Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 8
I MORCUIVBLAÐIÐ Laugardagur 16. febr. 1957 FRA S.U.S. RITSTJÖRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Blaðað í sögu Heimdallar Fjölmennasta stjörn- málaíélag landsins stjórnmálanna fyllir nú þriðja áratuginn. Heimdellingar geta lit- ið yfir farinn veg og fagnað á- hrifaríku starfi í þágu Sjálfstæð- isflokksins og þjóðarinnar. Þessi fjölmenna aeskulýðssveit hefur eigi aðeins aukið fylgi Sjálfstæð- isstcfnunnar, heldur og átt sinn þátt í að móta hana. Fyrir því hefur flokksforystan jafnan met- ið og þakkað starf Heimdallar. En hvorki endist það Heimdalli til frægðar né langlífis að ein- blína á fortíðina og miklast af henni. Æskulýðnum ber að grann skoða viðfangsefni líðandi stund- ar og leita farsælla úrræða fram úr vandanum, en einkum þó hitt, að horfa fram á veginn. Æskan, sem nú erfir landið, á að skila því gæðaríkara en hún tók við því, minnug þess, að við erum þjóð í örum vexti, sem verður að byggja, rækta og fjárfesta á flest- um sviðum, svo komandi kyn- slóðir fái notið sömu og helzt meiri velsældar en við tókum I arf eftir feður og mæður. —0— Ég ætla ekki að freista þess að gefa Heimdellingum mörg heil- ræði í þessu stutta ávarpi. En þó langar mig að vekja athygli æskulýðs landsins á því, sem nú er að ske í umheiminum, stað- reyndum, sem að sönnu oft hverfa í skugga ófriðarhættunn- ar, sem yfir vofir á líðandi stundu og í náustu framtíð, en sem þrátt fyrir allt eru mikið umhugsunar- og jafnvel áhyggju- efni, sem á miklu veltur, að rétt sé við brugðizt. Ein afleiðing hinna geysimiklu framfara á sviði læknavísind- anna, er vaxandi langlífi mann- fólksins. Stafar það jafnt af minnkandi barnadauða sem stór. sigrum yfir verstu óvinum full- tíða fólks, berklaveikinni, lungna bólgunni og öðrum svipuðum sjúkdómum, auk hinna miklu drepsótta, er áður fóru víða um lönd og stráfelldu fólkið. Er nú unnið kappsamlega að því að sigr ast einnig á hjartasjúkdómum, æðakölkun, krabbameini og öðr- um skæðustu féndum langlífis. Af þessu öllu, og fleiru þó, stafar svo ör fjölgun mannkynsins, að sýnt er, að mikil hætta er á að auðlindir láðs og lagar réni fyrr en varir, og vofir því þrátt fyrir nýja tækni og nýjar orkulindir mikil hætta yfir öllum um versn- andi afkomu, einfáldlega vegna þess að of lítið verði til skipt- anna milli hins stöðugt og ört vaxandi mannfjölda. Það er svo mál fyrir sig, að sá skortur, er leiða kann af þessari fjölgun fólksins, er auðvitað einn hættu- legasti spori til ófriðar í land vinningaskyni. Þeirri hættu verð- ur aldrei bægt frá meðan ekki ríkir fullur skilningur á því, að mannkynið verður að lifa í einum og sama heimi friðarins eða far- ast í einni og sömu rúst. Skal ég ekki að þessu sinni fara frekar út í þá sálma. En ástæðan til þessara bollalegginga er af minni hendi sú, að ég vil minna æsku Ólafur Thors íslands á það, að við eigum stórt, mikið og gæðaríkt flæmi lands cg sjávar, sem enn er að miklu ónot- að. Er um það ólíkt á komið með okkur og mörgum eða flestum menningarríkjum heimsins. Það varðar því miklu, að okkur gleymist ekki, að öruggasta ráð- ið, eða jafnvel eina ráðið, til að draga úr þeirri hættu, að bráð þörf annarra krefjist þess að setj- ast að okkar matborði, er að við sýnum manndóm og framtak til að hagnýta sjáifir þessar auð- lindir. Ég get ekki fremur en aðrir sagt hversu langan frest við fáum í þessum efnum. En því stórstíg- ari sem við verðum á framfara- brautinni, og þó svo að við kunn- um fótum okkar forráð, þvi betra. Æskan á leikinn. Á henni hvíl- ir skyldan. Það er í samræmi við stefnu og starf Sjálfstæðisflokks- ins, að Heimdellingar og aðrir ungir Sjálfstæðismenn hafi um það forystuna. Þá landvörn, þá sjálfsvörn, eiga ungir Sjálfstæðismenn að laða alla æsku landsins til fylgis við. Það á að mega takast, því æskan vill elska sitt land, þótt alltof margir villist af réttri leið í pólitískum gerningaveðrum. Heimdellingar og aðrir ungir Sjálfstæðismenn og konur eiga að vera verðir á vegum úti, sem vísa öllum æskulýð landsins á rétta braut. Þá mun þjóð okkar vel farnast. Heill Heimdalli þritugum. í DAG, 16. febrúar 1957, verður Heimdallur, félag ungra Sjálf- stæðismanna í Reykjavík, 30 ára. Samband ungra Sjáifstæðis- manna helgar Heimdalli í þessu tilefni vettvang sinn í Morgun- blaðinu og færir félaginu þökk fyrir ómetanleg störf í þágu Sjálf- stæðisflokksins og árnar þvi heilla og farsældar í framtíðinni. Megi Heimdallur verða, hér eftir sem hingað til, brjóstvörn Sjálf- stæðisflokksins í baráttu hans fyrir heill og farsæld íclenzku þjóðarinnar. 16. febrúar 1927 var fyrsta stjórnmálafélag ungra manna stofnað hér á landi. Þá taka 37 ungir menn höndum saman og stofna Heimdall, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þeir mörkuðu stefnu félagsins, sem var og er, að styðja þjóðlega og víðsýna umbótastefnu í lands- málum til hagsbóta allra þegna þjóðfélagsins. Stofnendur Heimdallar voru þessir: Pétur Hafstein, dáinn. Ólafur H. Jónsson, framkvstj. í Reykjavík. Lárus H. Blöndal, bókavörður, Reykjavík. Gunnlaugur Briem Einarsson, dáinn. Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, Vestmannaeyjum. Magnús Thorlacius, hrl., Rvík. Björn Blöndal, dáinn. 'Sigurður Haukdal, prestur að Bergþórshvoli. Einar Ásmundsson, forstjóri, Reykjavík. Pálmi Jónsson, fulltrúi hjá Kveldúlfi, Rvík. Magnús Finnbogason, mennta- skólakennari, Rvík. Haflið Helgason, forstjóri, Reykjavík. Jóhann G. Möller, dáinn. Sigurður Jóhannsson, verzlun- armaður, Rvík. Haraldur Bjarnason, dáinn. Sigurður Þorkelsson, forstjóri, Reykjavík. Karl Þorfinnsson, kaupmaður, Reykjavík. Snorri Ólafsson, læknir í Krist- nesi. Baldur Jónsson, prentari. Daníel Ólafsson, dáinn. Jón Geirsson, látinn. Þorgrimur Sigurðsson, prestur, Staðarstað. Gísli Edvaldsson, Akureyri. Sigm. Kr. Sigmundsson, sjóm., Reykjavík. Ragnar Lárusson, forstjóri, Reykjavík. Símon Sigmundsson, bóndi, Efra-Seli, Árnessýslu. Tómas Pétursson, kaupmaður, Reykjavík. Hörður Þórðarson, sparsjóðs- stjóri, Rvík. Kjartan Jóhannsson, alþm. Helgi Konráðsson, prófastur á Sauðárkróki. Gunnar Þorsteinsson, hæsta- réttarmálaflm., Rvík. Hálfdán Helgason, kaupmaður, Reykjavík. Guðjón Einarsson, fulltrúi, Reykjavík. Jón Vestdal, efnaverkfræðing- ur, Reykjavík. Sigurður Einarsson, verzlunar- maður, Rvík. Magnús Björnsson, dáinn. Ólafur Þorsteinsson, læknir, Reykjavík. STEFNUSKRÁ HEIMDALLAR Grundvöllur stefnu félagsins er fullkomið frelsi þjóðarinnar og einstaklinga, séreign og jafn rétt- ur allra þegna þjóðfélagsins eins og fram kemur í fyrstu stefnu- skrá félagsins sem samþykkt var á félagsfundi árið 1931: Markmið félagsins er að berj- ast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í landsmálum til hagsbóta allra þegna þjóðfélags- ins. Grundvöllur stefnu þess er fullkomið frelsi þjóðar og ein- staklings, séreign og jafn réttur allra þjóðfélagsborgara. Einkum vill félagið beita sér fyrir því: 1. að sambandinu við Dani verði slitið svo fljótt sem unnt er, að ísland taki öll sín mál í eigin hendur, 2. að ísland verði gert að lýðveldi þegar að sambandsslitum fengnum, 3. að efla og vernda þingræði og þjóðræði, 4. að kjördæmaskipunin verði færð í það horf, að atkvæði allra kjósenda geti orðið jaf'n- áhrifarík á landsmál, hvar sem þeir búa á landinu, 5. að kosningarréttur til Alþing- is verði bundinn við 21 árs lágmarksaldur og að þeginn Þátttakendur í stjórnmálanámskeiði Heimdallar sem nú stendur asta námskeiðið í sögu félagsins. yfir í Valhöll. Þetta er fjölmenn- Pétur Hafstein fyrsti formaður Heimdallar sveitastyrkur valdi eigi missl kosningaréttar, 6. að komið verði á víðtækri og hagkvæmri tryggingarlöggjöf, einkum slysatrygginga, sjúkra- trygginga og ellitrygginga, 7. að yfirráð atvinnutækjanna i landinu verði í höndum ísL ríkisborgara, 8. að unnið verði að auknum skilningi og samúð milli verka manna og vinnuveitenda, með al annars með því, að verka- menn fái hlutdeild í arði þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við, þar sem því verður við komið. 9. að landbúnaðinum verði sem fyrst komið í nýtízkuhorf, ör- uggs markaðs aflað fyrir afurð irnar, og að rafmagni verði veitt um öll héruð landsins til lýsingar, hitunar og iðju, og bændum séð fyrir ódýrum rekstrarlánum, 10. að sjávarafurðum verði aflað nýrra markaða, þær verkaðar eftir kröfum nútímans, og bætt verði úr rekstrarfjárþörf smá- bátaútvegsins, 11. að styðja og efla innlendan iðnað og iðju, meðal annars með því að afla til þess hag- kvæmra lána, 12. að ungir menn verði styrktir til náms erlendis í helztu nýj- ungum á sviði atvinnuveganna, og að stofnuð verði, svo fljótt sem unnt er, deild í íslenzkum atvinnufræðum við Háskól- ann, 13. að frjáls samkeppni ráði í verzlun og viðskiptum, enda sé eftirlit haft með starfsemi um- boðsmanna erlendra fyrir- tækja, 14. að bæta og samræma sam- göngur á landi, sjó og í lofti, eftir fyllstu kröfum nútímans. 15. að réttarfarslöggjöfin verði endurskoðuð, og æðsti dóm- stóll þjóðarinnar efldur og treystur af ríkisvaldinu, 16. að skipaður verði opinber á- kærandi, 17. að mikil áherzla verði lögð á greiðslu ríkisskuldanna. 18. að nokkur hluti af tekjum góðæra verði lagður til við- lagasjóðs, er síðan verði var- ið til að bæta afkomu erfiðu áranna, og fjárveitingarvaldið verði raunverulega hjá Al- þingi, en ekki ríkisstjórn. 19. að skólamálunum verði kom- ið í fast kerfi, og að rík áherzla verði lögð á haldgóða þekk- ingu, einkum í þjóðlegum og hagnýtum fræðum, 20. að heilbrigðislöggjöfin verði endurbætt og heilbrigðisráð stofnað, er hafi eftirlit með öll_ um heilbrigðismálum í land- inu, Framh. á bls. 13. ÓLAFUR THORS: Æskan á leikinn ITUÖLMENNASTA og öflugusta æskulýðsfélag landsins á sviði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.