Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ 1-augardagur 16. febr. 1957 Guðimindur Laxdal Friðriksson Minningarorð F. 33. 11. 1887. — D. 2. 1. 1957. „Lít ég gengin leiðarmót, ljæ þér hinzta sveiginn; er ég stend við alvaldsfljót, á eyrinni hérna megin“. AÐ fjallabaki hinnar fögru og kostaríku sveitar með forn og ný höfuðból Langadals í Húnavatns- sýslu, liggur Laxárdalur með sín stuttu sumur, en löngu vetur, en þó oft hlýjar og yndislegar sól- skinsstundir. Þar sem margur öreiginn áður fyrr háði sína þrautseigu baráttu fyrir lífi sínu og sinna, oft við þung örlög í frosthörkuhríðum vetrarskamm- degis og vann þó sigur að lokuin og skilaði þjóð sinni og framtíð- inni andlegum og líkamlegum af- kvæmum — ómetanlegum fjár- sjóðum — börnum, sem nú eru dreifð víðs vegar og hafa unmð sér stöðu í fremstu röðum varð- sveita og atorkumanna þjóðar- innar. Þar fæddist Guðmundur Laxdal að Úlfagili 23. nóvember 1887 í skímulitlu skammdegi for- sælumegin dalsins. Hann var yngstur af fimm börnum Frið- riks Guðmundssonar bónda þar og konu hans Unu Þorkelsdóttur. Getur maður hugsað að oft hafi verið þar heldur þröngur kostur á litlu afdalakoti, með sjö manna fjölskyldu. Ég kynntist þessu fólki fyrst 1912 er ég keypti Mánaskál, sem er næsti bær hin- um megin dalsins. Var þá Friðrik dáinn og Una dó nokkru eftir að ég kom í dalinn, en hins vegar urðu þau systkinin, Þorvaldur, Bjarni, Ingibjörg, Sigríður og Guðmundur, nánir nágrannar mínir þau fjögur ár er ég bjó í Mánaskál. Brátt urðu þó kynni okkar Guðmundar nánust og kom þar margt til. Fyrst það að við vorum að heita mátti jafnaldrar. Svo varð hann fljótt verktaki hjá mér í Mánaskál, við jarðabætur, en þá var ekki öðrum jarðvinnslu tækjum að tjalda en ofanafristu- spaða og skóflu, og fannst mér afköst hans með afbrigðum — og veit ég þó ei hvórt ég kallaði allt ömmu mína í þá daga. Eftir því sem ég kynntist Guðmundi betur fann ég ljósar mannkosfi hans. Hann var dulur en heitur tilfinningamaður, sem gerði sér fáa að vinum, en tryggur og vin- fastur svo af bar. Hann var prýði- legum gáfum gæddur, bókhneigð- ur og las allt það er hann komst yfir af bókum, stálminnugur og glöggur athyglismaður. Árið 1916 keypti ég Hof á Kjal- arnesi og flutti þangað. Þurfti ég því að selja Mánaskál. Var Guð- mundur þá í veri fyrir sunnan og beið ég með sölu jarðarinnar eft- ir að hann kæmi heim, en ég hafði hugsað mér að bjóða honum jörð- ina áður en ég afréði sölu til ann- ars og sýnir það traust mitt á honum, ungum manni, óreyndum, en sérstaklega duglegum og reglu sömum. Varð það því úr að ég seldi honum jörðina með svo vægum kjörum sem ég gat, og hóf hann þar búskap um vorið ásamt heitmey sinni, Guðrúnu Þorláksdóttur, ættaðri vestan af Breiðafirði; mestu myndar- og mannkostakonu, sem og líka varð hans tryggi förunautur til síðustu . stundar. Nú fór þó svo að Guðmundi tókst ekki að búa á jörðinni Mánaskál — þrátt fyrir dugnað sinn — sem skyldi, enda margt að kaupa hjá frumbýlingi. Seldi hann þá jörðina árið eftir, og flutti alfarinn úr átthögum sín- um, suður að Hofi til mín ásamt heitmey sinni — og má segja um hann, „að enginn ráði sínum næt- urstað". — Átti því vinsemd okk- ar að vara lengri tíð og ég fullyrði að hún hélzt óslitin til hans dán- ardægurs. Eitt er það atvik sem mér líður aldrei úr minni í samskiptum okkar er skeði þegar drepsóttin mikla — spánska veikin herj- aði á Reykjavík og nágrenni hennar, 1918. Við lágum öll á mínu margmenna heimili og ég missti tvo drengi mína, en Guð- mundur tók aldrei veikina og var því einn á fótum, bæði úti og inni. Var margs að gæta og mikið að vinna og veit ég að svefntími hans var þá oft lítill og enginn. Þá dygð og nákvæmni sem hann þá sýndi bæði í orði og verki, hef ég aldrei getað fullþakkað, því aldrei heyrðist frá honum æðru- orð. Slíkur mannkostamaður var hann og reyndist bezt er mest lá við. Um vorið fékk Guðmundur að byggja í landi mínu, Jörfa, gras- býli, því ég átti þá jörð líka, og nefndi hann það Grund. Flutti hann þangað um vorið ásamt heit mey sinni, en vann hjá mér bæði til sjós og lands og gerðist þá vélamaður á bát er ég átti þá i flutningum, þar til 1922 að hann flutti ásamt Guðrúnu alfarinn til Reykjavikur. Gerðist hann þá bíl- stjóri í bænum og rækti það starf sem annað með trúmennsku til dánardags. Þau Guðmundur og Guðrún áttu eina dóttir, Herdísi, sem er gift Inga Gröndal í Reykjavík og tóku þau Guðrúnu heim til sin við fráfall Guðmundar sáluga. Hún syrgir nú sinn trúfasta tryggðavin og dóttir og tengda- sonur áslríkan og umhyggjusam- an föður. „En það er huggun harmi gegn“ að við vitum að heimkoman er góð á landið hin- um megin eftir trúverðugt og gott dagsverk, þar sem hann byggir dýrðarríki alföðursins og bíður ástvina sinna. Þökk fyrir órjúfanlega tryggð við mig og mína, vinur. Guð blessi minningu þína. Hjálmar Þorsteinsson frá Hofi. Vaxapdi dró nteðal stádenta VÍN, 12. febr.: — United Press®-------- fréttastofan skýrir frá því, að lithauiska blaðið „Szerwiny Sztandar“ (Rauði fáninn) hafi skýrt frá því, að mjög hafi borið á and-kommúnisma með- al stúdenta í Wilna-háskólan- um í Lithauen. Blaðið, sem skrifað er á pólsku, segir m.a.: „Stúdentar okkar vilja ekki viðurkenna hinar sovézku hug sjónir........Stúdentarnir hlusta daglega mikið á útvarps stöðvar á Vesturlöndum.“ Seg- ir blaðið einnig, að margir stúdentanna hafi látið í ljós samúð með ungversku „and- byltingunni" — og telji þeír, „fasistana", sem risið hefðu upp í Ungverjalandi, vera ungverskan verkalýð í baráttu fyrir frelsi og bættum kjörum. „Hinn hugsjónalegi misskiln- ingur og ítök andkommúnisku stúdentanna vaxa með hverj- um degi“, segir blaðið að lok- um. Foi setakosniiig í bæjarstjórn Akureyrar AKUREYRI, 12. febr.: — Á bæj- arstjórnarfundi í dag voru kjörnir forsetar bæjarstjórnar fyrir næsta ár og fastar nefndir. For- setar voru endurkjörnir með öll- um atkvæðum en þeir eru: forseti Guðmundur Guðlaugsson (F), varaforseti Jón Sólnes (S) og ann ar varaforseti Steindór Steindórs- son (A). Óverulegar breytingar urðu á skipan nefnda, aðrar en þær að varamaður Þorsteins M. Jónsson- ar í bæjarstjórn Stefán Reykja- lín tekur sæti hans í föstum nefnd um þar sem Þorsteinn er fluttur úr bænum. Bæjarráð skipa: Helgi Pálsson (S), Jón G. Sólnes (S), Jakob Frímansson (F), Marteinn Sigurðsson (Þ) og Tryggvi Helga son (K). — job. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA S Pósfurinn Kæra L e s b ó k ! Eg ætla að segja þér frá ketti, sem ég átti einu sinni. Hann var kallaður Lilli og var mjög vitur. Á morgnana, þ e g a r hann var orðinn svangur, kom hann inn um glugg- ann oj ef ég var þá ekki vöknuð til að gefa hon- um strax að borða, fór hann með fæturna undir sængina og klóraði í mig, þangað til ég vaknaði. Langt inni í stóra greniskóginum er grænt rjóður fyrir framan gam- alt, holt furutré. Litli, brúni bangsinn iiggur inni í holunni og lætur sólina verma sig. Maginn á honum er troð- inn út af heimsins sæt- asta hunangi, svo að hann getur varla setið uppréttur lengur. Hann leggur sig á bakið og fær sér dálítinn blund með- an geislarnir leika um hann. Og hann dreymir að heimurinn sé fullur af sól og hunangi. Svo fór hann að hurð- inni og stökk upp til að ná með framlöppunum í handfangið. Þá kom fyr- ir að hurðir. opnaðist. Einu sinni hvarf Lilli og ég var voðalega sorg- bitin og leitaði alls stað- ar. Þá heyrði ég að mjálmað var ofan í rusla- tunnu, sem var í nágrenn- inu. Ég tók lokið af og mikið var ég fegin, þeg- ar ég fann Lilla. Svo var það einu sinni að við mamma vorum háttaðar, en pabbi sat inni í stofu að hlusta á útvarpið. Lilli hamaðist svo mikið á sænginni minni, að ég gat ekki solfnað. Mamma kallaði þá til pabba og bað hann að láta köttinn niður í kjallara. Strax og Lilli heyrði til mömmu hætti hann öllum látum, en lagðist endilangur með Kæra Lesbók! Ég kalla mig Dísu Dala- mær. Mér þótti mjög gam- an að lesa þig? Ég er í 8 ára bekk í skólanum og er nýlega orðin 9 ára. Hérna sendi ég þér tvær þrautir til að setja í blað- ið. Eldspýtnaþraut. Taktu tólf eldspýtur af svo að eftir verði ellefu. HHB lokuð augu eins og hann svæfi. Þegar pabbi kom og sá að Lilli var sofandi, sagði hann að bezt væri að loía honum að vera, hann myndi setja hann niður, þegar hann færi að hátta. Um leið og pabbi sneri sér við, opnaði Lilli aug- un og þegar dyrnar höfðu lokast á eftir honum byrjaði hann strax að hamast aftur, prakkarinn sá arna. Ég hefi nú sagt þér frá ævintýrum Lilla, kæra Lesbók. Vertu nú blessuð og sæl. Bára, Álafossi. M Ég sendi þér eina skrítlu í blaðið. Kennarinn: Geturðu sagt mér nokkuð um kappana á söguöldlnni? Nonni: Já, þeir eru allir dauðir. Siggi 7 ára. Hvaða orð er þetta. HÝWÍMI Vertu svo sæl, kæra Lesbók, ég sendi þér bréf seinna. Dísa Dalamær. Og nú getið þið glímt við þrautirnar hennar Dísu. Ráðingarnar birtast í næsta blaði. Pröfessorinn Hvað ei á myndiiini segir frá Indland er eitt af Aust- urlöndunum. Bæði Austur- og Vestur-Ind- land eru stórir skagar. Indverska þjóðin skiptiit I „stéttir", og hver stétt má ekki hafa samskipti við aðrar stéttir nema eftir reglum sem byggðar eru á ævafornum trúar- brögðum. Indverjar trúa á sálnaflakk, þ.e.a.s. að sálin verði lengi að reika um eftir dæuðann. Þeir trúa því líka, að með því að lifa mein- lætalífi, geti þeir stytt sálnaflakkið og fyr öðl- ast sælu himnanna, sem þeir kalla „nirvana". Margir Indverjar ferð- ast í meinlætaskyni lang- ar Ieiðir á hnjánum, eða velta sér áfram, aðrir fara fótgangandi og bera tamda gleraugnaslöngu í körfu. Þeir setjast á hækjur sér, lyfta lckinu af körfunni og spila á flautu fyrir slönguna. Þá Það er von, að þer finnist þetta skrítin mynd. Hvernig væri að lita hana og vita, hvort hún skýrist nokkuð. Litaðu reitina sem merktir eru með hókstöf- um þannig: B1 — blátt, Bk — svart, R — rautt, V — fjólublátt, P — Ijósrautt, O — appelsínugult. Y — gult og G — grænt. reisir hún sig upp og vaggar til höfðinu í takt við hljómfallið. Eftir að þessari hættulegu sýn- ing<u er lokið, leggst slangan aftur niður í körfuna og ferðinni er haldið áfram. KROSSGÁTAN í síðasta blaði Ráðningar: 1. Bókin. 2. Tíminn. 3. Gat. 4.. Skugg- inn. 5. Hægri olnboga. 6. Þær eru fleiri. 7. Þrösk- uldurinn. 8. Eldneistinn. 9. Jafningja sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.