Morgunblaðið - 18.01.1957, Blaðsíða 11
Föstudagur 18. jan. 1956
VORCVNBl4ÐIÐ
11
Æ
FRA S.U.S.
MTÍÐIN
RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON
Björn Þórhallsson, viðskiptafræðingur
Hversvegna nœr
verðlagseftirlit
ekki tilgangi sínum?
EINS og nafnið ber með sér
fjallar grein þessi um verð-
lagseftirlit og fánýti þess sem
raunhæfra aðgerða í efna-
hagsmálum. Greinin á s ér-
stakt erindi fyrir augu manna
nú, þegar að völdum er sezt á
íslandi ríkisstjórn, sem hefur
verðgæzlu að einu aðalmark-
miði sínu í efnahagsmálum.
EF HIÐ opinbera í einhverju
landi óskar eftir að hafa
áhrif á verðlagið í landinu, er
um mismunandi leiðir að velja.
Ein af þeim leiðum, sem farnar
hafa verið til þessa, er ið grípa
til verðlagseftirlits. Stundum get-
ur tilgangur verðlagseftirlitsins
verið að halda verði hærra en
annars væri, en algengara er þó
hitt að því sé ætlað að halda
verðlaginu lægra en vera myndi
án beitingar þess, og verður
hér aðeins rætt um þetta síðar-
nefnda. Orsakirnar til þess að
æskilegt er talið að halda verð-
laginu niðri eru margvíslegar, en
hér verða þær eigi raktar. í
fyrir sögn þessa máls er því sleg-
ið föstu, að verðlagseftirlit nái
ekki tilgangi sínum, og mun ég
hér leitast við að skýra ásíseður
þær, er þessu valda.
Þeim aðferðum, sem hið op-
inbera getur beitt, til þess að
hafa áhrif á efnahagsmálin í
hverju þjóðfélagi, má aðallega
skipta í tvo hópa, eftir eðli
þeirra. Annars vegar eru það ráð-
stafanir, sem hafa óbein áhrif,
þannig ,að þær fá borgaraua til
þess að haga athöfnum sínum
á þann hátt, sem hið opinbera
telur æskilegt, með því að breyta
aðstæðum þeim, sem borgararnir
haga athöfnum sínum eftir, en
leggja engar beinar hömlur á
athafnir þeirra. Þannig er t. d.
með skattahælckun, að með henni
er tekinn af borgurynum aukinn
hluti af tekjum þéirra, svo að
þeir hafa minna til ráðstöfunar
en áður, og veldur þetta, að öll-
um líkindum minni neyzlu, enda
þótt það fyrirskipi mönnum
ekki beinlínis að draga úf henni.
Mörg önnur dæmi mætti nefna
um þetta, svo sem vaxtabreyting-
ar o. fl. Á hinn bóginn eru svo
höftin. Þau eru þvingunarráð-
stafanir, sem segja borgurunum
HEIMDAELUR P U S, efnir
til grímudansieiks í Sjálf-
stæðishúsinu fimmtud. 31.
jan. þ. m. (ekki 24. jan.) kl.
8,30 e. h.
Allar upplýsingar og að-
göngumiðapantanir í Sjálf-
stæðishúsinu (uppi) kl. 9—5
alla virka daga. Sími 7100. —
Félagsmenn eru vinsamlega
beðnir um að panta miða í
tima,
beinlínis fyrir um það, hvernig
þeir eigi að haga athöfnum sín-
um, og taka ekki tillit til þess,
hvort þessi fyrirmæli brjóta í
bága við aðstæður þær sem menn
undir venjulegum kringumstæð-
um, haga ákvörðunum sínum eft-
ir. Sem dæmi um ráðstafanir af
þessu tagi má nefna innf’utn-
ingshöft, skömmtun og verðlags-
eftirlit.
Fyrrnefndu ráðstafanirnar,
sem á dönsku eru nefndar „til-
rettelæggende indgreb", miða að
því að hafa áhrif á verðmynd-
unina, þannig að hún leiði til
annarrar niðurstöðu en annars
hefði orðið, með því að hafa áhrif
á framboð eða eftirspurn. Höft-
in hins vegar taka ekki tillit til
verðmyndunarinnar eða vinna
jafnvel beinlínis gegn því, að
hún hafi sinn eðlilega gang,
þannig að fólk geti hagað at-
höfnum sínum í samræmi við
þær bendingar, sem verðið
gefur.
Áhrif verðlagseftirlits eru ein-
mitt þessi. Það ákveður verð á
vöru og þjónustu lægra en vera
myndi, ef markaðsöflin réðu og
hindrar þannig, að jafnvægi náist
á markaðinum á milli framboðs
og eftirspurnar eftir þeim vör-
um, sem það nær til, en mis-
ræmi þar á milli er einmitt höf-
uðorsök verðhækkana. Ef t. d.
sett er verðlagseftirlit á eina
vöru getur það reyndar orðið til
þess að hindra, að mestu eða öllu
leyti, að hún hækki í verði, en
verður þá um leið til þess, að
aukin eftirspurn beinist gegn
öðrum vörum, sem þá hækka
meira í verði en þær annars
hefðu gert. Þannig verður út-
koman og, þegar sett er verð-
lagseftirlit á i. d, ýmsar helztu
nauðsynjavörur, að þetta velcfbr
því, að menn hafa meira af-
gangs til kaupa á öðrum vörum
miður nauðsynlegum, sem r..enn
kaupa þrátt fyrir fánýti þeirra
og miklar verðhækkanir á þeim,
vegna þess að á verðhækkana-
tímum er sparnaðarhneigð
sjaldnast mikil. Með þessu móti
helzt því ekki heildarverðlagið
niðri. En hví þá ekki að láta
verðlagseftirlitið ná til allra
vara og þjónustu? Ef til vill væri
hægt að hafa verðlagseftirlit
mjög víðtækt og ná með því all-
góðum árangri, í þjóðfélagi, sem
væri tiltölulega lítið háð utan-
ríkisviðskiptum, og þar sem vald
hins opinbera væri sterkt á öllum
sviðum (sbr. Rússl. nú og Þýzka-
land á valdatíð nazistanna), en
þó yrði það alls ekki auðvelt,
því að jafnvel í þessum löndum
eru menn, a. m. k. að einhverju
leyti einstaklingar, og sam-
kvæmt eðli þeirra sem slíkra
lætur þeim betur, að „Vitur
stjórnarvöld“ hafi ekki vit fyrir
þeim um alla hluti. í þjóðfél&gi,
sem aðallega byggir á eignarrétti
og athafnafrelsi einstaklinganna,
yrði þetta þó margfalt erfiðara,
og einkum þó, ef það væri mjög
háð utanríkisviðskiptum.
Ef verðlagseftirlit á að ná til
allra vara koma einnig til miklir
erfiðleilcar við ákvörðun þess
verðs, sem leyfa á. T. d. er mjög
erfitt að halda uppi verðlagseft-
irliti með ókvörðuðum vörum,
einkum vegna þess, hve auðvelt
er þar að breyta á einhvern hátt
framleiðslunni, þannig að meiri
hagnaður verði af henni. Gæti
þetta átt sér stað á mjög marg-
víslegan hátt. Þar eð verðlags-
eftirlitið leitast við að halda
ágóða innan hæfilegra takmarka,
því að ágóðinn er eini hluti
verðsins, sem það getur haft bein
áhrif á, er líklegt að reynt yrði
að koma í veg fyrir að hægt væri
að fá meiri hagnað, með því að
breyta framleiðslunni. Ef verð-
lagsyfirvöld hygðust gera þetta,
þyrftu þau að breyta ákvæðum
sínum um verðið jafnhliða fram-
leiðslubreytingunum, en til þess
þyrft-u eftirlitsmenn þess að vera
mjög margir og helzt að hafa
fagkunnáttu á hinum ýmsu svið-
um. Þetta myndi aftur valda
því, að framkvæmd verðlags-
eftirlitsins yrði mjög kostnaðar-
söm, en því hljóta jafnan að vera
takmörk sett, hve miklu af al-
manna fé talið er fært að verja
til ráðstafana sem þessara.
Um mismunandi leiðir við
framkvæmd verðlagseftirlits er
að velja, svo sem ákvörðun há-
marksverðs eða hámarksálagn-
ingar, og miðað við það, að
stefna beri að því að halda verð-
lagi stöðugu, koma fram miklir
framkvæmdaörðugleikar. Ef t.d.
hámarksverð er á einhverri vöru
og takmarkakostnaðurinn við
framleiðslu hennar (innflutn-
ingsverð) verður hærri en hið
leyfða hámarksverð, veldur þetta
því, að annaðhvort hverfur var-
an af markaðinum, eða þá, ef
koma á í veg fyrir að svo fari,
að hámarksverðið verður að
hækka. Eins getur orðið ótil-
hlýðilegt annað en lækka há-
marksverðið, ef takmarkakostn-
aðurinn lækkar verulega, því að
annars yrði um óeðlilega mikinn
ágóða að ræða af sölu viðkom-
andi vöru. Ef hins vegar er litið
á hámarksálagningu t. d. hlut-
fallsálágningu, sem þannig er
framkvæmd að leyft er að leggja
ákveðinn hundraðshluta á nánar
tiltekinn grundvöll (t. d. kaup-
verð vöru kominnar i hús), er
auðséð, að allar breytingar, sem
verða á álagsgrundvelli’ lum,
koma fram í verðinu, auknar,
þ. e. álagning kemur á þær eins
og aðra hluta álagsgrundvallar-
ins. Af þessu sést að þessi að-
ferð hindrar alls ekki verðhækk-
anir, en hún hlýtur að hvetja
seljanda vöru til þess að hafa
alla liði álagsgrundvallarins sem
allra hæsta, því að þeim mun
meiri verður ágóði hans. Hér
má skjóta því inn, að þetta er
sú aðferð, sem mest var notuð
við verðlagseftirlitið liér á landi,
og mun ýmsum aðferðum, sum-
um reyndar dálítið vafasömum,
hafa verið beitt til þess að koma
álagsgrundvellinum sem hæst og
þar með verðinu og ágóðanum,
og mun oft hafa tekizt að halda
verðinu eins háu og markaðs-
aðstæður leyfðu, þ. e. jafnvel
hærra en verið hefði, ef ekkert
verðlagseftirlit hefði verið. I
þessu tilfelli felur því sjálf fram-
kvæmdin í sér hvöt til verðhækk
ana. Ýmsir fleiri erfiðleikar eru
við sjálfa framkvæmdina, en hér
yrði of langt mál að rekja þá.
Framhald.
Eins og frá var skýrt í Mbl. fyrir skömmu gcngst Stefnir, félag ungra Sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði, fyrir stjórnmálanámskeiði um þessar mundir. Stjórnendur námskeiðsins eru þeir Magnús Sig-
urðsson, formaður Stefnis, og Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðingur. — S.l. þriðjudag var
fyrsti fundur námskeiðsins haldinn. Þar flutti Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi, ávarp. Ásgeir Pétursson,
form. S.U.S., flutti erindi um skipulag Sjálfstæðisflokksins. Næsti fundur er ákveðinn n.k. þriðjudag.
Verður það málfundur, þar sem til umræðu verða íþróttir. Frummælendur verða Birgir Bjarnason
og Finnbogi Arndai. — Myndin hér að ofan var tekin á fyrsta fundinum. Á myndinni eru, fremsta
röð, frá vinstri: Jóhanna Helgadóttir, Ásgeir Pétursson, Magnús Sigurðsson, Júlíana Sigurðardóttir,
Guðmundur H. Garðarsson. — Miðröð: Sigurdór Hcrmundsson, Sigurður Stefánsson, Birgir Björns-
son, Magnús Guðjónsson, Jóhann Ólafsson, Rúnar Brynjólfsson. Aftasta röð: Matthías Mathiesen,
Valur Ásmundsson, Bjarni Þórðarson, Finnbogi Arndal, Einar Sigurðsson, Ragnar Magnússon.
Bæjarleikhús Reykjarvíkur
Á 60 ára afmæli Leikfélags
Reykjavíkur fengu bæjaryfir-
völdin félaginu til umráða lóð á
Skólavörðuholtinu undir fram-
tíðarleikhús félagsins. Jafnframt
var upplýst, að félagið ætti 150
þús. kr. í byggingarsjóði sínum.
Reykvíkingar eiga L.R. svo margt
gott upp að unna, og félagið er
bæjarbúum svo hjartfólgið, að
þeir vilja vafalaust mikið til
vinna, að félaginu verði sem fyrst
búin þau sta'rfsskilxrði, sem það
verðskuldar. En pyngja félagsins
er bersýnilega svo létt og tekju-
öflunarhorfur að eigin rammleik
svo takmarkaðar, að áratugir
munu áreiðanlega líða, áður en
verður byggt, nema til komi rösk
legur atbeini "oinberra aðila. Og
sá aðili, sem ætti að vera skyjd-
ast að hlaupa hér undir bagga, er
bæjarstjórn Reykjavíkur.
Bæjarstjórn Reykjavíkur ætti
nú þegar að láta rannsaka gaum-
gæfilega, hvort ekki væri tiltæki-
legt og timabært að leggja drög
að stofnun Bæjarleikhúss Reykja
víkur. Leikhúsið gæti annað
hvort orðið hluti af fyrirhugaðri
æskulýðshöll eða sjálfstæð bygg-
ing í nokkrum tengslum við
æskulýðshöllina, því að vel færi
á því, að leikhúsið miðaði starf-
semi sína fyrst og fremst við það
að vekja áhuga æskulýðsins á
leikhúsið á Skólavörðuholtinu leiklist, en leiklistariðkun er snar
þáttur í sérhverri viðleitni til að
beina æskulýð inn á menningar-
legar brautir.
Bæjarbúar mundu áreiðanlega
ekki sjá eftir því fé, sem færi til
að hlynna að Leikfélagi Reykja-
víkur á þann hátt, sem hér hefui
verið drepið á, því að félagið hef-
ur jafnan verið yndi og eftirlæti
Reykvíkinga, og , miklu væri
Reykjavík menningarsnauðari
bær en raun er á, ef Leikfélag
Reykjavíkur hefði ekki iifað og
hrærzt í Iðnó í sextíu ár. Leik-
félag Reykjavíkur á alltai að
vera áhugamannaleikhús, en
menningarlífi bæjarins ríður á
miklu, að yfirvöld bæjarins
styðji félagið og styrki á ?aun-
hæfan og rausnarlegan hátt, og
bæjarbúar treysta því af heilum
hug, að svo verði gert.