Morgunblaðið - 18.01.1957, Blaðsíða 16
*>
Veðrið
Minnkandi NV-átt. Þykknar upp
af SA í kvöld.
Flugvöllurinn í Keflavík
Sjá blaðsíðu 9.
14. tbl. — Föstudagur 18. janúar 1957.
Glundroðinn fullkomnaður:
Petrína Jakobsson segir
sig úr kommúnista-
flokknum á bcejar-
stjórnarfundi í gœr
Nú eru flokkar og flokksbrot bœjarstjórnar•
minnihlutans orðin 6 en fulltrúarnir 7!
l^RÚ PETRÍNA JAKOBSSON, einn af fulltrúum Sósíal-
istaflokksins — Sameiningarflokks alþýftu, kommún-
ista — í bæjarstjórn Reykjavíkur sagði sig úr flokknum
á bæjarstjórnarfundi í gær.
Eru þá flokkarnir og flokksbrotin innan minnihluta bæjar-
stjórnar orðin 6 en alls eru bæjarfulltrúar minnihlutaflokkanna p j kæmi aigerlega á óvart því
7 að tölu. Skiptast bæjarfulltrúar minnihlutans þá þannig: Tveir hún heíði engan ágreining ’gert
kommúnistar, Guðm. Vigfússon og Ingi R. Helgason, einn Þjóð-
varnarmaður, Bárður Daníelsson, einn Alþýðuflokksmaður, Ósk-
ar Hallgrímsson og svo tveir fulltrúar, sem farnir eru úr sínum
fyrri flokkum og teljast nú utanflokka í bæjarstjórninni, en það
er Petrína, sem nú hefur sagt sig úr kommúnistaflokknum og
Alfreð Gíslason, sem vikið var úr Alþýðuflokknum.
Má segja að glundroðinn geti ekki verið öllu fullkomnari en
hann er innan „vinstri“-fylkingarinnar í bæjarstjórninni.
Petrína Jakobsson
ÞEGAR PETRÍNA
SAGÐI SIG ÚR
Forseti bæjarstjómar var rétt
búin að slá í bjölluna og setja
fund, þegar frú Petrína kvaddi
sér hljóðs. Kvaðst hún ekki vilja
láta lengur dragast að tilkynna
í bæjarstjóm, að hún væri ekki
lengur fulltrúi fyrir Sósíalista-
flokkinn, en hins vegar mundi
hún sitja áfrarn í bæjarstjórn „á
eigin ábyrgð“, eins og hún orðaði
það. Gerði hún í fáum orðum
grein fyrir ástæðum til úrsagn-
arinnar. Kvaðst hún hafa gerzt
meðlimur Sósíalistaflokksins,
þegar hann var stofnaður, í þeirri
trú, að hann yrði íslenzkur, sós-
íaliskur flokkur. Það hefði hins
vegar komið í ljós, að hinir
gömlu forkólfar kommúnista
hefðu tryggt yfirráð sín í flokkn-
um og hefði þá stefnan orðið
eftir því. Kvaðst frú Petrína
hafa fundið það betur og betur,
að hún ætti ekki samlcið með
þessum flokki, en það hefði ráð-
ið úrslitum hvernig framkoma
flokksins hefði verið í Ungverja-
landsmálunum. Hefðu flokkurinn
og blað hans „Þjóðviljinn" gerzt
málsvarar þess ofbeldis, sem þar
hefði verið framið eða reynt að
leyna staðreyndum á strákslegan
hátt. Frú Petrína kvaðst þó
mundu sitja áfram í bæjarstjórn
á eigin ábyrgð.
KVEÐJUORÐ
GUÐMUNDAR VIGFÚSSONAR
Þá reis upp Guðmundur Vig-
fússon, sem nú er ekki orðinn
nema við annan mann í ílokki
kommúnista í bæjarstjóm. Var
auðséð að úrsögn Petrínu hafði
komið honum á óvart, enda brá
hann litum. Kvað hann þá tvo,
Bæjakeppnin í
hondknottleik
hefst í kvöld
BÆJARKEPPNIN í hand
knattleik milli Hafnarfjarðar
og Reykjavíkur hefst í kvöld
kl. 8 að Hálogalandi. Þar lýk
ur keppninni annað kvöld.
f kvöld verður keppt í 2.
fl. kvenna og Mfl. kvenna og
2. fl. karla. Fyrir Reykjavík
mæta í þessum flokkum ný-
bakaðir Reykjavíkurmeistarar
Ármann í 2. fl. kvenna, Þrótt-
ur í Mfl. kvenna og ÍR í 2.
fl. karla.
sem eftir væru, taka því sem
orðnum hlut að frú Petrína segði
sig úr flokknum. Væri slíkt hverj
um og einum í sjálfsvald sett,
sagði hann. Hins vegar kvaðst
G. V. vilja gera þá athugasemd
við ræðu frú Petrínu, að það
væri rangt að sósíalistaflokkur-
inn hefði verið „algerlega komm-
úniskur", heldur hefði hann ver-
ið sósíaliskur og ætíð starfað á
grundvelli sinnar upphaflegu
stefnuskrár. Kvað G.V. að úrsögn
hún heíði engan ágreining gert
í flokki sínum út af meginstefnu
hans. „En þeir, sem öllum 'nnút-
um eru kunnugir geta í eyðurnar
um hinar raunverulegu ástæður,
sem eru þess valdandi, að hún
segir sig nú úr þeim flokki, sem
hún hefur starfað í frá unglings-
árum og sem sýndi henni þann
trúnað að velja hana í bæjar-
stjórn. Við bæjarfulltrúar Sósíal-
istaflokksins óskum henni per-
sónulega alls góðs á þeirri veg-
ferð, sem hún hefur valið sér“.
Þannig endaði G. V. ræðu sína.
Var þar með þessari athöfn
lokið og var gengið til venju-
iegra bæjarstjórnarstarfa.
Frú Petrína hefur setið í bæj-
arstjórn sem einn af aðalfulltrú-
um kommúnista, það sem af er
því kjörtímabiii, sem stendur
yfir.
Fiskhús mölbrotnar
í fárviðri á Flateyri
i
Flateyri, 17. jan.
SUÐVESTAN stórviðri er hér
var í nótt, sópaði veðurofsinn
í burtu fiskverkunarhúsi kaupfé-
lagsins hér og fisktrönur hrundu.
Litlu munaði að slys yrði á fólki.
Þegar fiskverkunarhúsið fauk
kem úr því mikið brak á íbúðar-
hús kaupfélagsins, en þar búa
Stöðugar ógæftir
HAFNARFIRÐI: — Janúarmán-
uður virðist ætla að verða frem-
ur rýr hjá línubátunum. f þau
fáu skipti, spm þeir hafa komizt
út, en það hefir verið afar sjald-
an það sem af er sökum óveðurs,
hefir afli verið mjög lítill. Reynd
ar komast þeir aldrei á hin raun-
verulegu mið vegna óhagstæðs
veðurs. — í þessari viku hafa
þeir róið aðeins einu sinni og
fengu þá frá nokkrum þorskum
og upp í 6 skippund. — Héðan
verða líklegast gerðir út í vetur
um 20 bátar, þar með taldir
netjabátar en um 10 eru nú byrj-
aðir á línu.
Júlí seldi í Englandi núna í vik-
unni fyrir rúmlega 13 þús. pund.
tvær fjölskyldur á hvorri hæð.
Kaupfélagsstjórinn Trausti Frið-
bertsson, býr uppi, en Guðm. Jóns
son skrifstofumaður á neðri hæð-
inni. Spítnabrak úr fiskhúsinu
bi’aut rúðu*- f íbúðarhúsinu og
rigndi glerbrotum vfir sofandi
fólkið, en ekki urðu þó nein
meiðsli á því. Bílskúr einn
skammt frá, braut brakið og
jeppabíll sem þar var inni
skemmdist.
í fiskhúsinu voru geymdir 300
pakkar af skreið, sem ísfell hf
átti. Fisktrönur, sem félagið átti
einnig, hrundu. í dag hefur verið
að því unnið að bjarga skreið-
inni úr rústum fiskhússins og
við að hreinsa til í trönurústun-
um. Hefur þetta verið erfitt
vegna veðurs, og hefur veðrið
aftur farið versnandi eftir því
sem á daginn hefur liðið. — B.
Skemmdi fiskurinn úr
Isólfi notaður tii að
rægja íslenzkan fisk
En Akurey setti sölumet i sömu höfn
ÞAÐ sýnir undarlegt hugarfar hjá Bretum í garð hinna íslenzku
togara, að hinn skemmdi farmur, sem togarinn ísólfur landaði
Hull, var fljótlcga notaður ,til að hefja rógsögur um íslenzka
fiskinn. Þar á meðal sagði formaður skipstjórafélags Hull, að nú
væri það sýnt að Islendingar ætluðu að svíkja loforð sin um að
landa aðeins fyrsta flokks fiski. Var það þó vitað, að aflinn skemmd-
ist aðeins vegna þess að togarinn tafðist svo lengi í Færeyjum,
m. a. vegna vélabilunar. En fáeinum dögum seinna var þessari
ástæðulausu illkvittni Breta svarað með því að Akurey setti sölu-
met í þessari sömu höfn, Hull.
% FISKSINS ÓNÝTIR
Fishing News skýrir á áber-
andi stað frá þessum löndunum
íslenzkra fogara í Hull. Þegar
togarinn ísólfur kom til hafnar-
innar hafði hann meðferðis
12.650 stone, en fékk fyrir þann
afla aðeins 5,562 sterlingspund.
Tveir þriðju hlutar aflans urðu
að fara í fiskimjöl.
Pétursson skipstjóri, segir
Fishing News, harmaði það mjög
að aflinn hefði skemmzt hjá hon-
um. Orsakaðist það af vélbilun,
sem tafði hann tvær klst. í Fær-
eyjum. Upphaflega var ætlunin
að sigla til Þýzkalands, en þegar
svona var komið var togaranum
sagt að fara til Hull til að bjarga
því sem bjargað yrði.
„SVIKIN LOFORГ
Það fór ekki hjá því, heldur
blaðið áfram, að skipstjórafélag
Hull gagnrýndi þetta. Og lét
Comish skipstjóri forseti þess í
Ijós óánægju með þeim orðum,
að á sama tíma og svo mikill
hluti íslenzka aflans hafi verið
dæmdur óhæfur hafi brezkir
togarar landað í Hull 11,429 kitt-
um og var ekkert dæmt óhæft.
„Svo virðist", sagði Cornish, „að
íslendingar ætli ekki að standa
við loforð sín um að landa að-
eins fyrsta flokks fiski og að
okkar fiskur sé miklu betri vara
en þeirra“.
Bíll og skip tef jast
vegna veðurs
STYKKISHÓLMI, 17 jan. —
Áætlunarvagninn frpstaði för
sinni í dag þar til eftir hádegið,
en hann átti að fara klukkan 10
í rnorgun áleiðis til Reykjavíkur.
Ástæðan var sú að vegna hins
feikilega fárviðris, sem hér hefur
geisað nærfellt í sólarhring, var
óttazt að veðurofsinn kynni að
kasta vagninum út af veginum.
Hér liggur strandferðaskipið
Skjaldbreið vegna óveðurs. — Á.
Biyggjur á Isafirði fóru
á kaf í miklu flóði
Iðjuiélagnr
MUNIÐ að tryggja ykkur full
félagsréttindi í Iðju og sækið
félagsskírteini ykkar á skrif-
stofu félagsins, Þórsgötu 1.
Skrifstofan er opin kl. 4—6
e. h. daglega.
ísafirði, 17. jan.
UM klukkan 8 í morgun gerði
hér á ísafirði eitt mesta flóð
sem komið hefur um langt ára-
bil. Tjón af völdum þess mun
eitthvert hafa orðið í nokkrum
húsum, þar sem sjór flæddi inn
í kjallara.
Suðvestan stormur var í morg-
un. Gekk sjórinn á land og yfir
allan suðurtangann, allt upp fyr-
;r bátahöfnina. Var flóðið svo
mikið að ekki var komizt um
borð í skip, sem lágu við hafnar-
garðinn og Bæjarbryggjuna, en
þar voru togararnir Sólborg og
svo brezkur togari. Flæddi sjór-
inn yfir bryggjurnar og fóru
þær á kaf. Sjórinn flæddi upp i
Hafnarstrætio og komst inn í
kjallara nokkurra húsa.
í fyrrinótt tók þak af hlöðu og
gripahúsi að Hafrafelli í Skutuls-
firði, en bóndinn þar. Sigurður
Hvinfjörð Pálsson, gat gert við
þakið til bráðabirgða. — JPH.
SÖLUMET AKUREYJAR
Nokkrum dögum síðar kom
annar íslenzkur togari til Hull
og var sala hans einnig sögu-
leg, því að aldrei hefur tog-
arafarmur verið seldur fyrir
jafnhátt verð í Hull. Þetta
var togarinn Akurey. Hann
hafði 3,349 kitt, af því voru
55 kit af flatfiski, 90 kitt af
ýsu og afgangurinn þorskur.
Fyrir þetta fékk hann 18,761
sterlingspund og að auki 13
shillinga.
Fishing News scgir frá því,
að koma togarans með þennan
ágætisafla hafi verið mikill
viðburður. Lítill fiskur var á
markaðnum. Kaupmennirnir
þyrptust niður á markaðinn
þegar íslenzki fiskurinn kom.
Var mikill hávaði og spenn-
ingur þar og seldist kittið af
þorski allt upp í 6 sterlings-
pund.
Enn snmi
veðrnhumurínn
VEÐRIÐ var aðalumræðuefni
manna á götum bæjarins í
gær, enda ekki að undra, og það
eru ekki horfur á að „hann“ sé
búinn að blása úr sér enn. — í
gærkvöldi voru veðurhorfurnar
á veðurkorti Veðurstofunnar eitt-
hvað á þessa leið:
f dag mun verða norðvestan
átt, veður nokkuð farið að lægja
um hádegisbilið. En svo er hann
að undirbúa sig með nýtt óveður.
í kvöld mun vindur á ný ganga
til suðaustanáttar, og þá hefst nýr
þáttur: í nótt mun hvessa af suð-
austri.
í gærmorgun, þegar Reykvík-
ingar risu úr rekkju, var úti 8
stiga hiti. En milli klukkan 9 og
10 dembdist yfir landið kaldur
loftstraumur. Klukkao 11 var hit-
inn kominn niður í 3 stig, og eftir
hádegið var hiti um frostmark.
Norður á Siglunesi var 11 stiga
hiíi klukkan 11, en klukkan 5 síð-
degis í gær var þar eins stigs hiti.
í gærkvöldi var hvassist hér í
Reykjavík, Vestmannaeyjum og
Galtarvita, 10 vindf tig, en í hin-
um mörgu snöggu hríðarbyljum
komst veðurhæðin í 11 vindstig.
Doktorspróf Kristjáns
Eldjárns á morgun
DOKTORSPRÓF Kristjáns Eld-
járns þjóðminjavarðar fer fram I
hátíðasal Háskólans á morgun,
laugardaginn 19. janúar, og hefst
kl. 2 e. h. Andmælendur af Há-
skólans hálfu verða norski forn-
minj afræðingurinn dr. phil. Jan
Petersen, yfirsafnstjóri frá Staf-
angri, og prófessor dr. phil. Jón
Jóhannesson.
öllum er heimilt að hlýða á
doktorsvörnina.