Morgunblaðið - 24.11.1956, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.1956, Blaðsíða 6
M ORCVNBLAÐID Laugardagur 24. nóv. 1956 « ffleiur unmið váÖiækt sluri iyrir ÉslBudinffu á Hainursiéð Samtal við Þorfinn Krisljánsson, sem gefur út æviminningar. ÞAÐ eru nú liðin næstum fjörutíu ár siðan ég fluttist til TCaup- mannahafnar, en ég hef alltaf haldið góðu sambandi við ísland og vini mína hér heima, sagði Þorfinnur Kristjánsson prent- ari, hinn vinsæli íslendingur á Hafnarslóð, sem hefur imnið þar mikið og gott starf í félagslííi landanna og gert margt til að kynna citt gamla Frón og halda uppi hróðri þess. Þorfinnur er nú staddur í Reykjavík, í sambandi við útgáfu á endurminningurn sínum, en bók hans, er hann nefnir „í útlegð“ mun koma út næstu daga. BORGIN BREYTIST STÖÐUGT Þegar fréttamaður Hbl. hitti Þorfinn að máli gat hann þess að ætíð er hann kæmi heim til íslands sæktu endurminningarn- ar á sig. Fg ólst upp hér í Reykjavík, flutti til Kaupmanna- hafnar 1918. í hverri heimsókn hefur hann fundið með hve miklum geysihraða borgin hefur stækkað og breytzt. Ég fann til þessa strax, þegar ég sneri heim í fyrstu heimsókn minni árið 1925. Þá þegar stóð íátt eftir af torfbæjunum, holtin og móarnir umhverfis bæinn voru rudd og ræktuð, brunnam- ir voru horfnir og í stað þeirra komin vatnsleiðsla í hvert hús I bænum. Lokræsi var komið í stað ofanjarðarfrárennslis, höfn í stað hafnleysis, breiðir og þol- anlegir vegir í stað vegleysisins. Þessar breytingar fann hann þeg- ar 1925. Og hversu stórstígari hafa breytingarnar á Reykjavík ekki orðið á þeim árum sem síð- an hafa liðið. Fyrir mig sem ólst upp í Reykjavik kringum alda- mótin, er borgin nú orðin nær óþekkjanleg. Ég man það t. d. að þegar ég kom heim árið 1947, fann ég ekki leiði föður míns í kirkjugarðinum. FRÁ leikfélögunum Og Þorfinnur heldur áfram: — tilgangur minn með því að skrifa endurminningar mínar er að bregða upp mynd af bænum og lífinu þar eins og það kom mér fyrir sjónir fyrir 50 árum. Segja frá hinni gömlu Reykja- vík, einkum þó lífi unglinganna. Ég er fæddur 1887 í Hlíðarhús- um í Reykjavík. Vorið 1891 flutt- umst við að Fúlutjörn sem þá var fyrir innan bæ, en aftur fluttum við „til Reykjavíkur“ 1896. BJÖRN JÓNSSON Og fyrri hluta æviminninganna fjallar um uppvaxtarár mín í Þingholtunum, frá leikfélögunum og síðan kem ég að lærdómsár- unum í ísafoldarprentsmiðju og frásögn af Birni Jónssyni, sem ég var mjög hrifinn af. Ég sé hann enn fyrir mér, er hann gekk um góif í prentsmiðjunni með hendumar aftur á baki und- ir jakkanum. Oftast var hann í hvítum jakka og með enska húfu á höfðinu. Hann gekk lengi með slíka húfu, enda þótt það væri brunagat á henni. Stundum stóð hann upp að reól eða letur- kassa, tók pappírsspjald upp úr vasa sínum og skriíaði á því, ýmist greinar í ísafold eða leið- rétti prófarkir. Oftast notaði Hálka á göfunum - tvö smáslys Á fimmtudagsmorguninn, var mjög hált á götum bæjarins, en um nóttina hafði kastað éljum við og við. Var ísing mikil og sleipt fram eftir degi og talsvert um bílaárekstra. Tvö minni háttar slys urðu í gærdag. Lítil telpa hljóp fyrir bíl á Kaplaskjólsveginum og meidd- ist lítils háttar. Einnig varð litill drengur fyrir bifhjóli á Lauga- veginum og viðbeinsbrotnaði. hann ritblý, enda munu sjálf- blekungar ekki hafa þekkzt þá. Hann var mjög nærsýnn og hafði því augun næstum niður á spjald- inu. Hann skrifaði hratt, enda gekk vel undan honum. Af því dreg ég þá ályktun, að honum hafi verið mjög létt um að skrifa. í ÍSAFOLDARLIÐINU Sannleikurinn er sá, heldur Þorfinnur áfram, að slcrif Björns Jónssonar hrifu mig. Ég gleypti bókstaflega hvert orð og hverja setningu, er frá honum kom og væri einhversstaðar hallað á hann eða hans málstað, var það sjálfsagður hlutur, að ég sæti ekki þegjandi hjá, heldur verði hann og málstað hans eftir mætti. Ég var af lífi og sál í ísafold- arliðinu, en svo voru þeir nefndir er fylgdu Bimi Jónssyni að mál- um. Þessvegna fjallar ekki lítill hluti æviminninga minna um stjórnmálaerjumar í Reykjavík á fyrstu árum þessarar aldar, en stjórnmálabaráttan var þá oft- ast harðari, illskeyttari og per- sónulegri en hún hefur orðið síðan. f PRENTSMIÐJU S. A. MÖLLERS — Hversvegna fluttuð þér svo til Banmerkor? — Það var einfaldlega vegna þess að ég stóð uppi atvinnulaus. Bogi Melsted útvegaði mér þá starf sem prentara í prentsmiðju S. A. Möllers í Kaupmannahöfn. En sú prentsmiðja var fyrr á 19. öld stofnuð af íslendingnum Einari Rangell og hafði ætíð tals- verða íslenzka vinnu. Síðari hluti æviminninga minna fjallar að sjálfsögðu um lif mitt og starf í Ðanmörku. En þó ég sé þá búsettur í Danmörku, fjallar það áfram um ísland, því að áhuga- mál mitt hefur jaínan verið að viðhalda samtökum íslendinga á Hafnarslóð og treysta samband- ið við heimalandið. 1200—140« ÍSLENDINGAR — Hvað haldið þér að margir íslendingar búi nú í Kaupmarma- höfn? — Það er erfitt að segja ná- kvæmlega. Líklega eru þeir í Þorfinnur Kristjánsson. kringum 600 en í allri Dan- mörku sennilega 1200—1400 ís- lendingar. Það er mjög misjafnt hve mikla tryggð þeir halda við ísland. Sumir og þá að sjálf- sögðu einkum þeir sem eru gift- ir inn í danskar ættir slíta bráð- lega mestöllu sambandi við aðra íslendinga, en einkum eru það Einar Halidórsson - minning VESTUR á fsaíirði er greftraður í dag Einar Halldórsson, Skag- firðingur að ætt og uppruna, en einn af elztu borgurum ísafjarð- ai'kaupstaðar. Var hann einn þeirra fnanna, er um langan ald- ur hafði sett svip sinn á bæinn. Síðustu misserin hafði hann dval izt í spítalanum, en lengstum fylgt fötum, þar til hann leið út af eins og ljós 17. þ. m. Einar Halldórsson var fæddur í Álftagerði í Víðimýrarsókn 26. maí 1868. Bjuggu þar þá foreldr- ar hans Sigríður og Halldór. Var hún Jónasdóttir bónda í Geldinga holti Einarssonar bónda í Holts- koti Jónssonar, en móðir Sigríð- ar og kona Jónasar var Arnfríð- ur Árnadóttir á Stóru-Seylu Árnasonar bónda þar Jónssonar. Halldór var Einarsson bónda og forsöngvara í Krossanesi Magnús- sonar prests í Glaumbæ Magnús- sonar, en kona Einars og móðir Halldórs var Euphemia Gísla- dóttir sagnaritara Konráðssonar. Einar var einn sonur foreldra sinna, en systur hans fimm, og einn hálfbróðir, þrjátíu árum yngri en hann. Varð Einar þegar ungur að aldri að vinna hörðum höndum, og gerðist hann snemma bæði lagvirkur og afkastamilcill. Um tvítugt fór hann suður og stundaði sjóróðra frá Reykjavík um hríð. Átti hann þá góðu að mæta hjá Indriða föðurbróður sínum og konu hans. — Þessi miss eri kynntist Einar húnvetnskri stúlku, er vann á klæðskeraverk- stæði H. Andersen. Lágu leiðir stirifap ús* dagtega iífinu ÞAÐ virðist svo sem eitt allra vinsælasta umræðuefni eldri kynslóðarinnar í landinu sé það hver hætta okkur æskumönnum sé búin af freistingum lífsins og hvað sé eiginlega hægt að ge*'a til þess að bjarga æskunni frá því að verða hinum hættulegu hnossum nútímamenningarinnar að bráð, leggjast í sukk og óreglu og gleyma sjálfum sér. Miksl umhyggja OTAL blaðagreinar hafa verið ritaðar um þetta girnilega efni, tillögurnar til úrbóta eru vafalaust orðnar legíó og margir góðir menn hafa þar látið ljós sitt skína. En einhvern veginn finnst mér oft að öll þessi um- hyggjusemi og umbótaviðleitni stafi meira og minna af því að þeir sem hana hafa í frammi séu alveg búnir að gleyma því að þeir voru einu sinni ungir — og á hálum brautum sjálfir. Það er svo oft auðvelt að gleyma því hvað er að vera ungur, æskan fer ekki að sofa klukkan ellefu á kvöldin, né les hún íslendinga- aögurnar og Horfna góðhesta öll- um stundum sem hinir ráðsettari velja sér gjarna að lesefni. Sinn er siðurinn á hverjum aldri, og engar predikanir fá því breytt að hið sama hæfir ekki unglingi um tvítugt og eldri manni, rosknum og ráðsettum um fimmtugt, hvorki lífsvenjur, lesefni eða skoðanir. En þeim eldri hættir stundum til að gleyma þessari staðreynd og miða allt við sinn eigin sjónarhól — gleyma því að það sem mundi vera kallað fland- ur, vökur og óregla á þeirra aldri er oft ekki annað en hiti, ævin- týraþrá og nýjungagirni æsku- mannsins sem er að hlaupa af sér hornin og reyna að finna sinn stað í hinni margbrotnu og stór- fenglegu veröld. Engu verri ÞVÍ er ekki ástæða til að óttast svo mjög. Æskan er í dag sannarlega engu verri en hún hef ur alltaf verið. Henni standa aft- ur á móti til boða þúsund fleiri freistingar en öllum eldri kyn- slóðum sem hafa lifað hér á landi, sökum peningaflaums og góðæris, og það er hennar heiður að hafa ekki fallið nema að sára- litlum hluta fyrir þeim. En þrátt fyrir allt þetta og þá bjartsýni sem ég óneitan- lega ber í brjósti í þessum efn- um og held að sé fyllilega rök- studd, væri samt fávíslegt að hyggja ekki vendilega að öllum þeim ráðum sem tiltækileg eru til þess að ala æskuna upp í heil- brigðara andrúmslofti og kenna henni nýja siðu og betri háttu að hlúa í öllu sem bezt að upp- eldismálum þjóðarinnar. Tómstundagaman MARGT hefur veriö um þessi mál rætt og ritað, sumt gáfulegt, sumt heimskulegt eins og gerist og gengur. En ef marka má reynslu annarra þjóða er það vfst að eitt höfuðráðið til þess að ala upp snjalla og heilbrigða æsku hér í margmenni höfuð- borgarinnar er að fá henni nægi- legt tómstundagaman því vinnan er fjandi allra lasta svo sem al- kunna er. Með því að sjá vel fýrir starfs- þörf æskunnar er komið í ve^» fyrir að æskumenn eyði tíma sínum í marga hluti verri, sjoppu setur og vínsúp svo eitthvað sé nefnt, enda eru velflestir sam- mála um að hér sé höfuðverkefni fyrir höndum. Hallardraumur LENGI hefur verið skeggrætt , um að koma æskulýðshöll upp hér í bænum til þessara nota, en ekki bólar á blessaðri höllinni. Það sannaðist á henni að íslend- ingar virðast ganga með krón- iska hallardrauma, líklega af því að þeir hafa fram að þessu flest- ir kúrt í moldarkofum um aldir. Eini gallinn við draumana er að hinar veglegu hallir rísa aldrei af grunni, og er það vel um æskulýðshöll. Hún er nefnilega ekki fram- tíðin heldur lítil félagsheimili í hverju hverfi þar sem börn og unglingar geta vel unað að starfi og leik í hollu umhverfi. Nú hefur æslculýðsráð bæjar- ins ráðið ungan mann, séra Braga Friðriksson, sem áður var prestur vestanhafs í Lundar, til þess að vinna aðþessum félagsheimila- og tómstundastörfum og er það vel. Það er rétt braut og vel hefur tekizt um byrjunina og er þess að vænta að mikill meiður vaxi af því fræi sem nú hefur þegar ver- ið sáð. stúdentarnir, sem koma nýir og ferskir að heiman, sem treysta sambandið við heimalandið. VBÐTÆKT STARF FYRIR ÍSLAND Það yrði langt mál að greina frá öllu starfi Þorfinns Kristj- ánssonar í þágu félagslífs ís- lendinga í Kaupmannahöfn. 1 nærri 30 ár hefur hann setið í stjórn íslendingafélagsins. Hann hefur gefið út tímaritið „Heima og erlendis“ og hann hefur starf- rækt fréttaskiúfstofuna „Presse- buráet Island“, sem hefur dreift upplýsingum um ísland til danskra blaða og stofnana. Síð- ast en ekki sízt ber að minnast þess, að fyrir nokkrum árum beitti hann sér fyrir, með að- stoð Guðbrandar Magnússonar, að gömlum íslendingum í Dan- mörku yrði boðið heim. Á hverju ári er einhverjum einum íslend- ingi frá Danmörku boðið heim og er sú starfsemi kúnn af mörg- um fréttum í dagblöðunum og samtölum við gestina, sem óspart láta ánægju sína í ljós yfir því. Þ. Th. þeirra saman síðar á ísafirði, eu þar settist Einar að upp úr 1890. Stundaði hann þar sjó og ýmsa aðra vinnu. Þótti hann afbragðs sjómaður. Leið honum svo vel á sjónum, að undrum sætti, þegar þess var gætt, að hann var fædd- ur og uppalinn langt uppi í sveit. Glímumaður þótti Einar góður, enda grannur, hjólliðugur og allra manna fimastur, og kenndi hann þá íþrótt á ísafirði í sinn hóp. Einar festi ráð sitt 1. febrúar 1896. Gekk að eiga heitmey sína Halldóru Hjálmarsdóttur. Voru þau 35 ár í farsælu hjónabandi. Halldóra sál. var kvenna bezt verki farin, þrifin og snillingur við klæðskurð. Voru þau hjón samhent, og sýndu verkin þar merkin. Var heimili þeirra hið mesta snyrti- og þrifnaðarheimili. Jafnframt algengri vinnu stund aði Einar lengi búskap. Átti hann fallegar kindur. Dáðust allir, er sáu, að hirðingu þeirra og fóðrun. Söngmaður var Einar ágætur, svo sem hann átti ætt til. Hænd- ist hann því snemma að kirkj- unni, og var hanri' hringjari Eyr- arkirkju í Skutulsfirði í aldar- fjórðung, og fórst honum það hið bezta. Einari og konu hans varð 6 barna auðið. Fæddust tvö and- vana. Drengur andaðist á 7. ári og annar, er hét Halldór Indriði, dó 16 ára, mjög efnilegur piltur og skáldmæltur vel. Tvö lifa, Jón Stefán Júlíus, sjómaður á ísafirði, kvæntur færeyskri konu, eiga þau börn og Lovísa Sigríður Ingibjörg, ógift og barnlaus kona í Reykjavík, og er hún elzt syst- kina sinna. — Síðastliðin þrjátiu ár var Einar sál. heimilisfastur í húsi sínu við Sólgötu 3 á ísa- firði. Góðtemplari var Einar síðast- liðin 58 ár samíleytt. Var hann einn af stofnendum St. Nönnu á ísafirði. Hafði Einar sál. tekið öll stig Reglunnar, og brást hann aldrei málefni bindindismanna. Einar Halldórsson var tæpur meðalmaður á vöxt, í grennra lagi gangfrár til hinztu stundar, vel farinn í andliti, og þegar hann sagði frá því, sem tók hug hans allan, brá fyrir glampa í augum og brosi á vör. Hann var ein- stakur fjörmaður, glaður í skapi, og það var dauður maður, sem gat ekki hlegið sig máttlausan, þegar hann sagði frá kátlegum atburðum, en öll kímni hans var græskulaus. Hann var hins vegar enginn spilagosi, heldur þvert á móti var hann líka alvörumað- ur. Hann treysti óhvikull Drottni og fór með helg fræði af hjartans þrá. — Hann var maður vinsæll og vel látinn, og hvarvetna bar hann með sér birtu og yl í bae- inn. Hinn glaði og reifi Skagfirð- ingur vestur á Skululsfjarðareyri er nú allur. Guð blessi minningu hans. Frændi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.