Morgunblaðið - 13.12.1956, Blaðsíða 20
M ORGTJ TS BL AÐIÐ
Fimmtudagur 15. des. 1956
2«
GULA
|[||| herbet'efið
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Fiamhaldssagan 4
pangað einar. Lucy Norton verð-
ur þar, hvort sem er — eða er það
ekki? Elinor virtist þetta áhuga-
mál.
— Nei, ég fer á sunnudaginn.
Það er ekki hægt að breyta því
héðan af.
Hún horfði á Elinor við snyrti-
borðið, sem var þakið alls konar
fegrunaráhöldum úr gulli og svo
krukkum og ilmvatnsglösum, sem
virtust eins mikill hluti af henni
og vandlega lituðu augnabrún-
irnar. Nú var hún að draga bursta
yfir augnabrúnirnar, en línan
varð hlykkjótt.
Elinor var sjálfhent.
2.
Ferðin til Boston var hreinasta
martröð. Lestin var troðfull af
sunnudagsferðafólki og stanzaði
oft með rykkjum, svo að Carol
fannst hún ætla að hálsbrotna.
Ennþá var kasheitt, og hugur
hennar var uppfullur af viðburð-
um síðustu þriggja daganna.
Allar tilraunir til að komast í
samband við Greg í Washington
höfðu farið út um þúfur og frú
Spencer hafði lokað sig inni í
herberginu sínu og haldið uppi
virðulegri þögn. En þegar sunnu-
dagurinn kom, hafði hún risið
upp á afturfótunum.
— Ég held ég ætti að fara með
þér, Carol. — Það er eins gott
og að vera hér. Ef Elinor hefur
ekki annað að bjóða mér en fæði
UTVARPIÐ
Fimintudagur 13. desember:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni“, sjó-
mannaþáttur (Guðrún Erlends-
dóttir). 18,30 Framburðarkennsla
í dönsku, ensku og esperantó. —
19,00 Harmonikulög. 19,10 Þing-
fréttir. — Tónleikar. 20,30 Frá-
sögn: Á söguslóðum Gamla testa-
mentisins; sjöundi hluti (Þórir
Þórðarson dósent). 20,55 Tónlistar
kynning: Lög eftir Eyþór Stefáns
son. Flytjendur: Guðmunda Elías-
dóttir, Guðrún Á. Símonar, Þuríð-
ur Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson,
Þorsteinn Hannesson og Kirkju-
kór Sauðárkróks undir stjórn höf-
undar. Fritz Weisshappel leikur
undir einsöngvunum og undirbýr
þennan dagskrárlið. 21,30 Útvarps
sagan: „Gerpla“ eftir Halldór
Kiljan Laxness; X. (Höfundur
les). 22,00 Fréttir og veðurfregn-
ir. — Kvæði kvöldsins. 22,10 Upp-
lestur: „Meðan þín náð“, kaflar
úr prédikunum eftir Sigurbjörn
Einarsson prófessor (Baldur
Pálmason). 22,30 Sinfónískir tón-
leikar (plötur). 23,10 Dagskrárlok
Föstudagur 14. desember:
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18,50 JJétt lög. 19,10 Þing
fréttir. — Tónleikar. 20,30 Dag-
legt mál (Glímur Helgason kand.
mag.). 20,35 Kvöldvaka: a) Páll
Bergþórsson veðurfræðingur talar
um veðrið í nóvember o. fl. b) Jó-
hannes úr Kötlum les ljóðaflokk
sinn „Mater Dolorosa". c) Islenzk
þjóðlög, sungiri og leikin (plötur).
d) Raddir að vestan: Finnbogi
Guðmundsson ræðir við Vestur-
Islendinga. 22,00 Fréttir og veður
fregnir. — Kvæði kvöldsins. 21,00
sjálfsævisaga Þórbergs Þórðarson
Upplestur: „Steinamir tala“,
(höfundur les). 22,30 Tónleikar
Björn R. Einarsson kynnir djass-
plötur. 23,10 Dagskrárlok.
og húsnæði, er engin ástæða til
að vera að hanga hér.
Carol var hálftíma að fá hana
til að vera kyrra. Það var oft kalt
í júní norður í Maine, og húsið
myndi vera rakt, hvað sem öllu
veðri liði, sagði hún. Auk þess
hefðu stúlkurnar meira en nóg að
gera, og það myndi aldrei fara
almennilega um hana, fyrstu dag-
ana. Betra að bíða nokkra daga.
Að minnsta kosti hefði hún al-
mennilegt fæði og húsnæði þar
sem hún var nú.
Þegar þessum bardaga var rétt
aðeins lokið, kom Virginia
Demarest í heimsókn. Hún var
há, grönn og rauðhærð, mjög lag-
leg og mjög ung — og, í þessari
andránni að minnsta kosti, mjög
reið.
— Ég vildi að þið gætuð sagt
mér, hvar hann Greg er niður-
| kominn. Eða vitið þið það kann-
ske ekki heldur? Ég hef ekki
heyrt neitt frá honum síðan hann
fór frá San Francisco áleiðis til
Washington, fyrir heilli viku.
Hún kveikti í vindlingi og
fleygði frá sér eldspýtunni, næst-
um vonzkulega.
— Við vitum ekki annað en, að
hann er í landinu, Virginia mín.
Nú ætlum við að fara að gera
Crestview í stand, vegna hans.
En ég fann nú samt ekki upp á
því, bætti Carol við, er hún leit
framan í Virginiu. — Mamma
heldur, að hann þurfi svalt lofts-
lag, eftir þetta sem hann hefur
verið í. Sennilega er hann ein-
hvers staðar í Washington. Hann
átti að taka þar við heiðurspen-
ingnum sínum, eða hvað það nú
er, í þessari viku. Auðvitað er
hann önnum kafinn.
— Það ætti nú að vera símasam
band við Washington, sagði Virg-
inia, bálvond. — Allir símar lands
ins virðast hafa verið sendir þang
að. Eins býst ég við, að ennþá séu
til þriggja-senta frímerki. Hvað
segir Elinor?
— Hún er í New York og veit
heldur ekki neitt um hann.
Virginia leit á hana.
— Hún og Greg halda þó víst
vel saman, er það ekki?
Carol brosti.
— Ég fæddist seinna, og var
víst enginn aufúsugestur, skilst
mér. Já, þeir.r þykir víst mjög
vænt hvoru um annað.
Virginia var hætt að hlusta.
Hún var að horfa á mynd af Greg,
sem var hávaxinn og fallegur ung
ur maður í flugmannsbúningi og
með hjálm. Nú virtist allur bar-
dagahugur horfinn úr henni. Hún
slökkti í vindlingnum og horfði
hálf-vandræðalega á Carol.
— Það hlýtur éitthvað að vera
að, sagði hún. Síðan hann fór
héðan í síðasta leyfinu sínu, hafa
bréfin hans verið öðru vísi. Já,
karlmennirnir geta víst orðið af-
skotnir, ekki síður en skotnir.
— Hvaða vitleysa, svaraði
Carol. — Ef ég hef nokkurn tíma
séð mann, yfir sig ástfanginn, var
það Greg. En auðvitað eru bréfin
hans öðru vísi en áður, síðan
farið var að skoða hvert bréf.
En Virginia lét ekki sannfær-
ast. — Þeir hafa allar möguleg-
ar stúlkur þarna í öllum þessum
hjálparsveitum, og hann hefur
kannske rekizt á einhverja, sem
hann hefur orðið hrifinn af. Hann
er ekkrt barn lengur. Orðinn 34
ára og búinn að flækjast víða. Þú
þekkir hann.
Carol þekkti hann, varð hún að
játa með sjálfri sér. Hún hafði
alltaf dáðst að fríðleik hans, og
vingjarnlegri framkomu, jafnvel
því, hvernig hann komst frá ávirð
ingum sínum. Það hafði verið
hún, sem fyrir mörgum árum
læddi til hans höfuðverkjartöfl-
um og jafnvel viskíi, til þess að
hressa sig á, ef hann var timbr-
aður, svo að hann gæti sýnt sig
fjölskyldunni. Og hún hafði skil-
ið hann betur en Elinor.
— Þú ættir að fara að verða
fullorðinn, hafði hún einu sinni
sagt við hann, þegar hún stóð,
háfætt og rengluleg, við rúmið
hans. En hann glotti til hennar.
— Til hvers ætti ég það? Nei,
það er gaman að vera ungur —
eða að minnsta kosti var það í
gærkvöldi.
Carol vaknaði fyrir full og allt,
þegar komið var til Boston. Henni
tókst að komast á Norðurstöðina
í leiguvagni, sem virtist ætla að
sligast þá og þegar, og þar fann
hún þrjár niðurdregnar stúlkur,
sem engan mat höfðu fengið og
stóðu nú yfir ferðatöskum, sem
þær höfðu orðið að bera sjálfar.
Aðeins Maggie, eldabuskan, bar
við að brosa til hennar.
— Jæja, svona langt erum við
komnar, ungfrú Carol. Og ef þér
vissuð, hvar við getum fengið
okkur kaffibolla..
Hún útvegaði þeim eitthvað að
borða, með miklum erfiðismun-
um, og sat hjá þeim við borðið og
reyndi að koma ofan í sig þurri
brauðsneið með osti. Btúlkurnar
hresstust talsvert, við matinn.
Þarna voru engir burðarmenn
fáanlegir, svo að þær drösluðu
farangri sínum upp í lestina, eins
og bezt gekk. Nú voru þessir erf-
iðleikar orðnir hálfgert ævintýri
í augum ungu stúlknanna, ekki
sízt af því að Carol var nú komin
þeim til hjálpar. En þegar hún
reyndi að komast inn í setustof-
una, sem hún átti að hafa aðgang
að, sagði umsjónarmaðurinn, að
hún væri þegar setin. Þar dugðu
engin mótmæli. Ef tveir miðar
KELVINATOR
COBRA
er B Ó N I Ð
sem þér eigið að nota.
Reynið og sannfærist um gæðisq,
Heildsölubir gðir:
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
♦> ♦:♦ •> <* •> ❖ ♦> *:* *> •> »> *> ♦> *> •> *> •> ♦> ♦> *i
MARKÚS Eftir Ed Dodd
_ NO„ MR. I
TRAIL...I'/V\
TAKIMG
HIM HOME
... NOW /
m
1) — Jæja, og nú er ég komin
til þess að fara aftur með þig
heim. Það voru sannarlega mikil
mistök að leyfa að þú færir í
svona ferð.
2) — En mamma, ég hef það
alveg dásamlegt. Ég vil ekki fara
heim.
3) — En Finnur minn, ef þú
bara vissir, hve áhyggjufull ég
hef verið. Ég hef ekki getað sofið
og hef alltaf höfuðverk af áhyggj-
um.
4) — Finnur stendur sig ágæt-
lega. Ég vildi að þér leyfðuð hon-
um að vera áfram með okkur.
— Nei, Markús. Það kemur
ekki til mála. Hann kemur strax
heim.