Morgunblaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.1957, Blaðsíða 1
Er ætlunin að breyta úrslitum Alþingiskosn- inga 1956 með nýrri löggjöf settri 1957? * Skilaboð Hermanns Jónassonar Fyrir nokkrum dögum var skýrt frá því í fréttum, að fangar í ríkisfangelsinu í Palermo á Sikiiey hefðu gert uppreisn. Klifruðu þeir upp á þak fangelsisins og vörðust þar, unz lögreglan beitti vélbyssum. Myndir þessar voru teknar um morguninn eftir að uppreisnarfangarnir höfðu hýizt á þakinu næturlangt. Efri myndin sýnir brynvarðan vagn lögreglunnar utan fangelsismúranna. Neðri myndin sýnir hóp fanga uppi á þakinu. ---------------------------« Þetta gerðist í gær.„ .. í stuttu máli •jf Washington — Lincoln White fulltrúi bandaríska utanríkisráðu- neytisins sagði, að það yrði að teljast brot á ályktun S. í>. frá því í okt. s. 1. ef Kússar héldu áfram vopnasendingum til Egypta lands. London—Bankavextir í Englandi hafa verið lækkaðir úr 5%% í 5%. Thorneycroft fjár- málaráðherra sagði þetta þó ekki túlka neina breytingu á banka- málastefnu stjórnarinnar. ★ Washington —Utanríkisráðuneyt- ið tilkynnti að á næstunni kæmi pólsk sendinefnd til Washington og væri hlutverk hennar að auka efnahagssamstarf við Bandaríkin. Vilja Pólverjar fá bandarísk mat- væli, aðallega hveiti og feitmeti. New York—Paul Henri Spaak kom fljúgandi til Bandaríkjanna. Hann ætlaði að semja um sam- starf milli Norður- og Vesturálfu um notkun kjarnorku til frið- samlegra starfa. ir Kairo—Hinn opinberi egypzki saksóknari krafðist í dag dauðadóms yfir 20 manns, sem sakaðir eru um njósn- ir. Þeirra á meðal eru fjórir Bret- ar. Moskva—Rússar vísuðu úr landi tveimur flotamálafulltrúum við bandaríska sendiráðið í Moskvu, sem þeir saka um njósn- ir. Bandaríska utanríkisráðuneyt- ið mótmælir þessu og segir full- trúana saklausa. Wallenberg dó í Lubjanka-fangelsi Rússar hafa 20 sinnum svarað að Gestapo hefði skotið hann Stokkhólmur, 7. febrúar — Einkaskeyti frá NTB. CJOVÉTRÍKIN hafa upplýst sænsku stjórnina um það, að ^ hinn sænski sendifulltrúi Raoul Wallenberg, sem hvarf í Búdapest 1945, eftir að rússneski herinn tók borgina, hafi látizt af hjartaslagi tveimur árum síðar í Lubjanka-fangels- inu í Moskvu. GLÆPASTARFSEMI RÁÐHERRA Upplýsingar þessar voru gefn- ar í tilkynningu (memorandum), sem Gromyko, varautanríkisráð- herra, afhenti Rolf Sohlman, sendiherra Svía í Moskvu. í henni segir, að Wallenberg hafi látizt í fangelsinu aðfaranótt 17. júlí 1947. Hafi þetta nýlega komið í ljós við rannsókn á skjölum Abakumovs, öryggismálaráðh., sem var einn af meðhjálpurum Berías og tekinn af lifi í desem- ber 1954. Segir í tilkynningu sovétstjórn- arinnar, að glæpastarfsemi Aba- kumovs, sovétráðherra, hafi ver- ið undirrót þess, að Wallenberg var haldið í fangelsi og að rúss- neska utanríkisráðuneytinu voru gefnar rangar upplýsingar um þetta mál. Sænska stjórnin hefur birt at- hugasemd vlð rússnesku tilkynn- inguna. í henni segir, að þessar upplýsingar Rússa séu samhljóða sannaðri vitneskju sænska utan- ríkisráðuneytisins. Það skal þó harmað, að þessar upplýsingar eru svo ófullnægjandi að ekki verður komizt hjá að krefjast þess að rússneska stjórnin veiti fullkomna skýringu á handtöku og allri dvöl Wallenbergs í rúss- neskum fangelsum. Wallenberg hafi verið opinber sendifulltrúi sænsku stjórnarinnar og rúss- neska stjórnin hafi ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum sænsku stjórnarinnar um örlög hans. Nú verði hún að leysa frá skjóðunni. Fyrirspurnirnar voru orðn- ar rúmlega 20 talsins, og svör- uðu Rússar þeim að jafnaði svo, að Wallenberg hefði ver-’ ið skotinn af Gestapo. En ítalskir utanríkisþjón- ustumenn, sem Rússar slepptu úr haldi 1951 upplýstu að Wallenberg hefði setið í sama fangelsi og þeir. Russor stinga upp d aivopn- unnrrúðstelnu í murz n.k. New York, 7. febrúar — Einkaskeyti frá NTB. SOVÉTRÍKIN lögðu í dag til, að utanrikisráðherrar stórveldanna hittust í Lundúnum í marz n. k. til að ræða afvopnunarmálin. Tillagan kom fram í bréfi Kusnetsov formanns rússnesku sendi- nefndarinnar til hins brezka starfsbróðurs Allan Noble. Segir hann að ef slík ráðstefna yrði haldin væri æskilegt að hana sætu einnig æðstu menn stórveldanna á sviði hermála og efnahagsmála. Alþingi neitar að taka Eggert Þorsteinsson gildan sem rétt kjörinn varaþingmann AFUNDI Sameinaðs Alþingis í gær var til umræðu og ákvörð- unar tillaga Áka Jakobssonar og Gísla Guðmundssonar um að Eggert Þorsteinsson yrði tekinn gildw sem réttkjörinn vara- þingmaður af lista Alþýðuflokksins. Tillagan var felld með 24 atkvæðwm gegn 23. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins hétt Bjarni Benediktsson ýtarlega ræðu um málið og treystust andstæðingarnir ekki tU að mótmæla honum einu orði. Ræða Bjarna fer hér orðrétt á eftir: Herra forseti. ÉG TEL að eins og þetta mál var afgreitt í kjörbréfanefnd, þá hefði verið eðlilegra að afgreiða hér í sameinuðu Alþingi fyrst og sérstaklega kjörbref Geirs Gunnarssonar. Öll nefndin var sammála um það, og þeð mál var tekið í n. fyrir á uudan hinu málinu, og hv. þm. Siglf. var kosinn frsm. allrar n. fyrir því málið hér ranglega lagt fyrir af fyrir máli Eggerts Þorsteinsson- ar, sem var afgreitt í n. á eítir, og er þar mjög umdeilt Tel ég málið hér langlega lagt fyrir af nefndarinnar hálfu að þessu leyti. En úr því að forseti lætur ræða bæði málin samtímis, þá er rétt, að ég lýsi afstöðu minni til kjör- bréfs Eggerts Þorsteinssonar, og áskil mér þó rétt til þess að gera gleggri grein fyrir því i nfil., sem mér hefur ekki ennþá unnizt tími til að semja, vegna þess hve, bráðan ber nú að um fyrirtekt málsins hér. Og skal ég ekki hafa á móti því, að það sé afgreitt í dag, svo lengi sem það hefur frestazt, því að það var mánud. 28. jan. s. 1., sem fundur var hald- inn í kjörbréfanefnd, og er bók- að um þann fund: MÁLIÐ LAGT FYRIR K J ÖRBRÉFANEFND Fundarefni: Haraldur Guðmundsson óskar þess bréflega, að Eggert Þor- steinsson taki sæti hans á Alþ. í fjarveru hans. Lagt fram afrit af bréfi Haralds. Ennfremur lagt fram eftirrit af bréfi yfirkjörstjórnar, þar sem hún vísar 'málinu varðandi kosn- ingu Eggerts Þorsteinssonar til Alþingis. Tillaga frá Áka Jakobs- syni: Nefndin samþykkir að leggja fyrir þingið, að Eggert Þorsteinsson verði tekinn gildur sem rétt kjörinn varaþingmaður af lista Alþýðuflokksins. A. G. leggur til, að ofangreindri tillögu verði frestað til næsta fundar. Formaður fellst á frestun máls- ins og heitir að kalla saman fund hið fyrsta. Fundi slitið. Gísli Guðmundsson, Alfreð Gíslason". Hér vantar raunar í, að bæði ég og hv. 11. landsk., Friðjón Þórðarson, lýstum okkur reiðu- búna til að taka afstöðu til þessa máls þegar í stað á fundinum 28 janúar. En þrátt fyrir það taldi form. rétt að fresta fundinum, og þrátt fyrir loforð um það að kalla n. saman hið fyrsta, þá hefur honum ekki unnizt tími til þess fyrr heldur en í morgun, hinn T. febrúar. Veit ég þó ekki til þess, að þingmenn hafi verið mjög störfum hlaðnir þann tíma, sem síðan er liðinn. En það var fyrir sérstakan atbeina hæstv. forseta, Emils Jónssonar, að málið var tekið fyrir á fundinum í morgun. Og var þá bókað um þetta: ANNAR FUNDUR KJÖR- BRÉFANEFNDAR „Tekið fyrir mál frá síðasta fundi um varamann 4. þm. Reykv. Formaður skýrði frá því, að forsrh. hafi tjáð sér, að ríkis- stjórnin mundi leggja fyrir- Al- þingi, sennilega í dag, frv. um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis, sem meðal annars snerti þetta mál, og mundi, að því er formanni skildist, ef að lögum verður, fela i sér úrskurð Alþingis um það. A. G. leggur fram svohljóðandi tillögu: „Kjörbréfanefnd telur það utan verksviðs síns samkvæmt 4. gr. þingskapa að fjalla um þetta mál, eins og það er fyrir hana lagt. og skilar því ekki áliti á þessu stigi“. Þessi tillaga var borin upp og felld með tveimur atkvæðum gegn einu. Tveir greiddu ekki at- kvæði. Bjarni Benediktsson óskar bók- að: Hann hefur óskað upplýst, velja, úrskurðað hvern þann kos- inn ,sem því lízt?, ef Alþingi þorir ekki að gera það eftir lögunum eins og þau voru, þegar menn gengu til kosninga, þá er bara að breyta lögunum einu eða tveimur árum siðar og segja: ARt annar maður átti að vera kosinn eftir þeim nýju lögum heldur en hvort fordæmi væru fyrir því, að þingið tæki til meðferðar þingsetu kjörbréfalauss þing- manns, og þar eð hann hefði ekki fengið þær upplýsingar enn, sæti hann hjá við ofangreinda at- kvæðagreiðslu. Tillaga Áka Jakobssonar frá síðasta fundi var borin upp. Tveir greiða henni atkvæði: Gísli Guð- mundsson og Áki Jakobsson. Tveir á móti: Bjarni Benedikts- son og Friðjón Þórðarson. Einn greiðir ekki atkvæði: Alfreð Gíslason, og gerir grein fyrir því með tilvísun til tillögu sinnar. Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið“. Framh. á bls. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.