Morgunblaðið - 19.02.1957, Síða 10
10
MORCVNfíLAÐIÐ
f»riðjii«íníHH- 19 íebrúar 1957
— Bæjurútgerðin
Bv, Ingólfur Arnarson
Sigríðnr Magnúsdóttir
Laiidakofi, Saodgerði 70 ára
Framh. af bls. 9
1951 var hitaveituvatn leitt í stöð
ina. Var 11. s. m. byrjað að nota
það eingöngu við þurrkun á fiski
og lestarborðum, og hefur svo
verið gert síðan, þegar vatnsins
er ekki þörf til hitunar íbúðar-
húsa. Olíukyndingin er því aðeins
notuð í miklum kuldum, en að
öðru leyti höfð til öryggis.
Bæjarútgerðin hóf harðfisk-
verkun vorið 1951. Lét hún í þvi
skyni reisa hjalla í Breiðholts-
og Digraneslandi, sem hægt er að
herða á 6—7000 tonn af slægð-
um og hausuðum fiski.
Saltgeymsluhús hefur Bæjar-
útgerðin ekki látið reisa ennþá,
en hefur notazt við herskála til
þeirra þarfa, svo og til geymslu
á húðum og ýmsum öðrum út-
gerðarvörum.
STARFSEMIN SÍFELLT
AUKIZT
Eins og sjá má af framan.
greindu, hefur starfsemi Bæjar-
útgerðarinnar alltaf aukizt jafnt
og þétt, frá því er fyrsti togarinn,
„Ingólfur Arnarson", kom til
landsins, 17. febrúar 1947. Auð-
sætt, er, að þegar togararnir voru
orðnir átta að tölu, bar til þess
brýna nauðsyn að koma upp salt-
fiskverkunarstöð og harðfiskverk
unarstöð, sem rekin væri í sem
nánustu sambandi við togaraút-
gerðina til nýtingar aflans. Hefur
rekstur togaranna á margan hátt
verið auðveldari og hagkvæmari
fyrir hin nánu tengsl milli fisk-
vinnslunnar í landi cg togaranna
sjálfra, þar sem betri skilyrði
skapast við þetta til nýtingar afl-
ans, gjaldeyrisöflunar og vinnu
fyrir unga og gamla.
Um leið og starfsemin hefur
aukizt, hafa auðvitað allar vinnu-
launagreiðslur aukizt að sama
skapi, og má geta þess, að á ár-
inu 1947, fyrsta ári sem Bæjar-
útgerðin starfaði, námu launa-
greiðslur samtals kr. 1.916.000.00,
en launagreiðslur fyrir árið 1956
námu samt. um kr. 36.000.000.00.
Má af þessu marka aukningu
starfseminnar. Hins vegar munu
launagreiðslur frá ársbyrjun
1947 til ársloka 1956 samtals
nema um kr. 190.000.000.00. Auk
þessa hefur Bæjarútgerðin átt
margháttuð viðskipti við bæjar-
búa.
Framleiðsla togara Bæjarút-
gerðarinnar og fiskverkunar-
stöðvarinnar hefur jafnframt
mjög aukizt á tímabilinu, eins og
yfirlitstaflan ber meo sér,
þar sem bæði er gerð grein fyrir
magni og verðmæti framleiðsl-
unnar:
(Ath. töflu á bls. 9).
Eins og að framan getur, hefur
Bæjarútgerðin starfrækt tvær af
þremur helztu framleiðslugrein-
um sjávarútvegsins, saltfisjsfram-
leiðslu og harðfiskframleiðslu, en
hina þriðju grein vantar ennþá,
þ. e. hraðfrystinguna.
NAUÐSYN ÁHRAÐ-
FRYSTIHÚSI
Forráðamönnum Bæjarútgerð-
arinnar hefur lengi verið það
Ijóst, að mikil nauðsyn er fyrir
útgerðina að eignast hrað-
frystihús og hefur því verið leitað
eftir kaupum á Fiskiðjuveri rík-
isins, eins og getið hefur verið
um í blöðum fyrir skömmu, en
Fiskiðjuverið hefur ekki reynzt
falt til kups, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir. Bæjarstjóm Reykjavík-
ur hefur samþykkt að fela fram-
kvæmdastjórunum að hefjast
handa um útvegun lánsfjár til
byggingar hraðfrystihúss og
hefja annan nauðsynlegan undir-
búning að byggingarframkvæmd-
um.
Áður hafði borgarstjóri lagt til
við útgerðarráð og bæjarráð, að
hafizt yrði handa um þessar und-
irbúningsframkvæmdir, og yrðu
framkvæmdastjórum Bæjarút-
gerðarinnar faldar allar fram-
kvæmdir. Gerð hefur áður verið
grein fyrir hinu fyrirhugaða hrað
frystihúsi, en gert er ráð fyrir,
að það geti fryst 30 tonn af fiski
á sólarhring, miðað við venjuleg
an vinnutíma. fsframleiðsla á sól-
arhring verði um 30—40 tonn,
geymslur fyrir hraðfryst flök á-
ætluð að rúmi um 2.500 tonn.
Jafnframt er ráð fyrir því gert,
að stöðin verði þannig staðs. við
vesturhluta Reykjavíkurhafnar,
að hægt verði að flytja fiskinn
beint úr togurunum á færibönd-
um inn í frystihúsið, þar sem
fiskurinn er tekinn til vinnslu.
Kostnaður við hraðfrystihúsið
er lauslega áætlaður kr. 16.000
000.00.
Fullyrða má, að nægileg verk-
efni bíði þessa hraðfrystihúss,
þegar haft er í huga hið mikla
framleiðslumagn togara Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur. Jafnframt
má benda á, að væntanlega mun
togaraútgerð aukast frá Reykja-
vík innan skamms, ef hlutdeild
Reykjavikur á að haldast svo sem
verið hefur. En til þess að þessi
aukning verði að fullu gagni fyrir
Reykjavík og landið í heild, þurfa
auðvitað öll framleiðsluskilyrðí í
landi að vera hin fullkomnustu,
og við það miðuð, að unnt sé að
veita hámarksafla viðtöku og
verka hann í verzlunarhæfa vöru,
en hingað til hefur þetta ekki
verið hægt. Þess vegna hafa
Reykjavíkurskipin mjög oft orðið
að leggja aflann á land utan
Reykjavíkur, oftlega til mikilla
óþæginda fyrir áhafnir skipanna
og útgerðina í heild.
_FRÚ Sigríður Magnúsdóttir,
Landakoti, Sandg., varð 70 ára
á sunnudaginn 17. þ.m. Hún er
fædd að Tungu, Örlygshöfn við
Patreksfjörð hinn 17. febrúar
1887. Foreldrar hennar voru hjón-
in Bergljót Gunnlaugsdóttir og
Magnús Einarsson, sama stað. —
Sigríður missti föður sinn þegar
hún var 8 ára gömul, og eftir það
ólst hún upp hjá vandalausum í
Öriygshöfn til 13 ára aldurs. Þá
flutti hún til Patreksfjarðar, þar
sem hún dvaldi með móður sinni
og systkinum um fjögurra ára
skeið.
Til Reykjavíkur flutti Sigríður
árið 1913 og dvaldi þar í nokkur
ár og stundaði aðallega sauma-
skap, en hún var ágæt og mjög
vandvirk saumakona, og raunar
vandvirk við allt sem hún tók sér
fyrir hendur.
Um áramótin 1918—19 flutti
hún til Sandgerðis og tók við
heimilisstjórn hjá Árna Magnús-
syni, bónda og formanni, sem þá
bjó að Flankastaðakoti. Árið
1922 giftis hún Árna Magnússyni,
og fluttu þau að Landakoti um
það leyti, og hafa búið þar síðan.
Þeim Árna og Sigríði varð sex
barna auðið. Eitt þeirra dó í
vöggu, en hin öll eru komin til
fullorðinsára, og eiga þau Árni og
Sigríður því láni að fagna að
börn þeirra öll eru hin mann-
vænlegustu. Börn þeirra eru:
Ásta, gift í Keílavík; Óskar, út.-
gerðarmaður; Sigríður og Árni,
öll búandi í Sandgerði; og Einar,
flugstjóri hjá Loftleiðum, sem
býr í Reykjavík.
Upphaf þessa máls er að Sví-
inn að nafni Bertil Hermannsson
ók skömmu eftir áramótin í
leigubil með rússneskum kunn-
ingja sínum. Rússinn rétti honum
í bílnum lokað umslag, sem
Hermannsson vissi ekki og veit
ekki enn hvað hafði inni að halda.
Þegar hann hafði tekið við um-
slaginu, breytti leigubílstjórinn
um stefnu og ók með þá til næstu
lögreglustöðvar. Tók lögreglan
ReykvíklngafélagiS
ræiur framkv.stj.
REYKVÍKINGAFÉLAGIÐ hefur
nú ráðið til sín framkvæmda-
stjóra í stað Hjartar Hanssonat,
sem látinn er fyrir nokkru. Hefur
við starfinu tekið Sveinn Þórð-
arson bankaféhirðir í Búnaðar-
bankanum og hyggst hann á mið-
vikudaginn kemur efna til
skemmtifundar í Tjarnarkaffi,
og hefur hann hug á að auka
starfsemi félagsins eftir megni
og koma aftur á fót félagsiífi,
■ sem verið hefur dauft að und-
anförnu.
Sigríður Magnúsdóttir hefur
átt frekar erfitt ævistarf að ala
upp stóran hóp barna, fyrst börn
manns hennar frá fyrra hjóna-
bandi, en hann var ekkjumaður,
og síðan sín eigin börn. Oft voru
lítil efni, því sjómannshluturinn
var stundum stopuil í þá daga,
eins og síldin hefur brugðizt í
seinni ár. Þá var ekki kauptrygg.
ing sem bjargaði málinu við á
bátunum, ef illa gekk, eins og nú
til dags, en Árni var viðurkennd-
ur dugnaðarmaður, sem yfir-
steig alla erfiðleika. Nú líta þau
hjónin yfir sitt ævistarf að baki,
og sjá að þau hafa sigrað í lífs-
baráttunni, náð því takmarki sem
keppt var að, að koma börnum
sínum á legg, og gera þau að nýt-
um og góðum þjóðfélagsþegnum.
Þeir, sem komnir eru á efri ár,
sem kallað er, geta bezt séð
„tvenna tímana". Það er mismun-
ur á lífskjörum okkar íslendinga
fyrir og um síðustu aldamót og
jafnvel talsvert frameftir þessari
öld, borið saman við lífs-
venjur og kjör okkar í dag. Fáir,
ef þá nokkrir, hafa getað látið sig
dreyma um að slíkar breytingar
gætu átt sér stað. í gamla daga,
þegar frú Sigríður Magnúsdóttir
var að alast upp, var ekkert
þeirra daglegu nauðsynja til, sem
við höfum nú, og teljum að við
getum ekki án verið, svo sem
heimilsvélar, sími, rafmagn, bil-
ar, flugvélar o. s. frv., svo eitt-
hvað sé nefnt.
Sigríður Magnúsdóttir ber með
sér sérstakan presónuleika, hún
er orðvör, athugul og orðheldin,
annað er henni ekki að skapi. Ég
veit einnig að hún er frábitin öllu
oflofi eða skjalli um sig, lífs eða
liðna.
Sigríður dvelst nú að heimili
sínu í Sandgerði.
Hinir mörgu ættingjar og vinir
Sigríðar senda henni kveðjur og
árnaðaróskir í tilefni þessara
merku tímamóta á ævi hennar
og þakka henni fyrir gömul og
góð kynni, og óska þess af alhug
að hún megi eiga með fjölskyldu
sinni, eiginmanni, börnum og
barnabörnum gott og fagurt ævi-
kvöld.
T. K.
umslaðið af Hermannsson, sem
veit ekkert meira. Hann hafði
ekki beðið um þetta umslag og
veit ekki til að neinar upplýs-
ingar hafi verið í því sem hættu-
legar gátu verið.
Rilsfjóraskipli
við Víkinginn
KOMIÐ er út jan.—febr. hefti
Sjómannablaðsins Víkings. Rit-
stjóraskipti hafa nú orðið við
blaðið og er Halldór Jónsson loft-
skeytamaður tekinn við blaðinu
á ný, en hann var ritstj. Víkings á
árunum 1942—1945.
f þessu hefti Víkings má meðal
annars geta þessara greina:
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands 20 ára, eftir Ásgeir
Sigurðsson. Myndarlegt framtak
i Neskaupstað. Brimlending, eft-
ir Þórð Jónsson á Látrum.
Furðulegar deilur um Hamrafell.
Þá eru í heftinu ýmsar þýddar
greinar. Framhaldssagan, Þjóð-
verjinn sem slapp úr fangelsi.
Frívaktin. Fréttaopna o. fl.
HIJSGÖGIM
(Lítið notuð)
Sófi og tveir stólar úr rauðu leðri.
Útskorið skrifborð og stóll.
Til sýnis og sölu í Áhaldahúsi rafveitunnar
að Barónsstíg 24.
Ný endurbœtt gerð af
OLSENSKÖTLUM
í þessari auglýsingu ætlum við að vísa til meðfylgjancú
vottorðs frá sundhallarstjóranum í Keflavík. Við höfum
oft áður bent alþýðu manna á, að miðstöðvarkatlar okk-
ar, bæði katlar fyrir sjálfvirkar fýringar, sem framleidd-
ir eru í öllum stærðum frá 2 og upp í 50 fermetra, og katl-
ar með blásara, sem framleiddir eru frá 1 upp í 5 ferm.,
eru gerðir eftir nákvæmum athugunum, sem við höfum
gert sjálfir og miða við það, að gera katlana sparneytna,
— að geyma hitann, en glata honum ekki út um reykháf-
inn.
Meðfylgjandi vottorð talar sínu máli í þessu efni. Við
höfum aldrei látið staðar numið í viðleitni okkar til þess
að bæta katlana og nýi ketillinn, sem er endurbætt gerð
af eldri kötlum, er árangur af þessu þrotlausa starfi. Við
höfum bent á það áður og viljum gera það enn, að alþýða
manna á heimtingu á því að henni sé leiðbeint um það,
hvaða katlar fullnægi kröfunni um ítrustu sparneytni —
svo dýrt sem eldsneytið er orðið.
Hugsum okkur að við spöruðum 13 lítra af oliu á dag að
jafnaði, það yrði með núverandi olíuverði kr. 4.223.05
yfir árið. Hvað þá ef við spöruðum 12—13 þúsund lítra á
4 mánuðum?
Vottorðið frá Sundhallarstjóranum í Keflavík er svo-
hljóðandi: „Samkvæmt beiðni Ol. Olsen, Ytri-Njarðvík,
skal það hér með vottað, að í Sundhöll Keflavíkur var
um síðustu áramót settur 25 ferm. miðstöðvarketill frá
vélsmiðju framangreinds og er hann kynntur með „Gil-
barco“ olíubrennara, er brennir venjulegri húsaoliu. Áð-
ur var notaður koxketill kynntur með sjálvirkum olíu-
brennara. Mismunur á brennslu í þessum kötlum miðað
við jan., febr., marz og apríl 1955 koxketillinn 26.366 ltr.
jan., febr., marz og apríl 1956 Olsens-ketill 13.642 ltr.
Keflavík, 29. maí 1956.
F.h. Sundhallarnefndar Keflavíkur.
Hafsteinn Guðmundsson, sundhallarstjóri
(sign),
J Hér þarf engu við að bæta, nema að tala við okkur áður
en þér festið kaup annars staðar. — Varist eftirlíkingar.
j Vélsmiðja Ol. Olsen h.f., Njarðvik
Leyndarmál loka5a umslagsins
Stokkhólmi, 16. febr. Einkaskeyti frá NTB.
RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið hefur krafizt þess að tungu-
málasérfræðingur sænska sendiráðsins í Moskvu fari þegar úr
landi vegna misnotkunar stöðu sinnar. Sænska utanríkisráðu-
neytið hefur mótmælt þessu og staðhæfir að maðurinn hafi ekkert
brotið af sér.