Morgunblaðið - 18.01.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.01.1957, Blaðsíða 6
6 MOnaVNRL4Ð1Ð Föstudagur 18. 5an. 1955 rr „Brúðkaupsferðin í Keflavík ÚTVARPSÞÁTTUR Sveins Ás- geirssonar, „Erúðkaupsferðin", verður hljóðritaður í Nýja bíói í Keflavík í kvöld, föstudag, 18. janúar, og hefst upptakan kl. 9 e. h. Hjónaefnin, sem taka þátt í keppnmni um brúðkaupsferð- ina að þessu sinni, eru frá Kefla- -ík. Síðasti þáttur var tekinn upp i Hafnarfirði, sem kunnugt er. Var hann svo vel sottu'r, að settir voru bekkir til viðbótar eins og rúm leyfði, fólk stóð meðfrom bekkjaröðum, og jafnvel anddyri hússins var þéttskipað, og var hafður þar hátalari. Annar eins mannfjöldi hefur ekki verið í Ræjarbíói um langan tíma. Órin undir letrinu á skiltinu til vinstri sýnir, að hvorugum megir, við skiltið má leggja bílum. Örin vísar í báðar áttir. Hitt skiltið sýnir, að á tímabilinu klukkan 9—19, má aðeins leggja bílum í 15 mínútur, eftir það eru þaer í órétti og „skrifaðar upp“ af lögreglunni ef hún kemst að því að þær hafi staðið þar lengur. Kennsla í umferðarreg!- um ásamt kennslu í bílakstri lögreglumenn mynduöu samtök um kennslu þessa AUNDANFÖRNUM ÁRUM hafa nokkrir lögreglumenn stundað kennslu í akstri og- meðferð bifreiða, sem aukastarf og hefur öll kennsla farið fram í bifreiðunum. Nú vakir fyrir þeim að samræma kennsluna og hafa í'því sambandi myndað með sér samtök um, að kennsla í umferðareglum fari fram sameigin- lega, innanhúss. Þá hafa samtök þessi hugsað sér að fá ýmsa bifreiðahluti eins og t.d. mótor, drif, skiptikassa og grind til að geta sýnt nemendunum hvernig hlutirnir líta út, en ekki eins og nú, að nemendanum er mest sagt frá hlutnum. EFTIRLÍKINGAR — KVIKMYNDIR Þá hafa þessi samtök látið búa til eftirlíkingar af öllum um- ferðarmerkjum, Ijósvita og götu- líkan, sem verða notuð við kennsluna. Þar að auki verða notaðar kvikmyndir. Samtökin hafa kosið framkvæmdanefnd og er hún skipuð þessum mönnum: Magnúsi Aðalsteinssyni, Konráði Ingimundarsyni og Sigurði M. Þorsteinssyni. Mun'Sigurður hafa umferðarfræðsluna til að byrja með. Fréttamenn áttu í fyrradag viðtal við framkvæmdanefndina í þessu tilefni og var þeim skýrt frá fyrirhugaðri starfsemi og sáu sænska „slysakvikmynd". EKKI TEKIÐ AUKAGJALD Ekki er endanlega búi^ að ganga frá því, hvað margir tím- ar fara í umferðarkennsluna, en það er ekki gert ráð fyrir að það verði fækkað ökustundum og ekki verði tekið aukagjald af nemendum fyrir þessa kennslu. Munu samtökin sjá um þann kostnað. Svo er það reynslan sem sker úr um það, hvað marga tíma þarf í þessa kennslu. ENDURNÝJAÐ ÞEKKINGU SÍNA Þá telja samtökin að komið geti til greina, að þeir sem ekki hafa stundað akstur um tíma og eru farnir að ryðga í umferðar- reglunum geti endurnýjað þekk- ingu sína með því að sækja tíma í umferðarkennslu og þá gegn greiðslu fyrir þann tíma. GETUR EKKI LÝST MERKJUM Sigurður M. Þorsteinsson lcomst svo að orði í viðtali þessu, að sem dæmi um eftirtektarleysi fólks mætti nefna, að þegar það er spurt um umferðarmerkin, þá getur það ekki lýst þeim, þó að það gangi oft fram hjá þeim dag- lega. Bifreiðakennarar eru mikið á ferð um bæinn og verða þar af leiðandi varir við ýmis atriði sem ósamræmi er í, í samband; við kennsluaðferðir . umferðinni. Má þar af leiðandi vænta ábendinga frá þeim til viðkomandi aðila. UPPLÝSINGAR Auk framkvæmdanefndarinnar eru eftirtaldir menn stofnendur samtakanna og er hægt að snúa sér til hvers og eins þeirra varð- andi kennslu í akstri: Ásmundur Matthíasson, Vernharður Krist- jánsson, Kjartan Jónsson, Hall- grímur Jónsson, Greipur Krist- jánsson, Leifur Jónsson og Jó- hann Ólafsson. þús. nemendur í barno- 09 ramhaldsskélum og ríkið ver 83,4 milj. kr. til skólamóla i RETTATILKYNNINGU frá i fræðslumálaskrifstofunni um skólahald hér á landi á skólaári því, sem nú er yfirstandandi, segir að starfandi séu 140 fastir barnaskólar (þar af 5 einkaskól- ar) og 77 farskólar. Fastir kenn- arar við þessa skóla eru alls 703, þar af 200 konur. Auk þess er fjöldi stundakennara. Nemendur barnaskólanna síð- asta skólaár voru alls um 19200, árið áður 18270. Fjölgað hefur enn í mörgum skólum. Mætti því áætla að nemendur barnaskól- anna væru nú nær 20 þús. alls. Framhalds- og sérskólax eru 113 að meðtöldum nokkrum einkaskólum og unglingadeildum stærstu barnaskólanna, sem starfa samkv. námsskrá fyrsta og annars bekkjar gagnfræða- skólanna. Af þessum fjölda eru 26 gagnfræðaskólar og héraðs- skólar, 10 húsmæðraskólar og 14 iðnskólar. Fastir kennarar við þessa skóla eru 452 alls. Þar af 111 konur og auk þess margir stundakennarar. í gagnfræðastigsskólunum eru 5930 nem., húsmæðraskólunum 343, nem, bænda- og garðyrkju- skólum 79 nem. Alls munu vera í framhalds- og sérskólum um 10 þús. nemendur. Vegna skólamála urðu gjöldin árið 1955 kr. «3.863.035.63. Heild- arútgjöld ríkissjóðs voru það ár kr. 512.492.362.17. Fjárlög 1956 gera ráð fyrir kr. 83.401.657.00 til skólamála. Ný launalög gengu í gildi í byrjun ársins, mun hagstæðari fyrir kennara en hin eldri. Þrátt fyrir það gekk mjög treglega að ráða kennara að ýmsum skólum. Var komið fram í nóvember þeg- ax því var lokið. Bara gömul íslenzk venja! B1 LAÐIÐ „Daily News“ í New York birti nýlega allóvenjulega frétt undir fyrirsögninni „Kynmök? Bara gömul íslenzk venja“ Er þar skýrt frá máli fráskilinna hjóna fyrir dómstóli í Mineola á Long Island í New York fylki. Konan er íslenzk og gift aftur. Hinn fráskildi eiginmaður hélt því fram fyrir réttinum, að hún væri ekki hæf til að ala upp 5 ára son þeirra, þar sem þau hjónin hefðu átt mök saman, áður en þau gengu í hjónaband. Konan varði sjálf mál sitt og þótti gera það með nokkrum til- þrifum. Sagði hún m.a., að kyn- mök væru gamall norrænn sið- ur, bæði skynsamlegur og gagn- legur, þegar maður og kona vildu komast að raun um, hvort þau ættu saman. Ennfremur, bætti hún við, væri eiginmaðurinn úr shrífar daglega lifinu Frakkar fylgjant’ sameiginlegum markaði PARÍS, 16. jan. — Umræður standa nú yfir í franska þjóð þinginu um þátttöku Frakka í sameiginlegum markaði Vestur- Evrópu-x-íkja. Stjórnmálafrétta- ritarar telja víst, að aðildin verði jamþykkt, enda mun Mollet for- sætisráðherra krefjast trausts þingsins í sambandi við málið Umræður geta staðið yfir allt fram á föstudag. Eíni frumvarps- ins er að fella niður alla tolla á vörum sem fluttar eru milli Frakklands, Vestur-Þýzkalards, Ítalíu og Benelux-landanna Ekki á þetta þó að gerast í skyndi, heldur með stigbreytingum á 12 árum. — Reuter. BJARNI Jónsson forstjóri Nýja Bíós kom að máli við mig út af hugleiðingum hér í dálkun- um í fyrradag, um þann leiða sið kvikmyndahúsanna að hafa þver- brotið viljayfirlýsingu kvik- myndagesta um, að þeir vildu eng in hlé á sýningunum. Bíóhléin óþörfu. BJARNI er formaður félags kvikmyndahúseigenda og er þessu máli gjörkunnugur Hann kvaðst vilja sérstaklcga taka und- ir þessi orð, sem hér voru rituð í dálkunum og telur það mjög mið- ur farið að sum kvikmyndahús hafi haft þessa atkvæðagreiðslu sýningargesta að engu. Skýrði hann mér svo frá: Það var seinni hluta sumars 1955 að kvikmynda núsin í bænum gengust fyrir því, að atkvæðagreiðsla um það hvort hlé skyldu vera á kvikmyndasýn- ingum eða ekki færi fram Var til hennar efnt m.a. vegna þess að ailmiklar umræður höfðu þá verið í blöðum og manna á meðal, þar sem mjög var af sumra hálfu deilt á hléin í kvik- myndahúsum. Atkvæðagreiðslan sýndi það, að 4 öllum húsunum voru sýningargestir andvígir því að meirihluta að hlé væru á sýn- ingunum, að einu undanskildu. Var í samræmi við það gerð sam- þykkt í félagi kvikmyndahúsa- eigenda um, að hér eftir skyldu hléin felld niður í öllum kvik- myndahúsum nema á laugardög- um og sunnudögum. Óskir bíógesta. ÞAÐ var gert til þess að koma til móts við óskir minnihlut- ans sem vildi halda hléunum á- fram. Nú hefir hins vegar svo farið, segir Bjarni, að aðeins fá kvikmyndahúsanna hafa haldið þessa samþykkt. Þau eru Gamla Bíó, Tjornarbió, Hafnarbíó og Nýja Bíó. Austui-bæjarbíó byrjaði á hlé- unura aftur nú um áramótin, en það var ekki -xð yfirlögðu ráði, heldur eingöngu vegna misskiln- ings forráðamanna þess, sem héldu að hléin hefðu aðeins ver- ið afnumin eitt ár með samþykkt- inni. Bjarni Jónsson kvaðst í fyrradag myndi kaila saman fund í félagi kvikmyndahúseigenda. þar sem hann hefði í hyggju að víta harðlega þetta brot á sam- pykkt félagsins, þá kvikmynda- hússeigendur, sem hléin hefðu aítur hafið þvert ofan í vilja bíó- gesta. Það er gleðilegt hve rösk- lega félag kvikmyndahúsaeig- enda hefir brugðizt við þessu broti á samþykktinni, og víst er um það, að yfirgnæfandi meiri- h'uti kvikmyndahússgesta óskar eindregið eftir því að á sýning- unum verði engin hlé. Er þess að vænta að svo verði hér eftir. Fáninn á Alþingi. UNNINGI minn, einn víðför- ull maður segir mér frá þvi að nýlega hafi hann verið stadd- Kl ur í Bonn. Kom hann þá eins og flestir gestir þar í borg irm í þing- húsið, sem er ný glæsileg bygg- ing. Þar er íallegur þingsalur og uppi é vegg hékk þýzki sambands fáninn. Vill þessi kunningi minn koma þeirri tillögu á framfæri við þá sem ráða húsum á Alþingi íslendinga, að íslenzki fáninn verði settur upp í báðum þing- deildum hér hjá okkur. Þjóðfán- inn er sýnilegt tákn um einingu og samhug þjóðarinnar og því fer vel á því að hann sé að finna á löggj afarsamkundu þjóðarinnar. Þetta er góð hugmynd og henni er hér með komið áleiðis til réttra aðila. í Úkurteisi á bílastæðum. GÆR þurfti ung húsmóðir að bíða í hálftíma á bílastæðinu á Hótel íslandslóðinni, eftir því að ná bíl sínum út úr þrönginni. Að vísu er lóðin þannig skipulögð að auðvelt á að vera að aka bíln- um þaðan af stæðunum. En þarna á þessu bílastæði gerðist sama sagan og svo iðuleg annars stað- ar. Einhverjir þrjótar, sem um enga hugsa nema sjálfa sig, leggja bílum sínum þannig þvert fyrir aðra bíla að ómögulegt er að ná þeim út. Framferði þessara nxanna er með öllu óafsakanlegt og innræti þeirra augsýnilega ruddamennska. Slíkir menn, sem svo mikið tillitsleysi sýna, ættu vissulega ekki að hafa réttindi til þess að stjórna bil og réttast væri að birta bæði nöfn þeirra og bíl- númer í blöðunum. Það verður þó ekki gert að þessu sinni, en tví mælalaust væri það bezta ráðið til þess að koma í veg fyrir slíkar umferðartafir sem af rudda- mennsku annarra stafa. Kurteisi og tillitssemi í umferðinni er und irstaða að slysalausum og greið- um akstri. alveg eins sekur og hún, ef hér væri um siðleysi að ræða. Þótti bandaríska fréttamanninum at- hyglisvert að heyra, „hvernig fólk brýtur ísinn á lslandi“. KYNNTUST í REYKJAVÍK Eiginmaðurinn skýrði frá því, að hann hefði unnið á flugvellin- um í Keflavík og hitt tilvonandi eiginkonu sína í Reykjavík, en hx'xn var þá 16 ára. Þau voru gefin saxnan í ársbyrjun 1951. eftir að hún var orðm þunguð „Ég held því fram“, sagði hann fyrir rétt- inum, „að kona, sem hefur kyn- mök við mann, áður en hún gift- ist, sé óhæf móðir. Það skiptir ekki máli, hver maðurinn var“. ALGENG. PRÓFUN Konan, sem skildi við hann fyrir þremur árum og giítist aft- ur f fyrra, var ekki á sama máli: „Ég neita því algerlega að hafa gert nokkuð rangt, og ég neita því jafnákveðið, að ég sé óhæf móð- ir. Við geröum ekki annað en það. sem er algeng prófun í landi mínu, áður en fólk gengur í hjónaband. Og ef satt .?kal segja, hefur þessi siður leitt til þess, að margt fólk á íslandi er komið til ára sinna, áður en það gengur í hjónaband“. Greininni lýltur með þeim orð- um, að dómarinn hafi farið fram á umhugsunarfrest, áður en hann felldi dóm í málinu. VÍÐA ER POTTUR BROTINN Þess má geta hér til gamans, að samkvæmt hinni frægu skýrslu Kinseys eru kynmök karla og kvenna fyrir hjónaband og utan hjcnabanas í Bandaríkjunum með ólíkindum. T.d. reiknast hon- um til, að annar hver kvæntur Bandaríkjamaður mundi lenda í fangeisi, ef slíkrar refsingar væri krafizt fyrlr lauslæti. f sumum fylKjum Bandaríkjanna er laus- læti raunar refsivert, en það virð ist ekki hafa stemmt stigu við „frjálsum ástuxn" þar fremur en annars staðar. ÞAÐ þykir tíðindum sæta, að 1 fyrsta sinn í sögunni mun þýzkur hermálaráðherra skoða frönsk varnarvirki Þýzka ráðherranum Strauss, hefur verið boðið af franska hermáiaráðherranum að dvelja í Frakklandi í þrjá daga og skoða þar hernaðarleg mann- virki. Má nú segja að öldin sé önnur en áður var.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.