Morgunblaðið - 25.01.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1957, Blaðsíða 8
8 MORGUffBLJmn Fostudagur 25. J»n. t&57 imMðMfr tftg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Fram.kvæmdastj óri: Sig-fús Jónssun. 'Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Askriftargjald kr. 25.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Hálfs árs svikasaga í GÆR var hálft ár liðið frá því að núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Af því tilefni er ekki úr vegi að athuga feril hennar lítil- lega. í upphafi er ástæða til þess að vekja athygli á því, að ekkert er eðlilegra í lýðræðislandi en að stjórnarskipti eigi sér stað öðru hverju. Það er mjög gagnlegt, að þjóðin eigi kost á að kynnast stefnu og úrræðum hinna ýmsu stjórnmálaflokka sinna í fram- kvæmd. Með því gefst henni tækifæri til þess að gera saman- burð, sem síðan verður grund- völlur að dómi hennar í frjáls- um kosningum. Það er þess vegna hinn mesti misskilningur, sem mjög hefur orðið vart í málgögnum núver- andi stjórnarflokka hér á landi, að Sjálfstæðismenn hafi verið mjög hryggir yfir því að yfir- gefa ráðherrastóla sína og stjórn- araðstöðu. Sjálfstæðismenn töldu að vísu, að það væri þjóðinni miklum mun hagkvæmara að stefna þeirra hefði áfram úr- slitaáhrif í stjórn landsins. En þar sem andstæðingar þeirra höfðu gengið saman í eina fylkingu töldu þeir nauðsyn- legt að þjóðin fengi tækifæri til þess að kynnast úrræðum þeirra og framkvæmd hinnar svokölluðu „vinstri stefnu“ í ísienzkum stjórnmálum. Miklu lofað — Vinstri samfylkingin, sem myndaði ríkisstjórn hinn 24. júlí s. 1. hafði lofað miklu. Stjórnin i heild hafði fyrst og fremst lofað þrennu: í fyrsta lagi að reka varnar- liðið burt úr landinu samkvæmt fyrirheiti þingsályktunartillög- unnar frá 28. marz s. 1. Skyldi þá ennfremur öllu „hermangi" hætt. í öðru lagi skyldu varanleg úrræði fundin til lausnar vanda- málum efnahagslífsins. Styrkja- stefnan skyldi yfirgefin og rekstri útflutningsframleiðslunnar kom- ið á heilbrigðan grundvöll. í þriðja lagi var því lýst yfir, að komið skyldi í veg fyrir óeðli- legan gróða milliliða. Auk þessa höfðu „verkalýðs- flokkar" ríkisstjórnarinnar, kommúnistar og Alþýðuflokkur- inn heitið því, að berjast gegn hvers konar nýjum álögum á al- menning. Skatta og tolla átti hins vegar að lækka enda höfðu þessir flokkar barizt mjög gegn þeirri tekjuöflun, sem fráfarandi stjórn hafði orðið að beita sér fyrir vegna aðstoðarinnar við útfiutningsframleiðsluna. Loks hafði öll stjórnin lofað áframhaldandi aðgerðum til verndar íslenzkum fiskimiðum. — Lítið efnt Hálft ár er að vísu ekki langur tími. Það má því ekki krefjast þess, að ríkisstjórnin hafi á þeim stutta tíma efnt öll sín fyrirheit. En ekki er það ósanngjarnt að dæma þau verk hennar sem hún þegar hefur unnið. Þá er fyrst rétt að athuga tvö stærstu fyrirheit hennar: Loforðið um brottrekstur varnarliðsins og varanleg úrræði í efnahagsmál- unum. Þau eru líka langsamlega veigamest og skipta mestu máli. Herinn situr Jæja, er herinn þá ekki farinn að búa sig til brottferðar og allt „hermang" að hætta? Nei, ó nei, ekki alveg. Á miðju sumri fékk ríkisstjórnin þungorða áminningu frá ráði Atlantshafsbandalagsins. — Henni var sagt að samþykktin frá 28. marz væri eintóm vit- leysa. Stórkostleg hætta vofði yfir fslandi ef það væri nú gert varnarlaust. Kommúnistar svöruðu þessu auðvitað með því að húðskamma „herforingjaklíku" Atlantshafs- bandalagsins og Tíminn sagði að þetta væri bara skoðun herfor- ingjanna. En auðvitað var sú staðhæfing fjarstæða. Allt ráð 'Atlantshafsbandalagsins, þ. e. bæði stjórnmálaleiðtogar allra NATO-landanna og hernaðaryfir- völd þeirra voru á einu máli um fyrrgreint álit. Þegar leið að hausti sáu hin- ir kokhraustu stjórnarherrar að þeir mundu verða að kyngja yfirlýsingunni frá 28. marz. Og það gerðu þeir ræki- lega. Ráðherra var sendur til Washington og amerískir ráða- menn komu frá Washington. Þeir þurftu ekki að dveija nema fáeina daga hér heima til þess að ljúka nýjum samn- ingum. Herinn skyldi vera áfram um ótiltekinn tíma, „hermangið“ skyldi halda áfram, en íslenzka stjórnin átti að fá dollara fyrir „ofaníát" sitt og hringsnúning! Þannig fór um efndirnar á stærsta loforðinu. Engin úrræði í efnahags- málunum En hvað um „varanlegu úrræð- in“ í efnahagsmálunum? Hvar eru þau? Þau hafa ekki sézt. Styrkja- stefnan hefur hins vegar færzt stórkostlega í aukana. Um 240 millj. kr. nýir skattar og tollar hafa þegar verið lagðir á þjóðina og 80 millj. kr. skáttar til við- bótar hafa verið boðaðir, samtals 320 millj. kr. Svona efna kommar og kratar loforð sin um að berjast gegn auknum álögum. Svona fram- kvæmir Framsókn gamla „stefnu- breytinguna“ í efnahagsmálun- um!! Barátta stjórnarinnar gegn „óeðlilegum milliliðagróða“ hefur svo m. a. birzt í þvi, að Olíufélaginu h.f. og SÍS hefur verið heimilaður milljónagróði umfram eðlilegan ágóða af ein um fjórum förmum nýs oMu- skips. Lengra er ekki hægt' að rekja hálfs árs feril vinstri stjórnarinnar að sinni. Þar eru svik á svik ofan. UTAN UR HEIMI é^clen — .SíSctr nœrbuxur *Sjú cjerir upp — Stcilin liœátur KÉ emur annar Eden í neðri málstofu brezka þingsins? Það er spurning, sem skorið verð- ur úr innan skamms. Eins og stendur eru ýmsir áhrifamenn í Eden tekur sonur hans við? Warwick og Leamington að reyna að fá 26 ára son Edens til að bjóða sig fram í kjördæminu, en Sir Anthony hefur verið þing- maður þess síðastliðin 33 ár. Son- urinn, sem ber nafnið Nicholas og starfar í banka í Lundúnum, hef- ur aldrei haft áhuga á stjórn- málum og er ekki talinn líklegur til að verða við óskum þeirra manna, sem vilja fyrir engan mun, að nafn Edens hverfi af þing skjölunum. Þegar fyrrverandi forsætisráðherra baðst undan að taka sér sæti í lávarðadeildinni, gerði hann það m. a. í þeim til- gangi að greiða syni sínum götu inn í neðri málstofuna. Andstæð- ingur Edens í kjördæminu, William Wison, hinn 43 ára gamli frambjóðandi Verkamannaflokks ins, sem árum saman hefur tap- að í kosningunum, sagði nýlega: „Ég mun fagna því, ef andstæð- ingur minn heitir áfram Eden — ekki sízt ef það verður annar Eden“. byggt árið 1938 af hinum fræga stjórnmálamanni (tvívegis for- sætisráðherra) og rithöfundi Tardieu. Rainier keypti sverta- setrið af Madame Vaubable, sem er meðeigandi Maxim-veitinga- hússins í París. I hinni frægu Bláu bók Bandaríkjanna, sem samsvarar „Hver er maðurinn?“ á íslandi, er Eisenhowers forseta getið í 24 línum. Hins vegar fær bróðir hans Milton Eisenhower, 47 línur. M, aður, sem alltaf geng- ur í síðum nærbuxum, hefur ver- ið kjörinn „bezt klæddi karlmað- ur Frakklands". Sá heitir André Francois-Poncet, var áður sendi- herra en er nú forseti franska Rauða krossins. Það var hópur valinkunnra klæðskera, sem gaf þessum 69 ára gamla fyrrverandi stjórnarerindreka heiðurstitilinn. Sjálfur segir Francois-Poncet: „Klæðaburður minn heyrir kannski til öðrum tímum, en ég er þeirrar skoðunar, að siðferðið væri miklu betra, ef karlmenn R, ainier f-ursti í Monaco hefur keypt sveitasetur handa tengdaforeldrum sínum, John Kelly og konu hans, sem búa í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Ætl- unin er, að þau hafi sveitasetrið til afnota, þegar þau heimsækja dóttur sína. Það heitir „Chateau de l’Annonciade“ og er í Menton nálægt ítölsku landamærunum, um 30 km frá Monaco. Frá fjalli þar skammt frá er dásamlegt út- sýni yfir Miðjarðarhafið. í setr- inu eru 15 herbergi. Það var Sjú greiddi gamlar skuldir. klæddu sig betur“. Hann leggur áherzlu á, að hann gangi alltaf með axlabönd, „þar sem enginn getur verið vel klæddur án axla- banda“, að hann noti ætíð háls- slaufur, sem hann hnýtir sjálfur, og að hann gangi ávallt í löngu. nærbuxum og hnéháum sokkum. H„ inn margumtalaði og umdeildi forsætis- og utanríkis- ráðherra Kína, Sjú En-laí, hef- ur nýlega greitt gamla skuld, sem verið hefur ógreidd allt síðan hann var stúdent við Sorbonne- Kórea fær 10 bofnvörpunga Gheorgiu Dej — hver hlustaði á hann? háskólann í París. Hann drakk þá 100 bolla af kaffi í Café Flore út á krít og borgaði þá aldrei. Fyrir nokkru fékk yfirþjónninn þar, Pascal, senda fulla greiðslu á skuldinni ásamt 300 kínversk- um sígarettum. Meðal fastagesta á Café Flore á stúdentsárum Sjús var Tító kunningi hans, eh hann greiddi alltaf út í hönd. F i r rá höfuðborg Rúmeníu Búkarest, kemur eftirfarandi saga: Aðalritari kommúnistaflokks- ins, Gheorgiu Dej, hélt langa út» varpsræðu, þar sem hann talaði fjálgum orðum um eilífan trúnað sinn og félaga sinna í stjórn landsins við leiðtogana í Moskvu. Morguninn eftir heimsækir hann vin sinn, Stoika forsætisráðherra, og honum er hleypt inn af 5 ára syni ráðherrans. Gheorgiu Dej segir vingjarnlega við litla snáð- ann: „Ég er góði frændinn, sem talaði í útvarpið í gærkvöldi“. Litli Stoika hleypur í offorsi upp tröppurnar og hrópar: „Pabbi, pabbi, Eisenhower er kominn". S, i J kýrsla frá UNESCO — Menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna — sem skýrir frá útgáfu þýddra rita í TÍU STÓRIR botnvörpungar eru þáttur í hjálp þeirri, sem UNKRA — stofnun S. Þ. til endurreisn- ar Kóreu -— hefir veitt til bráða- birgða. Fjórir hinna nýbyggðu togara komu í höfn eftir tveggja daga veiðar með samtals 33 smál. af fiski. Fiskframleiðsla Suður- Kóreu varð mjög illa úti af völd- um stríðsins, og ákveðinn hluti af hjálparstarfsemi UNKRA hefur einmitt verið helgaður fisk- veiðum Kóreu. Samþykktina gegn lýðmorð- um hefur Túnis nú einnig full- gilt. Hafa þá 55 lönd samtals staðfest samþykktina, sem gerð var á aðalfundi S. Þ. 1948 og skuldbindur aðilana til varnar gegn sérhverri til- raun í þá átt að uppræta þjóð- arbrot vegna þjóðernistengsla þeirra, kynflokks og trúar- bragða. 40 lönd samtals hafa nú full- gilt samþykkt Alþjóðavinnumála stofnunarinnar, ILO, gegn nauð ungarvinnu, en samþykktin var gerð þegar á árinu 1930. Var það Dominiska lýðveldið, sem full- gilti samþykktina sem hið 40. í röðinni. Á alþjóðavinnumálaráð- stefnunni á árinu 1958 verður borin fram tillaga um nýja sam- þykkt gegn nauðungarvinnu til viðbótar þeirri, sem fyrir er. uickens var næstur Stalin. heiminum árið 1954, ber það með sér, að Stalin er mest þýddi rit- höfundur heims. Á umræddu árl voru rit hans þýdd á ekki færri en 92 tungumál. Næstir voru Dickens með 75 tungumál, Lenin með 72 og Jules Verne með 68.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.