Morgunblaðið - 30.12.1956, Side 14
14
MORGvnnr, 4ðið
Sunnudagup 30. des. 1950
GLEÐILEGT NYTT AR!
í>ökkum viðskiptin á liðna árinu.
VOGABÚÐ,
Karfavog 31.
GLEÐILEGT NYAR!
í>ökkum viðskiptin á liðna árinu.
Verzlunm Guðmundur H. Albertsson,
Langhol tsvegi 42
Óskum öllum viðskiptavinum okkar I
og þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Verzl. Hamrafell.
GLEÐILEGT NYAR!
jÞökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Húsgögn og innréttingar,
Ármúla 20.
GLEÐILEGT NYTT AR!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
GLEÐILEGT NYAR!
Þakka viðskptin á liðna árinu.
SJOLAXINN
Njálsgötu 26.
LANDSTÓLPI HF.
óskar ölium viðskiptavinum
GLEÐILEGS NYARS!
og þakka viðskiptin á liðna árinu
GLEÐILEGT NYAR!
Þökkum viðskiptia á liðna árinu.
Vetrargarðurinn.
GLEÐILEGT NYAR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Verziunin Brú,
Akranesi.
GLEÐILEGT NYAR!
Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
Þórarinn F.yjólfsson
frá Kefiavik.
Hvergerðingar fengu
jólatré að gjöf frá Brande
IHVERAGERÐI voru sett upp tvö mjög falleg og skrautleg jóla-
tré fyrir jólin. Er annað þeirra gjöf frá vinabæ Hveragerðis
Brande í Danmörku og var það tré sent austur s.1. föstudag. Var
kveikt á því strax það kvöld, eftir að komið hafði verið fyrir
fagurri stjömu í toppi þess, og annaðist það verk Guðjón Pálsson
rafvirkjameistari. Er þetta í fyrsta skipti sem Hvergerðingar fá
jólatré að gjöf frá vinabæ.
Hitt jólatréð er allmerkilegt, og
þá sérstaklega fyrir það, að það
„stendur í sinni moldu kyrrt“.
Tré þetta er nefnilega uppfóstrað
hjá Páli Michaelsen, garðyrkju-
manni. Tréð er um það bil 15
ára gamalt og hefur nú náð 3%
rnetra hæð. Er það með bezta
þroska sem grenitré ná hér á
landi.
Tréð prýddi eigandi þess fyrir
jólin með marglitri jólaseríu, sem
er margvafin um greinar þess og
stofn. Tréð er í garði Páls, en
hann býr í þorpinu miðju, við
aðalgötu þess. Bæði þessi tré eru
Hvergerðingum til mikillar gleði,
ekki hvað sízt yngri kynslóðinni.
Þetta eru önnur jólin sem Hver-
gerðingar hafa glatt sig við úti-
jólatré, og múnu þeir hafa í
hyggju að láta þann srð haldast
hér eftir.
Steingrímur Jónsson
fyrrv. bœjarfógeti látinn
Steingrímur Jónsson, fyrrv.
bæjarfógeti á Akureyri andaðist
í gær, 89 ára að aldri.
Hann var fæddur 27. des. 1867
að Gautlöndum við Mývatn, son.
ur Jóns alþm. Sigurðssonar og
konu hans Sólveigar Jónsdóttur.
HIjómlisfarskóli
F. I. H.
tekur til starfa mánudaginn 7. janúar nk. — Nemendur
mæti til viðtals í húsnæði skólans, Breiðfirðingabúð, við
Skólavörðustíg föstudaginn 4. janúar og laugardaginn
5. janúar klukkan 1—3, báða dagana.
Nemendur, sem enn hafa ekki látið skrá sig, geta gert
það á sama tíma.
Hljómlistarskólinn.
Var Steingrímur einn af hinum
landskunnu Gautlandsbræðrum
og hinn síðasti þeirra, sem á lífi
var.
Steingrímur lauk lagaprófi frá
Hafnarháskóla 1894, varð aðstoð-
armaður í ísl. stjórnardeildinni í
Höfn sama ár, en 1897 sýslumað-
ur Suður-Þingeyjarsýslu. Gegndi
hann því embætti til ársins 1920
er hann varð bæjarfógeti á Ak-
ureyri og sýslumaður Eyfirðinga,
en því embætti hélt hann til árs-
ins 1934, er hann hætti störfum
fyrir aldurssakir.
Steingrímur Jónsson var kon-
ungskjörinn alþm. 1906—16 og
gegndi mörgum trúnaðarstörfum.
Hann átti sæti í sambandslaga-
nefndinni 1908 og var siðastur á
lífi þeirra nefndarmanna.
Steingrímur var kvæntur Guð.
nýju Jónsdóttur, sem látin er
fyrir nokkrum árum. Var heimili
þeirra annálað fyrir myndarskap,
en Steingrímur var landskunnur
maður af stjórnmálaafskiptum
sínum og embættisferli. Var hann
kunnur fyrir gáfur og lærdóm og
góðvild í viðskiptum sínum við
menn, enda var hann mjög vin-
sæll og vel látinn þar í sýslum,
sem hann gegndi embætti.
Tilkynning
Umsóknir um fjárfestingarleyfi fyrir næsta ár, bæði
ný leyfi og endurnýjanir, þurfa að berast Innflutnings-
skrifstofunni fyrir 15. janúar eða vera pósttagður þann
dag í síðasta lagi.
Eyðublöð undir umsóknir fást hiá Innflutningsskrif-
stofunni í Reykjavik og oddviíum eöa byggingamemdum
utan Reykjavíkur.
27j desember 1956.
Innflutningsskrifstofan.
TILKYNNING
Athygli allra, er það varðar, er hér með vakin á því, að
enn er í gildi bann við hækkun á öllum vörum í heildsölu
og smásölu og hverskonar þjónustu, sem auglýst var
samkv. bráðabirgðalögum frá 28. ágúst s.l. og endurtekið
hefur verið samkv. 33. gr. laga nr. 86 frá 22. desember sl.,
nema samþykki Innflutningsskrifstofunnar komi til.
Ennfremur er lagt fyrir innflytjendur og iðnrekendur
að skila verðútreikningum sínum til skrifstofu verðlags-
stjóra, þegar eftir tollafgreiðslu eða eftir að vara er að
öðru leyti tilbúin til sölu.
Reykjavík, 29. desember 1956.
INNFLUTNINGSSKRIFSTOFAN
úfvarpsins slofnaðar
SAMKVÆMT skipulagsskrá dagg
26. sept. s.l., er menntamálaráðu-
neytið hefur staðfest, hefur verið
stofnaður sjóður við Ríkisútvarp-
ið, er nefnist Rithöfundasjóður
Ríkisútvarpsins, og er honum
ætlað að styrkja íslenzka rithöf-
unda til ritstarfa eða undirbún-
ings undir þau, einkum með uían
ferðum, og láta Ríkisútvarpinu í
té nýtt efni til flutnings eftir
heimkomuna.
Sjóðurinn er nú rúmlega 230
þúsund krónur.
í samræmi við skipulagsskrá
sjóðsins hefur menntamálaráðu-
neytið í dag skipað Kristján Eld-
járn, þjóðminjavörð, formann, en
aðrir í sjóðstjórninni eru Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, útvarps-
stjóri, og Andrés Björnsson, dag-
skrárstjóri, af hálfu Ríkisút-
varpsins, Helgi Sæmundsson, rit-
stjóri, af hálfu Félags íslenzkra
rithöfunda, og Jakob Benedikts-
son, magister, af hálfu Rithöf-
undafélags íslands.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
Sfettin-réftarhöld
hefjast
UM miðjan janúar munn hefj-
ast réttarhöld vegna óeirð-
anna, sem urSu í pólskn hafn-
arborglnni Stettin 10. des. s.L
Verða sex ntenn þá leiddir
fyrir rétt sakaðir fyrir aS
hafa stjórnað árás á lögreglu-
stöðina og fangelsið í borg-
inni. Óeirðirnar hófust á sín-
um tíma með mótmælaaðgerð-
um til þess að sýna andúð á
hersetu Rússa í Póllandi. 70
manns voru handteknir eftir
þær og sitja nú í fangelsi.