Morgunblaðið - 24.11.1956, Síða 10
10
MORCVISBLAÐIÐ
Laugardagur 24. nóv. 1956
BifreiAaeigendur!
(SÍU Aufo-Coat
hlýfir bifreið yðar fyrir regni og snjó. IKU Auto-Coat er
bílskúrinn, sem hægt er að hafa í skottinu. Nokkur stykki
fyrirliggjandi fyrir 4ra og 6-manna bíla.
Erl. Blandon & Co. h.f.
Bankastræti 10
Jólaskreytingar
fyiir verzlanir
Iðnaðoi'sanmavélar
Eigum nokkrar saumavélar fyrir grófan
saum og leðursaum.
Kristjón G. Gísiasoœ ki.
Eggert Kristjárisson €r Co. h.f.
Þýzka undraefnið
ilSA - 53
gerhreinsar gólfteppi og húsgagnaáklæði. Eyðir hvaða
blettum sem er og lyftir bældu flosi. — Notkunarreglur
á islenzku fylgja hverjum pakka. — Fæst í flestum
hreinlætisvöru- og málningarverzlunum.
Einkaumboð:
Erl. Blandon & Co. h.f.
Bankastræti 10, Reykjavík
„WEED ACCð“
Snjókcðjar
Höfum nú fyrirliggjandi allar
stærðir af hinum velþekktu
„WEED ACCO“ snjókeðjum,
fyrir fólks- og vörubíla.
Margra ára reynsla hefur sann
að ágæti þessara snjókeðja.
Þeir, sem reynt hafa, nota æt-
íð ,,Weed“ snjókeðjur. Send-
um gegn póstkröíu hvert á
land sem er.
Umboðsm. á ísl. fyrir American Chain & Cable Company
SírasltriRi Guðnason^
Klapparstíg 27 — Sími 2314
Bruno Weber bókari Hellu
Mlnningarorð
BRUNO WEBER, bókari hjá
kaupfélaginu Þór, Hellu, andað-
íst 25. október síðastliðinn. Hann
var á ferðalagi í Þýzkalandi og
varð bráðkvaddur í járnbrautar-
vagni — mun hjartað hafa bilað.
Bruno var fæddur í Þýzka-
landi 3. apríl 1897. Hann átti
góða foreldra og ágætt æsku-
heimili. Hann ólst upp við goð
kjör í föðurgarði ásamt þrem
bræðrum og einni systur. Bruno
var vel greindur og varð vel
menntaður. Hann var prýðilegur
málamaður og ágætur í stærð-
fræði og sögu. Dómgreind hans
var glögg og skýr og skoðanir
hans ákveðnar og mótaðar af
raunsæi og íhugun. Á æskuheim-
ilinu í Þýzkalandi byggði Bruno
upp framtíðaráætlanir um mörg
og mikilvæg verkefni í þágu ætt-
landsins. í huga hans fæddust há-
leitar hugsjónir og starfið fram-
undan var mikilvægt. Hann vissi
að Þýzkaland hafði jafnvel mögu
leika til þess að skara fram úr
öðrum þjóðum í vísindum, list-
um, iðntækni og margvíslegum
framkvæmdum. Hann hét því að
búa sig vel undir lífsstarfið og
gera það sem í hans valdi stæði
til þess pð hugsjónir hans gætu
rætzt. En þegar allt virtist leika
í lyndi og framtíðin vera björt,
dró skyndilega ský fyrir sólu.
Styrjöldin 1914 skall á. —
Áhyggjur og kvíði grúfði yfir.
Bruno Weber var 17 ára gamall
og Þýzkaland kallaði á alla verk-
færa menn til starfa í þágu
styrjaldarinnar. Bruno fór á víg-
völlinn ásamt tveim bræðrum
sínum. Hann særðist oft en aldrei
alvarlega, skotsárin greru, en
andlegu sárin r.em hann hlaut á
þessurn árum, hygg ég að hafi
aldrei gróið til fulls. Bræður hans
féllu á vígstöðvunum, æskuté-
lagar og vinir fóru margir sömu
leiðina. Þýzka þjóðin var öll í
sárum og hugsjónir og vonir um
bjarta framtíð Þýzkalandi til
handa virtust vera að engu
orðnar. Stríðinu lauk, en árin
eftir stríðið voru mjög erfið, eins
og kunnugt er. Fjárhagslegt
hrun og efnahagsleg vandræði
steðjuðu að. Á þessum árum
kynntist Bruno nokkrum íslend-
ingum í Berlín. Voru það aðal-
lega stúdentar og nokkrir kaup-
sýslumenn. Bruno líkaði vel við
fslendingana og varð kunnings-
skapur hans við þá til þess að
hann ferðaðist til íslands. Átti
sú ferð í fyrstu að verða skyndi-
ferð, en leiddi til þess að hann
settist hér að 1928. Síðan hefur
Bruno verið á Hellu nema einn
vetur sem hnnn dvaldist í Reykja
vík. Hann gerðist verzlunarmað-
ur og bókari hjá Þorsteini Björns
syni, sem byrjaði að verzla þetta
ár á Hellu. Bruno gekk í þjón-
ustu Kaupfélagsins Þór er það
var stofnað 1935. Hann varð ís-
lenzkur ríkisborgari og að áliti
allra sem þekktu hann vel, ís-
lendingur í eðli og starfi. Ekk-
ert tnínnti á erlendan uppruna
nema nafn hans. Hann talaði
hreina og rétta íslenzku og gerði
sér far um að kynnast sem bezt
íslenzkum málefnum. Bruno var
sérstaklega skyldurækinn og trúr
í starfi. Hann var afburða ó-
eigingjarn maður, hjálpsamur og
velviljaður. Hann átti því marga
vini en enga óvini.
Ég vil nota tækifærið og þakka
Bruno fyrir ánægjulegt samstarf
í tuttugu og eitt og hálft ár við
Kaupfélagið. Það var mikils virði
að hafa starfsfélaga sem mátti
treysta í einu og öllu. Það verður
ekki þakkað með orðum, en mað-
ur og starfsfélagi eins og Bruno,
gleymist ekki. Minningin um
hann verður geymd.
Fyrir hönd héraðsins og Kaup-
félagsins vil ég þakka Bruno fyr-
ir gott starf, fyrir ágæta þjón-
ustu, fyrir félagsmenn og aðra
viðskiptamenn Kaupfélagsins. —
Eklci er að efa að hann átti stór-
an þátt í því að gera Kaupfélagið
vinsælt, skapa því traust og gera
það að stóru fyrirtæki. Nú er
skarð íyrir skildi og góðs manns
og dugandi er mjög saknað af
mörgum þar eystra.
Bruno fór sína síðustu fferð I
heimsókn til ættlandsins. Hann
fór til bróður síns, Georgs Web-
er, prófessors, í norrænum fræð-
um. Georg á tvo syni og var ann-
ar þeirra hér á íslandi síðastliðið
sumar. Hafði Bruno miklar mæt-
ur á frændum sínum. — Aðnr
nákomnir ættingjar hans eru
ekki á lífi en fyrrnefndir feðgar
Georg skrifaði mér eftir að
Bruno dó og sagði að hann hefði
dvalizt á heimili þeirra í Mar-
burg frá 13.—25. október. „Það
voru ánægjulegir dagar“, segir
Georg. Engum datt í hug að
dauðinn var á næsta leiti, en
„hvenær sem kallið kemur kaup-
ir sig'enginn frí“.
Bruno var jarðsettur í fjöl-
skyldugrafreit í Marburg. Hann
hvílir því í jörð feðranna. Ekki
vil ég fullyrða um hvort hann
hefði heldur kosið að hvíla í ís-
lenzkri jörð en þýzkri, hitt veit
ég að hann unni íslandi mjög og
einnig að hann átti alltaf rætur
í þýzkum jarðvegi. Þannig hlaut
það að vera, Bruno var trýgg-
lyndur og vinfastur og laus við
að vera eitt í dag og annað á
morgun. Þótt hann hefði eignazt
nýtt föðurland, þá er það, eigi að
siður víst, að honum þótti mjög
vænt um þýzku þjóðina og hafði
mikla samúð með henni þegar
erfiðleikar steðjuðu að.
Bruno hefði viljað byggja brú
á milli íslands og Þýzkalands, ef
hann hefði átt þess kost. Aukin
kynni og tengsl á milli þessara
landa voru honum mjög að skapi.
Þess vegna hefur stjórn Kaup-
félagsins ákveðið að stofna sjóð
til minningar um Bruno Weber.
Verkefni þessa sjóðs verður
ákveðið í skipulagsskrá, en aðal-
verkefnið verður að vinna að
aukinni kynningu og sambandi
milli íslands og Þýzkalands, t.d.
með því að styrkja unga íslend-
inga til dvalar í Þýzkalandi og
gagnkvæmt.
Sunnudaginn 11. þessa mánað-
ar var minningarathöfn um
Bruno í Oddakirkju. Var fjöl-
menni rnikið og lýsti það vinar-
hug í garð hins látna. Fór at-
höfn þessi vel og virðulega fram.
Það má segja um Bruno Weber,
að hann hafi verið ferðbúinn,
þegar hann var héðan kvaddur.
Hann var sáttur við alla og hafði
lokið miklu og góðu dagsverki.
Hann hafði um mörg ár verið
heilsuveill og gerði sér grein
fyrir því að kallið gæti komið
fyrirvaraiítið. En hann kveið
ekki þeirri stund og hefði því
getað tekið undir það sem í
sáhninum stendur: „Dauði, ég
óttast eigi afl þitt né valdið gilt.
í Kristí krafti ég segi, kom þú
sæll þegar þú vilt“.
Vinir Brunos og samstarfsmenn
munu geyma minningu um góðan
dreng og vera þakklátir fyrir að
hafa átt þess kost að kynnast
honum.
í. J.
TEL AViV, 22. nóv.: — ísraelska
hermálaráðuneytið tilkynnti að
s.l. nótt hefði hópur vopnaðra
skæruliða farið yfir landamærin
frá Jórdan og sprengt upp hluta
af járnbrautinni milli Beersheeba
og Tel Aviv. Skæruliðarnir kom-
ust aftur til Jórdaníu. — Reuter.
JÓLAHJALP
Tvær duglegar afgreiðslustúlkur óskast í vefnaðarvöru-
verzlun frá 1. des. til jóla. — Umsóknir merktar: „Jóla-
hjálp — 3447“ óskast sendar afgr. blaðsins fyrir n.k.
mánudagskvöld.
Skrifstofuherbergi
óskast sem næst miðbænum, 10—20 ferm.
Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudags-
kvöld merkt: „3440“.
Húseigendur
2 reglusamar og kyrrlátar mæðgur óska að leigja eða
kaupa 2—3 herb. íbúð í góðu húsi helzt á hitaveitusvæð-
inu. Upplýsingar í síma 7416 í dag.
T ilkynning
Framkvæmdum við hafnargerðina á Akranesi lýkur
um miðjan desember nk. og hefst ekki fyrr en á vori 1957.
Kröfur á oss framvísast á skrifstofu vora í síðasta lagi
fyrir 10. desember. Annars getur svo farið, að þeim verði
ekki sinnt.
Hoclitief A. G.
Hafnargerð Akraness.