Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. febr. 1957 MORCUIVBLAÐIÐ 9 ^&^Heimdallur vil! starfa og aukinni giftu oð vaxandi menningu íslenzkrar æsku FéiagiS mun standa í tylkingarbrjósti í framfarasókn SjálfsfœBisflokksins Rætf viB Péfur Sæmundsen, formann Heimdallar, um framtíBarverkefni félagsins IDAG er Heimdallur, félag ungra SjálfstæSismanna, 30 ára. Heimdallur er fyrsta stjórnmálafélag ungra manna sem stofnaS er hér á landi og hefur alit frá öndverðu verið fjölmennasta stjórnmála-æskulýðsfélagið á landinu. í þrjá áratugi hefur félagið verið einn öflugasti þátturinn í starf- semi Sjálfstæöisflokksins í höfuðborginni og átt mikinn og vaxandi þátt í glæsilegum sigrum flokksins hér í borg. Félagsstarfsemi Heimdallar er nú fjölbreytt og mikil og í tilefni þessara merku tímamóta hitti ég Pétur Sæmundsson viðskiptafræðing, formann Heimdallar, að máli í gær og ræddi við hann um hlutverk og framtíðarverkefni félagsins. skeið félagsins í Valhöll, og stend ur nú yfir. Það er fjölmennasta nárnskeið, sem halaið hefur ver- ið í sögu félagsins og sækja það um 60 manns. Þá hefir félagið gengizt fyrir allmiMlli útgáfu í vor í kosningunum. Gaf það út tvo stjórnmálabæklinga í samráði við S.U.S. Vinandnni og Varnar- máiin. Þá gaf félagið einnig út vandaða kosningahandbók. Og loks er að geta þess, að Heimdallur stafrækir leshring í bókmenntum, þar sem rithöf- undar, eldri sem yngri eru kynnt ir og verk þeirra lesin. Hefir þetta reynzt ágætur þáttur í fé- lagsstarseminni. M1 flKIL starfsemi hefir farið fram á vegum félagsins í vetur segir Pétur Sæmundsen. Hún hefir að miklu leyti verið í svipaðri mynd eins og starf fé- lagsins hefir verið á undanförn- um árum, en nokkrir nýir liðir hafa bætzt við og orðið mjög vin- sælir hjá félagsmönnum. Nú eru félagar í Heimdalli alls um 3000 manns, allt saman ungt fólk hér í Reykjavík. Það er stór hópur ©g öflugur þegar hann beitir sér eins og ljósast kom fram t. d. í kosningunum til Alþingis nú í sumar. Eins og áður hefur verið skýrt frá, er Heimdallur því lang stærsta sjórnmálafélag æskulýðs ins, sem starfar hér á landi og er í sífelldum vexti. Um félagsstarfið er það annars að segja, að þegar tilefni gefst höfum við haldið almenna félags fundi um ýmis merk mál, sem í það sinnið hafa verið efst á baugi með þjóðinni. Þannig var hald- inn mjög stór og athyglisverður fundur um Ungverjalandsmálin í vetur. En segja má, að félagið sé of stórt sem að líkum lætur til þess að byggja alla félagsstarfsemina um félagsfundi, þar sem aðeins litill hluti hinna fjölmörgu fé- lagsmanna getur komizt að. Því hefir verið efnt til margháttaðr- ar starfsemi í smærri hópum. Sú nýbreytni var upp tekin í vetur, að efnt var til skák- kennslu innan félagsins. Kenna þeir Baldur Möller, Friðrik Ólafs son og Ingi R. Jóhannssson og fer kennslan fram í félagsheim- ilinu í Valhöll. Þetta hefur orðið mjög vinsæll þáttur og sækir skákkennsluna að staðaldri hálft hundrað Heimdellinga. Nokkur ár eru liðin síðan fé- lagið stofnaði til Sumarleikhúss í Sjálfstæðishúsinu. Var það mjög vinsælt, enda prýðileg leikrit tekin til sýningar og er ætlim stjómarinnar að halda þeirri starfsemi áfram svo góða raun, hún gaf. Æskulýðstónleikar hafa sem hún gaf. Æskulýðstónleikar hafa og verið Laldnir á vegum félagsins það sem af er í vetur. Tónleikar þessir hafa og orðið vinsæll þáttur starfseminnar og munu þeir verða öðru hverju á komandi mánuðum. Nú er efnt til kvöldvakna öðru hverju í Sjálfstæðishúsinu, allan veturinn. Þar eru ýmis skemmti- atriði og dans og eru það jafnan vel sóttar skemmtanir. Spila- kvöldum gengst félagið einnig fyrir. Á sumrum snýst félagsstarf Af þessu er ljóst, að Heimdall- ur er miklu meira en félag, sem eingöngu fæst við stjórnmál. — Félagið hefir gert sér far um að veita æskufólkinu, sem inn- an þess vébanda er, tækifæri til þess að kynnast ýmsum þáttum menningarmála, svo sem góðri leiklist, tónlist og bók- menntum, skák og öðru því, sem hverjum einstaklinga má til þroska verða. Þannig hefir Heim dallur leitazt við það, að skapa félagsmönnum sínum tækifæri til Pétur Sæmundsen, formaður Heimdallar, og Hrafn Þórisson, fram- kvæmdastjóri félagsins. alltaf verið duglegir og árvakrir baráttumenn. Ég vildi segja, að það væri einnig. megintilgangur þess, að berjast á hverjum tima fyrir víðsýnni og frjálslyndri framfarastefnu, landi og þjóð til heilla. — Og hver mundu verða fram- tíðarverkefni félagsins? lagsins, og félagslífinu þannig hagað, að sem mest og fjölbreytt- ust tækifæri gefist til skapandi starfa innan þess. Nú situr í landinu vinstri stjóm, og ljóst er þegar orðið, að hún vinnur markvisst að því, að brjóta niður það þjóðskipulag, sem Heimdallur vill styðja og starfa fyrir. Því mun félagið standa fremst í baráttu Sjálf- stæðismanna gegn óheillastefnu stjómarinnar í þjóðmálum og hvergi flýja af hólmi, Það er og verður ætíð hlutverk félagsins að vera í fylkingarbrjósti flokks síns fyrir framfaramálum, sem íslenzku þjóðinni mega til heilla horfa. Það væri bezt starf Heim- dallar. AÐ lokum segir Pétur: Á þess- um tímamótum i sögu félags- ins, sendir stjórn Heimdallar öll- um þeim ágætu mönnum, sem fyrr og síðar hafa verið félagar í Heimdalli kveðjur sínar og þakk læti um leið og hún lætur í ljós þá von og ósk, að félagið megi um langan aldur starfa kappsam- lega að þeim málum, sem auka giftu íslenzku þjóðariimar. ggs. Núverandl sfjóm Heimdallar (talið frá vinstri): Runólfur Már Ólafs, Ásgeir ^inar^n Birgir ísl. Gunnarss., Pétur Sæmundsen, form., Baldvin Tryggvason, varaform., Jóhannes Helgason, Bernhard Petersen. Aftari röð: Skúli Möller, Sverrir Bjamas., Stefán Snæbjömss., Ól. B. Thors, Hannes semin að ferðalögum út um land- ið. Fastur liður í starfseminni er hvitasunnuferðin til Vest- mannaeyja og auk þess eru farn- ar ferðir víða um byggðir og fjar læga landshluta. Tóku á annað þúsund manns þátt í Heimdall- arferðum í sumar. EN einn meginþáttur félags- starfsins er auðvitað stjórn- málafræðsla fyrir félagsmenn. Nýlega hófust stjórnmálanám- þess að eyða tómstundum sínum við hollar iðkanir og fræðslu og reynslan hefur þegar sýnt að þar hefur verið haldið inn á réttar brautir. Þá er og þess að geta, að á árinu fékk Heimdallur ágætis að- stöðu til félagsstarfsemi sinnar í félagsheimili Sjálfstæðismanna, Valhöll, þar sem félagið hefir nú opfta skrifstofu allan daginn og starfar þar framkvæmdastjóri þess Hrafn Þórisson stud. ökon. — Að treysta og tryggja starf- semina sem allra mest. Við mun- um halda áfram á sömu braut sem hingað til hefir verið troðin. Unnið verður að kappi að fræðslu og menningarstarfsemi innan fé- Veglegt afmœlisrit Heimdallar Æskulýðstónleikar Heimdallar hafa verið mjög vinsæll þáttur í félagsstarfseminni. Myndln er M tónleikum bandaríska píanó- leikarans Eugeae Istomin í fyrra. — ¥ TVERT telur þú öðru frem- 11 ur hlutverk Heimdallar, að safna ungu fólki undir merki Pétur? — Það er markmið félagsins Sjálfstæðisflokksins og berjast fyrir stefnu hans. Ef til vill er. það táknrænt um áhrif félagsins og aðstöðu að andstæðingum Sjálfstæðismanna er það geysi- legur þyrnir í augum. Nota þeir hvert tækifæri sem gefst til þess að níða félagið og meðlimi þess. En það vitum við Heimdellingar, að í hvert skipti sem andstæðing arnir, ráðast gegn okkur, hcfum við eitthvað gott gert og stönd- um ekki í stað í starfi okkar og baráttu. Það er órækasta vitnið. Foringjar Sjálfstæðisflokksins hafa vaxið upp úr röðum Heim- dallar, og innan félagsins hafa í TILEFNI af 30 ára afmæ'xi Heimdallar, félags ungra Sjálf- stæðismanna gefur félagið út veglegt afmælisrit á næstunni. Birtast í því ritgerðir eftir all- marga Sjálfstæðismenn, og ávörp eftir formann Sj álfstæðisflokks- ins Ólaf Thors og formann S.U.S. Ásgeir Pétursson. Ritgerðir í af- mælisritinu eru þessar: Bjami Benediktsson ritar um íslenzkt ríkisvald, Gunnar Thor- oddsen: Æskan og Reykjavík; Jóhann Hafstein: Baráttumál Sjálfstæðisflokksins; Ólafur Bjömsson: HagsmunasamtöMn og þjóðfélagið; Ragnhildur Helgadóttir: Menntamál; Geir Hallgrímsson: Hugleiðingar um skattamál; Ingólfur Jónsson: Framsóknarflokkurinn og sam- vinnufélögin; Magnús Jónsson: Mannréttindaákvæði stjórnar- skrárinnar; Sigurður Bjarnason: Enn er nóg að vinna; Birgir Kjaran: Hugleiðingar um stjórn- mál; Birgir ísl. Gunnarsson: Kommúnisminn á íslandi; Guðm. H. Garðarsson: Leiðir til betri lífskjara. Péfúr Sæmundsen formaður félagsins ritar ávarpsorð um Heimdall og ágrip er birt í ritinu af sögu félagsins. — Ýmislegt fleira efnis er í því. í ritnefnd, sem undirbúið hef- ur afmælisritið eru þessir Heim- deUingar: Pétur Sæmundsen, Birgir Isl. Gunnarsson, Jóhann Ragnarsson, Hrafn Þórisson, Höskuldur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.