Morgunblaðið - 08.02.1957, Qupperneq 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
lTostudagur 8. febrúar 1957
GULA
he
eítír MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 47
Hún hélt áfram að aia á þessu,
rétt eins og hún væri bara að
stríða honum. — Þú skilur, það
er verið að fleygja því, að þú haf-
ir verið hér á ferðinni nóttina,
sem morðið var framið. Þú ættir
aó útbúa þigr með nokkrar fjar-
verusannanir.
Greg virtist verða hissa. Hann
setti frá sér glasið og leit í kring-
um aig á hópinn.
— Égr skil ekki almennilega,
hvað þú átt við. Hvaða saga er
þetta? Ég hef sjálfur ekki heyrt
hana.
— O, bara það, að þú hafir sért
hérna, að koma innan af braut-
inni hingað í bílnum hennar
Elinor.
— Bílnum hennar? Hvað í
dauðanum hefði ég átt að vera að
gera í hennar bíl?
Louise hló. — Nú, það er nú
einmitt sú hin mikla spurning,
sagði hún og tæmdi glasið sitt.
Það var Peter Crowell, sem loks
rauf þögnina, sem á eftir kom.
— Hvers vegna læturðu þetta
ekki afskiptalaust, Louise? spurði
hann. — Auðvitað komast alls
konar sögur á kreik, Greg. Það
gretur aldrei hjá því farið. Þetta
er bara ein slík. Láttu eins og
ekkert sé. Enginn trúir henni.
Hann stóð upp. — Það er vist
kominn timi til að fara. Og meira
en það, bætti hann við.
15.
Dane frétti ekki lát Lucy fyrr
en Alex kom úr kaupstaðarferð
sinni þennan morgun. Ekkert
hafði enn heyrzt frá Tim í St.
Louis og Dane var eirðarlaus.
Hann hafði enn einu sinni gengið
yfir alla brekkuna. Flestir varð-
mennimir voru famir og síðasti
vottur af eldi var horfinn, en hann
vissi vel, hversu tilgangslaus öll
LTVARPIÐ
Föstudagur 8. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
13,15 Lesin dagskrá næstu viku.
18,30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18,50 Létt lög. 19,10 Þing
fréttir. — Tónleikar. 20,30 Dag-
legt mál (Amór Sigurjónsson rit-
stjóri). 20,35 Kvöldvaka: a) Sig-
urður Þórarinsson jarðfræðingur
flytur erindi: „Hérað milli
sanda“ og eyðing þess. b) Islenzk
tónlist: Lög eftir Þórarin Guð-
mundsson (plötur). c) Raddir að
vestan; Finnbogi Guðmundsson
ræðir við Vestur-lslendinga. 22,00
Fréttir og veðurfregnir. — Kvæði
kvöldsins. 22,10 Erindi: Um fora
bókasölu eftir Benjamín Sigvalda
son fræðimann (Þulur flytur). —-
22,25 Tónleikar: Bjöm R. Einars-
son kynnir djassplötur. — 23,10
Dagskrárlok.
Laugardtigur 9. febrúar:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís
Sigurjónsdóttir). — 16,30 Veður-
fregnir — Endurtekið efni. 18,00
Tómstundaþáttur bama og ungl-
inga (Jón Pálsson). 18.30 Útvarps
saga bamanna: „Veröldin hans
Áka litla“, eftir Bortil Malmberg;
X. (Stefán Sigurðsson kennari).
18,55 Tónleikar: Lög úr ópemm
eftir Gounod (plötur). 20.30 Ein-
leikur á píanó: Frægir píanóleik-
arar og tónskáld leika. 21 10 Leik-
rit: „Nitchevo" eftlr Tennessee
Williams, í býðingu Sverris Thor-
oddsen. — Leikst.jóri: Einar Páls
son. 22,10 Danslög (plötur). 24,00
Dagskrárlok.
leit var orðin nú. Á heimleiðinni
ásetti hann sér að ná tali af Lucy
Norton, hvort sem lögreglan vildi
eða ekki. Enn var ósvarað þeirri
spurningu, hvers vegna hún hefði
farið að hýsa bláókunnuga stúlku,
hefði farið að búa um hana og
jafnvel útvegað henni handklæði
og sápu. Hvaða sögu gat stúlkan
hafa haft reiðubúna, svo að Lucy
snerist svona við komu hennar.
Hann fann, að allur leyndardóm-
urinn hvíldi á þessu atriði.
Hann braut heilann uai þetta
meðan hann var aó blaða i minnis-
greinum sínum. Hann hafði alltaf
haft mesta trú á því að rannsaka
aðalatriði málsins fyrst, og hér
var það aðalatriði að fá að vita
deili á stúlkunni. En nú fór hon-
um að detta í hug, hvort sagan,
sem stúlkan hafði borið á borð fyr-
ir Lucy, gæti ekki verið fullt svo
mikilsverð. Lucy var tortryggin,
vissi hann, en samt hafði hún
gleypt agnið, sem til hennar var
kastað. Hverá vegna? Hvaða sönn-
unargögn hafði stúlkan haft með
sér? Hvað t. d. hafði hún sýnt
Lucy? Nafnspjald? Bréf? Án vafa
hafði hún sýnt eitthvert sönnunar
gagn. Eitthvað, sem hún hafði
haft í töskunni sinni og sem nú
var eyðilagt eða í höndum morð-
ingjans. Honum brá því heldur
illa í brún við andlátsfregnina.
— Þeir fundu hana á gólfinu,
sagði Alex. — Og nú hleypur
Floyd og eltir rófuna á sjálfum
sér. Að því ég bezt get skilið, held-
ur hann, að einhver hafi klifrað
upp brunastigann og rotað hana.
Dane flýtti sér að éta hádegis-
verð og skundaði síðan til þorps-
ins. Hann fann Floyd í illu skapi
og alls óliklegan til þess að fræða
hann mikið.
— Hún er dáin, og annað hafið
þér ekki upp úr mér. Opinberi
ákærandinn er á leiðinni hingað.
Ég vildi óska, að hann vildi halda
sér á sínum rassi. Ég hef nóg til
að angra mig, þó að hann bætist
ekki við.
— Hvers vegna er hann að
koma? spurði Dane. — Ef þetta
hefur bara verið hjartabilun. ...
— Jú, það er að vísu sumt, sem
ég felli mig ekki við, sagði Floyd
dræmt. Eitt er það, að einhver
hefur slitið bjöllustrenginn, sem
var við rúmið. Og svo hafa einir
tveir sjúklingar borið það, að um
klukkan eitt hafi einhver opnað
hjá þeim dyraar og litið inn. Senni
lega verið að leita að gömlu kon-
unni. Hefur ekki vitað í hvaða
herbergi hún var.
— Það ætti nú að sýkna
nokkra af þeim, sem þér hafið
helzt grunaða.
— Kannske. En hverja? Af
Spencer-fólkinu vissi Carol ein,
h/ar hún var. Og Greg segist
hafa verið að aka út um hvippinn
og hvappinn á þessum tíma.
Hann minntist alls ekki á bruna
stigann og það gerði Dane heldur
ekki. Hann fjasaði dálítið um
þessar máltregu konur, sem vildu
ekki segja það, sem þær vissu, og
hann vorkenndi Lucy garminum,
nú, en ef hún nú bara hefði tal-
að.... Samt sem áður gaf hann
£ skyn, að hann væri á einhverju
spori. Og svo var myrta stúlkan.
— Sennilega hefur hún komið
einhvers staðar frá Miðvestur
landinu. Segjum frá St. Louis,
ha?
Hann glotti til Dane, sem svar-
aði með glettnislegu brosi.
— Ég býst við, að við fáum að
vita það áður langt um líður, svar-
aði hann.
Það var mjög kyrrlátt í sjúkra-
húsinu, þegar hann kom þangað.
Þar voru menn svo alvanir dauð-
anum. Samt var fólk þarna önn-
um kafið, svo að enginn tók sér-
staklega eftir Dane á göngu hans,
fyrst utanhúss og síðan á göng-
unum. Floyd hafði tekið rétt eft-
ir brunastiganum. Á honum voru
nýlegar rispur á ryðguðu jám-
inu. Og þegar upp kom, veittist
honum auðvelt að sjá herbergið,
sem Lucy hafði verið í. Það var
auðvitað tómt, en samt urðu hon-
um það nokkur vonbrigði, að allt
hafði verið tekið þaðan, svo sem
rúmföt og munimir, sem Lucy
hafði haft með sér.
Hann var þreyttur og gramur
á heimleiðinni. Ef eitthvað hafði
hrætt Lucy svo mjög, að hún hefði
fengið hjartaslag af því og dáið,
hvað gat það verið? Eða hver?
Frá upphafi hafði framkoma
Lucy sett hann í vandræði. Að þvi
er hann bezt vissi, hafði hún alls
ekki nefnt nærveru stúlkunnar í
húsinu á nafn, þegar hún var
flutt í sjúkrahúsið. Aðeins hafði
hún sagt frá hendinni, sem seild-
ist út úr skápnum. En við réttar-
prófið hafði hún sagt frá þv£.
Hafði það orsakað dauða henn-
ar? Sent þennan næturgest upp
brunastigann og inn i herbergið
hennar til þess að hræða úr henni
líftóruna? En hvaða erindi átti
slíkur gestur, nema Lucy vissi eitt
hvað, sem gat orðið honum til
falls?
Það var þetta, sem hafði komið
honum til að heimsækja sjúkra-
húsið: vonin um, að Lucy hefði
haft eitthvað það f fórum sínum,
sem gæti bent til þess, hver stúlk-
an hefði verið. Hann var enn að
brjóta heilann um þetta þegar
Tim hringdi hann upp frá St.
Louis.
— Ekkert hér að hafa, og heit-
LTSALA - LTSALA
Nýjar úfsöluvörur svo sem: teknar fram í dag
Barna undirföt 1 Kven blússur
— háleistar — peysur
— sportsokkar 1 — húfur
— húfur i — hálsklútar |
hárspangir ullargarn.
GLUGGINN Laugavegi 30
Stúlka &.
strax til afgreiðslu í mjólkurbúð.
suiisimuu,
Langholtsvegi 4f
Gulrófur
úrvalstegund fyrirliggjandi
Eggert Kristjánsson & Co. hf.
NYKOMNAR
margar tegundir af
Gnmmískó-
fotnnði
fyrir konur, karla
og böm.
H E C T O K Laugavegi 11
SKÓBÚÐIN, Spítalastíg 10
MARKÚS EftirEdDodd
NOW THAT ANPY S HERE,
JOHNNY, LET'S <SET AFTER
THAT BLASTED WOLVERINE
0EFORE HE STEALS ANV
1) — Jæja, Jonni, fyrst við er-
um búnir að fá Anda hingað, þá
skulum við þegar f stað hefja her-
ferðina gegn jörfanum, áður en
hann eyðileggur meira fyrir þér.
2) — Já, við skulum ekki tefja
eina minútu. Allt er tilbúið til
ferðarinnar.
3) Þegar Markús og Jonni
leggja af stað, er komin norðan
átt og er hann heldur dimmur til
loftsins. —
— Fyrst skulum við fara til
Eldvatnsins.
— Ágætt.