarstöð, en á þess-
um árum hafði þessi svonefnda
DANO-aðíerð tekið ýmsum breyt
ingum. Á þessari aðferð er nú
komin allmikil reynsla erlendis.
Má í því sambandi geta þess að
stöð á borð við það, sem hér er
fyrirhuguð, hefur verið reist í
Edinborg í Skotlandi og allvíða
annars staðar.
VALINN STAÐUR
í ÁRTÚNSHÖFÐA
Fyrir nokkrum árum var ákveð
ið að velja sorpeyðingarstöðinni
svæði innan við Elliðaár, eða í
Ártúnshöfða vestan Krossmýrar-
vegar. Á sl. ári var málinu það
komið áleiðis, að í júní var sam-
þykkt að fela borgarlækni og
borgarstjóra að undirbúa samn-
inga um byggingu stöðvarinnar
og var þá um tvennt að ræða,
annað hvort að kaupa vélarnar
erlendis frá eða að fá sem mest
af þeim smíðað hér, ef unnt
væri. Vélsmiðjan Héðinn náði
samkomulagi við DANO-verk-
smiðjumar í Danmörku um leyfi
til að smíða slík tæki. Borgar-
stjóri undirritaði samninga við
„Héðinn" 31. des. 1955 um
að smíða vélar og tæki, sem nán-
ar eru tiltekin í þeim samningi
og er verð þeirra tæpar 3 millj.
króna. Auk þessa eru svo bygg-
ingarframkvæmdir og annað, sem
stöðinni tilheyrir. Það er erfitt
að áætla hvað stöðin muni kosta
uppkomin, sagði borgarstjóri, en
borgarlæknir telur að hún muni
kosta um það bil 4,5 millj. kr.
Smíði véla er nú hafin fyrir
nokkru siðan. í sl. mánuði fékkst
loks leyfi fyrir byggingarfram-
kvæmdum. Uppdráttur hefur ver
ið gerður að undirstöðum og
framkvæmdir verða hafnar á
næstunni. Ef ekkert sérstakt ó-
vænt kemur fyrir er áætlað að
stöðin geti tekið til starfa siðari
hluta árs 1957.
hafi þess og sýnt í því lofsverðan
áhuga og dugnað.
Alfreð Gislason bft. (U) taldi
að eitt hefði gleymzt í ræðu borg
arstjóra og það væri að geta þess
að illa hefði gengið að fá fjár-
festingarleyíi, þar sem sífelldar
synjanir hefði komið frá nefnd-
inni, en það væri fyrir sérstaka
framgöngu núveranai viðskipta-
málaráðherra að leyfi loks
hefði fengizt. Taldi hann að borg-
arstjóri hefði vel mátt geta þess
ama.
Rorgarstjóri tók aftur til máls
og kvaðst sízt af öllu hafa ætlað
að breiða yfir það eða leyna því
ef viðskiptamálaráðherrann hefði
átt þarna góðan hlut að máli,
en um það hefði hann alls ekk-
ert vitað. Hins vegar tók hann
fram, að fulltrúi Sjálfstæðis-
manna í innflutningsncfnd hefði
ætíð verið þessu máli fylgjandi,
en það hefði strandað á atkvæði
íuiltrúa Framsóknarmanna í
nefndinni, sem hefði feilt að veita
Reykjavíkurbæ leyfið.
Iðnaðurinn fái 5 millj. kr.
árlega til nauðsynlegra
I uiMliii>úningi stoínun
iðnaðarmálaráðuneyti
Frá fuadi í Félagi íil. iinrekenda
ALMENNUR félagsfundur í
Félagi ísl. iðnrekenda var
haldinn í Tjamarcafé sl. laug-
ardag. Form. félagsins, Sveinn B.
Valfells, setti fundinn með nokkr
um orðum og bauð gesti félags-
ins velkomna á fundinn, en þeir
voru dr. Gylfi Þ. Gíslason, iðn-
aðarmálaráðherra, dr. Árni
Helgason, ræðismaður frá Chica-
go og Skarphéðinn Jóhannsson,
arkitekt. Fundarstjóri var kjör-
inn Magnús Víglundsson, ræðis-
maður.
★
Dr. Gylfi Þ. Gíslason, iðnaðar-
málaráðherra, flutti ræðu um
vandamál og framtíðarhorfur í
iðnaði Islendinga. Iðnaðurinn
væri nú orðinn stærsta atvinnu-
grein landsmanna og þar væru
stærstu verkefnin óunnin. Enda
þótt búast mætti við miklum
breytingum á mörgum sviðum á
næstu áratugum, mundu breyt-
ingarnar verða mestar á sviði
iðnaðar.
Ráðherra kvað íslenzkan iðnað
búa við skert skilyrði til þess að
færa út kvíamar. Væru bætt
skilyrði til fjáröflunar því höfuð-
mál iðnaðarins í dag. Ræðumað-
ur las síðan tölur um skiptingu
á lánsfé bankanna milli atvinnu-
greina, sem sýndu glöggt, hve
iðnaðurinn er afskiptur með
lnásfé.
Hér þarf stórt átak, sagði ráð-
herrann, Það bezta, sem hægt
er fyrir iðnaðinn að gera, er að
bæta úr lánsfjárskorti iðnfyrir-
tækja. Kæmi þá fyrst til greina
efling Iðnlánasjóðs og svo út-
vegun á 15 millj. kr. láni þvi,
sem Iðnaðarbankanum hafði ver-
ið lofað.
¥
Iðnlánasjóðsmálið mundi verða
tekið til athugunar nú á þessu
þingi og mundi verða haft fullt
samráð við samtök iðnaðarins
um undirbúning málsins og
lausn þess. Reynt myndi að út-
vega erlent lánsfé til ýmsra
framkvæmda og mundi Iðnaðar-
bankanum þá ekki gleymt og því
loforði, sem honum hefði verið
gefið. Að lokum skýrði ráðherr-
ann frá því að á döfinni væri
skipulagsbreyting varðandi með-
ferð iðnaðarmála í stjórnarráð-
inu, væri ákveðið að alveg á
næstunni yrði sett á stofn iðn-
aðarmálaráðuneyti og mundi til
þess fenginn sérstakur trúnaðar-
maður, sem samtök iðnaðarins
gætu borið traust til.
★
Annað dagskrármálið var
bygging sýningarskála. Sveinn
Guðmundsson var framsögumað-
ur og gerði grein fyrir tillög-
um að samkomulagi um bygg-
ingu sýningar- og íþróttáhúss í
Reykjavík, sem bæjarráð Reykja
víkur hefur þegar samþykkt. Er
í tillögum þessum gert ráð fyrir
samstarfi milli samtaka atvinnu-
veganna annars vegar og Reykja
víkurbæjar og íþróttahreyfing-
arinnar hins vegar, um að hrinda
þessu þýðingarmikla máli í fram-
kvæmd. Jafnframt er gert ráð
fyrir því, að á sama stað skuli
skipulagt sýningarsvæði, ■ þar
sem samtökum atvinnuveganna
skal gefinn kostur á að reisa
sína eigin sýningarskála. Hafði
Félag ísL iðnrekenda á sínum
tíma forgöngu um, að samtök
atvinnuveganna fóru þess á leit
við bæjaryfirvöld Reykjavíkur,
að þeim yrði sameiginlega látið
í té landssvæði fyrir þessa að-
ila. Hófust síðan umræður um
samstarf milli samtaka atvinnu-
veganna og Reykjavíkurbæjar
um hugsanlegt samstarf og voru
tillögumar árangur af þeim við-
ræðum.
★
Lýsti fundurinn ánægju sinni
yfir tilboði Reykjavíkurbæjar
um samstarf við atvinnuvegina
um byggingu sýningarskála og
HVERNIG SORPEYÐINGIN
FER FRAM
í stórum dráttum vinnur sorp-
eyðingarstöðin þannig, að bílar
steypa öllu sorpinu í sérstaka
gryfju, en það fer síðan inn í
sívalninga, sem mala sorpið, en
áður er pappír og járn tekið frá.
Auk þess er tekinn frá alls konar
annar úrgangur, sem ekki kemur
til mölunar. Málmar em teknir
úr með segulmagni og er fyrir-
hugað að koma þeim úrgangi í
verð sérstaklega. Megnið af sorp-
inu fer af færibandinu inn í sí-
valningana, þar sem bætt er í
vatni og súrefni vegna gerjunar
og kemur síðan efni úr sívaln-
ingnum, eftir nokkurn tíma, sem
þá er fullgerjað og er það hinn
svonefndi Kompost-áburður, sem
er lífrænn áburður og hentugur
til margs konar nota. Sá úrgang-
ur sem ekki er nothæfur til á-
burðar og ekki er hægt að koma
í verð á annan hátt, verður síðan
grafinn í jörð hjá stöðinni. Allur
meginhluti sorpsins verður að
áburði og má geta þess, sagði
borgarstjóri, að nú falla hér til
um það bil 20 þú'sundir smálesta
af sorpi á hverju ári. Gert er ráð
fyrir að um % af sorpinu verði
að áburði, sem síðan verður not-
aður á ýmsan hátt og telur rækt-
unarráðunautur bæjarins, sem
hefur samið álitsgerðir hér um,
að þessi áburður sé mjög þýðing-
armikill til ræktunar í görðum
manna í bænum, í garðlöndum
bæjarbúa yfirleitt og vegna rækt-
unar mela og hrjósturlendis í ná-
grenni bæjarins. Er talið, að
áburðargildi þessa efnis sé á borð
við hrossa- eða sauðatað.
Borgarstjóri gat um sorphaug-
ana, sem nú eru til leiðinda og
óþrifnaðar í nágrenninu. Hann
sagði að kcstnaður af haugunum
væri nú um 300 þúsund krónur
á ári, sem mundi sparast, þegar
stöðin tæki til starfa. Reksturs-
kostnaður stöðvarinnar mundi
verða nokkur, þar sem 4 menn
þyrftu að staðaldri til að vinna
við stöðina en gera mætti ráð
fyrir að talsvert verðmæti mætti
fá úr sorpinu, bæði úrgangsefni,
járn og pappír og svo áburðinn
sjálfan, sem vafalaust mætti gera
að góðri söluvöru.
Loks þakkaði borgarstjóri sér-
skipulagningu sýningarsvæðis og staklega dr. Jóni Sigurðssyni
fól félagsstjóminni að vinna að j borgarlækni, sem hefði haft veg
ítrekari framgangi málsins. 1 og vanda af þessu máli frá upp-
bygginga og vélakaupa
Úr framsöguræðii Magnúsar
Jónssonar í gær
IG Æ R fór fram fyrsta umræða í neðri deild um frumvarp
Magnúsar Jónssonar og Jóhanns Hafsteins um að afla iðnaðinum
mjög aukins fjármagns eða allt að 5 millj. krónum árlega, með
því að gjald af innlendum tollvörutegundum skiptist til helm-
inga milli iðnlánasjóðs og rikissjóðs, en það hefir allt runnið i
ríkissjóð til þessa. Gat Magnús Jónsson itarlega um meginatriði
frumvarpsins í framsöguræðu sinni á þingi í gær.
Kom hann fram með þær upp-
lýsingar að tollur þessi af inn-
lendum vörutegundum, að mestu
iðnaðarvarningi sem unninn er
innanlands, hefði numið árið
1955 alls kr. 11.7 millj. Væri toll-
urinn áætlaður í ár 11 milj. kr.
og fengi iðnlánasjóður því yfir
5 millj. kr. til sinna þarfa.
Síðan rakti Magnús Jónsson
það, hve brýn nauðsyn bæri
til þess að iðnaðurinn fengi
sinn stofnlánasjóð, svo sem
t. d. sjávarútvegurinn og hver
nauðsyn væri á því að leysa
úr lánsfjársborf iðnaðarins á
tryggan og framsýnan hátt.
Hér væri farið fram á að
iðnaðurinn fengi aftur lielm-
inginn af því gjaldi, sem hann
borgaði til ríkisins og væri
það sanngirniskrafa.
í greinargerð frumvarpsins
segir svo:
Flutningsmenn þessa frv. háfa
nú endurflutt frv. það um breyt-
ing á lögum um iðnlánasjóð, sem
sjálfstæðismenn hafa áður flutt
á tveim þingum, en eigi náð þá
fram að ganga. Er þar lagt til,
að iðnlánasjóður veiti eingöngu
stofnlán og framlag ríkissjóðs
verði aukið um helming.
Síðan frv. þetta var lagt fram,
hefur iðnþing rætt ýtarlega lána-
mál iðnaðarins og lagt áherzlu
á nauðsyn þess, að iðnaðurinn
féi sérstakan byggingarlánasjóð,
hliðstæðan stofnlánasjóðum land-
búnaðar og sjávarútvegs.
SANNGIRNISMÁL
Hér er vitanlega um fúllkomið
sanngirnismál að ræða vegna
hinnar miklu þjóðhagslegu þýð-
ingar iðju og iðnaðar. Iðnlána-
sjóður er þess alls ómegnugur
að veita lán til stórframkvæmda
á þessu sviði, en eins og nú
standa sakir, er það nær ein-
göngu fiskiðja, sem á kost að
stofnlánum, Með tvöföldun á
framlagi til iðnlánasjóðs er ekki
séð fyrir þessari miklu þörf,
heldur er með því frv. aðeins
leitazt við að auðvelda sjóðnum
að hlaupa undir bagga með smá-
lánveitingum, svo sem verið hef-
ur, því að þótt sjóðurinn hafi
ekki getað veitt stórlán, hefur
hann samt með 1 ánum sínum
tryggt mörgum iðnfyrirtækjum
starfsgrundvöll.
EFLING IÐNAÐARINS
Flutningsmenn þessa frv. telja
sjálfsagt, að Alþingi mæti sann-
gjörnum óskum samtaka iðnrek-
enda og iðnaðarmanna um stofn-
lánasjóð, er veitt geti lán til
nauðsynlegra bygginga og véla-
kaupa til eflingar iðju og iðnaði
í landinu. Nú er lagt hátt toll-
gjald á ýmsar innlendar iðnað-
arvörur. Fiskveiaðsjóður er fyrst
og fremst byggður upp af sjáv-
arútveginum sjálfum með á-
kveðnu gjaldi af sjávarafurðum.
Á sama hátt sýnist eðlilegt og
sanngjamt, að iðnaðurinn njóti
sjálfur að verulegu leyti þess
gjalds, sem honum er gert að
greiða af framleíðslu sinni. Þar
sem gjald af innlendum tollvör-
um er allstór tekjustofn fyrir
ríkissjóð, þykir flm. ekki fært
að svipta ríkissjóð þessum tekj-
um að öllu leyti, en leggja til,
að gjaldið skiptist að hálfu milli
ríkissjóðs og iðnlánasjóðs.
Með hliðsjón af því, að flm.
þessa frv. hafa í frv. um breyt-
ing á lögum um iðnlánasjóð lagt
til, að sá sjóður verði eingöngu
stofnlánasjóður, virðist heppi-
legra að leysa stofnfjárþörfina
að öllu leyti gegnum þann sjóð
heldur en mynda nýjan sjóð.