Morgunblaðið - 07.03.1957, Page 10

Morgunblaðið - 07.03.1957, Page 10
w MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. marz 1957 Vilja að stofnaður verði veitinga- og gistihúsasjóður frá aðaSfundi Sambands maf- reiðslu- og framSeiðslumanna Sveinn Símonarson Færeyingar láta ekki eyhibýli á Austurlandi Ef þeir flytjasf til íslands vilja þeir helzt búá í Reykjavík IFRÉTTABRÉFI frá norsku fréttastofunni NTB, er frá því sagt, að færeysk blöð hafi getið allýtarlega tillagna, sem fram hafa komið á íslandi um að Færeyingum yrði gert kleift að setjast að á eyðibýlum á Austurlandi. En sem kunnugt er var um þetta rætt á fjórðungsþingi Austurlands. AÐALFUNDUR Sambands mat- reiðslu- og framreiðslumanna (9. þing) var haldið í Breiðfirð- ingabúð mánudaginn 4. marz, og setti formaður sambandsins, Sveinn Símonarson, þingið kl. 24,30. Fundarstjóri var kjörinn Böðvar Steinþórsson. Formaður sambandsins og gjaldkeri gáfu skýrslu yfir starf- semi sambandsins umliðið ár, og lásu og skýrðu reikinga þess. — Umræður urðu nokkrar um skýrsluna. Samtök matreiðslu- og framreiðslumanna áttu þrí- tugsafmæli 12. febr. sl. Ákveðið hefur verið að halda innan skamms fund allra sambands- meðlima, og mun þar verða rætt um uppsögn samninga við vinnuveitendur. Eitt sambands- félag, Félag framreiðslumanna, hefur sagt upp samningum sín- um við kaupskipaeigendur og einnig við veitingamenn, og má búast við að fleiri félög hugsi til samningsuppsagnar. Meðal samþykkta er aðalfund- urinn gerði, var svohljóðandi á- lyktun: „Aðalfundur SMF 1957 telur nú sem fyrr, að koma ferða- manna til landsins geti veitt þjóð- inni gífurlegan erlendan gjald- eyri og fjölda atvinnustétta vinnu. Til að efla þennan at- vinnuveg telur aðalfundurinn nauðsynlegt að stofnaður verði veitinga- og gistihúsasjóður, sem hefur því hlutverki að gegna, að veita lán til bygginga gisti- og veitingahúsa í Reykjavík, og um gjörvallt landið, sem heppilegast getur talizt fyrir þessa starfsemi að áliti sérfróðra manna, með það fyrir augum að fá erlenda 'menn til þess að sækja staðina og njóta náttúrufegurðar lands- ins. Aðalfundurinn skorar á sam- göngumálaráðherra, að skipa nú þegar nefnd sérfróðra manna og áhugamanna um ferðamannamál, til að gera tillögur um þetta efni, og semja frumvarp um landkynn- ingu og ferðamannamál, og skal hraða þessu þannig að frumvarp um þetta mál verði lagt fyrir næsta Alþingi“. Vegna frétta í útvarpi og blöð- um óskast það leiðrétt að Félag matreiðslumanna hefur ekki sagt upp samningum sínum um kaup og kjör matreiðslumanna. Við kosningu stjórnar SMF voru þau Sveinn Símonarson for- maður sambandsins, Böðvar Bteinþórsson ritari, Magnús Guð- jnundsson gjaldkeri og Guðný Jónsdóttir endurkosin. Aðrir í Félag eigenda rússn. bifreíða sfofnað SUNNUDAGINN 3. marz var stofnað í Reykjavík Félag eig- enda rússneskra bifreiða, skamm stafað FERB. Tilgangur félagsins er að vinna að hagsmunum eigenda bifreiða frá Ráðstjórnarríkjunum, svo sem að ætíð séu fyrir hendi nægi- legir varahlutir til bifreiðanna. Vinna að fræðslu og leiðbeining- um um meðferð og notkun þeirra, og vinna að bættri um- ferðarmenningu í landinu. í stjórn félagsins voru kjörnir: Oddur Kristjánsson form., Sig- urður Guðmundsson varaform., Hermann Guðmundsson ritari, Kristján Elíasson gjaldkeri og Bolli Ólafsson meðstjórnandi. í varastjórn: Magnús Aðalsteins- son og Andrés Guðnason. stjórn eru: Sigurður E. Pálsson, Sem er varaformaður, Guðmund- ur Halldórsson Jónsson, Harald- ur Hjálmarsson, Sveinbjörn Pét- ursson og Theódór Ólafsson. Til vara: Elís V. Árnason, Guðrún Bjarnadóttir, Janus Halldórsson og Borgþór Sigfússon. Endurskoðendur voru kosnir: Einar Olgeirsson og Sveinsína Guðmundsdóttir, til vara: Jenný Jónsdóttir og Þórður S. Arason. IHÆSTARÉTTI hefur verið kveðinn upp dómur í máli út af dánarbótum. Ung kona, sem missti unnusta sinn í slysi, Stef- anía Lóa Valentínusdóttir, Múla- búðum 12 hér í bænum, höfðaði þetta mál gegn fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, til greiðslu skaða- bóta vegna sjálfrar sín og barna sinna ólögráða. Aðdragandi máls þessa er sá að í byrjun september 1954 varð dauðaslys á Hafnarfjarðarvegi á móts við Engidal. Maður að nafni Magnús Karl Líndal Þor- steinsson, Hamarsbraut 9 í Hafn- arfirði, varð þar fyrir áætlunar- bíl frá bandaríska byggingafélag- inu Hamilton á Keflavíkurflug- velli. Beið Karl bana af. Hafði hann komið á mikilli ferð hlaup- andi á móti bílnum og skollið á hann áður en vagnstjórinn fengi vagninn alveg stöðvaðan. Það kom fram við krufningu að mað- urinn hafði verið mikið drukk- inn. í sakadómi Keflavíkur var vagnstjórinn á bílnum dæmdur vegna fyrrgreinds slyss, þar eð sannað þótti að hann hefði að nokkru verið samvaldur að slys- inu. — Vagninn var ekki í lagi. í undirrétti gerði Stefanía Lóa Valentínusdóttir bótakröfur í nokkrum liðum alls að upphæð kr. 459,082,00. Hún og Magnús Karl höfðu heitbundizt haustið 1950 og opin- berað með hringum í ágústmán- uði 1954. Höfðu þau gert margar tilraunir til þess að útvega sér íbúð til að geta stofnað bú, en ekki heppnazt Þegar slysið varð var Stefanía Lóa 22 ára og börn hennar, hið eldra fætt í sept. 1951, en yngra í marz 1954. — Magnús heitinn Karl var þá 31 árs. Magnús Karl stundaði sjó- mennsku frá Hafnarfirði og skrif- aði sig þar, þó hann hefði þar hvorki húsnæði né fæði. Það sannaðist fyrir undirrétti að þau Stefanía Lóa Valentínusdóttir og Magnús Karl Þorsteinsson hefðu búið saman ógift frá því seint á árinu 1951 og þar til hann lézt og heimili þeirra verið á hans framfæri. í undirrétti var á það fallizt að Stefanía Lóa ætti rétt til bóta fyrir missi framfærslu við dauða Magnúsar Karls. Ekki taldi þó undirréttur hægt, við ákvörðun bótanna að jafna sambandi þeirra að fullu til hjúskapar. Tjónbætur þær sem undirrétt- ur dæmdi fjármálaráðherra ríkis- sjóð til greiðslu á voru að helm- TIL REYKJAVÍKUR Fréttastofan segir þó að fær- eysku blöðin hafi tekið heldur dræmt undir slíkar fyrirætlanir. Þau segja að fjöldi Færeyinga hafi að vísu flutzt til íslands eftir stríðið og tekið sér þar bólfestu. En þau benda hins vegar á það, að hér um bil allir Færeyingar, sem flutzt hafi tíl íslands hafi ingi á kr. 323,000,00 eða kr. 161, 500,00 auk 6% vaxta. í Hæstarétti var einnig fallizt á þær niðurstöður að Stefanía Lóa Valentínusdóttir ætti kröfur á greiðslu bóta eftir Magnús Karl en nokkuð lækkaði Hæstiréttur þær. I forsendum dómsins, þar sem fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs er nefndur aðaláfrýjandi og Stefanía Lóa Valentínusdóttir gagnáfrýjandi, segir svo: Aðalaáfrýjandi gerir aðallega þær dómkröfur, að hann verði algerlega sýknaður og honum dæmdur málskostnaður úr hendi gagnáfrýjanda. Til vara krefst hann þess, að dæmdar fjárhæðir verði lækkaðar og hvorum aðilja um sig dæmt að bera kostnað sinn af málinu fyrir báðum dóm- um. Gagnáfrýjandi, sem hefur feng- ið gjafsókn hér fyrir dómi, krefst þess, að aðaláfrýjanda verði dæmt að greiða henni sjálfri kr. 315.121.00, henni f. h. sonar hennar Bjarna Ragnars Magnús- sonar kr. 70.274.00 og f. h. dóttur hennar Sólveigar Sigríðar Magn- úsdóttur kr. 73.687.00 ásamt 6% árvöxtum af dæmdum fjárhæð- um frá 12. ágúst 1955 til greiðslu- VEL TIL IIÓFSINS VANDAI) Samkoman hefst kl. 8 um kvöldið með ávarpsorðum for- manns, Guðbjartar Egilssonar, en síðan verður borðhald. Verður íslenzkur matur á borðum og mun kvennadeild félagsins al- gjörlega sjá um undirbúning mál tíðarinnar. Undir borðum fara fram ýmis skemmtiatriði svo sem almennur söngur, einsöngur Jóhanns Konráðssonar frá Akur- eyri og einnig mun ungfrú Sig- ríður Hannesdóttir syngja gam- anvísur. Að lokum verður dansað. MIKIL FÉLAGSSTARFSEMI Barðstrendingafélagið er nú 13 ára. Aðalhvatamenn að stofnun farið til Reykjavíkur eða hinna stærri kaupstaða, alveg á sama hátt og fólkið í dreifbýlinu á ís- landi hefur verið að flytjast til borganna. KREFJAST JAFNRÉTTIS Færeyska blaðið „Dagblaðið“ segir, að það hafi lítið að- dráttarafl í augum Færeyinga, dags. Ennfremur krefst gagn- áfrýjandi málskostnaðar úr hendi aðaláfrýjanda. Málsatvikum er rétt lýst í hin- um áfrýjaða dómi. Ekki er í Ijós leitt, að bifreiðarslys það, sem í málinu greinir hefði orðið, þótt bjfreiðin hefði verið í lagi og ökumaður sýnt fulla aðgæzlu og varkárni. Má því staðfesta úr- lausn héraðsdóms um sakar- skiptingu. Með skírskotun til raka héraðs- dóms má fallast á, að gagnáfrýj- andi, Stefanía Lóa Valentínus- dóttir, eigi rétt á bótum eftir hinn látna, Magnús Karl Þorsteinsson. En þar sem sambandi þeirra verð ur ekki jafnað til hjúskapar, þykja bætur henni til handa fyrir missi fyrirvinnu og röskun á hög- um, þegar litið er til framan- greindrar skiptingar á ábyrgð á á slysinu, hæfilega ákveðnar kr. 60.000.00. Börn gagnáfrýjanda og Magn- úsar Karls Þorsteinssonar hafa notið óendurkræfs lífeyris sam- kvæmt lögum um almannatrygg- ingar frá næstu mánaðamótum eftir að slysið varð, og haldast þær greiðslur til 16 ára aldurs þeirra. Bætur fyrir missi fyrir- vinnu og röskun á högum úr hendi aðaláfrýjanda til Bjarna Ragnars þykja hæfilega ákveðnar kr. 24.000.00 og til Sólveigar Sig- ríðar um kr. 26.000.00. Af dæmdum fjárhæðum ber aðaláfrýjanda að greiða 6% árs- vexti frá 12. ágúst 1955, svo sem krafizt er. Aðaláfrýjanda ber ,að greiða gagnáfrýjanda málskostnað bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, sam- tals kr. 21.000.00. þess voru þeir Jón Hákonarson frá Reykhólum, sem látinn er fyrir nokkrum árum og Guðmund ur Jóhannsson frá Skáleyjum. Fyrsti formaður félagsins var Helgi Hermann Eiríksson. Þótt félagið sé ennþá ungt að árum hefur starfsemi þess verið mjög öflug og þróttmikil. Innan fé- lagsins starfa nú bridge-deildir karla og kvenna, kvennanefnd og ferðanefnd. BJARKARLUNDUR Fyrir rúmum 10 árum, sam- einuðust félagsmenn Barðstrend- ingafélagsins í stóru átaki, er sumarveitingahúsið Bjarkarlund- ur í Reykhólasveit reis af grunni. Er það myndarlegt veitingahús bjciða sér er þeim sé baðið að setjast að á eyðibýlum, sem íslend- ingar hafa yfirgefið. Ef Fær- eyingar flytjist þangað norð- ur, muni þeir ekki láta bjóða sér lakari kjör né viðurværi, en íslendingar sjálfir heimta. Magnús Guðmundsson. Stjórn Malsveinafél. SM. F. FYRIR nokkru var haldinn aðal- fundur Matsveinafélags SMF og var listi stjórnar og trúnaðar- mannaráðs sjálfkjörinn, en hann er þannig skipaður: Magnús Guð- mundsson form., Hafnarfirði; Þórður Arason varaform., Rvík; Borgþór Sigfússon ritari, Hafn- arfirði; Bjarni Jónsson gjaldkeri, Hafnarfirði; Ingvald Andersen varagjaldkeri, Vestmannaeyjum. Meðstjórnendur: Haraldur Hjálm arsson, Reykjavík; Sigurður Magnússon, Reykjavík. Varastjórn: Guðjón Guðjóns- son, Patreksfirði; Bjarni Sumar- liðason, Hafnarfirði, og Björn Jónsson, Akranesi. sem rúmar 30 manns til gistingar í einu. Hefur Bjarkarlundur ver- ið starfræktur hvert ár síðan hann var byggður, af myndar- skap og mikilli prýði. Láta fé- lagsmenn BarðstrendingaféL sér sérstaklega annt um Bjarkar- lund sem heita má „sæluhús Barð strendinga" þótt í alfaraleið sé, en annað veitingahús er ekki í allri sýslunni. Er það mikið á- hugamál allra félagsmanna, að Bjarkarlundur þjóni sem bezt því hlutverki sem honuna var ætlað, að vera hvíldarstaður ferða- manna á þessari leið og að þeir geti notið sem beztrar fyrir- greiðslu þar sem kostur er á. „SKÍRDAGSFAGNAÐURINN“ Einn er sá þáttur í starfsemi félagsins, sem lítið hefur borið á, en er ef til vill einn sá merk- asti í störfum þess. Það er hinn svonefndi „Skírdagsfagnaður“, sem félagið heldur á hverju ári. Til þessa fagnaðar, sem ævinlega er í Skátaheimilinu er eingöngu boðið öldruðum Barðstrending- um, eða fólki sem komið er yfir- sextugt. Eru þetta mjög vinsælar samkomur og vel til þeirra vand- að. Kvennanefnd félagsins ann- ast ævinlega undirbúning þeirra og hefir gert það af mikilli prýði. Munu allir þeir eldri Barðastrand arsýslubúar, sem boðnir hafa verið til þessa fagnaðar, hugsa með hlýleika til félagsins og sér- staklega • kvennanefndarinnar, sem á miklar þakkir skyldar fyr- ir óeigingjarnt starf. Eins og gefur að skilja, þarfn- ast félagið mikils fjár til þess að geta staðið straum af fram- kvæmdum sínum og starfsemL Síðastliðið haust efndi það ttl happdrættis og mun bráðlega verða dregið í því. Þá heldur það skemmti- og spilakvöld einu sinni í mánuði að vetrinum í fjáröflunarskyni og hafa þau verið vel sótt. Átfi kröfu á fébófum eftir unnusfa sinn Þau höfðu búið saman en áður gert árangurs- lausar tilraunir ti! að ná í íbúð Afmælisfagnaður Barð strendingafélagsins verður á laugardaginn r Skátaheimilinu NÆSTKOMANDI laugardag, 9. marz, heldur Barðstrendinga- félagið í Reykjavik hinn árlega afmælisfagnað sinn í Skáta- heimilinu við Snorrabraut, svo sem verið hefur undanfarin ár. Eru Barðstrendingar allfjölmennir hér í bænum og telur félagið nú um 500 meðlimi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.