Morgunblaðið - 19.02.1957, Side 1
í fyrri viku kom upp eldur í Jaguar-bifreiðaverksmiðjunum í Coventry í Englandi. Skemmdir urðu
geysimiklar — og er ætiað að þær nemi mörgum milljónum sterlingspunda. Myndin að ofan er tek-
in í sal þeim, er fullgerðar bifreiðir voru geymdar í. En yfirsýnin er dapurleg, þvi að allar eru þær
nú ónýtar.
Ætla Bandaríkin að verja
siglingaleiðina um Akabaflóa?
„Rússarnir
börðu mig“
Búdapest, 18. febr.
YRSTU opinberu réttarhöldin yfir Ungverjum þeim, er
teknir hafa verið höndum og sakaðir um þátttöku í upp-
reisninni á fyrra ári, hófust í Búdapest í dag. Áður hefur
herréttur fjallað um mál fjölmargra — og hafa tugir þeirra
verið dæmdir til dauða af honum — og líflátnir.
★ í dag voru 11 karlmenné-
og ein kona leidd fram í rétt-
inum — og eru sakargiftirnar
morð, vopnaburður og árásir
á stöðvar kommúnista.
lir Mjög öflugur hervörður
var í réttarsalnum. Enda þótt
réttarhöldin ættu að heita op-
inber, var engum hleypt inn
í salinn nema hann hefði sér-
stakt leyfi stjórnarvaldanna.
Allmargir erlendir fréttaritar-
ar voru viðstaddir, er réttar-
höldin hófust. Fyrsti sakborn-
ingurinn, sem Iciddur var
fram, var spurður að því,
hvort hann væri við góða
heilsu.
„Nei, Rússaarnir börðu mig“
— svaraði hann.
ir Ekki var þessum manni
leyft að segja meira, heldur
leiddur út í skyndi.
26.604
flótfamenn
NEW JERSEY, 18. febr. — A
sunnudaginn kom 272. flug-
vélin til Camo Kilmer, sem
flytiur ungverska flóttamenn
frá Austurríki til Bandarikj-
anna. Með flugvélinni voru 55
flóttamenn, og eru flótta-
mennirnir, sem komið hafa til
Bandarikjanna orðnir 26.604
að tölu.
Heildartala flóttamanna,
sem flúið hafa XJngverjaland
síðan uppreisnin var gerð í
lok liðins árs, nálgast nú óð-
um 200 þúsund.
New York og London, 18. febr.
DULLES utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Eban, ambassador
ísraels í Washington, hafa átt ‘langar viðræður að und-
anförnu. Stjórn ísraels hefur nú kvatt Eban heim til þess að gefa
fkýrslu um viðræðurnar. Eisenhower hefur látið svo um mælt,
að ísraelsmenn hefðu nú fengið eins örugga tryggingu fyrir því,
að ekki yrði gengið á rétt þeirra í Akaba-flóa og á Gaza-svæðinu,
og þeir gætu vænzt á þessu stigi málsins.
Krúsjeff gefur atliyglísverða yfirlýsingu:
„Nú munum við ekki yfir-
gefa Stalin"
Sfalinisminn í blóma á riý
Moskvu, 18. febrúar.
IGÆR höfðu höfðingjarnir í Kreml boð inni fyrir búlg-
örsku sendinefndina, sem nú er stödd í Moskvu. Var
glatt á hjalla og margar skálaræður haldnar. Athygli vakti
það, að Shepilov var ekki meðal veizlugesta, en Gromyko
var þar — svo og Búlganin og Krúsjeff. Nú sem endra nær
var það Krúsjeff sem mesta athyglina vakti, því að við
þetta tækifæri hlóð hann miklu lofi á félaga Stalin — og
hrósaði honum á hvert reipi. Um þessar mundir er ártíð
ræðunnar frægu, sem Krúsjeff flutti á flokksþinginu á fyrra
ári — þegar hann kallaði Stalin „brjálaðan fjöldamorð-
ingja.“
Fréttaritari brezka útvarps-
ins í Jerúsalem kveðst hafa
það eftir mönnum í utanríkis-
ráðuneyti fsraels, að Dulles
hafi boðið Eban það, að
Bandaríkjamenn sendu her-
skip inn á Akabaflóa, er
ísraelsmenn hefðu flutt lið
sitt þaðan — til þess að tryggja
þeim siglingaleiðina um fló-
ann — ef þess yrði þörf.
Ræða tillögu
Eisenhowers
WASHINGTON, 18. febr. — For-
maður utanríkismálanefndar öld
ungadeildar Bandaríkjaþings,
demokratinn Theodore Green,
fór í dag lofsamlegum orðum um
áætlun Eisenhowers um að veita
þjóðum Mið-Asíu hernaðar- og
efnahagsaðstoð, ef þær óskuðu.
Flutti Green framsöguræðu í
deildinni, er umræða um áætlun-
ina hófst, en umræða þessi mun
standa í nokkra daga. Bar demo
kratinn jafnframt fram tillögu,
sem felur í sér samþykki á áætl-
un Eisenhowers — nær óbreyttri.
ÁLASUNDI, 18. febr. _ Vetr-
arsíldarvertíðinni lauk í Nor-
egi á föstudaginn. Frá lokum
styrjaidarinnar hefur afla-
magnið á hverri vertíð vaxið
jafnt og þétt — að einu ári
undanskildu — en að þessu
sinni öfiuðu Norðmenn nær
helmingi minna en á vertíð-
inni í fyrra. Er þetta þó enn
verri útkoma, er tillit er tek-
Einnig mun Dulles hafa
sagzt skyldu sjá til þess, að
herir SÞ yrðu áfram við Ak-
abaflóa þar til ísraelsmenn
yrðu farnir úr landinu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá her-
stjórn ísraels munu ísraels-
menn alls ekki vera fúsir til
þess að fara með her sinn brott
frá flóanum fyrr en SÞ tryggi
það, að vera hers SÞ í Egypta-
landi sé ekki algerlega komin
undir duttlungum Egypta.
„Borazori'
NEW YQRK. — Hingað til hefur
demant verið harðasta efni, sem
við höfum þekkt. Nú hefur banda
rískum vísindamönnum við Wis-
consin-háskólann í Bandaríkjun-
um tekizt að búa til enn harðara
efni. Er þetta nýja efni, sem hef-
ur verið nefnt „Borazon“, svo
hart, að með því er hægt að
rispa demant. í það eru notaðir
ókenndir kristallar sem eru hert-
ir í ofsahita og við mikinn þrýst-
ing.
ið til þess, að aldrei hafa jafn
mörg síldveiðiskip verið gerð
út sem nú. Mörg skipanna öfl-
uðu nú ekki fyrir útgerðar-
kostnaði.
í fyrra öfluðust um 9,3 millj
ónir hi. á vetrarvertíðinni —
og var það alger mctveiði. Nú
var veiðin nær því helmingi
minni — eða 5,3 milljónir hl.
Útflutningsverðmæti aflans
En siðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar — og miklar
breytingar orðið á högum manna
í Kreml sem víða annars staðar
í ríkjum kommúnista.
Krúsjeff hóf ræðu sína á því
að minnast lítillega skiptanna,
sem urðu í utanrikisráðherra-
embættinu á dögunum — og kvað
nemur 200 milljónum norskra
króna.
Síldveiðinni er enn haldið á-
fram, en nú nefnist síldin
vorsíld. Sýnt er, að aflinn
verður rýr — og margir bát-
ar eru að hætta veiðum. Þorsk
veiðarnar við Lofoten hafa
einnig verið tregar og segja
má, að mikil óáran sé í vetur
við sjávarsíöuna í Noregi.
hann Gromyko halda þeirri
stefnu, er Shepilov hefði mark-
að.
Þá fór að færast fjör í
Krúsjeff — og hann kvað
Rússa ekki mega sýna neinum
þeim miskun, sem berðust á
móti þeiin. „Við verðum að
svara með enn öfiugri högg-
um“.
Þá barði Krúsjeff í borðið
og hrópaði: Við unnum styrj-
öldina við fasistana undir
handleiðslu Stalins. Og nú
munum við ekki yfirgefa Stal-
in. Hann hafði sína galla, og
við höfum gagnrýnt hann, en
við erum sömu skoðunar og
hann, því að hann var mikill
kommúnistaforingi og vernd-
ari stefnunnar, sem mörkuð
hcfur verið“.
Nú þarf hinn vestræni heim
ur ekki lengur vitnanna við.
Aftur hefur forystan í Kreml
horfið til Stalinismans. Ráð-
herraskiptin á dögunum hafa
ekki verið nein tilviljun. „Við
munum ekki yfirgefa Stalin,“
sagði Krúsjeff. Þeir munu
ekki yfirgefa stefnu „hins
brjálaða fjöldamorðingja“.
Neitunarvaldið
Bandaríska tímaritið „News
week“ skýrir frá því, að Mac-
millan hafi nú í undirbúningi
tillögur um breytta starfs-
hætti S. Þ. — og m.a. nmni
hann leggja til að neitunar-
valdið verði afnumið í Örygg-
isráðinu. Ef slíkt nær fram að
ganga munu viðhorfin innan
S.Þ. breytast mjög — og bú-
ast má við því, að stofnunin
verði ólíkt áhrifameiri og virk
ari aðili á alþjóðavettvangi,
en hún hefur verið hingað tii.
Nýtt Kominiorm
SAMKVÆMT erlendum blaða-
fregnum mun sterkur orðrómur
vera á kreiki — þess efnis, að
ákveðið hafi verið á kommúnista-
þinginu í Moskvu á dögunum að
endurvekja „Kominform". Er
álitið, að ekki líði langur tími
þar til allt verði komið í kring.
Áreiðanlegt er talið, að nú muni
„Kominform“ verða nefnt „AI-
þjóðaverkalýðshreyfingin“ — og
aðalaðsetur samtakanna verði í
Prag, því að þar er miklu betri
aðstaða til þess að líta eftir lepp-
ríkjunura en í Moskvu.
Velrarsáldim brást Norðmönnum