Morgunblaðið - 30.12.1956, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.12.1956, Qupperneq 3
Sunnudagur 30. des. 1956 MORGUNBLAÐIÐ 3 * Ur verinu Skák Friðriks og Larsen ÞAÐ hefur verið heldur óstillt tíðarfar, umbleypmgasamt, en sæmileg veiði, þegar veður hef- ur ekki hamlað, en nokkuð mis- jöfn. Togararnir hafa með sér „kvótafélög". Eru þau tvö, og skiptast skipin nokkuð jafnt í þau. Senda skipin reglulega afla- fréttir á vissra tíma fresti. Ekki vita þeir neitt um dulmálsykla hvors annars í þessum tveimur félögum, og getur þannig nelm- ingurinn af flotanum verið í mikl um fiski, þó að tregt sé h;já hin- um. Svo var það síðustu viku. „Kvótafélagið", sem var fyrir vestan Djúp, aflaði betur en þeir, sem voru fyrir austan ísafjarðar- djúp. Fiskurinn hefur fært sig vestur á bóginn og vesturfrá var líka vænni fiskur. FISKIjANDAKIR voru með alminnsta móti í vik- unni. Hvalfellið var eina skipið, sem kom með fisk til frystihús- anna, um 200 lestir. Þorkell máni kom með 173 lestir af saltfiski um síðustu helgi. Einir 3 togarar koma inn með fisk strax eftir áramótin. SÖL.UR Ingólfur Arnarson 3535 kít £ 10792. Bjarni riddari 220 lestir RM 105.500. Júlí 220 lestir RM 106.000. Hallveig Fróðadóttir 215 lestir RM 99.000. Surprise 240 um £ 12500. Marz er á útleið með fullfermi. sem hann fékk á 12 dögum, sem má teljast gott Er það líklega fyrsta skipið, sem siglir með full- fermi í haust. Vestmonnaeyíar Ekkert var iitið að sjó síðustu viku. Mb. Sidon kom á 2. jóladag frá Danmörku, þar sem sett hafði verið í bátinn ný 240 ha. Gamma- vél Ferðin heim gekk vel, meðal- gangharði var 10 mílur. Annar bátur, Erlingur III.. er á leiðinni frá Þýzkalandi, þar sem hann fékk einnig nýja vél. Var það 468 ha. Mannheim. Tveir bátar, Erlingur V. og Bergur, eru enn úti í Þýzkaia.ndi, þar sem verið er að skipta um vél i þeim. Hafa þeir tafizt þar vegna verkfalls. Aluones Allt hefur snúizt um jólahald síðustu viku. Einn bátur réri þó á fimmtudaginn og fékk 2 lestir, mest ýsu. Hafði hann lagt lóð sína ^ svokallaöar Forir. Nokkrir bátar verða tilbúnlr afS hefja róðra strax upp úr ára- mótum, en margir eru líka enn ekki tilbúnir, vantar nsenn og ýmsum undirbúningi ekki lokið. í fyrravetur var lítið um Færey- inga á Akranesflotanum, en all- mikið af sjómönnum af Vest- fjörðum. Aftur ámóti voru marg- ír Færeyingar á togurunum Bjarna óiafssyni og Alcurey í síðustu fréttum átti róðrar- fjöldinn hjá sildarbátunum að vera 733 (ekki 773). ísoliorin* Tíðindi eru litil. Sjaldan gefur á sjó fyrir umhleypingum, en afli er góður, þegar gefur. Rækju- veiði er góð inni í Djúpi á Borg- areyrarsundi nú. Fyrir nokkru var 14 stiga frost inni í ísafirði, og hafði fjörðinn lagt út að Arn- gerðareyn, enda var logn. ^>«>5>*>S>S>«>S>5 Keflavík Síldveiðunum lauk um miðjan desember. Höfðu þá borizt á land frá því þær hófust um mánaða- mótin júlí og ágúst, 84.890 tunnur. Hæsti báturinn var Heimir, skip- stjóri Guðmundur Þorvaidsson, með 3711 tunnur. Annar var Von- in með 3425 tunnur og þriðji Bára með 3345 tunnur. Þessir tveir síðasttöldu bátar byrjuðu ekki fyrr en Norðurlandssíldveiðunum iauk. Hér er ekki meðtalin sú síld. sem þessir bátar kynnu að hafa lagt annars staðar á land. Ekkert var róið jólavikuna, en vikuna þar áður réru 5—6 bátar og öfluðu vel, ýsu nær eingöngu, 4—7 lestir yfir dagmn, er tviróið. Nokkrir bátar eru tilbúnir að hefja veiðar strax upp úi árr.mót- um, en fjöldinn verður seint fyr- ir, vegna þess hve óvenjulengi var haldið áfram síldveiðum. NÝ SÍLDARNÓT Maður að nafni Brant Reiton í síldarbænum Haugasu/nd hefur fundið upp síldarnót, sem hægt er að sökkva á 70—80'faðma dýpi. Nótinni er hægt að kasta beint frá skipinu, svo að ekki er þörf nótabáta. Stærð' nótarinnar er 4 m. á breidd, 4(4 m. á lengd og 4 m. á dýpt og tekur um 50 tunnur af síld í kasti. Þegar nótin hittir fyrir síldar torfu, opnast hún sjálfkrafa og iokast einnig sjálfkrafa á sama liátt,- þegar hún er full af síld. Á einni klukkustund á að vera hægt að veiða með nótinni 2000 tunnur af síld, svo ótrúlegt sem það þó virðist, þegar þess er gætt, að nótin tekur ekki nema 50 tunnur í kasti. .Uppfinningamaðurinn fullyrð ir, að á sama hátt megi veiða í nótina síld við ísland, og á það sjálfsagt við að sumarlagi, og einnig ufsa. VERÐUR FISKINUM DÆLT Á LAND? Amerískur uppfinningamaður heldur því fram, að nútíma fisk- veiðar með skipum verði brátt úreltar. Tekið verði að dæla fisk. inum á land með sterkum dælum og verði þá rör eða sveigjanlegir barkar úr riðfríu stáli lögð út á fertugt djúp og fiskurinn þar 1 sogaður í geysistóra trekt, sem verður á endanum á rörinu og snýr upp. Trektinni verði haldið frá botni með sterkum loftþétt- um geymum. Á trektinni verði komið fyrir mörgum sérstökum rafljósum til þess að draga fisk- inn að svelgnum. Ljósunum yrði stjórnað úr landi af verkfræðing- um og tæknimenntuðum mönn- um, sem leystu þannig sjómenn- ina af hólmi. Heldur þessi Ameríkani því fram, að það sé vel viðráðanlegt að leggja slík rör 15—40 km. frá landi, er dýpi er ekki mjög mik- ið, en þó megi það vera allt upp í 75 faðma. Til samanburðar hvað langt slík rör gætu náð út, má geta þess, að um 10 km. er milli lands og Eyja. Með þvl að 10 fiskar fengjust á hverri sekúndu og hver vægi um % kg. (hér vegur þorskurinn t.d. 7 kg.), mætti veiða með þessum hætti 433 lestir á sólarhring. Við erum ánægðir og okkur láður vel — sagði Freysteinn í símtali við IVlbl. í gær MORGUNBLAÐIÐ átti í gær símtal við Freystein Þorbergsson, að-1 stoðarmann Friðriks Ólafssonar í Hastings. Lét Freysteinn hið | bezta yfir dvölinni þar, og var auðheyrilega ánægður yfir fyrstu i tveim skákum Friðriks og því, að Friðrik hafði eftir þær hreina j forystu í flokki meistaranna. Þó vildi hann ekki að menn gleymdu I skákunum 7, sem Friðrik á eftir, og víst er bezt að gleyma því ekki, að Hastingsmótið er aðeins að byrja. SÖGUFRÆGT MÓT Á mótinu er keppt í ýmsum flokkum og eru þátttakendur samtals 130 talsins. Margir þeirra eru útlendingar. Þetta skákmót er haldið að gamalli venju — nú í 32. sinn. LARSEN VINNUR — Vissulega er Friðrik ánægð- ur með árangurinn til þessa, sagði Freysteinn aðspurður. — Eru nokkrir nýir spádómar komnir upp um endanleg úrslit mótsins, eftir þessar tvær fyrstu umferðir. — Nei, sagði Freysteinn, ekki hérna í búðum taflmannanna, en blöðin eru alltaf að spá — eða voru að spá. Eitt þeirra spáði t.d. að Bent Larsen yrði sigurvegari í mótinu og næstur kæmi Pen- rose, Englandi. í fyrstu 2 um- ferðunum hefur Friðrik unnið þá báða. Byrjunin er góð, það orkar eigi tvímælis, en það er bezt að spá sem minnstu, sagði Freysteinn með stoiskri ró skák- mannsins. GOÐ I.IDAN — — Er Friðrik ekki í góðu keppnisskapi? — Heilsan er góð og allar að- stæður í góðu lagi. Þó það -sé rok úti og miður gott veður, þá líður okkur ágætlega hér. Og við þiðj- um kærlega að heilsa heim. — Hvenær er teflt á daginn? — Það er leikið frá 2—7 e.h. Síðan er hvíld, en ef um biðskák- ir er að ræða, þá eru þær leikn- ar á morgnana kl. 10. — Þeir Friðrik og Bent hafa þá ekki verið seztir að biðskák- inni, þegar Bent gafst upp? — Nei. Þeir borðuðu kl. 7 og þegar Bent hafði athugað stöðu sína nokkra tíma, tilkynnti hann uppgjöf sína, án þess að frekar yrði leikið. Hann taldi stöðuna vonlausa. Síðan las Freysteinn skák þeirra Bents og Friðriks eins og hún var leikin. Baldur Möller hefur svo farið yfir skákina og skrifað sínar skýringar við hana. Hvcrð kosfaði „Hamrafellið"? Var rangt kaupverð gefið upp? TÍMINN þykist í gær vera að gefa skýringu á því hvað ,‘,Hamrafellið“ hafi raunverulega kostað en það er langt frá því að vafalaust sé hvað kaupverðið raunverulega var, þrátt fyrir þá „skýringu". S.Í.S. og Olíufélagið h. f. hafa talið að skipið hafi kostað 45 millj. 696 þús. ísl. kr. í Tím- anum 13. des. upplýsir Hjörtur Hjartar frkvstj. skipsins að hlotist hafi 20 millj. kr. tjón af verðhækkun einni saman vegna þess að ekki hafi fengizt að kaupa skipið árið 1953. Á Þorláksmessu upplýsir „Tíminn“ að S.Í.S. og Olíufélagið h. f. hafi gert tilboð 1953 í sænskt skip — „skipið, sem aldrei kom“ — að upphæð 15 millj. sænskra króna eða 47 millj. 325 þúsund kr. Ef tjónið er 20 milljónir, eins og Hjörtur Hjartar hélt fram, ætti Hamrafellið að hafa kostað 67 millj. 325 þúsund kr. Eins og Mbl. hefur skýrt frá hefur verið uppi orðrómur um að kaupverðið á „Hamrafellinu“ hafi verið miklum mun hærra en eigendurnir hafa látið uppi og kemur það raunar ljóst fram í skrifum „Tímans". Það er vitaskuld eðlilegt að yfirklór S.Í.S. og Olíufélagsins h. f. sé heldur ekki tekið alvarlega eftir allt það brask og okur, sem þessir aðilar eru berir að. Helgi Sæiíuincisson formaoiir Mennta- málaráðs A FUNDI sínum i dag kaus hið nýkjöma Menntamálaráð sér formann, varaformann og ritara. Formaður var kjörinn Helgi Sæ- mundsson, varaformaður Haukur Snorrason og ritari Birgir Kjar- an. Nýr bótur til Húsa- víkur ó jólodog Yerður gerður úf frá Sandgerði á komandi vertío Húsavík, 28. desember. AJÓLADAG kom hingað til Húsavíkur nýr bátur er smíðaður hefur verið í Fredrikssund í Danmörku. Eigendur bátsins, sem * hlotið hefur nafnið Helga, Th-7, er hlutafélagið Hreyfi á Húsa- I vík. Framkvæmdastjóri þess er Jón Héðinsson. Skipstjóri bátsins ! er Maríus Héðinsson og sigldi hann bátnum heim. Ferðin hingað frá Fredrikssund gekk mjög vel. Var báturinn 6 sólarhringa á leiðinni og þar með einum degi fljótari í ferðum en gert var ráð fyrir. Vélamaður var Sigurður Jónsson. Fékk Helga góðan meðvind frá Færeyjum. Báturinn er smíðaður úr eik. Teikningu gerði Egill Þorfinns- son í Keflavík, en gerðar voru smávegis breytingar á fyrirkomu- lagi ofan þilfars, að tilhlutan eigendanna. Er bátnum skipt í þrjú vatnsheld hólf. Er hann mjög vandaður að öllu leyti. Hann er útbúinn dýptarmæli með astic- útfærslu, miðunarstöð og talstöð. Aðalvélin er Alfa-dieselvél 240/60 hestafla með tveim sjálf- virkum Boss-rafölum. Þá er 10 hestafla ljósavél í bátnum. Gang- hraði er 10 mílur á klst. Hvítt Bent Larsen Svart Friðrik Ólafsson Drottningarindversk vörn. 1. Kgl—(3 RgS—f6 2. g2—g3 1)7—b6 3. Bfl—g2 Be8—b7 4. c2—e4 e7—e6 5. 0—0 c7—c5 6. Kbl—c3 Bí'8—e7 Larsen hefir leikið sömu byrjun- arleiki og hann hefir notað mest undanfarið, m.a. í einvíginu við Friðrik, og þarf ekki að efast Um að Friðrik hafi verið vel við því búinn. Hann teflir mjög traust af- brigði varnar. 7. 8. 9. drottningarindverskrar d2—d4 cxd4 Rf3xd4 Bb7xg2 Kxg2 Dd8--c8 Þetta er gamalþekkt staða og er nú eðlilegt að hvítur valdi c4 peð- ið en svartur hefir þá fullkomlega jafna stöðu. Larsen leggur nú mjög óvænt út í ævintýri sem hon- um farnast illa. 10. Bcl—f4 0—0 Ekki borgar sig að taka peðið strax, vegna 11. Rd—b5 og hvít- ur fær sókn, en eftir hrókun svarts er rétt fyrir hvítan að valda peð- ið. Hann ögrar Friðriki en getur ekki unnið upp það sem hann hefur fórnað. 11. e2—e4? Dc8xc4 12. Rc3—b5 Rf6xe4! Mjög óvænt skiptamunsfórn Frið- riks sem sannar hve vanhugaverða . hraut hvítur er kominn á. 13. Hal—cl Dc4 d5 Það borgar sig ekki fyrir Frið- rik að seilast eftir a-peðinu. Með því að halda miðborðspeðum sín- um fær hann góðar vinningshorf- ur. 14. f2—f3 Re4—f6 15. Kl>5—c7 Dd5—b7 16. RxHa8 DxRa8 17. Rd4—b5 RÍ6—d5! Riddarar Friðriks verða mjög sterkir, svo að hvítur hefði átt að leika BxRb og síðan Da4 Rc3. 18. Ddl—at Rb8—c6 19. 20. 2L Rxf4ý 24. 25. 26. 27. Rb5—c3 Ðxf4 Da8—b7 R. 3—1.5 ? Db7—a6 22. i<2—a4 R.6—1>4! Þessi leilcur ræður um það bil úrslitum. Hvítur hefði betur leik- ið a3 í 21. leik. 23. Df4—c7 De6xa4 Rb5—<-3 Da4—1>3 Dr7xd7 Dxb2ý Kg2—hl Be7—g5! f3—f4 Bg5—d8! Nú má h 'tu’r ekki taka a7 peðið vegna Rd3. Með 28. leik sínum leggur hvítur (tímahraks?) gildru fyrir Friðrik: býður honum að leika Bg5 sem er tapleikur vegna fxe6H Nú tapar hvítur hins veg- ar í þess stað sjálfur peði, af því að hann fær ekki tíma til að taka bæði a7 og f5 peðin. 28. f4—f5?! e6xf5 29. Rc3—b5 Db2—e2 Hcl—el DxD Hel—dl Rb5xa7 Ra7--c8 Hbl. Nú 30. 31. 32. 33. 34. Hindrar De2—d3 Rb4xD Rd3—c5 g7—g6 Rc5—«4! hefði hvítur samt átt rS reyna Hd5 o.s.frv. tíl að sælcja að b peðinu. 35. R -8—d6 Bd8—e7! 3ú. Rxe4 f5xRe4 37. Hfl—el. f7—f5 38. g3—g4 Be7—c5 39. g4xf5 g6xf5 40. Hel—e2 Kg8—g7 Nú lék Larsen biðleik. Hann reyndist vera 41. Hdl—fl ' m Vá 'm. wm' „ Wm. P IBIé en það var ekki leikið meira, því Larsen taldi stöðu sína vonlausa og gaf skákina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.