Morgunblaðið - 20.02.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.02.1957, Qupperneq 6
6 MORCUNBIAÐIÐ Miðvikudagur 20 febr. 1957 Páll Jónsson Kaupmannahafnarbréf: Sumarblíða á Danaláði og kosningahugur grípur menn KAUPMANNAHÖFN, í febrúar 1957: — Hinn 1. febrúar var 10 stiga hiti í Kaupmannahöfn. — Þessi dagur er annars talinn kald asti dagur ársins, þegar á meðal hitann er litið. Allur veturinn fram að þessu hefur verið óvenju lega mildur, snjór varla sézt og frost verið sjaldgæf. ísbrjótarnir, sem áttu annaríkt fjóra undan- farna vetur, hafa legið í höfn. £inn þeirra var jafnvel lánaður Svíum fyrir jól. í lok janúar sáust fyrstu vor- blómin í görðunum. í byrjun febrúar fréttist, að kýr væru komnar á beit á nokkrum bónda bæjum á Jótlandi. Lævirkinn er kominn, og broddgölturinn er vaknaður af vetrardvalanum. — Með hverjum degi gera nýir vor- boðar vart við sig. Aðeins tvisvar áður á þessari öld, hafa veíur verið svona mildir. ★ KOSNINGAHUGUR í MÖRGUM Danir gera nú ráð fyrir þing- kosningum í maí. Upphaflega var hugmynd H. C. Hansens for- sætis- og utanríkisráðherra sú, að þær færu ekki fram fyrr en í lok kjörtímabilsins, þ. e. a. s. í september nk. En það er nú kominn mikill kosningahugur í alla flokkana og samvinnumögu- leikarnir virðast vera tæmdir. Kemur það sér ekki vel fyrir minnihlutastjórn. H.C. Hansen sagði fyrir skömmu, að pólitískt athafna— frelsi virtist vera að lamast, af því að þingkosningar færu í hönd. Gæti því orðið nauðsynlegt að efna til þeirra nokkrum mán- uðum fyrr en upphaflega var ætl- azt til. Danir vilja alltaf helzt komast hjá kosningum eftir að sumar- leyfi eru byrjuð. Elísabet Breta- drottning kemur til Kaupmanna- hafnar seinnihluta maí. Er því búizt við kosningunum í fyrri hluta maímánaðar.Fyrir skömmu sagði „Socialdemokraten", að þær mundu fara fram 14. maí. — Má telja sjálfsagt, að stjórnar- blaðið hafi góðar heimildir fyrir þessu. ★ PYLGI JAFNAÐARMANNA MINNKAR Við kosningamar verður fyrst og fremst um það barizt, hvort jafnaðarmenn eða borgaraflokk- aranir eigi að fara með völd. Það er ekki búizt við stóríelldri breytingu á flokkaskiptingunni. Samkvæmt nýjustu skoðanakönn un Gallupstofnunarinnar, hefur fylgi jafnaðarmanna minnkað dálíti, siðastliðna mánuði, en fylgi íhaldsmanna og réttarríkis- flokksins farið vaxandi. Hinir flokkarnir hafa staðið í stað. Blöðin eru þegar farin að ræða möguleikana fyrir stjórnarmynd- un eftir kosningarnar. Telja má líklegt, að mikið velti þá eins og áður á afstöðu róttæka flokks ins um það, hverjir fari fram- vegis með völd. En þrátt fyrir ítrekaðar spurningar, vill flokk- urinn ekki segja neitt fyrir fram um það, hvort hann muni styðja jafnaðarmannastjórn eða borgara lega stjórn. Þetta verða „peningakosningar" sagði Erik Eriksen, formaður vinstri flokksins, nýlega. Fyrir- sjáanlegt er, að þær muni fyrst og fremst snúast um efnahags- málin: „Gjaldeyriserfiðleikana, verðbólguna, kapphlaupið milli kaupgjalds og vöruverðs o. fl. ★ VÖRUSIKPTAHALLI Gjaldeyriserfiðleikarnir eru, eins og fyrri daginn, eitt aðal- vandamálið í Danmörku. Gjald- eyrisafkoman var lakari í fyrra en árið áður. Innflutningurinn jókst bæði að magni og verð- mæti. Innflutningsverðmætið varð 900 milljónum kr. meira en árið áður og komst í fyrsta sinn í sögu landsins upp í 9.000 millj. Útflutningsverðmætið jókst að vísu líka, en ekki nema um 350 milljónir upp í 7,550 milljónir. — Vöruskiptahallinn nam því 1,450 milljónum eða 60% meira en árið áður. Eftirtektarvert er, að útflutn- ingur landbúnaðarafurða hefir minnkað í fyrra dálítið bæði að verðmæti og magni, nam rúm- lega 4 milljörðum. Aftur á móti óx útflutningsverðmæti iðnaðar- vara um 15% upp í rúmlega 3 milljarða, aðallega vegna verð- hækkunar. Svo vel hefir viljað til, að duld- ar tekjur, sérstaklega tekjur af siglingum, hafa aukizt töluvert. Þrátt fyrir hinn mikla vöru- viðskiptahalla gerir hagstofan ekki ráð fyrir nema rúmlega 100 milljóna greiðsluhalla í fyrra, en árið 1955 var greiðslujöfnuður- inn hagstæður um 180 milljónir. Menn sjá fram á aukna gjald- eyriserfiðleika á þessu ári. Búizt er við, að innflutningurinn haldi áfram að aukast. Ólíklegt er talið að útflutningurinn geti aukizt að sama skapi. Við þetta bætist, að verðvísitala innfluttu varanna hefir eftir lolíun Súezskurðarins hækkað um meira en verðvísitala útfluttra afurða. í janúar jókst gjaldeyrisskuld þjóðbankans um 16 milljónir upp í 248 milljónir kr. * KYRRSTAÐA í FRAMLEIÐSLU Iðnaðarframleiðslan hefur svc að segja staðið í stað síðastliðin ár. Árið 1955 var hún aðeins lítið eitt meiri en árið áður, en í fyrra minnkaði hún dálítið. Hún hef- ur að visu farið vaxandi allra síðustu mánuðina, en þó aukizt langtum minna en í öðrum lönd- um Vestur-Evrópu. Atvinnuleysið jókst allmikið í fyrra. Voru að meðaltali 11% atvinnulausir eða nálega helm- ingi fleiri en í öðrum Vestur- Evrópulöndum. Þetta er sérstaklega ískyggi- legt, þar sem útboð á vinnuafli Báðar þessar myndir voru tekn- ar 7. febr. í Danmörku. En önnur var tekin í fyrra, hin í ár. Þykir Dönum veðráttan skiptast mjög í tvö horn, eitt árið eru Iangvar- andi grimmdarfrost, hitt árið springa blómin út á miðjum vetri. vex venju fremur mikið vegna óvenjulega margra fæðinga á stríðsárunum. Þetta fólk er nú að verða fullorðið og fer að gera vart við sig á vinnumarkaðinum. Kyrrstaðan í framleiðslunni er Dönum mikið áhyggjuefni og um leið alvarlegasta atriðið í efna- hagsmálum þeirra. Forsætisráð- herrann hefur hvað eftir annað talað um nauðsyn þess, að fram- leiðslan vaxi, og bent á, að til þess þurfi að auka fjárfestingu. En Dani skortir mjög tilfinnan- lega fé til fjárfestingar. Um þetta eru allir sammála, en aftur á móti greinir stjórnarflokkanna á um það, hvernig þjóðin eigi sbrif'ar ur daqleqa lifinu VELVAKANDI hefir gaman af góðum skáldskap. Þegar hann getur því við komið, situr hann við útvarpstækið sitt klukkan rúmlega 10 á kvöldin ög hlustar á Kvæði kvöldsins. Honum þótti mjög ánægjulegt, þegar þáttur þessi var upp tekinn í dagskrána, enda hafði hann hvatt til þess í dálkum sínum. — Ekki verður hér gagnrýnt valið á kvæðum þeim sem lesin hafa verið upp í vetur. Þau eru vafalaust upp og niður, eins og öll mannanna vexk og svo er þess einnig að geta, að í lýðfrjálsum löndum er smekkur manna mjög misjafn. Sem betur fer. Sumum finnst þetta kvæði gott og öðrum hitt. Það er alveg eins og það á að vera. Upplesturinn — og pípið EN það er annað sem við skul- um minnast lítillega á: upp- lesturinn og pípið á undan og eftir honum. Upplesturinn er með fáum heiðarlegum undantekning- um í svipuðum tónstiga. Grát- hljóðastemmningin hefir heltek- ið Kvæði kvöldsins. Hún getur átt við, en fyrr má nú rota en dauðrota. Upplesararnir ættu að hafa það í huga næst þegar grát- klökkvinn er að ná tökum á þeim við hljóðnemann. Ef kvæðið er ekki þeim mun dapurlegra, þá er til gamalt þjóðráð við þessu ástandi — að bíta á jaxlinn. Misjafn smekkur OG þá er það pípið. Það er vægast sagt óþolandi. Ámát- legt er varla nógu sterkt. Það getur vel verið, að þetta hljóð eigi við einhverjar sálir, en hitt er alveg víst, að það á ekki við öll kvæði. — Velvakandi hlustaði á „Dagens Digt“ í danska útvarp- inu um alllangt skeið. Hann hefst á einhverri fallegri tónlist sem á við það kvæði sem lesið er hverju sinni, síðan er tónlistin hverfluð út, þegar upplesturinn hefst og loks er svo tónverkið leikið til enda. Hér fellur allt hvað að öðru og er stemmningin miklu betri en í Kvæði kvöldsins. Iðnneminn — og „bjargráðin" EN nú er nóg komið af þessu og ekki úr vegi að fara inn á verzlegri hluti. — Velvakandi hitti nýlega iðnnema að máli. Hann lærir hina þarflegustu iðn — skipasmíðar. Er hann dugnað- arpiltur, þótt kaupið sé lágt, og stundar vinnu sína og nám af mikilli kostgæfni. — f miðju sam- tali sagði hann allt í einu: — Ég vildi, að þessi stjórn væri farin til fjandans! — Jú, sjáðu til, bætti hann svo við, ég ætl- aði að kaupa útvarpstæki fyrir nokkru, en var ekki búinn að safna fyrir því, þegar þau seld- ust upp. Ég varð svo auðvitað að bíða eftir næstu sendingu og nú eru þau komin aftur — aðeins 850 krónum dýrari en áður; kost- uðu 3000 krónur, en eru nú kom- in upp í 3850 krónur. Og nú verð ég að halda áfram að safna . . . . Sameiginlegt skipbrot VELVAKANDI lagði lítið til málanna, en sennilega hefir hann ekki haft neitt á móti því, að sumir „færu til fjandans". — Hann getur þó upplýst iðnnem- ann um, ef honum er einhver huggun í því, að ritvélin sem hann skrifar þetta rabb á er um 350 krónum dýrari en sams kon- ar vélar voru fyrir 2—3 mánuð- um. Þá ætlaði Velvakandi að kaupa ritvél, en fékk ekki. Nú hefir hann fengið sína nýju vél — en er jafnframt 350 krónum fá- tækari en ef hann hefði keypt hana fyrir áramót. Svona er þetta iðnnemi sæll. Það hafa fleiri beð- ið skipbrot en þú. að afla sér þessa fjár, án þess að stofna gjaldeyrismálunum í voða. Margir eru vantrúaðir á, að það takist með eðlilegri spari- fjármyndun á meðan jafnaðar- menn fara með völd í landinu. ★ ERELENT FJÁRMAGN Ríkisstjórnin hefur nýlega lát- ið gefa út dálítinn bækling á heimsmálunum. Er þar m. a. skýrt frá skilyrðum fyrir er- lendri fjárfestingu í Dan- mörku. Ríkisstjórnin gerir sér vonir um, að þessi bæklingur muni draga erlent fé, sérstaklega amerískt, til Danmerkur. Stjórn- inni er þó ljóst, að þetta er að eins eitt af mörgu, sem gera þarf í þessum efnum. Fjárfestingarþarfirnar eru mikl ar og margvíslegar. Danir þarfn- ast m. a. fjárfestingar, til þess að hægt verði að auka fram- leiðslu til útflutnings. En margt annað kemur til greina. Vegna vaxandi skorts á olíu og kolum verða Danir að hagnýta sér kjarn orkuna sem fyrst. Þeir eru að koma sér upp kjarnorkustöð á Hríseyjarskaga við Hróarskeldu- fjörð. Hún kostar líklega 100 milljónir kr. En þetta er aðeins tilraunastöð. Þeir sem bjartsýn- astir eru, búast varla við að Danir eignist kjarnorkurekið raforkuver fyrr en að 8 árum liðnum. Margar aðrir verklegar fram- kvæmdir eru nauðsynlegar þ. á. m. ýmsar samgöngubætur. Vegna þrýstiloftsflugvélanna verður Kastrupflugvöllurinn stækkaður og nýjar byggingar reistar þar á næstu árum fyrir nálega 200 milljónir króna. Bættar samgöng- ur milli dönsku landshlutanna og milli Danmerkur og meginlands- ins þola ekki bið. Við þetta bæt- ist, að húsnæðiseklan er stöðugt mikil. Fáll Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.