Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. febr. 1957 MORCUNBÍÁÐ1Ð VI Leikritið „Þrjár systur“ eftir Anton Tsjekof, verður sýnt í síðasta sinn í Iðnó annað kvöld. Leikfélag Reykjavíkur hefir hlotið verð- ugt lof fyrir sýningu þessa ágæta leikrits. Jdrdonía endurgreiðir birgðirnnr Læknamenntnn ó Norðarlond unnm samræmd? Fyrsta sk'i&amótib á sunnudaginn FYRSTA skíðamótið sem fram fer á þessum vetri verður við Skíðaskálann í Hveradölum á sunnudaginn. Er það mót sem skíðadeild KR efnir til. Keppt verður í svigi í öllum flokkum. Skólamót Í.F.R.N. í GÆRDAG hófst handknattleiks mót skólanna. Er það fjölmennt mót mjög, því handknattleikur- inn er ein aðal skólaíþróttin. Úr- slit í gær urðu: 4. fl. Gagnfr. Austurb. : Réttarhsk. 7:4 Gagnfr Vesturb. : Lindagsk. 3:5 Flensborg : Laugarnessk 4:5 3. fl. Gagnfr. A. : Landspróf A. lið 7:5 Flensborg : Landspróf B. lið 6:4 Verzlunarsk. : Gagnfr. Vest. 8:5 Menntask. : Gagnfr. Verkn. 2:5 II. Menntask. : Verzlunarsk. 18:11 Nómskeið ó vegum UMF UNGMENNAFÉLAG Reykjavík- ui efnir til námskeiðs í þjóð- dönsum fyrir félaga sína. Eru aefingar þegar hafnar fyrir 10 til 13 ára unglinga. Fara þær fram í heimili félagsins við Holtaveg á sunnudögum klukkan 3. Kenn- ari er Kristján Jóhannsson. í samráði við Æskulýðsráð Reykjavíkur, fer fram í félags- heimilinu kennsla í tómstunda- vinnu. Kennari er Ingibjörg Hannesdóttir. Skákkennsla fer fram á þriðju- dögum kll. 8. Kennari er Gunnar Gunnarsson. London, 14. febrúar. Frá Reuter. BRETAR og Jórdaníumenn hafa orðið ásáttir um, að láta sáttmála sinn frá 1948 falla úr gildi, og jafnframt hafa Jórdaníumenn lofað að endurgreiða eða skiia aftur birgðum, sem kosta um þrjár og hálfa milljón sterlings- punda, en þessar birgðir voru Jórdaníu, meðan á Súez-ófriðin- um stóð. Segjast Jórdaníumenn hafa flutt birgðirnar burt, þar eð þeir hafi óttazt árás ísraelsmanna. Moskvu-útvarpið sagði í dag, að ógilding samningsins væri stórt skref í áttina til fullkom- ins sjálfstæðis Jórdaníu, þar sem hann hefði verið „móðgun við þjóðlegan orðstír (( „DAGENS NYHEDER“ í Kaup- mannahöfn, skýrði frá því fyrir skömmu, að fyrir dyrum stæði læknaþing í Helsingfors — og það mundu sækja læknar frá öll- um Norðurlöndunum. Kvað blað- ið umræðuefni fundar þessa m. a. vera að athuga hvort ekki væri hægt að samræma menntun lækna á öllum Norðurlöndunum, þannig, að læknar, sem menntaðir eru í einhverju Norðurlandanna öðlist þar með atvinnuréttindi á öllum Norðurlöndunum. Einnig munu læknanemar þá geta skipt námstíma sínum nið- ur á fieira en eitt Norðurland- anna, en blaðið segir m. a. í því sambandi að námsefni læknanema í Noregi, Danmörku, Finnlandi, Svíþjóð og á íslandi sé mjög svip- Guðrun Sigurðar- dóttir 70 ára GUÐRÚN Sigurðardóttir frá Úlf- arsfelli, nú til heimilis í Stykkis- hólmi varð 75 ára í gær. Hún er fædd í Neshreppi utan Ennis en fluttist snemma inn í Dalasýslu, en 13 ára að aldri flutti hún að Úlfarsfelli í Helgafellssveit, þar sem hún átti heima þar til hún fluttist til Stykkishólms. Hún var gift Jóni Benedikts- syni sem var ættaður úr Helga- fellssveit. Mann sinn missti hún 1948. Þau bjuggu á Úlfarsfelli í yfir 46 ár. Guðrún er vinsæl og mann- kostakona og heilhuga í hverju máli sem hún sinnir. — Á.H. að, en hins vegar sé t. d. námið í Svíþjóð skipulagt allt öðru visi en í Danmörku. — HeimdaElur Framh. af bls. 8 21. að uppeldismálin verði tekin til rækilegrar rannsóknar, og að leitazt verði við að þroska einstaklingseðli og sjálfstæða hugsun barna og unglinga og glæða ættjarðarást þeirfa. Stofnendur félagsins voru að vísu ekki nema 37 en nú er tala félagsmanna 2755 — tvö þúsund sjö hundruð, fimmtíu og fimm manns. Formannssæti félagsins hafa skipað eftirtaldir menn: Pétur Hafstein, 1927 og 1929— 1930. Knútur Arngrímsson, 1928. Jóhann G. Möller, 1928 og 1933. Gunnar Pálsson, 1929. Thor Thors, 1931. Guðmundur Benediktsson 1932 Sigurður Jóhannsson, 1934. Gunnar Thoroddsen 1935— 1938. Jóhann Hafstein, 1939—1942. Ludvig Hjálmtýsson, 1943— 1945. Björgvin Sigurðsson, 1946. Gunnar Helgason, 1947—1950. Ásgeir Pétursson, 1950—1952. Geir Hallgrímsson, 1952—1954. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, 1954—1956. Pétur Sæmundsen, 1956— Saga Heimdallar verður ekki rakin nánar á þessum blöðum. Heimdallur hefir nú í undirbún- ingi útgáfu afmælisrits, þar sem saga og starfsemi félagsins verður rakin nánar. virðingu og teknar úr vörugeymslum Breta í Jórdaníumanna \ 4 LESBÓK BARNANNA Struturinn RASIVilS Einu sinni kom Rasmus hlaupandi þangað sem Sambó litli hafði lagt sig í forsælunni undir tré og fengið sér miðdegisblund. „Mig langar svo mikið að eiga rólu“, sagði Rasm- us við Sambó litla, „það Einu sinnl fékk Rasm- us sér ágætan bíl. Og svo ók hann og ók. En það var ákaflega heitt í veðri, •g Rasmus var hræddur nm, að vélin myndi hitna •f mikið. er svo gott að róla sér, þegar heitt er í eyði- mörkinni. „Það er enginn vandi að búa tii ró!u“, svaraði Sambó, „við sögum bara sundur strikið hérna fyr- Hann nam því staðar fyrir utan ísbúð og keypti sér þrjá ísa. „Hvað ætlar þú að gera við þrjá ísa, þar sem þú ert bara einn í bíln- um“, spurði maðurinn, sem seldi isinn. ir ofan og hleypum þvi niður, og þá fáum við ágæta rólu. Sambó varð að fá að reyna róluna fyrst, af því það var hann, sem fann hana upp. „Það færðu bráðum að sjá“, sagði Rasmus um leið og hann lyfti upp vélhlífinni á bílnum, og gaf litlu negrastrákunum sinn ísinn hverjum. Það voru nefnilega þeir, sem ýttu bílnum áfram. Ráðning á krossgátu 1 síðasta blaði Lárétt: 1. Svartan. — 5. Jólagæs. — 6. Barninu. Lóðrétt: 1. Snjóbíll. — 2. Allur. — 3. Togni. — 4. Nískuna. Maður nokkur fór í bað- hús og týpdi þá vestinu sínu. Ári síðar fór hann aft- ur í baðhús. Þá fann hann vestið — innan und- ir skyrtunni sinni. 1. árg. Hitstjóri: Kristján J, Gunnarsson 16, febr, 1957 Litli brúni bangsinn og býflugurnar Langt inni í stóra greni- skóginum stóðu nokk- ur birkitré. Undir rótum eins birkitrésins hafði litli, brúni bangsinn graf- ið sér djúpa holu. Þar átti hann heima. Allan daginn hafði hann borð- að gómsætt hunang og þó var hann ekki saddur. Hann langaði í meira. Hann gekk í hægðum sínum frá holunni sinni undir birkitrénu eftir ljómandi fallegum skóg- arstíg. Þá sá hann gamalt furutré, svo gamalt að í stofni þess var stór hola. Þar inni var nóg af sæt- asta hunangi. Því höfðu iðnu, litlu býflugurnar safnað. En það var ekki auðvelt að ná f hunang- ið, því fjöldi af býflugum sveimaði kringum holu- munnann. Litli, brúni bangsinn settist á rófustubbinn sinn og hugsaði um, hvernig hann gæti náð í hunangið. Hann vildi ekki láta flugurnar stinga sig. En allt í einu heyrði hann hræðilegt suð. Bzzz, zzz, zzz, suðaði reiðilega allt í kring um hann og honum brá svo við, að hann stökk hátt upp í loftið. Hugsið ykk- ur bara, hann hafði sezt beint ofan á stóra bý- kúpu og flugurnar stung- ið hann í bakhlutann. En það var nú ekki nóg með það. Þegar hann stökk upp hljóp hann beint inn í holuna í trénu og rak nefið á kaf í hunangið. Litli brúni bangsinn lokaði augunum og beið þess, sem nú mundi ske. Skyldu allar flugurnar ráðast á hann? En bíðið þið nú við. Þegar reiðu býflugurnar sáu loðna skottið á litla, brúna bangsanum sveifl- ast til og frá- í holumunn- anum urðu þær svo hræddar, að þær flugu allar í burtu í langri, langri lest. Langt inn í skóginn flugu þær og þorðu ekki nærri strax að fara heim í holuna sína. Hvernig fór svo fyrir litla, brúna bangsanum? Já, nú skulið þið bara sjá, hvernig fór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.