Morgunblaðið - 16.11.1956, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. nóv. 1956
MORGUNBLAÐIÐ
3
Frá Alþingi:
5 aurum af benzínlítra veroi va rið
til að malbika eða steinsteypa vegi
í FUNDI neðri deildar Alþingis í gær flutti Kjartan Jóhanns-
J*. son framsöguræðu fyrir frumvarpi sínu um breytingar á
lögum um bifreiðaskatt. Er efni frumvarpsins það að 5 aurum
af hverjum benzínlítra skuli varið til þess að steypa og malbika
vegi í kaupstöðum og kauptúnum. Greiða skai helming kostnað-
ar á móti þeim bæjar- eða sveitarsjóði sem í hlut á.
RÖK FRUMVARPSINS ! frumvarp þetta fram og vísaði
Flutningsmaður rakti nokkuð til meðfylgjandi greinargerðar.
helztu rökin til þess að hann bæri I Með vaxandi umferð bifreiða
verður ekki lengur komizt hjá
því að malbika eða steypa helztu
umferðargöturnar í kaupstöðum
og kauptúnum.
Malarvegir verða óhóflega við-
haldsfrekir, þegar umferð er
mikil, og þó oftast illfærir eða
fara að minnsta kosti mjög illa
með bifreiðir og slíta úr
hófi fram.
ferðin væri hagkvæmari gat
hann þess að það færi nokkuð
eftir staðháttum.
Steinsteypan er nokkru dýrari
en malbikið en hins vegar hefir
hún gefið mjög góða raun í veg-
arlagningu og þegar innlenda
sementið kemur á markaðinn má
búast við að auðveldara verði að
steinsteypa vegi en nú er. Hent-
ugt er að steinsteypa ef um stutta
götuspotta er að ræða en varla
að malbika nema um 1 km. vega7
lengd sé að ræða vegna hinna
stórvirku vinnuvélg sem til þess
þarf, og kostnaður verður hlut-
fallslega óþarflega mikill.
Frumvarpið var að lokinni
framsöguræðu Kjartans Jóhanns-
sonar vísað til annarar umræðu
og fjórhagsnefndar.
Jarðarför Péturs
prófasts Oddsonar
ÚTFÖR Péturs prófasts Odds-
sonar var gerð í gær frá Foss-
vogskirkju. Séra Garðar Svav-
arsson jarðsöng og biskupirw
herra Ásmundur Guðmundsson
flutti ræðu. Flokkur úr karla-
kór Reykjavíkur söng, dr. Páll
ísólfsson og Þórarinn Guðmunds-
son léku á orgel og fiðlu en
Guðmundur Jónsson óperusöngv-
ari söng.
Var mikið fjölmenni við at-
höfnina enda var Séra Pétur
víða þekktur og vinsæll og vel-
metinn af öllum.
Tvœr þingsályktunar-
tillögur um hafnar-
geröir og athugun nýrra
hafnarstυa
ÁSGEIR SIGURÐSSON skipstjóri, sem sæti tók á Alþingi fyrir
nokkrum dögum hefir borið fram tvær tillögur til þings-
ályktunar. Fjalla þær báðar um hafnargerðir, sú fyrri um athugun
á hafnarstæðum allvíða á strandlengjunni sunnanlands og norðan
og hin síðari um athugun á því hvort ekki sé hagkvæmt að
fullgera hafnir í einu átaki.
Skrípoleikur komm-
únista út at aflétt-
ingu löndunar-
bannsins!
Ei þeir vilja vera ábyrgðarlausir
verða kommúnistar oð segja af sér
MÖRG HAFNARSTÆÐI
Tillagan um athugun á hafn-
arstæðum er svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta fram fara á
sumri komanda athugun ó hafnar
stæðum á eftirtöldum stöðum: á
Papaósi austan Vestra-Horns, í
Njarðvík á Borgarfirði eystra, á
Lóninu inn af Nýpsfirði við norð-
anverðan Vopnafjörð, í Eiðisvík á
Langanesi, á Fjallahöfn við vest-
anverðan Axarfjörð, við Höfða-
vatn innan Þórðarhöfða í Skaga-
firði.
í greinargerð segir:
Það er kunnara en frá þurfi
að segja, að miklar hafnleysur
eru víða á landi voru og að hafna
er brýn þörf til þess að tryggja
afkomu fólksins, sem úti á lands-
byggðinni býr og á við örðug-
leika að etja í þessu efni. Yrði of
langt mál að fara frekar út í það
í greinargerð með tillögu þessari.
Verða einstök atriði málsins nán-
ar skýrð í framsögu.
Síðari tillagan um hafnargerðir
hljóðar svo:
EITT ÁTAK
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta athuga, hvort
eigi sé hagkvæmara fyrir ríkið og
alla aðila, sem hlut eiga að máli,
og hvort eigi verði við komið, að
haínir séu fullgerðar í einu átaki.
VEGNA ÖRYGGIS
í greinargerð segir:
Siglingar eru nauðsyn, en til
þess að geta haldið upþi sigling-
um, þótt á góðum skipum sé,
þarf góðar hafnir. Ekkert öryggi
er ella um samgöngur við stað-
ina úti á landsbyggðinni, þegar
vetrarstormarnir hefjast.
Allvíða er unnið að hafnar-
gerðum í senn, en af þeim sökum
miðar of hægt á hverjum stað, og
hafnarmannvirkin liggja undir
skemmdum af ágangi sjávar o. fl.,
þegar sjór tekur að ókyrrast og
vetur gengur í garð.
Því ber að athuga, hvort eigi
sé kleift að gera í þessu efni mik-
ið ótak, bæði öryggisins vegna og
af hagsmunaástæðum, og taka til
þess lán, inúlent eða erlent, svo
að um muni.
NÚ ER farinn að léttast róður
skógræktar í Skorradal. Eins
og mönnum er almenna kunnugt
hefir hinn góðkunni norski skipa-
útgerðarmaður og flugvélaeig-
ándi, Ludvig G. Braathen, gefið
röskar 45 þús. kr., er verður var-
ið til skógræktar hér á landi,
einkum í Skorradal, því þar eru
hin beztu skógræktarskilyrði
sem kunnugt er.
í vor voru settar niður 30.500
plöntur í 6 hektara lands, en að
vori mun gróðursett í eina 4
hektara, svo að skógarteigurinn
verður alls um 10 hektarar.
Þegar Braathen var staddur
hér fyrir nokkrum vikum skrapp
hann upp að Stálpastöðum ásamt
nokkrum mönnum frá Loftleið-
um og Skógrækt ríkisms, til þess
að líta á framkvæmdirnar. Þeir
skoðuðu einnig lundinn í Háa-
fellslandi, þar sem hæstu Sitka-
DÝRIR VEGIR
Malbikaðir eða steyptir vegir
eru svo dýrir, að ekki er von til
þess, að kaupstaðir og kauptún
geti lagt .þá algerlega á eigin
spýtur, enda ekki nema sann-
gjarnt, að hluti af benzínskatti
gangi til þessa. Var og ætlazt til
þess, þegar lögin um bifreiða-
skatt o. fl. voru sett 1932, að 15%
skattsins rynni frá 1. jan. 1934 til
stofnunar sjóðs, er varið skyldi
til að leggja fram helming kostn-
aðar við varanlega gatnagerð í
kaupstöðum og kauptúnum.
Af þessu hefur þó ekki orðið
í framkvæmd, nema hvað 100
þús. kr. hafa verið á fjárlögum
í þessu skyni undanfarin ár, en
sú upphæð er allsendis ófullnægj-
andi.
Hér er þvl lagt til, að svipaður
hluti af benzínskatti og upphaf-
lega var gert ráð fyrir renni
framvegis til þessara vega.
STEYPA EÐA MALBIKA
Þá gat Kjartan Jóhannsson
þess að rykvarnarefni á malar-
vegi væru mjög dýr enda ent-
ust þau stutt og væri því mun
hagkvæmara að steypa eða mal-
bika vegina. Um það hvor að-
HAFNARFIRBI. — Rétt fyrir kl.
9 í gærnrorgun (fimmtudag) var
slökkviiiðið kallað að íbúðarhúsi
Ásgeirs Einarssonar, málara-
meistara að Norðurbraut 25B. í
húsinu, sem er úr timbri, eru tvö
herbergi og eldhús og tvö
herbergi í risi. Mun eldur-
inn hafa komið upp í herbergi
inn af eldhúsinu og var hann all-
magnaður þegar liðið kom á vett-
vang. Menn, sem voru við smíöar
„ÞJÓÐVILJINN“ birtír í gær
forsíðugrein um lok löndunar-
bannsins í Bretlandi. Yfirskrift
greinarinnar er þannig: „Verður
löndunarbanninu í Bretlandi af-
létt? Hefur Guðmundur í. sam-
þykkt makk Thorsaranna við
brezka togaraeigendúr? Ríkis-
stjórnin hefur enga samninga
gert — Samningur íslenzkra tog-
araeigenda við brezka togaraeig-
endur eru heimildarlausir.1*
Eftir þessa fyrirsögn, sem er 6
í nærliggjandi húsi, urðu eldsins
fyrst varir og gerðu fólkinu að-
vart. Komst það fáklætt út, —
og Ásgeir, sem svaf á rishæð, fór
út um glugga og skarst þá illa á
hendi.
Slökkviliöinu gekk greiðlega
að slökkva eldinn, en þrátt fyrir
það skemmdist húsið mjög mikið
af eldi og vatni. Auk þess brunnu
allir innanstokksmunir og annað,
sem fólkið átti, en það var allt
óvátryggt. — G.E.
feitletraðar línur hefst svo sjálf
frásögnin með þessum orðum:
„Guðmundur í. Guðmundsson
utanríkisréðherra Alþýðuflokks-
ins, sendi í gær út tilkynningu frá
Efnahagssamvinnustofnuninni í
París, um að fisklöndunardeila
íslendinga og Breta væri leyst.“
Síðar segir, að yfirlýsing sú, sem
Hans G. Andersen ambassador
hafi gefið í þessu sambandi hafi
eingöngu verið „persónuleg af-
staða hans til málsins." Blaðið
segir að Hans G. Andersen hafi
verið „umboðslaus"!
RÁÐHERRAR KOMMÚNISTA
BERA ÁBYRGÐ
Það er raunar tæplega hægt
annað en brosa að allri þeirri vit-
leysu, sem „Þjóðviljinn“ ber hér
á borð. Nú á utanríkisráðherrann
að vera sérstakur „utanríkisráð-
herra Alþýðuflokksins" en vita-
skuld er hann ráðherra alira
þeirra flokka, sem að ríkisstjórn-
inni standa og þar með kommún-
ista. Ef „Alþýðubandalagið“ ekki
vill bera ábyrgð á því að þessi
ráðherra hefur nú samþykkt nið-
urfellingu löndunarbannsins fyr-
ir milligöngu Efnahagssarnvinnu-
stofnunarinnar, verður það að
„draga“ ráðherra sína út úr
stjórninni. Annars er, að venju-
legum þingræðisreglum litið svo
á, að ríkisstjórnin í heild beri
ábyrgð á því, sem gert hefur ver-
ið.
Þá er það í meira lagi hjákát-
legt þegar „Þjóðviljinn“ telur að
sú yfirlýsing, sem Hans G. And-
ersen ambassador gefur I umboði
ríkisstjórnar íslands sýni einung-
is „persónulega afstöðu hans til
málsins, og að hann hafi verið
,,umboðslaus“. Yfirlýsingin sjálf
hefur auðvitað verið samþykkt
af*ríkisstjórninni og ambassador-
inn þar á eftir borið hana fram
skv. beinni fyrirskipun ríkis-
stjórnarinnar. Þjóðviljaráðherr-
arnir bera því óbyrgð á þessari
yfirlýsingu meðan þeir sitja í
stjórn. Hér skiptir auðvitað engu
máli þó „Þjóðviljinn“ rjúki upp
með alls konar endileysu. Það
er skiljanlegt að honum falli það
illa að þurfa nú að kyngja öllu
sem hann hefur þyrlað upp um
lausn löndunarmálsins, en það
i hefur verið eitt fyrirferðarmesta
rógsefni, sem blaðið hefur velt
sér í nú um langa hríð.
En ef nokkuð má marka „Þjóð-
j viljann“ virðist samkomulagið
innan ríkisstjórnarinnar ekki
vera sem bezt, þannig að vinstri
höndin sýnist ekki vita hvað sú
hægri gerir.
ú>3renitren eru komin yfir 3 metra.
Daníel Kristjánsson, Alfreð Elíasson, Ludvig G. Braathen, skipa-
og flugvléaeigandi, Sigurður Magnússon og Vilhjálmur Krlstjáns-
son. Er myndin tekin inni í Skorradal, en á þessum slóðum hafa
verið gróðursettar trjáplöntur í landi Braathens.
Góður gestur í Skorradal
Þessi mynd er tekin í Skorradal, í svonefndum Háafells-
reit, þar sem grenitré voru gróðursett 1938. — Á myndinni eru:
Alfreð Elíasson, Daníel Kristjánsson, L. Braathen og Sigurður
Magnússon.
Brnnatjón í Hafnarikii