Morgunblaðið - 07.03.1957, Side 6

Morgunblaðið - 07.03.1957, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fímmtudagur 7. marz 1957 Aina í Konungiega leikhúsinu i Stokkhólmi Unnu 10 þús. kr. í sjónvarpsþæfti KONUNGLEGA leikhúsið í Stokkhólmi sýnir um þessar mundir leikritið „Aina“, eftir sænsku skáldkonuna Söru Lid- man. Sara Lidman er ungur höf- undur, sem þó hefur aflað sér mikillar viðurkenningar. Hún hefur gefið út tvær skáldsögur, „Tjárdalen", árið 1953, og „Hjor- tronlandet", 1955. Þá er einnig þessa dagana sýnt leikrit eftir hana á öðru leikhúsi hér í Stokk- hólmi og nefnist það „Dóttir Jobs úrsmiðs“. Hlutu bæði leik- ritin lofsamlega dóma. Skáldkonan lætur þess getið, að sagan um Kain, Abel og Jahve liggi til grundvallar „Ainu“. Sér hafi ætíð runnið til rifja misk- unnarlaus örlög Kains, en við samningu verksins hafi sér skil- izt, að hinum miskunnarlausa geti líka verið vorkunn. Með þetta ævagamla vandamál úr Gamla Testamentinu, sem aðal- uppistöðu, glímir hún einnig við þau þjóðfélagsvandamál, sem tuttugasta öldin hefur lagt á herðar mannkyninu og þá einkum konunum. □- AINA, unglingsstúlka, sem aldrei hefir notið móðurástar — var út- skúfuð þegar í móðurkviði, gerir árangurslausar tilraunir til að betla blíðuatlot frá móður sinni. Þrælsleg undirgefni hennar ger- ir aðeins illt verra og í örvænt- ingu sinni hrópar móðirin: „Er það skylda mín að þykja vænt um þetta barn, þó ég sé móðir þess? Er ég ekki líka mann- eskja?“ Móðirin, Svea, — hin gáfaða, athafnasama kona, vinn- ur ötullega í sósíaldemókratíska flokknum og vanrækir heimilið, en Aina vinnur eldhússtörfin. Og víst skal tryggð framtíð Ainu og séð fyrir velferð hennar, engu síður en hinna undirokuðu stétta. Sá hængur er samt á, „að strax og manninum hafa hlotnazt lífs- nauðsynjar, vill hann sýna, að hann lifir ekki á brauði einu sam- an“. Aina þráir það eitt að fá sönnun fyrir kærleika móður sinnar. Svo langt gengur, að hún reynir í óráðsæði að drepa föður sinn, af því að hún heldur, að með því geri hún móður sinni greiða. Sú tilraun misheppnast og verður aðeins til þess að breikka bilið milli mæðganna og færa hjónin nær hvort öðru. Faðir Ainu, sá eini, sem þykir vænt um hana, færir að lokum stærstu fórnina, sitt eigið líf, og ryður þannig úr vegi síðustu hindrun- inni milli konu sinnar og dóttur. Fórnin er ekki færð til einskis. Móðir og dóttir sameinast í sorg- inni og hugga hvor aðra. í for- mála segir Sara Lidman: „Ef að- eins Jahve og Kain hefðu getað sætzt án þess að drepa Abel. Frá þeim degi hefur mönnum verið svo óhugnanlega gjarnt að fórna hver öðrum“. □- -□ LÍFSSPEKI Söru Lidman og hnyttnar setningar gefa leikhús- gesti næg tilefni til heilabrota. Háttur hennar að skýra hlutina út frá öðrum sjónarmiðum en þeim hefðbundnu kemur skemmti lega á óvart. Heildarsvipur leiks- ins er prýðilegur og gerir skáld- konan aukahlutverkum jafngóð skil og aðalhlutverkum. Enda nýtur hún þar vandvirkni stjórn- enda leikhússins, sem gera sér aevinlega far um að velja leik- endur í aukahlutverk af jafnmik- illi kostgæfni og hin veigameiri. □- -□ skemmstu. Er þáttur þessi snið- inn eftir amerískri fyrirmynd og hagað þannig, að fróðir menn ganga fram fyrir sjónvarparann og leysa úr spurningum í ásýnd alþjóðar. Fá þeir góð verðlaun ef úrlausnir reynast réttar og tvöfaldast launin við hvert rétt svar. Geta gáfaðir og margfróðir menn haldið þannig áfram unz verðlaunaupphæðin nemur 10 þúsund krónum sænskum, en það samsvarar 31,500 íslenzkum. — Geta menn á þennan hátt s.elt kunnáttu sína dýru verði. Ef stendur á svari er draumurinn búinn og gengur þá viðkomandi slyppur frá borði. □- -□ SÁ FYRSTI, sem greiddi úr öll- um spurningaflækjunum og hlaut hinar fyrirheitnu 10 þúsundir Sjónvarps-Ulfur. var 14 ára drengur, sem vissi allt um búrfiska. Drengur þessi heit- ir Úlfur en var kenndur til iðnar sinnar og nefndur Sjónvarps- Úlfur, er séð varð hve glæsileg skil hann gerði spurningum þeirr. ar stofnunar. Ekki komst þessi ungi maður þó slysalaust að marki og um eitt skeið var hann sagður úr leik. Hann hafði verið spurður að því hvort einn fiska þessara hefði augnalok. Sá fisk- ur er á sænsku máli nefndur „slamkrypare" en vér kunnum ekki að nefna hann á íslenzku. Svaraði drengur þvi neitandi og var þá talinn fallinn. Málið var þó ekki úr sögunni því lærða menn greindi á um hvort rétt væri að tala um augnalok á „slamkryparanum" eða ekki. — Fékk sjónvarpið þrjá sérfræð- inga til að skera úr þessu vanda- máli. Voru það málfræðingur, dýrafræðingur og dómari. Eftir langar og hávísindalegar vanga- veltur komust þeir að þeirri nið- urstöðu að jafnrétt væri að segja að margumdeildur búrfiskur hefði augnalok og ekki augnalok. Var spurningin þá dæmd ógild og drengurinn fékk að spreyta sig á annarri, sem hann leysti greiðlega úr. Síðan tók hann á móti 10 þúsund króna spurning- unni, sem hann afgreiddi einnig skammlaust og vakti þá almenna undrun er hann afþakkaði lengd- an umhugsunartíma. Ulf Palme og Margit Carlqvist. □- -□ NÆSTI maður, sem vann 10 þús- undin hlaut þó snöggtum meiri aðdáun en Sjónvarps-Úlfur. Var það sagnfróður eldri maður. — Svaraði hann hverri spurning- unni á fætur annarri og gerði þeim langtum fyllri skil en til var ætlazt og tíndi fram meiri og ýtarlegri fróðleik en um var spurt. Er hann hafði unnið fimm þúsund hafði hann við orð að draga sig í hlé því hann þarfn- aðist þessara peninga til að geta dvalizt í Suðurlöndum sér til heilsubótar. En þá hafði hann aflað sér slíkra vinsælda að hann var óspart kvattur til að freista gæfunnar einu sinni enn. Lét hann til leiðast og gekk fram fyrir sjónvarpið. Spurningameist. arinn spurði þá hvernig hónum væri innanbrjósts. Sá sagnfróði lét ekki standa á svarinu og sagði að sér mundi líða líkt og aðlinum áður en septembermorð- in voru framin. „Jæja“, sagði spurningastjórinn, „við segjum eins og Caesar: „Teningunum er kastað, við förum yfir Rubicon". „Árið 49 fyrir Krist“, sagði sögu- maðurinn. Þá var hin örlagaríka spurning borin upp. Var hún svo- hljóðandi: „Ein af hinum frægu friðarráðstefnum 19. aldarinnar var nefnd Berlínar-ráðstefnan. Hvaða ár var hún haldin og hvert var viðfangsefni hennar? Nefnið minnst sex af sjö þátttökuríkjun- um og 4 stjórnmálamenn, sem sbrifar úr daglega lifinu ,3LÉTT eða tvöfalt" nefnist spurningaþáttur, sem sænska sjónvarpið tók upp nú fyrir Að gefa á bauklnn JÚLÍUS HAVSTEEN sýslumað- ur skrifaði grein hér í blaðið í fyrradag um sjómannaheimili. Ekki ætium við hé að ræða um það málefni sem hann tók til meðferðar, heldur drepa lííillega á orðið baukur, sem sýslumað- urinn minntist á í grein sinni. Sýslumaðurinn segir .....bauk- ur er gamalt íslenzkt oið fyrir þau húspláss, sem nú kallast „knæpur" og dregið af sögninni „að gefa á baukinn“, sem nú heitir að gefa á kjaftinn og er ljótt“. Við erum sammála sýslumanni um, að það sé ljótt að gefa á kjaftinn og er sennilega skömm- inni skárra að gefa í. baukinn. En hvað sem því líður, þá er orðið baukur yfir veitingahús af fyrrneíndri tegund mjög skemmtilegt og væri gaman að það hyrfi ekki úr málinu. Það er vafalaust komið af því að gefa einhverjum á baukinn, eins og sýslumaðurinn segir, svo að í orðinu felst bæði mikil saga og skemmtileg þjóðlífslýsing. Má ætla, af þessu, að menn hafi ekki verið fyrirferðarminni, þeg- ar þeir voru að skemmta sér í gamla daga en nú tíðkast og er það góð áminning til þeirra sem öllum stundum tala um að heim- ur versnandi fari. Baukur á Akureyri. HITT er svo annað mál, hvað orðið baukur í merkingunni knæpa er gamalt í málinu. Vel- vakandi leit pví að gamni sínu í Blöndal og fékk þær upplýs- ingar, að á síðari hluta 19. aldar hafi verið gistihús eða knæpa á Akureyri sem hét Baukur. Þetta orð hafi svo færzt yfir á önnur slík hús, og þá sennilega án þess að menn hafi haft í Jiuga, hvað á bak við bjó — þ. e. a. s. að gefa á baukinn, eins og sýslu- maðurinn gat um. M1 Til eru fljóð .... ENNTLIN G AR eru gaman- samt fólk og af blaðinu þeirra að dæma eru þeir á- hyggjulausir, svo að til fyrir- myndar er. Þá virðast þeir líka taka sjálfa sig heldur lítið alvar- lega og geta sumir stjómmála- menn (og ung skáld) mikið af þeim lært í þeim efnum. Jæja, en hvað um það. Við erum ný- búnir að fá skólablaðið þeirra og kennir þar ýmissa grasa. Höf- um við alltaf haft gaman af að blaða í því, enda kemst maður yfirleitt í ágætt skap af að blanda geði við menntlingana. — í blað- inu er þess m. a. getið, að ráð- gert sé að breyta íþöku í n.k. félagsheimili, svo að „hægt sé að laða nemendur þangað frem- ur en þeir leggi stimd á kaffi- húsasetxir á kvöldin“, eins og rektor komst að orði í stuttu við- tali. Þykir okkur þetta prýðis- góð hugmynd. Nú, á ýmislegt fleii-a er drepið í blaðinu, þess t. d. getið í einni greininni, að fyrsta bindindisfélag í skóla hafi verið stofnað í Menntaskólanum í Reykjavík og greinarhöfu.ndur bætir við: „Ja, mikið hafa menntaskólanemendur breytzt á ekki löngum tíma.“ Þykir okk- ur þetta allmikil upphrópun. — Ýmislegt fleira skemmtilegt er í ritinu t. d. þetta ljóð eftir Simon Sveinsson: Til eru fljóð, sem fengu dóminn þann að falla ung, en ná þó hvergi í mann. Eins er kók, sem kaupa vill ei neinn, og kennarar, sem gefa flestum einn, og áfengt tár, ef til er ekkert bland, og togarar, sem rygða upp við land, og heirnskingjar, sem halda, að allt sé grín, og Höskuldur, sem aldrei drekkur vín. Til eru ljóð, sem lítið í ég skil, og lítil börn, sem aldrei verða til. í blaðinu er þess getið, að Davíð Stefánsson muni koma og halda fyrirlestur fyrir nemend- ur á næstunni — og skulum við þá vona, að leiðir þeirra Símon- ar liggi saman. Það ættu að geta orðið fagnaðarfundir! sátu ráðstefnuna". Ekki stóð á svarinu. Hinn sagnfróði nefndi þegar árið og mánuðina, sem ráð. stefnan stóð. Þá skýrði hann frá hvert hefði verið viðfangsefni ráðstefnunnar, taldi upp öll þátt- tökuríkin og sex þátttakendur. — Hafði hann þannig með miklum sóma unnið sín 10 þúsund, en hlaut auk þess fimm þúsund krónur frá aðdáanda, sem ekki vildi láta nafn síns getið, og lít- inn fólksbíl. Öðrum keppendum í þessum vinsæla þætti hefur gengið mið- ur. Sumir hafa líka gefið sig fram til þátttöku eingöngu vegna þess að þá langaði til að eignast 10 þúsund krónur, en ekki af því að þeir hefðu af svo miklum fróð- leik að státa. Lengst komst ein fróð ungfrú, sem vissi næstum því allt um konungsættir, en missti af 10 þúsundunum er hún gat ekki rakið ætt núverandi 'Svíakonungs til Maríu Stúart. Þessi spurningaþáttur sjón- varpsins hefur náð gífurlegum vinsældum. Almenningur fylgist með keppendunum af miklum áhuga og sennilega stuðlar þetta að aukinni sérhæfingu í fram- tíðinni. Stokkhólmi í febrúar 1957. J. H. A. Byggingafélag lögreglumanna 10 ára UM þessar mundir eru liðin 10 ár frá því 25 lögreglumenn komu saman á fund og stofnuðu með sér Byggingafélag lögreglumanna sem síðan hefur stækkað og eflzt mjög. Hafa félagsmenn síð- an 1949 komið sér upp 65 íbúð- um, og hefur félagið nú á prjón- unum frekari byggingafram- kvæmdir við Gnoðarvog og í Há- logalandshverfi. Eru félagsmenn nú um 150, en ekki eru það allt lögreglumenn. Hefur félagið jafn an notið góðrar fyrirgreiðslu hjá ríki og bæ, en sérdeilis þó hjá bæjaryfirvöldunum, sem komið hafa mjög til móts við félags- menn við að efla félagið og varð- andi lóðaumsóknir þess. Á aðalfundi félagsins á sunnu- daginn verður þessa afmælis minnzt. — í stjórn þess eru nú Björn Kristjánsson, formaður, Ragnar Bergsveinsson gjaldkeri, Halldór Einarsson ritari og með- stjórnendur Bogi Bjarnason og Hörður Valdemarsson. Fjármála- ritari er Bjarki Elíasson. — Aðal hvatamenn að stofnun bygginga- félagsins voru þeir Jónas Jónas- son og Ingibergur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.