Morgunblaðið - 20.02.1957, Qupperneq 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. febr. 1957
— Ræða
Framh. af bls. 9
arinnar um þessa fyrirhuguðu
byggingu, en þó skildist okkur að
enn hefði engin áætlun verið
gerð um stærð, staðsetningu og
gerð þessa heimilis og engin
kostnaðaráætlun þar af leiðandi
verið gerð. Eru hér óneitanlega
gerðar minni kröfur um rökstuðn
ing fyrir fjárveitingu en gerðar
eru til sveitastjórna og annarra
aðila í sambandi við fjárbeiðnir
til skólabygginga, hafnargerða og
annarra framkvæmda, sem verða
ekki aðeins að sjálfsögðu að
senda umsókn um fjárveitingu,
sem virðist vera lágmarkskrafa,
heldur einnig leggja fram kostn-
aðaráætlun og teikningar, þar
sem það á við.
FRAMLÖG TIL STOFNSJÓÐA
OG LÁN TIL HAFNARGERÐA
Af okkar hálfu var í nefndinni
lagt til, að breytt yrði í óaftur-
kræf framlög nokkrum fleiri lán-
um ríkissjóðs til stofnlánadeilda
landbúnaðarins en gert var ráð
fyrir í fjárlagaframvarpinu og
auk þess má benda á, að við
fjárlagaumr. í fyrra kom fram
sú skoðun Sjálfstæðismanna, að
ián af greiðsluafgangi 1955 hefðu
átt að vera þá þegar óafturkræf
framlög. Varð nefndin sammála
um að mæla með að svo yrði
gert, enda gegna þessir sjóðir,
svo og aðrir þeir sjóðir, sem lagt
er til i fjárlagafrv. að veita hlið-
stæða aðstoð, svo mikilvægu hlut-
verki í þjóðfélaginu, að fé það,
sem til þeirra hefir verið lagt sem
lánsfé af greiðsluafgangi ríkis-
sjóðs, er ekki annars staðar bet-
ur komið, enda eru sjóðir þessir
allir mjög fjárþurfi.
í sambandi við tillögu nefnd-
arinnar um að hækka ábyrgðar-
heimild ríkissjóðs vegna hrað-
frystihúsa, mjólkurbúa og fiski-
mjölsverksmiðja upp í 50 millj.
kr. töldum við rétt að hækka
einnig hámark ábyrgðarheimild-
arinnar fyrir hvert fyrirtæki úr
60% í 80%. Hefir reynslan stað-
fest það, að fyrirtækjum þessum
er algerlega um megn að afla
þeirra 40% af kostnaðarverðinu,
sem er umfram ríkisábyrgðina,
enda mun Framkvæmdabankinn
hafa bundið lánshámark sitt við
ábyrgðarheimildina. Samkomu-
lag var ekki um að gera þessa
breytingu, á þessu stigi málsins
að minnsta kosti, en þess er þó að
vænta, að sú nauðsynlega hækk-
un verði gerð á ábyrgðarheimild-
inni fyrir lokaafgreiðslu fjárlaga.
Þá höfum við lagt fram í nefnd-
inni tillögu um að heimila ríkis-
stjóminni að taka allt að 10 millj.
kr. lán til þess að greiða vangold-
in framlög ríkissjóðs til hafnar-
gerða víðs vegar um landið. Er
hér um mikið nauðsynjamál að
ræða. Á síðastliðnu ári var 1.2
millj. kr. af greiðsluafgangi varið
í þessu skyni. Nú á þessu ári eru
fyrirhugaðar hafnarframkvæmd-
ir, flestar mjög knýjandi, sem
áætlað er að kosta munu nálega
60 miUj. kr. Hrökkva fjárveiting-
ar skammt til að mæta lögboðn-
um hluta ríkissjóðs af þeim kostn
aði og því erfiðara er fyrir hafn-
irnar að eiga inni vangoldin fram
lög ríkissjóðs frá fyrri tíma. Er
raunar mikil nauðsyn að taka
hafnarmálin til allsherjarathug-
unar, einkurn ákvæðin um skipt-
ingu kostnaðarins og þar sem svo
að segja ógerlegt er nú að fá lán,
þá þyrfti ríkissjóður raunveru-
lega að taka sérstakt lán til að-
kallandi hafnarframkvæmda, en
á þessu stigi málsins höfum við
takmarkað okkur við skuldirnar,
enda liggur fyrst og fremst fyrir
að greiða þær. Þessi tillaga er
enn til athugunar í nefndinni.
Svo sem frams. meiri hl. tók
fram, eru enn allmörg mál óaf-
greidd hjá nefndinni. Bíður
þannig til þriðju umræðu að gera
tillögur um framlög til sjúkra-
húsa, raforkuframkvæmda og at-
vinnuaukningar. Eðlilegt hefði
Magnúsar
verið að hækka verulega fjár-
veitingu til malbikaðra vega í
kaupstöðum og kauptúnum og
einnig að leggja nokkurt fé til
félagsheimilasjóðs til þess að
leysa brýna þörf hans, en þar sem
sérstök frumvörp liggja fyrir
þinginu um fjáröflun í þessu
skyni, höfum við ekki gert um
þetta tillögur á þessu stigi máls-
ins. Nefndin hefir ekki enn tekið
ákvörðun um, hvort hún leggur
til að ríkissjóður taki á sig að
greiða lán þau, sem veitt voru
útvegsmönnum með ríkisábyrgð
vegna þurrafúa í skipum þeirra.
Miðað við afkomu útgerðarinnar
er raunar ljóst, að þeim verður
um megn að greiða þessi lán.
Þá kem ég að þeim tillögum,
sem við í minni hl. nefndarinnar
berum fram á þskj.
SÉRTILLÖGUR SJÁLFSTÆÐ-
ISMANNA
í fyrsta lagi leggjum við til að
hækka fjárveitingu til nýrra ak-
vega um rúmar 2,3 millj. kr., en
það er um 15% hækkun frá til-
lögum nefndarinnar á þskj. 252.
Skiptum við þessari hækkun
hlutfallslega jafnt á alla vegi
miðað við tillögur nefndarinnar
á þskj. 252. Töldum við það eðli-
legast, þar eð þingmenn hafa haft
aðstöðu til þess að koma sínum
sjónarmiðum á framfæri í sam-
bandi við þá skiptingu. Þá leggj-
um við til, að fjárveiting til end-
urbyggingar þjóðvega hækki um
160 þús. kr., fjárveiting til end-
urbyggingar gamalla brúa hækki
um 300 þús. kr. og verði nú ekki
aðeins bundin við stórbrýr og
fjárveiting til fjallvega hækki
um 160 þús. kr., sem er samsvar-
andi hækkun og við höfum lagt
til varðandi aðrar verklegar fram
kvæmdir.
í öðru lagi leggjum við til að
hækkaður verði um helming
styrkur til St. Jósefsspítalanna í
Reykjavik og Hafnarfirði, eða úr
5.00 í 10.00 á legudag. Sjúkrahús
þessi hafa mjög mikilvægu hlut-
verki að gegna og eins og sakir
standa að minnsta kosti er óger-
legt að komast af án þeirra. Ef
ríki og bær ættu að reka þessi
sjúkrahús yrði það margfalt dýr-
ara en hér er lagt til að veita til
þeirra. — Teljum við ekki
sæmandi að neita beiðni um
sanngjarna aðstoð frá aðilum,
sem svo þjóðnýtt hlutverk leysa
af hendi.
1 þriðja lagi leggjum við til.að
fjárveiting til að greiða vangold-
in framlög vegna skólabygginga
verði hækkuð um 800 þús. kr.
Þegar lögin um fjármál skóla
voru sett árið 1955 höfðu safn-
azt saman háar fjárhæðir í van-
goldnum framlögum ríkissjóðs
til skólabygginga. Með lögum
þessum var ákveðið að frá þeim
tíma skyldi komið fastara skipu-
lagi á þessi mál, en gert var ráð
fyrir að greiða áfallnar skuldir
á fimm árum. Nú standa hins
vegar svo sakir, að eftir er að
greiða sveitafélögunum rúmar 11
millj. kr. og til þess að auðið
verði að greiða þessar eftirstöðv-
ar á fjórum árum þarf fjárveit-
ingin að vera 2.8 millj. á ári. Er
samt ekki hægt að fylgja hinni
upphaflegu áætlun, því að tvö ár
eru þegar liðin, svo að greiðslu-
tíminn verður sex ár, en óviðun-
andi er með öllu að draga lengur
að greiða sveitafélögunum þessi
framlög, því að fæst þeirra mega
við því að fá framlögin ekki
greidd árum saman.
í fjórða lagi leggjum við til að
hækka framlag til lánasjóðs
stúdenta um 100 þús. kr. Vegna
mikillar fjölgunar stúdenta og
aukins námskostnaðar hefir sjóð
urinn ekki enn bolmagn til þess
að fullnægja lánaþörfinni. Sjóðs
stjórnin hefir sótt um 150 þús. kr.
hækkun og teljum við sanngjarnt
að koma nokkuð til móts við þær
óskir.
í fimmta lagi leggjum við til,
að framlag til íþróttasjóðs verði
hækkað í 2 millj. kr. eða um 800
þús. íþróttasjóði er ætlað að
Jðnssonar
styrkja byggingu íþtróttamann-
virkja og efla íþróttalífið í land-
inu með ýmsu móti. Framkvæmd
ir á þessu sviði hafa hins vegar
verið svo miklar undanfarin ár,
að íþróttasjóður hefir ekki nema
að mjög takmörkuðu leyti getað
veitt þá styrki, sem til er ætlazt.
Framíag ríkissjóðs var nokkuð
hækkað í fyrra, en sjóðurinn er
enn í mikilli fjárþröng. Hefir
þessi fjárskortur sjóðsins valdið
miklum vandræðum víða um
land, því að treyst hefir verið á
aðstoð hans. — Þá bætist það
einnig við, að Reykjavíkurbær
hefir varið miklu fé til þess að
koma upp hinum mikla íþrótta-
vang í Laugardalnum, sem er
mikið áhugamál íþróttasamtak-
anna, því að tilfinnanlega vantar
hér leikvang fyrir milliríkjaleiki
og stór íþróttamót. Hefir íþrótta-
sjóð skort fé til þess að veita
styrk til þessa mikla mannvirkis
nema að litlu leyti. Er ætlunin að
taka leikvang þennan í notkun
í sumar, en til þess þarf enn
mikil fjárframlög. Minnihluti
nefndarinnar hefir ekki talið
fært að taka upp sérstaka fjár-
veitingu til íþróttaleikvangs
þessa, þar sem skórinn kreppir
víða að i þessu efni, en telur eðli-
legast að hækka verulega fjár-
veitingu til íþróttasjóðs, og yrði
því fé þá aftur ráðstafað eftir því
sem stjórn sjóðsins teldi sann-
gjarnast.
í sjötta lagi er lagt til að veita
2 millj. kr. til smíði nýs varð-
skips. Með þingsályktun frá síð-
asta Alþingi var ákveðið að hefja
undirbúning að smíði nýs varð-
skips. Efling landhelgisgæzlunn-
ar er þjóðarnauðsyn, og það er
skoðun okkar, að byrja eigi nú
þegar að leggja til hliðar fé til
smíði skipsins, enda hefir dóms-
málaráðherra óskað eftir fjár-
veitingu í því skyni.
1 sjöunda lagi leggjum við til
að hækka um 150 þús. kr. fjár-
veitingu til sjúkraflugvalla. Flug
vellir þessir skapa mjög aukið
öryggi fyrir strjálbýlið og þarf
að koma þeim upp sem víðast.
í áttunda lagi leggjum við til
að hækka framlag ríkissjóðs til
iðnlánasjóðs úr 450 þús. í 1 millj.
kr. Ríkið leggur nú árlega all-
mikið fé til stofnlánadeilda land-
búnaðar og sjávarútvegs, en fjár-
ráð iðnlánasjóðs eru enn alltof
lítil til þess að hann geti verið
fullnægjandi stofnlánasjóður fyr-
ir iðnaðinn. Fyrir þinginu liggja
nú tvö frumvörp um eflingu iðn-
lánasjóðs, en þau verða sýnilega
ekki afgreidd fyrir lokasamþykkt
fjárlaga og því vafasamt að þau
geti tryggt sjóðnum aukið starfs-
fé á þessu ári, þótt að lögum
yrðu. Teljum við því nauðsynlegt
að veita sjóðnum nú þegar ein-
hverja úrlausn og væntum þess,
að tillaga þessi verði samþykkt,
enda er hún í samræmi við ósk
hæstv. iðnaðarmálaráðherra um
fjárveitingu til sjóðsins á þessu
ári.
1 níunda lagi leggjum við til að
fjárhæð sú, sem meirihl. hefir
lagt til að verja til Norðurárdals-
brúar í Skagafirði verði í þess
stað lögð til brúar á Hjaltadalsá
í sama héraði. Er þetta eina breyt
ingartill. okkar um skiptingu
fjár til verklegra framkvæmda.
Ástæða þessarar tillögu er sú, að
nægilegt fé er þegar lagt til hlið-
ar til þess að byggja brúna á
Norðurá á þeim stað, sem eðli-
legast er að byggja hana og bæði
núverandi og fyrrverandi vega-
málastjóri og yfirverkfræðingur
brúagerða hafa lagt til að hún
væri staðsett. Teljum við ósæm-
andi með öllu að fara þannig með
ríkisfé sem lagt er til af meirihl.
nefndarinnar.
Væntanlega fær nefndin til
meðferðar fyrir þriðju umræðu
tillögur nefndar þeirrar, sem
endurskoðað hefir lög um ný-
býli og stofnlánadeildir Búnaðar-
bankans. Eru því lánamál þess-
ara sjóða ekki tekin til athugun-
ar við þessa umræðu.
Tillögur minnihl. nefndarinnar
leiða af sér 7.392 þús. kr. útgjalda
hækkun á fjárlagafrumvarpinu.
Er það aðeins tæpt 1% af vænt-
anlegum heildarútgjöldum ríkis-
sjóðs árið 1957, að samþykktum
þeim tillögum, sem nefndin öll
stendur að. Munu þetta vera lang
samlega lægstu útgjaldatillögur,
sem minnihl. fjárveitinganefnd-
ar hefir til þessa lagt fram og
stingur mjög í stúf við vinnu-
brögð minnihl. nefndarinnar und
anfarin ár. Hefði því fjármála-
ráðherra verið sæmra að láta
blað sitt fara viðurkenningarorð-
um um þessa mjög svo ábyrgu af
stöðu okkar í nefndinni, heldur
en að saka okkur um ábyrgðar-
leysi, þótt það sé að vísu vafa-
samur heiður að fá hrós frá því
blaði.
HVAR ER STEFNU-
BREYTINGIN?
Vafalaust hafa ýmsir búizt við
mikilli stefnubreytingu um af-
greiðslu fjárlaga með tilkomu
nýrra ráðamanna, sem mjög
höfðu talað hávært um nauðsyn
þess að gerbreyta um stefnu í
fjármálum ríkisins sem á öðrum
sviðum þjóðlífsins. Til þess að
auðvelda þessa umbyltingu í
fjármálastjórninni var kommún-
isti gerður að formanni nefndar-
innar í stað Sjálfstæðismanns áð-
ur. Er ég með þessum orðum
ekki að varpa neinum hnútum að
form. nefndarinnar persónulega,
því að hann hefur rækt vel sitt
starf. Nýsköpun fjármálakerfis-
ins hlaut því að vera á næsta
leyti. Að vísu var fjárlagafrum-
varpið lagt fyrir þingið í svipuðu
formi og áður, að því viðbættu
að útgjöld voru nú miklu hærri
en nokkru sinni fyrr, og öll
gömlu skattafrumvörpin, sem
framlengd hafa verið frá ári til
árs og einnig viðbótarskattar til
ríkissjóðs frá síðasta þingi, voru
lógð fram í þingbyrjun, en allt
var þetta gert með þeim fyrir-
vara, að hin „varanlegu úrræði"
í efnahagsmálunum myndu vænt
anlega leiða til annarrar niður-
stöðu.
Hinn nýi formaður fjárveit-
inganefndar talaði af mikilli var-
færni um þá stefnu, er fylgt yrði
við afgreiðslu fjárlaga, er hann
talaði við 1. umræðu fjárlaga-
frumvarpsins. Hins vegar liggja
fyrir mjög greinargóðar upplýs-
ingar um það, hvernig núverandi
samstarfsflokkar hæstvirts fjár-
málaráðherra hafa litið á þá fjár-
málastefnu, sem hann hefir talið
eina ljósa blettinn í efnahags-
kerfinu. Þessar upplýsingar er að
finna í nefndaráliti minnihluta
fjárveitinganefndar við 2. um-
ræðu fjárlaga fyrir árið 1956, en
þeir háttvirtu þingmenn, sem þá
skipuðu minnihl. nefndarinnar,
eru nú báðir orðnir ráðherrar og
hafa því sérstaklega góða aðstöðu
til þess að hafa áhrif á afgreiðslu
fjárlaga.
í nefndaráliti þeirra Hannibals
Valdemarssonar og Lúðvíks Jós-
efssonar segir m.a.:
„Þó að leitað sé með logandi
ljósi, eru engar tillögur í sparn-
aðarátt finnanlegar í tillögum
meirihl. nefndarinnar. Með af-
greiðslu fjárlaga fyrir árið 1956
verður því haldið trúlega áfram,
aðeins með auknum hraða á
þeirri braut, sem mörkuð var
með gengislækkuninni og farin
hefir verið óslitið síðan. Vörð-
urnar við þann veg eru, eins og
allir þekkja, bátagjaldeyrir, tog-
aragjaldeyrir, vaxandi niður-
greiðslur, sístækkandi embættis-
bákn, aukinn milliliðagróði,
ölmusustyrkur til atvinnulífsins,
skattpíning einstaklinga, dýrtíð-
arflóð og margföldun ríkisút-
gjalda".
Og enn segir í nefndaráliti
þeirra:
„Við undirritaðir getum ekki
fallizt á, að fjárlögin verði enn
sem fyrr afgreidd í samræmi við
þessa óheillastefnu, sm jafnvel
sterkustu stuðningsmenn stjórn-
arinnar viðurkenna fyrir þjóð-
inni, að sé að þrotum komin."
Þótt ekki væri hægt að búast
við mikilli stefnubreytingu hjá
hæstvirtum fjármálaráðherra,
sem jafnan hefir verið mjög á-
nægður með fjármálastjórn sína,
þá mátti gera ráð fyrir að þessir
áhrifaríku samherjar hans
myndu ekki vilja una því, að á-
fram væri fylgt „óheillastefnu",
sem þeir töldu vera að „þrotum
komna" á sl. ári og getur þá varla
verið á marga fiska nú.
VERKIN TALA.
Nú hafa þessir skeleggu ádeilu-
menn á fjármálastjórn fyrri ára
fengið sitt mikla tækifæri til
þess að koma umbótatillögum
sínum á framfæri í ráðherra-
nafni. Og eftir að stjórnarliðið í
fjárveitinganefnd hefir nú farið
höndum um fjárlögin undir for-
ustu flokksbróður nýsköpunar-
mannanna frá sl. ári tala stað-
reyndirnar sínu skýra máli:
„Skattpíning einstaklinga" er
nú meiri en nokkru sinni áður.
Allir gömlu skattarnir hafa verið
framlengdir, einnig skattarnir
frá síðasta þingi og söluskattur-
inn, sem kommúnistar og raunar
einnig Alþýðuflokksmenn hafa
ekki átt nógu stór orð til að for-
dæma. Að auki var svo 250—300
millj. kr. bætt við skattabyrðina
nú um þessi síðustu áramót.
Niðurgreiðslur eru nú hækkað-
ar úm 26.5 millj. kr. og eru nú
áætlaðar samtals 83.5 millj. kr.
eða hærri en nokkru sinni áður.
Er þá ekki meðtalin niður-
greiðsla á olíuverði, sem mun
nema milli 10—20 millj. kr.
„Embættistáknið" heldur á-
fram að stækka og kostnaður við
það meiri nú en nokkru sinni
fyrr, nýjar nefndir eru skipaðar
svo að segja vikulega og eitt aðal-
áhugamál stjórnarflokkanna er
að koma gæðingum sínum í laun-
aðar stöður hjá ríkinu.
Öll vitum við hvernig fór með
„ölmusustyrkina til atvinnulífs-
ins“ og fjárlögin sjálf bera merki
um árangur baráttunnar gegn
dýrtíðinni í allt að 50 millj. kr.
hækkun, beinlínis vegna „bjarg-
ráða" ríkisstjórnarinnar.
Og svo er loks baráttan gegn
„margföldun ríkisútgjalda". sem
mun sennilega ljúka með þeim
glæsilega árangri, að útgjöld rík-
issjóðs verði yfir 800 millj. kr. í
fyrstu fjárlögum vinstri stjórnar-
innar eða 140—150 millj. kr.
hærri en síðustu fjárlög fyrrver-
andi ríkisstjórnar, sem átti að
vera að koma öllu í þrot.
Hér er því sannarlega frækileg
ur sigur unninn, en þó er eftir
sparnaðarþátturinn. Það þarf
sennilega ekki skært ljós til þess
að finna sparnaðartillögurnar. í
nefndaráliti hinna tveggja núver-
andi hæstv. ráðherra var kvartað
yfir því, að sparnaðartillögur
þeirra á undanförnum árum
hefðu allar verið felldar og því
teldu þeir tilgangslaust að flytja
slíkar tillögur. Þó gerðu þeir heið
arlega tilraun með að leggja til
að lækka fjárveitingu til samn-
inga við önnur ríki og þátttöku
í alþjóðaráðstefnum. Þær voru
auðvitað felldar af hinu vonda
stjórnarliði. En nú er hið gullna
tækifæri komið. Nú er ekki leng-
ur hætta á að sparnaðartillög-
urnar verði felldar fyrir þessum
ágætu mönnum, því að naumast
hefur fjármálaráðherrann á
móti því að spara. En hvað ger-
ist? Ekki ein einasta sparnaðar-
tillaga, hversu sterkt ljós sem er
notað við leitina. Og fjárveitingin
til alþjóðaráðstefna stendur ekki
aðeins í stað heldur er hún hækk-
uð mjög verulega, sennilega til
þess að hægt sé að koma hinum
nýju stjórnarherrum á sem flest-
ar ráðstefnur. Og enginn talar nú
um að leggja niður sendiráð, þótt
nú sé tækifæri til þess.
STJÓRNARLIÐ Á HLAUPUM
Niðurstaðan af tilkomu hinna
nýju stjórnarherra er því sú, að
áfram er haldið með enn meiri
hraða en áður eftir þeirri stefnu,
sem þeir í fyrra nefndu „óheilla-
stefnu", er væri að þrotum kom-
in. —
Stjórnarliðinu mun raunar
vera ljóst, að þeim, sem lesið
hafa og hlýtt á boðskap þess að
undanförnu þyki nokkuð skorta
á nýju stefnuna, sem boðuð hafði
verið. Er reynt að afsaka stjórn-
arliðið í nefndaráliti meirihluta
Framh. á bls. 19