Morgunblaðið - 25.01.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.01.1957, Blaðsíða 13
Föstudagur 25. Jan. 1957 MORCUHBLAÐIÐ 13 Rúmföst í 42 ár en bjartsýn á lífið Spjallað v/ð Luciu Kristjánsdóttur hann Gestur nú þá •— ÉG var nú í útvarpinu um deginn, svo ég veit ekki hvort ég á nokkuð að vera að fara í blöðin, en mig langar svo til að þakka öllum, sem hjálpuðu mér til að komast út um jólin. ís- lenzku flugfélögin fluttu mig báð ar leiðir. Það er staersta upplif- elsi, sem ég hef nokkurn tíma haft. Ef þér skrifið eitthvað í blöðin, fyrir alla muni segið þá öllu þessu fólki, sem hjálpaði mér, hvað ég er því þakklát. UTANFÖR Það er Lucia Kristjánsdóttir, sem mælir þessi orð með bros á vör og gleðiglampa í augum. Hún minnist með fögnuði ferðalags- ins til Danmerkur fyrir jólin og 10 daga dvalar þar. Hún hitti bróður sinn, Pétur Hansen, sem búið hefur í Danmörku 37 ár og á þar góða konu og tvær dætur. Þau tóku á móti Luciu og höfðu hana hjá sér, en það var dálítið erfitt, því hjónin vinna bæði úti. lærði dönsku af bókum — Ég gat ekki mikið hreyft mig — fór bara í eitt hús — það var allt svo ánægjulegt. — Og engir erfiðleikar með málið? — Nei-nei, Pétur talar sjálfur íslenzku ágætlega ennþá, og svo var ég búin að læra dönsku. — Á eigin spýtur? — O-já, ég geri ekki annað við tímann hér en lesa. Og ég lærði dönskuna af bókum. Gekk prýði- lega. Ég les ósköpin öll af bók- um. — Hvað helzt? _ — Allt milli himins og jarðar. Ég les allt, sem ég næ í, bæði á dönsku og íslenzku. — Já, það hlýtur að vera orðið mikið öll þessi ár. Þér hafið legið hér yfir 40 ár? — Já, það eru víst orðin 42 ár. Kom hingað á fyrsta ári og hef verið hér síðan — nema 10 ár, sem ég var á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Það var 1926 til 1936. Mér hefur liðið vel, systurnar eru svo indælar við mig, og ég hef eignazt marga vini, sem heim- sækja mig í hverri viku. HLÝJA OG LÍFSGLEÐI Það þarf engan að undra, þótt Lucia hafi eignazt marga vini. Hlýjan og lifsgleðin geisla af henni, þrátt fyrir það að hún I hefur borið þyngri örlög en flest- ir. Hún fæddist lömuð fyrir 42 árum og hefur verið rúmföst síð- an, vaxið upp hjá systrunum í Landakoti og verið í þeirra um- sjá alla ævi. Hún getur litla björg sér veitt, getur aðeins hreyft hægri höndina lítillega. Hún er lítið úti við, liggur úti í garðin- um, þegar gott er veður á sumrin, og fer í kapelluna annan hvern sunnudag. Annars hefur hún alið allan sinn aldur innan fjögurra veggja, algerlega útilokuð frá um heiminum. Þegar maður hugleið- ir, að hún hefur legið hér rúm- föst frá því í byrjun fyrri heims- styrjaldar og lifað allar þær breyt ingar og byltingar, sem orðið hafa í heiminum síðan, verður það ráðgáta, hvílíka hugprýði og þolinmæði Lucia á í dag. draumAr — Hvað þýðir að vera með inlega átti hugmynd. TÁKNRÆNT NAFN Þegar ég kveð Luciu Kristjáns- dóttur, minnir hún mig enn á að flytja öllum, sem henni hafa hjálpað, hugheilar þakkir sínar., Hún brosir sínu glaða brosi, þeg- ar ég fer, og einhvern veginn [ finnst mér ekkert orð lýsa henni i betur en einmitt nafnið, sem systurnar í Landakoti gáfu henni: Lucia — ljósdísin. SYSTURNAR TAKA VIÐ GJÖFUM Systurnar sögðu mér, að margir hefðu orðið til að rétta Luciu hjálparhönd, svo að draumarnir hennar mættu rætast, og systir Abelonia kveðst fúslega taka við ólund? Ég er viss um, að ég væri- gjöfum til hennar, ef einhverjir ErOO &JÖF - ER 1 5LEÐI VERÐAKDI Nýung frá Black-Head gerir ungt hár fallegra og íallegt hár yngra Hið nýja rafgylta Step shampoo freyðir óðara og gerir hárið ilmandi hreint — við aðeins einn þvott. Hinar mildu og framúrskarandi olíur í Step shampoo næra hársvörðinn. 3 gera hárið silkimjúkt og auð- j velda hárlagninguna. Reynið Step — og þér sannfærist. Hafði aldrei séð hana! FENEYJUM, 22 jan. — Piero Piccionl, aðalákærði í Montesi málinu, hrópaði í dag í réttar- salnum: — Eg hafði aldrei séð Wilmu Montesi, aldrei heyrt hennar getið, aldrei mætt henni einu sinni af tilviljun. Hófust réttarhöldin í dag með því að opinberi ákærandinn lagði spurningar fyrir þenn- an 35 ára hljómsveitarstjóra, son Piccionis, fyrrum utan- ríkisráðherra Ítalíu. — Reuter. löngu farin, ef ég væri ekki svona skaplétt. Og nú dreymir mig um framtíðina. Mig langar svo mikið að komast til Danmerkur aftur — einhvern tíma seinna. Já, það er einn af draumunum mínum. Og svo á ég tvo aðra drauma, sem hann Gestur sagði ykkur víst frá í útvarpinu. Mig langar að eignast hjólastól með útbúnaði, sem ég get sjálf stjórnað. Það er víst einhvers konar rafmagns- stóll. Og svo langar mig að eign- ast útvarp, sem ég get haft undir koddanum og hlustað á án þess að trufla hina sjúklingana. Eig- hefðu hug á að stuðla að því, að þessi þolgóða kona fái hjólastól- inn og útvarpið. Hún liggur í stofu 27 í Landakotsspítalanum, ÞÖRF ÁMINNING Það er okkur, sem svo oft lát- um bugast, þegar eitthvað blæs móti, þörf áminning, að til er fólk eins og Lucia, sem ber hin þyngstu örlög með jafnaðargeði og jafnvel bjartsýni. Enginn hlut- ur er heilsusamlegri lífsþreyttum eða vondaufum manni en hitta fyrir slíkt fólk. s—a—m. NIDURSETT VERÐ Karlmannaskór með svampsólum 0** Verð 198,00 — áður 281,00 Aðalstræti 8 Garðastræti 6 Laugavegi 38 Snorrabraut 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.