Morgunblaðið - 17.01.1957, Side 11
I7 5an- 1957
MOnCTnvnr. 4ÐIP
11
AKll REYRARBREF
VIÐ ÁRAMÓT er gjarnan litið
yfir farinn veg. Að þessu
sinni verður annállinn héðan að
norðan fremur sundurlaus, þar
sem ég hef orðið að efna mér
niður í hann af afspurn að
mestu.
LANDBÚNAÐURINN
Landbúnaðurinn mun þegar á
heildina er litið hafa verið í með-
allagi. Sumarið var að sönnu kalt,
eða að minnsta kosti miðkafli
þess, júní, júlí og ágúst, en frá
septemberbyrjun hefur verið ein-
muna tíðarfar út allt árið og
endaði sem kunnugt er með
rauðum jólum. Hina þrjá mánuði
miðsumarsins var meðalhiti ein
og tvær gráður undir meðallagi.
Spretta var tæplega í meða*-
lagi nema þar sem mikið var
borið á og snemma. Seinni slátt-
ur á túnum var yfirleitt með
lakara móti, en nýting heyja
mjög sæmileg, enda heyskapar-
tíð í góðu meðallagi. Spretta á
útengjum var léleg.
RÆKTUN KORNS
OG GARDÁVAXTA
Uppskera garðávaxta í haust
var með allra lélegasta móti og
víða var það svo að heita mátti
engin uppskera. Þessu ollu frost,
sem komu nokkrum sinnum á
sumrinu. Um mánaðamótin júní
— júlí komu frost sem víða
felldu kartöflugrös, m. a. á Ak-
ureyri á nokkrum stöðum.
Korn náði hvergi þroska
á Norðurlandi, en hér í Eyja-
firði er kornrækt ekki stunduð
nema á tveimur stöðum, á Dag-
verðareyri hjá Gunnari Krist-
jánssyni og svo í Gróðrarstöð-
inni hér á Akureyri. Frostin í
sumar eyðilögðu lcornið svo að
það myndaði engan kjarna.
NOKKRAR
B YGGIN G ARFRAMK V ÆMDIR
Byggingarframkvæmdir hafa
verið í meðallagi í héraðinu.
Einkum hafa bændur lagt stund
á byggingu fjárhúsa. Eru menn
nú almennt að fjölga fé sínu, en
talið er að um þessar mundir sé
fjárstofn að verða um það bil
jafnmikill og var fyrir niður-
skurð og muni nú fara fjölgandi.
Engir votheystumar voru að
þessu sinni byggðir í héraðinu.
Hins vegar lánuðu bændur hrað-
steypumót þau, sem þeir eiga
sameiginlega, austur í Þingeyj-
arsýslu og voru þar byggðir 3
votheysturnar með þeim.
TALSVERT FRAMBOÐ
Á JÖRÐUM
Það varð til tíðinda á síðast-
liðnu vori, að Jóhann Valdemars-
son bóndi að Möðruvöllum í Eyja
firði seldi jörð sína og bú, en
hann hefur sem kunnugt er rekið
það á undanförnum árum með
miklum glæsibrag, en Möðruvell-
ir eru einhver stærsta bújörðin
í Eyjafirði. Til dæmis má nefna
að fjósið þar er fyrir 48 gripi,
nýlega byggt og hið fullkomn-
asta. Auk þessa hafa ýmsar aðr-
ar jarðir í Eyjafirði verið boðnar
út til sölu.
Verið er að reisa mörg fé-
lagsheimili í Eyjafirði og var
eitt þeirra vígt nú um áramótin
að Reystará í Arnarneshreppi.
Verið er að byggja félagsheimili
skammt frá Öngulstöðum og á
Hrafnagili.
NAUTGRIPARÆKT
Nautgriparæktarsamband
Eyjafjarðar hóf búskap á jörð-
inni Lundi á Akureyri, sem það
nýlega keypti. Eru þar nú um
hundrað nautgripir á fóðrum í
vetur, þar af 38 kálfar, sem ald-
ir verða upp til samanburðartil-
raunar. Eru þeir undan tveimur
nautum, sem eru í eigu sam-
bandsins.
f haust var slátrað hér á Ak-
ureyri um 28 þús. fjár, en í fyrra-
haust voru það um 22 púsund
fjár, sem slátrað var. Mjólkur-
framleiðslan á framleiðslusvæði
Mjólkursamlagsins hefur aukizt
Áramótahugleiðingar - Landbúnaður-
inn - Iðnaður og verzlun - Síldveiðar
- Gengið í það lengsta að salta síld-
Góð saltfiskverkun - Fagurlega
skrevttur bær.
um rúmlega milljón lítra á ár-
inu. Var í fyrra 10,3 milljónir
lítra, en nú nemur magn innveg-
innar mjólkur um 11 Vz milljón
lítra.
HBNAÐUR og VERZLUN
Sem kunnugt er hefur Akur-
eyri jafnan verið mikill iðnaðar-
bær og fer vaxandi sem slíkur.
Síðan nýja Laxárvirkjunin tók
til starfa þurfa Akureyringar
ekki að kvíða rafmagnsskortin-
um að minnsta kosti ekki um
sinn. Ullarverksmiðjan Gefjun
hefur nýlega lokið við stóra end-
urbót á húsakynnum sínum og
vélakosti, en sú framkvæmd
mun vart teljast til þessa árs.
Mun henni hafa verið að mestu
lokið áður. Menn höfðu vænzt
stóraukins iðnaðar á sviði hag-
nýtingar sjávarafurða með til-
komu hins nýja hraðfrystihúss.
En því miður er ekki lokið
byggingu þess ennþá og hamlar
nú fjárskortur þeim framkvæmd-
um. Eitthvert loforð mun þó
hafa verið gefið fyrir nýju láni
til framkvæmdanna og er þess
að vænta að ekki verði látið
standa við orðin tóm í því efni.
NYTSAMT TÆKI
Véla- og plötusmiðjan Atli á
Oddeyrartanga fékk á árinu
mjög glæsilegt áhald, sem er
stór og mikill rennibekkur, sem
kostaði um 400 þús. kr. Er bekk-
ur þessi mikið nauðsynjatæki, er
slippurinn á Akureyri verður
stækkaður eins og fyrirhugað er
og mun þá verða hægt að sinna
viðgerðum svo stórra skipa, sem
áætlað er að hin nýja dráttar-
braut geti tekið upp til viðgerð-
ar. Auk þessa er bekkurinn not-
aður til ýmiss konar nýsmíði á
hlutum til veiðfarfæra og út-
gerðar, sem ekki hefur verið
hægt að framkvæma hér áður
og kemur þetta sér vel, þegar
minnzt er að gera svo sem um
miðjan veturinn.
Slippurinn gerði nokkrar end-
urbætur á dráttarbrautum sín-
um, byggði hliðarbrautir þannig
að nú er hægt að taka upp fleiri
skip en áður var.
ENGIN STÓRTÍÐINDI
Á SVIÐI VERZLUNAR
Verzlunin gengur sinn vana-
gang og fer vaxandi. Ekki hafa
gerzt nein stórtíðindi hér á því
sviði, þótt einatt séu breytingar
á húsnæði verzlananna. Munu
þau helzt að samþykkt var með
atkvæðagreiðslu að opna útsölu
Afengisverzlunar ríkisins hér að
nýju. Vakti þetta að sönnu
nokkrar deilur, en þess er að
vænta, að Akureyringar hafi til
að bera það mikinn þroska, að
þeir kunni að umgangast þessa
verzlun og það sem í henni fæst
eins og siðuðum mönnum sæmir.
Verzlun þessi var ekki opnuð
fyrr en annan dag hins nýbyrj-
aða árs og fyrsta daginn var ekki
sjáanleg nein óvenjuleg ös þar.
SÍLDVEIÐARNAR
í sumar voru gerð út 30 skip
frá ýmsum höfnum á Norður-
landi til síldveiðu Það virðist
vera orðið áberandi að Norður-
landsskipin séu að öðru jöfnu
fengsælustu skipin í síldveiði-
flotanum. Margir þeirra manna,
sem hafa á þeim skipstjórn hafa
mikla reynslu í þessu efni og
munu ráða miklu um hvaða
veiðarfæri eru notuð, en Norður-
landsskipin eru talin yfirleitt
betur búin að veiðarfærum en
önnur.
Síldarsöltun hefur á undan-
förnum árum farið vaxandi á
höfnunum í Ólafsfirði, Dalvík,
Húsavík og Raufarhöfn og var
langmest nú s.l. sumar. All-
margir síldarsaltendur hér á
Norðurlandi urðu fyrir þungum
búsifjum vegna þess, hve erf-
iðlega gekk að gera hinum rúss-
nesku yfirtökumönnum síldar-
innar til hæfis og sökum þess,
hve síldin var feit og erfið í
meðhöndlun. Var sérstaklega
erfitt að verja hana kviðskemmd
um þar sem á kviðinn vildu
koma göt við meðhöndlunina. Af
þessari síld liggja ná um 8000
tunnur á ýmsum höfnum hér á
Norður- og Austurlandi, sem enn
hefur ekki tekizt að selja. Ann-
ars er þessi síld góður manna-
matur og standa vonir til þess
að sala á henni takist, en þó er
það ekki fullráðið enn. í sumar
var gengið í það lengsta að salta
síld, sem var heldur gömul, ekki
sízt vegna þess, hve langt þurfti
að sækja á miðin, en þessi dýr-
keypta reynsla mun verða til
þess að menn munu vanda vöru
sína enn meir næstu vertíð og
gæta sín betur en ella.
Það er almennt álitið að þar
sem síldarvertíðin í sumar var
með betra móti, miðað við fyrri
aflaleysisár, þá megi búast við
verulegri þátttöku á síldarver-
tíðinni næsta sumar.
Skreytingin við Akureyrarkirkju,
ÞORSKVEIÐIN
Segja má að síðastliðin 20 ár
hafi sá guli verið tregur að
hlaupa á snærið hjá norðlenzk-
um fiskimöimum, enda var smá-
bátaútgerðin tekin að dragast
saman. Hins vegar virðist þetta
nú heldur vera að færast í betra
horf og eru menn nú að eignast
hér um slóðir 5—10 tonna dekk-
báta. Hefur útgerðin gefizt bezt
hjá þeim, sem hafa getað unnið
að útgerðinni sjálfir með fjöl-
skyldu sinni og ekki þurit að
kaupa að neina teljandi vinnu.
Nýting afla og verkun hefur hjá
þessu fólki verið mjög góð. Meg-
inið af aflanum er saltað af sjó-
mönnunum og fólki þeirra sjálfu.
Er fyrirkomulag útgerðarinnar
nú að færast í sama horf og áður
var, hver verkar sinn afla og
minna er lagt upp í frystihúsin.
Á Litla-Árskógssandi, Hauganesi,
Hrísey, Grenivík og Dalvík og
á fleiri stöðum hér norðanlands,
þar sem fiskur er verkaður, fer
mestallur aflinn í 1. flokk.
TOGVEIÐAR
Togararnir hér á Akureyfí
hafa stundað ýmist veiðar í ís
eða salt og hafa þeir nokkuð
siglt með afiann til útlanda.
Talsvert hafa þeir og lagt upp
afla sinn til ýmissa fiskverkun-
arstöðva á Norðurlandshöfnum
vegna þess að hraðfrystihúsið hér
er ekki tekið til starfa enn. Hef-
ur þetta verið til óhagræðis fyr-
ir útgerðirnar,' þar sem stundum
þarf að skipta aflanum. Togar-
inn Norðlendingur hefur lagt
afla sinn upp á sínum heima-
höfnum, Sauðáfkróki, Ólafsfirði
og Húsavík. Jörundur stundaði
síldveiðar í sumar og gekk vel.
FAGURLEGA SKREYTTUR
BÆR
Akureyri hef ur aldrei verið
fagurlegar skreytt en nú um
jólin. Var að þessu sinni bætt við
nýjum skreytingum svo sem
meðfram kirkjutröppunum og
var líkast sem fólk gengi um
Frh. á bls. 15.
Happdrœtti Háskóla íslands
Aðeins 3 söludagar eftir
Sölumiðar eru á þrotum
Vitjið numera yðar áður en
þau verða seld öðrum
10000 vinningar — Samtals /3,440,000 kr.