Morgunblaðið - 13.12.1956, Page 10
10
MORCVSBLAÐIT>
Fimmtudagur 13. des. 1956
SMIÐJUSALAN við Háteigsveg
(Ofnasmiðjan)
selur
nytsamar jólagjafir:
Easylux smáskúffuskápa, 4 gerðir,
Þvegla með gúmmísvömpum.
Jólatrésfætur úr stáli, vatnsfyllta.
Vaskaborð, rafsuðupotta, ýmis konar bakka, föt,
kastarollur o. m. fl. allt úr ryðfríu stáli.
Ryðfríir hlutir ,— tilvalin jólagjöf.
tekin fram í dag.
ATH.
Góð bílastæði — Fljót afgreiðsla.
Mikið úrval í litlum stærðum
(Pétite). I
Nú er kominn tími til að líta í kringum sig
eftir jólafötunum — og þéf gerið áreiðanlega
rétt í að líta inn hjá Guðrúnu næstu daga —
Það borgar sig að verzla nú, í stað þess að
bíða eftir mestu jólaösinni.
Tökum fram í dag
ameríska kjóla og
svissneskar
vetrarkápur
Einnig fjölbreytt
úrval af
pr j ónak j ólum
og hinum vinsælu
filtpilsum
Rauðarárstíg 1
gott úrval
MARKAÐURINN
HAFNARSTRÆTI 11
MARKAÐURINN
HAFNARSTRÆTI 5 — LAUGAVEGI 100
S auðfjáreigenchir
Fjárræktarfélag F.R. M. heldur fund í Breiðfirðinga-
búð, uppi, sunnudaginn 16. des. kl. 2. Fundarefni: 1. Fyrst
rætt um fjárræktarframkvæmdir. 2. Ráðstöfun á kyn-
bótahrút félagsins. 3. Önnur mál. Áríðandi að allir félags-
menn mæti og aðrir, sem í félagið vilja ganga. Pétur
Hjálmsson ráðunautur mætir á fundinum.
STJÓRNIN.
Uppboð
Opinbert uppboð verður haldið í Lækjarbug í Blesugróf
hér í bæ, föstudaginn, 21 .desember n.k. kl. 1,30 e.h. eftir
beiðni lögreglustjórans í Reykjavík. Seld verður jörp
óskilahryssa ca. 3 vetra gömul. Mark fjöður aftan hægra.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfógetinn í Reykjavík.
Hóf eleig'endur !
TIL SÖLU nú þegar við hagstæðu verði eftirtaldir munir:
Fullkominn fyrsta flokks sænskur stálborðbúnaður
með merki fyrir 180 manns, ásamt súpuskálum, kartöflu-
skálum, sósukönnum, smjör og brauð stativ, steikarföt,
ýmsar stærðir o. fl. 'allt úr sænsku stáli.
Óbrothætt vatnsglös, pottar, borðdúkar, tauserviettur
og ýmisleg eldhúsáhöld. Mjög fullkomið segulbandstæki,
ásamt magnara, migrófón og hátölurum. Nánari uppl. í
síma 2502 kl. 2—4 í dag og á morgun.
I
Húsgögn til jólagjafa
Höfum innskotsborð, spilaborð, póleruð stofuborð
og kommóður í fjölbreyttu úrvali.
Húsgagnaverzlun
Guðmundar Guðmundssonar,
LAUGAVEGI 166.
Skrúfstykki
nýkomir.
í mörgum
mismunandi
stærðum.
=HEÐINN =S
SKOTFÉLAGID
SKOTFÉLAG Reykjavíkur
hefur þann sið að bjóða blaða-
mönnum til sín árlega til að
kynnast starfsemi félagsins og
einni æfingu.'Jafnframt efnir
félagið á þessum kvöldum til
skotkeppni milli blaðamanna
og er hún afar vinsæl meðal
þeirra. Þetta „heimboð“ til
Skotfélagsins var um daginn
og var hið ánægjulegasta að
venju. Blaðamenn kynntust
þar enn fastmótaðri starfsemi
félagsins, kynntust þeim anda
öryggis sem einkennir æfingar
vegna aga og hlýðni við regl-
ur og síðast en ekki sízt kynnt-
ust þeir hve skemmtilegt það
getur verið, að æfa skotfimi,
því leikni við þá íþróttagrein
krefst geysilegrar þjaifunar,
öryggis og margt er það sem
þarf að læra áður en skot-
maðurinn verður öruggur, en
félagar Skotfélagsins hafa náð
slíku öryggi að þeir hljóta oft
100 stig af 100 mögulegum.
Þeir eru sérfræðingar um allt
er að byssum lýtur, þeir búa
til sín eigin skot o. s. frv.
Skotkeppni blaðamannanna
var geysihörð og tvísýn og mátti
lengi vel ekki sjá nver sigraði.
En úrslit urðu þessi:
Atli Steinarsson, Morgunblaðið,
hlaut 94 stig af 100 mögu-
legum.
Indriði Þorsteinsson, Tíminn,
hlaut 88 stig.
fvar Jónsson, Þjóðviljinn,
hlaut 86 stig.
Sigurður Sigurðsson, 75 stig.
Guðni Guðmundsson, Alþýðu-
blaðið, hlaut 65 stig.
Karl ísfeld, Vísir, hlaut 31 stig.
Að þessari keppni lokinni, iíom
þegar upp óánægja meðal stuðn-
ingsmanna Hræðslubandalagsins.
Kváðu þeir Morgunblaðsmanninn
mundu hafa æft sig á laun.
Heyrðust raddir um, að rétt væri
að Tímamaðurinn og Alþýðublaðs
maðurinn — stuðningsmenn
Hræðslubandalagsins, fengju a3
leggja saman sín stig og ná sigri
á þann hátt. En á þetta var ekkl
fallizt og úrslitin standa óhögguð.
I viðtali, er formaður félags-
ins átti við blaðamenn, að lok-
inni skotkeppni þeirra, lagði hann
áherzlu á tvö atriði í sambandi
við Skotfélagið og meðferð skot-
vopna. Hið fyrra var að allir þeir,
sem gaman hafa af að fara með
byssu, eða þurfa þess vegna at-
vinnu sinnar, ættu að kynna sér
starfshætti félagsins og koma á
æfingar þess, því á æfingunum
læra menn meðferð skotvopna og
æfingasvæði félagsins er viður-
kennt til skotæfinga, enda greini-
lega merkt. Þar geta skyttur því
áreitnislaust skotið af byssum
sínum, hvort heldur er til að æfa
skotfimi eða stilla þær.
Hitt atriðið var, að slys, sem
verða af byssum stafi yfirleitt
alltaf af vanþekkingu og kæru-
leysi. Skotfimni iðkuð af þekk-
ingu, er eitt áhættulausasta sport
sem til er. Góð skotfélög leggja
allt kapp á, að skotæfingar fari
þannig fram, að slys geti ekki
komið fyrir og flest skotfélög
erlendis geta bent á áratuga starf-
semi án þess að slys vilji tiL
Þannig er það líka með Skotfé-
lag Reykjavíkur. Þetta skal sér-
staklega tekið fram, þar sem
þeirri skoðun er oft á loft haldið,
að skotæfingar séu hættulegar.
Félagið hefur á hverju ári látið
blöðum í té öryggisreglur sínar
um meðferð skotvopna. Ef þeim
reglum er fylgt forðast menn
slysin.
Félagið heldur skotæfingar á
hverjum miðvikudegi kl. 9.20—11
að íþróttahúsinu Hálogalandi að
vetrinum, en að sumrinu á æfinga
svæði félagsins. Innanhúss eru
aðeins notaðir rifflar cal. 22, en
úti allar stærðir riffla.
Þriðjudaginn 4. des. var aðal-
fundur Skotfélags Reykjavíkur
haldinn og var Erlendur Vil-
hjálmsson deildarstjóri endur-
kjörinn formaður og aðrir í stjórn
Aðalsteinn Sigurðsson, Eyjólfur
Jónsson, Leó Schmidt, Róbert
Schmidt, Sverrir Magnússon og
Tryggvi Árnason.