Morgunblaðið - 20.02.1957, Blaðsíða 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvilcvidagur 20 febr. 1957
Iðnaðar- eða geymsluhúsnæði
100—300 fermetra, sem næst höfninni, óskast til
kaups eða leigu. Tilboð merkt: X-100 — 2050, send-
ist afgr. blaðsins fyrir 25. þ.m.
Nýkomið
12 manna kaffistell. Verð frá kr. 324.00.
12 manna matarstell. Verð frá kr. 476.00.
Stök bollapör, margar gerðir. Verð frá kr. 6.80.
Matardiskar, djúpir og grunnir. Verð frá kr. 9.00.
Odýr vatnsgiös o.m.fl.
Verzlúnin Ingólfur
Grettisgötu 86 — Sími 3247
Irésmíðafélag Reykjavíkur
tilkynnir
Allsherjaratkvæðagreiðsla
um kjör stjórnar og í aðrar trúnaðarstöður í félag-
inu fer fram á skrifstofu félagsins, Laufásvegi 8,
laugardaginn 23. þ. m kl. 14—18 og sunnudaginn
24. þ. m. kl. 10—12 og 13—20.
Kjörstjórnin.
1 O g Félai élag kjötverzlana matvörukauomanna
halda sameiginlegan félagsfund um nýju verðlags- ákvæðin í kvöld kl. 8,30 í Félagsheimili V. R., Von- arstræti 4.
Féíag kjötverzlana, Félag matvörukaupmanna.
Félag vefnaðarvörukaupmanna
® B
Skókaupmannafélagið
halda sameiginlegan félagsfund um nýju verðlags-
ákvæðin á morgun — fimmtudag — kl. 4 síðdegis
í Félagsheimili V. R., Vonarstræti 4.
t
Félag vefnaðarvörukaupmanna
Skókaupmannafélagið.
Hestamannafélagið FÁKUR
AÖalfundur
félagsins verður haldinn í Aðalstræti 12
í kvöld klukkan 8,30.
Kosningar.
Lagabreytingar.
Afhending verðlauna.
Fáksfélagar! Takið þátt í félagsstarfinu
og fjölmennið á fundinn.
Stjórnin.
IJPPBOÐ
Togarinn ÍSÓLFUR N.S. 14, verður boðinn upp og seld-
ur ef viðunandi boð fæst, á opinberu uppboði, sem haldið
verður á skrifstofu minni mánudagnn 25. febrúar 1957,
klukkan 14.
Bæjarfógetinn í Seyðisfirði, 19. febrúar 1957.
Erlendur Björnsson.
Húseigendur
Tökum að okkur að þíða frost
úr vatnspípum. Sími 82871.
LOFTKÆLDAR
DIESELDRÁTARVÉLAR
VERÐLÆKKUN
Þrátt fyrir hækkandi verðlag bjóðum við ís-
lenzkum bændum Deutz-dráttarvélarnar á lækk-
uðu verði. Með stóraukinni framleiðslu og ný-
tízku framleiðsluháttum hafa Deutz-verksmiðj-
urnar lækkað framleiðslukostnaðinn til muna.
Auk 11 ha. og 15 ha. Deutz-dráttarvélanna, sem
þegar eru íslenzkum bændum að góðu kunnar,
útvegum vér tvær nýjar stærðir 18 ha. og
24 ha.
Bændur, kynnið yður verð Deutz-dieseldráttar-
vélanna, áður en þér festið kaup á dráttarvél.
Hlutafélagið HAMAR
Skólinn vatns-
laus og iaf-
magnslaus
Akarnesi, 17. febrúar.
f VETUR hefir séra Þorgrimur
Sigurðsson prestur að Staðar-
stað haldið unglingaskóla að
Búðum í Staðarsveit. Nemendur
eru 32, flestir úr Ólafsvík og
nágrannasveitum skólans, en
sumir eru lengra að komnir, t. d.
3 piltar héðan af Akranesi.
Kennarar við Búðaskóla eru 3
að meðtöldum skólastjóra. Séra
Þorgrímur er mikill áhugamaður
um skólamál, enda sonur Sigurð-
ar Þórólfssonar skólastjóra á
Hvítárbakka.
Akurnesíngamir kcmu heim I
fyrrinótt á snjóbíl Páls í Forna-
hvammi. Ræddi ég við tvo þeirra
og sagðist þeim svo frá, að húsa-
kynni á Búðum væru nokkuð
rúmgóð, að vísu görnul, en vel
við haldið. Skólinn varð fyrir
því óhappi að ljósavélin bilaði
fyrir nokkru síðan. Þegar átti að
flytja vélina ofan í Borgarnes til
viðgerðar komst hún ekki inn
í snjóbílinn, þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir, en eins og kimnugt er
af fregnum er öðrum bílum ófært
yfir þar vestra vegna snjó-
þyngsla. Þá bættist það við að
fraus í vatnsleiðslupípum, sem
að skólahúsinu liggja. Var þá
skólinn bæði ljóslaus og vatns-
laus. Nemendum var því gefið
frí nema hvað dálítill hópur
situr á Staðarstað hjá séra Þor-
grimi, þeir, sem eru lengst að.
Talið er að skólinn geti aftur
íekið til starfa að viku lokinni.
— Oddur.
Fyrirspurn til við-
skipfcnmálaráðherra
SAMKVÆMT ný-útkomnum frí-
lista hefur frjáls innflutningur á
varahlutum til véla nú verið af-
numinn.
Ég vildi því leyfa mér að biðja
yður um að svara því opinber-
lega, hvaða ástæður lágu til þess,
að innflutningur á varahlutum
hefur verið heftur.
Guðmundur Árnason.
BÚDAPEST, 15. febrúar. — Til-
kynnt var í Búdapest í dag, að
enn hefðu 30 „fasistar" verið
ltandteknir þar — jg myndu
þeir verða dregnir fyrir
dóm fyrir að hafa ráðizt á lög-
regluna á mcðan á uppreisninni
á fyrra ári stóð, ráðist á bygg-
iugar kommúnistaflokksins og
brotið upp vopnageysmlur komm
únistastjórnarinnar og rænt vopn
um. Einnig hafa átta menn verið
handteknir — sakaðir um að hafa
hjálpað flóttamönnum að komast
yfir til Austurríkis.
Mænusóttarbólusetning í Reykjavík
á börnum og unglingum, sem e k k i vorubólusett í haust, fer fram í Heilsuverndar-
stöð Reykjavíkur næstu daga. — Aldurflokkar mæti sem hér segir:
Fimmtudaginn 21. febrúar: 16 ára og yngri.
Föstudaginn 22. febrúar: 17 ára.
Mánudaginn 25. febrúar: 18 ára.
Þriðjudaginn 26. febrúar: 19 ára.
Miðvikudaginn 27. febrúar: 20 ára.
Gjald fyrir bólusetninguna, öll þrjú skiptin, verður kr. 30.00, sem greiðist við skrá-
setningu. — Fóik er vinsamlega beðið að hafa með sér rétta upphæð, til að flýta fyrir
afgreiðslu.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.