Morgunblaðið - 19.02.1957, Page 12

Morgunblaðið - 19.02.1957, Page 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 19. febrúar 1957 GULA herbergrið eftir MARY ROBERTS RINEHART Framhaldssagan 56 lega andlitið væri þreytulegt, hafði hann góðar fréttir að færa. Hún verður orðin góð eftir skamman tíma, þrátt fyrir blóð- missinn, sagði hann. — Og hún hefur enga hugmynd um, hver skaut á hana. Vitanlega má hún ekki tala mikið enn, en þetta verð- ur víst ráðgáta fyrst um sinn. Greg stikaði fram og aftur um gólfið, sagðist þurfa að baða sig og raka og spurði, hvort þau myndu geta fengið matinn sendan upp. Það gerðu þau svo og borðuðu sunnudagsmatinn þarna upp í svefnherberginu. Það var einkenn andi fyrir Greg, að hann fussaði að sögu Maggie um ofurstan, eins og hann reyndar fussaði að öllu, sem ekki kom honum sjálfum bein- línis við. Carol gat ekki annað en dáðst að þessari gáfu hans. Já, hann var sami drengurinn og áð- ur, hvað sem öllum hetjuskap leið, og þótti gaman að lifa, jafn- vel þegar hann var timbraður. — Þessir Irar eru fullir af alls konar vitleysu, sagði hann og hló. — Gamli maðurinn hefur verið að hlaupa undan rigningunni, og svo er honum blandað í allt þetta stand. Hver veit nema Maggie sjálf hafi skotið á Elinor og svo búið til þessa sögu. Hún elskar Blinor ekki beinlínis nú fremur en fyrri daginn. Hann hélt fast við þá kenningu sína, að skotið hefði stafað af slysni. Carol fann, að hún sjálf var að fallast á þetta, enda ein- faldasta skýringin. En þegar Greg var farinn út að baða sig og raka og fá sér dúr á eftir, var eins og hún tæki ákvörðun með sjálfri sér. Hún tók ofan trúlofunarhringinn frá Don, í fyrsta sinn síðan hún hafði eignazt hann og lagði hann í skrautgripakassann sinn. Henni fannst hún vera frjálsari án hans, rétt eins og hún hefði losnað við draug, sem hefði fylgt henni. Á meðan þetta gerðist hafði UTVARPIÐ Þriðjudagur 19. febrúar: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga bamanna: — ..Lilh í sumarleyfi“ eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur; II. (Höfund- ur les). 18,55 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 19,10 Þingfréttir. — 20.30 Erindi: Starfsfræðsla og starfsval (ólafur Gunnarsson sálfræðingur). 20,55 Erindi með tónleikum: Jón Þórarinsson talar um tónskáldið Paul Hindemith. 21,45 Islenzkt mál (Jakob Bene- diktsson kand. mag.). 22,10 Passíu sálmur (2). 22,20 „Þriðjudagsþátt urinn“. — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa stjóm hans með höndum. 23,20 Dagskrár lok. — Miðvikmbigur 20. febrúar: Fastir Uðir eins og venjulega. 12,50—14,00 Við vinnuna: Tónleik ar af plötum. 18,30 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Óperulög. 19,10 Þingfréttir. Tón- leikar. 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson ritstjóri). 20,35 Lest ur fomrita: Grettis saga; XIV. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 21,00 „Brúðkaupsferðin". — Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur stjómar þættinum. 22,10 Passíu- sálmur (3). — 22,20 Upplestur: Hösku’.„ur Skagfjörð leikari les sögu úr bókinni „Vangadans" eft- ir Svavar Gests. 22,40 Létt lög (plötur). 23,10 Dagskrárlok. Dane tekið bílinn sinn og ekið í skrifstofuna til Floyds. Hann hafði ákveðið að skýra honum frá auða húsinu. Þá fengi Floyd eitt- hvað að dunda við, að minnsta kosti, annað en elta hann á rönd- um, hugsaði Dane og hló með sjálf um sér. En Floyd var ekki ein- samall, þegar þangað kom, heldur' £ háa-rifrildi við Campbell. Opin- beri ákærandinn var kaldur og harður á svipinn, og tuggði eld- lausan vindil. Hatturinn hans la á gólfinu við hliðina á stólnum og svipurinn á Campbell bar vott um fyrirlitningu og önugleika. — Hvað ætlaðistu til að ég gerði? spurði Floyd hvass. — Ég er hér einn míns liðs að Mason undanteknum og svo einum manni við umferðina. Ekki get ég sett upp verði um allan bæinn. Á þá ekki til. Ef ég fer fram á aukna hjálp, hækka bara skattarnir og skríllinn fer að veina og væla. — Þú veizt, að Lucy Norton sagði ekki allt, sem hún vissi, við réttarprófið, sagði Campbeh og hleypti hrúnum. — Já, og hvað um það? Átti ég að setja vörð við dymar hjá henni í spítalanum? Mannskapurinn þar hefur nóg annað að gera, skilst mér. Þú þekkir, hvemig bærinn hérna er staddur með mannafla: einn læknir eftir, engir menn fá- anlegir til rieins. Og hvað snertir þessa Hilliard-kvensu, ekki get ég gert að því þó að hana langi út að spássera í húðarrigningu um miðja nótt. Ekki get ég verið þar til þess að halda henni í rúminu, eða hvað? Hvorugur þeirra tók strax eftir Dane. Hann gekk samt að skrif- borðinu og stóð þar þangað til þeir höfðu talað út. Þá sagði hann: — Ég var að aka hérna um brautimar milli sumarbústaðanna í dag, sagði hann. — Kannizt þér við sumarbústað, sem heitir Greni hlíð. — Hann hefur staðið auður ár- um saman, svaraði Floyd. — Hvað um hann? — Ég hef grun um að einhver hafi sofið þar nýlega. Kannske flækingur, kannske einhver ann- ar. Tvö teppi á gólfinu og rúm, sem er uppi, hefur verið notað. Floyd þaut upp, — Já. það kemur mátulega; Nú er það einhver aðkomandi, er ekki svo? Það getur forðað vinafólki yðar í Crestview, er ekki svo? Ég kann að vera lítill lögreglumaður, en eitthvað á ég samt eftir af skilningarvitum enn. ' — Það væri vert að athuga þetta, svaraði Dane, og röddin var hógvær. — Þér, getið bölvað yður upp á, að ég skal athuga það, svaraði Floyd, — og ef þetta er gabb, Dane. ... — Það er ekki gabb frá minni hendi, að minnsta kosti. Campbell greip nú fram í. — Hvað haldið þér um þetta, majór? Hvernig rákust þér á þetta hús? Dane settist niður og dró upp vindling. — Ég veit varla, sagði hann. — Ég hef fengið þá hug- mynd, að í þessu máli sé einhver óþekkt stærð, eitthvert X. — En hver er X.? snörlaði í Floyd. — O, það er bara nafn, sem ég hef fundið upp handa sjálfum mér, og vitanlega yfir óþekkta stærð. Hefur frú Hilliard nokkuð getað sagt enn? — Það get ég varla sagt. Ekki annað en það, að hún viti ekki hver skaut á sig. Segist alls ekki hafa farið upp í brekkuna. Hafi ekki getað sofið og því gengið út fyrir og alla leið að moldargöt- unni. Veit, að hún var skotin og man eftir því, að hún datt. Það er allt og sumt. Dane varð hugsi. Vitanlega gat saga Elinor ekki borið sig, nema þetta, að hún hafði ekki farið sjálf upp í brekkuna. Það var satt. Hann leit á Floyd. — Var myrta stúlkan með gift- ingarhring, þegar þér funduð hana? — Hvað kemur það málinu við? Floyd var enn önugur. — Var hún það? Floyd sneri sér ólundarlega og dró út borðskúffu og upp úr henni kassann, sem Carol hafði þegar séð. Hann hvolfdi innihaldi hans á þerriblaðið fyrir framan sig. — Kviðdómurinn hefur fengið að sjá þetta, sagði hann ólundarlega, — en ég veit ekki, hvaða rétt þér hafið til að sjá það. Dane athugaði hlutina. Þarna var óekta eyrnarlokkur með perl- um í, sviðinn, og mjór gullhring- ur. Hann vó hringinn í hendi sér, bar hann síðan út að glugga og athugaði hann. Innan í honum var illa grafið letur. — Frá C. til M., s'agði Floyd, — ef þér eruð þá nokkru nær. — Vilduð þér lána mér hann í fimm mínútur? — Til hvers? — Það var bara dálítið, sem mér datt í hug. Segjum tíu mín- útur. Ég skal koma aftur um hæl. Dane beið ekki eftir svarinu. Um leið og hann fór, heyrði hann, að Floyd maldaði eitthvað í móinn, en Campbell svaraði. — Ef honum dettur eitthvað í hug, höfum við fulla þörf á því. — Að því er ég get bezt séð..... Dane var meira en tíu mínútur. Það leið hálftími, áður en hann Fylgist með tímanum Kaupið Bláu Gillette Blöðin í málmhylkjunum. Engar pappírsumbúðir. Hólf fyrir notuð blöð. Fylgist með tímanum og notið einnig nýju Gillette rakvélina Vél No. 60 kostar Kr. 37/- Bláu Gillette GLOBUS HF., Hverfisgötu 50. Sími 7148. ■ ÍJTSALA - Þessa viku verða allar barna- og kven- úlpur seldar með 20% afslætti. BEZT VESTURVERI Unglingur óskasf til snúninga fyrri part dags eða allan daginn. LYFJABÚÐIN IÐUNN MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — Það er enn einu sinni jörfinn, sem gerir okkur skrá- veifu. Sjáðu, hún er meidd og það mjög illa. 2) — Eg verð að sækja Anda og við eltum hana uppi. 3) — Nei, Markús. Það máttu ekki. Nú þegar Drottning er særð verðum við að hafa Anda fyrir forustuhund. 4) — Við getum ekki hætt á að hann meiðist líka. Við elt- um jörfann uppi seinna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.