Morgunblaðið - 07.03.1957, Side 12
12
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 7. marz 1957
GULA
herbewtji
eftir MARY ROBERTS RINEHART
Framhaldssagan 69
rólega. En áhyggj usvipurinn var
farinn af andliti hennar.
Marcia gaf Dane skýrslu sína
á heimleiðinni. Hún var þreytuleg
og heldur niðurdregin. — Ef yður
er nokkurt gagn í að vita það,
sagði hún, — þá eru þau bæði
hrædd. Að minnsta kosti hún. Hún
vildi ekki, að I.ann færi til dyra
þegar hringt var.
En hún var helzt undrandi á á-
herzlu þeirri, er Dane lagði á sögu
hennar um teppin.
— Sagði hún, hvenær þetta var?
spurði hann.
— Ekki annað en, að það hefði
verið rétt fyrir skömmu.
. En síðasta s_/urningin var henni
þó mest undrunarefni.
— Hvernig er sjónin hjá hon-
um Ward gamla? Þarf hann alltaf
að nota gleraugu?
— Hann er sama sem blindur
án þeirra.
Hann gaf enga frekari skýr-
ingu. Áður en hún fór, sagði hann
henni, að hún væri sú ágætis-
manneskja, sem hann hefði alltaf
haldið, og að hún hefði gert fleiri
en eitt góðverk þessa nótt. í hverju
íau væru fólgin sagði hann ekki,
en hún ók heim til sín, lofinu
fegin, en jafnframt, botnaði hún
ekki neitt í neinu.
24.
Þetta var á laugardag 1 tvo
daga hafði Greg setið í fangels-
inu. Þar fór ekki sem verst um
hann. Þarna var«mjótt rúm, stóll
og kommóða. Hann gat pantað
sér mat, en gerði honum lítil skil.
Hann hafði enga hugmynd um all-
an þann'æsing, sem handtaka hans
hafði vakið, fyrirspurnirnar til
Washington og blaðasnápana, sem
LTVARPIÐ
Fimmtudagur 7. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 „Á frívaktinni“,
sjómannaþáttur (Guðrún Erlends
dóttir). 18.30 Framburðarkennsla
í dönsku, ensku og esperanto.
19.00 Harmonikulög. 19.10 Þing-
fréttir. — 20.30 íslenzkar haf-
rannsóknir; VIII. erindi: Um
karfa og karfaveiðar (dr. Jakob
Magnússon fiskifræðingur). 20.55
Frá liðnum dögum: Bjarni Björns
son syngur gamanvísur (plötur).
21.30 Útvarpssagan: „Synir trú-
boðanna“ eftir Pearl S. Buck; III.
(Séra Sveinn Víkingur). 22.10
Passíusálmur (18). 22.20 Sinfóníu
hljómsveit íslands leikur. Stjórn
andi: dr. Václav Smetácek
hljómsveitarstjóri frá Prag.
(Hljóðr. á tónleikum í Þjóðleik-
húsinu 18. f.m.). 23.05 Dagskrá-
lok.
höfðu hópazt til þorpsins. Einn
þeirra lét meira að segja taka sig
fastan, til þess að komast sem
næst Greg.
Leiðinlegast þótti honum iðju-
leysið. Hann gerði ekki annað en
reykja og ganga um gólf og þarna
var gólfrúmið heldur takmarkað.
Hann reyndi að hugsa málið, en
annars hafði hugsanastarfsemi
aldrei verið hans sterkasta hlið.
Aðeins vissi hann, að réttarhöld-
unum átti að flýta. Hart var far-
inn en von á frægum sérfræðingi
í sakamálaflutningi í staðinn.
En mesta þrá hans var að kom-
ast út úr þessum ógöngum og
geta farið til hersveitar sinnar
aftur, Hann efaðist aldrei um
möguleikana á þessu og jafnvel
ást hans til Virginiu varð smá
við hliðina á þessari ósk hans.
Hann hafði þó viljað giftast Virg-
iniu. Vitanlega. En hann langaði
bara ennþá meira að komast út
í frelsið, komast í hernaðinn aft-
ur, og gera óvinunum helvíti heitt,
koma aftur, skila skýrslu sinni,
éta, sofa og leggja svo af stað
aftur.
Hann hafði enga hugmynd um,
að Virginia var komin til Bay-
side. Og það hafði Dane heldur
ekki, þar sem hann sat og fékk sér
hressingu fyrir matinn við borðið
í herberginu, sem hann kallaði
vinnustofu sína, og beið eftir því,
að Alex kæmi aftur úr sendiferð.
Fyrsti fyrirboði eldgossins var,
er hann heyrði einn stólinn
frammi í forstofunni detta á hlið-
ina og hurð skella. Á næsta vet-
fangi stóð fyrir framan hann lag-
leg stúlka, rauðhærð.
— Svona farið þér að því að
hjálpa Greg, sagði hún. — Sitjið
hér og drekkið, meðan þessir bölv-
aðir blábjánar eru að reyna að
koma honum í rafmagnsstólinn.
— Eafmagnsstóll er ekki til í
þessu ríki.
Rósemi hans og bros gerði stúlk-
una orðlausa. Hún glápti nú að-
eins á hann.
— Ég skil. Það er ekki yðar
eigið líf, sem um er að ræða.
— Hvers vegna fáið þér yður
ekki sæti? Hvaða gagn haldið þér,
að þér gerið með því að haga yð-
ur eins og krakki, ungfrú Dema-
rest? Því það heitið þér víst.
Hún lét fallast niður í stól, en
svipurinn var enn eins og á rell-
óttum krakka. Dane gat ekki ann-
að en brosað að henni.
— Þetta var bétra, sagði hann.
— Annars get ég upplýst yður um
það, ef þér kærið yður um, að
fleiri vandamál eru leyst við skrif-
borð — með eða án áfengis —
heldur en á hlaupum, þó að vitan-
lega þurfi stundum að hlaupa líka.
Og ég vil bæta því við, að ung-
frú Carl Spencer hefur haft nóg
á sig lagt, undanfarið, þó að hún
fái ekki yfir sig svona óhemju-
skap í þokkabót.
— Ég er engin óhemja.
— Þá skuluð þér ekki látast
vera það.
Hann gaf henni vindling og fékk
sér annan sjálfur, skýrði henni
síðan frá aðalatriðum málsins svo
og trú sinni, að Greg væri sak-
laus, að hann hefði enn dálítið í
bakhöndinni, sem að gagni gæti
komið, og loks, að jafnvel þótt
mál Gregs kæmi fyrir kviðdóm,
þyrfti það ekki að þýða sektar-
dóm.
Sjálf var hún orðin svo utan
við sig, að hún gat ekkert sagt
honum, sem gagn var í. Hún vissi,
að Greg drakk, „þegar honum leið
illa“- Hún vissi, að til voru stúlk-
ur, sem giftust hermönnum, til
þess að ná £ launahlutann þeirra.
En sjálf var hún í „bölvuðum
vandræðum“, að því er hún sjálf
sagði. Hún ætlaði ekki að endur-
senda brúðkaupsgjafirnar. Hún
elskaði Greg og ætlaði að giftast
honum, þó að það yrði í fanga-
klefa. Svo fór hún að gráta og
dró upp vasaklút, sagðist hafa
verið bjáni og fór loks, stórum
þöglari en íún hafði komið.
Þegar hún var farin, hugsaði
Dane sig um, stundarkorn, síðan
bætti hann aftan við minnisgrein-
arnar sínar:
(15) Allt í lagi. Hr. Ward get-
ur verið rólegur.
Alex kom þama að honum, þar
sem hann reykti, með fullan öáku-
bakka af vindlingastúfum fyrir
framan sig. Einn stúfurinn var
með varalit á og Alex tók eftir
honum, en lét eins og ekkert væri.
— Mér tókst að ná í Hank Mill-
er, sagði Alex. — Það er nú ekki
auðvelt á laugardagsmorgni, en
ég held ekki, að hann hafi grunað
neitt.
— Hefur hann niðursuðuvörur?
— Fullt af þeim. Allar tegund-
ir. Ég sagðist hafa heyrt, að þetta
væru svartamarkaðsvörur, en
Hank sýndi mér reikningana sína.
— Er hann enn aðþessu?
— Ekki síðustu vikuna eða svo.
— Það ætti að vera hægt að
finna, hvert vörurnar voru send-
ar.
Dane fór út að aka með Car
seinnipart dagsins, bæði til þess
að losa hana við Yirginiu og eins
til þes að geta haft hana eina út
af fyrir sig. En nú fór hann ekki
með hana upp í fellið, eins og í
fyrra skiptið, heldur ók hann til
Grænuhlíðar. Þar staðnæmdist
hann og leit kringum sig.
— Nú er bezt, að þú hjálpir
mér að leita að verksummerkj-
um, sagði hann.
— Hvers konar? Ég er hrædd
um, að það sé lítið gagn í mér
til þess, Jerry.
KELVINATOR
KÆLISKÁPAItHIR
8 cub. fet.
komnir aftur.
THfekía
Austurstræti 14. Sími 1687.
Styrktar- og sjúkrasjóður Verzlunarmanna í Keykjavík
AÐALFUNDUR
, verður haldinn fimmtud. 7. marz í Tjarnarcafé kl.
8.30 e.h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Tillögur um lagabreytingar liggja frammi hjá
Sigurði Einarssyni, Ritfangaverzlun V. B. K.
Stjórnin.
Veitingastofa
í fullum gangi í miðbænum er til sölu. Tilboð leggist inn
á afgreiðslu blaðsins ásamt nafni og heimilisfangi og
síma, ef til er, fyrir laugardag, merkt: Framtíð —2227.
Efrsaverkfrœðinguir
Samband íslenzkra samvinnufélaga óskar eftir
efnaverkfræðingi til starfa.
Nánari upplýsingar hjá
*
StarfsmanmhaBdl S.I.S.
Sambandshúsinu,
Sími: 7080.
Hvað vantar yBur?
Við höfum nú:
Rafmagnsofna, margar gerðir
Eldhúsviftur
Brauðristar, sjálfvirkar
Eldhúsklukkur, (amerískar)
Eldavélahellur, (hraðsuðu’).
Arinofnar og glóðir fyrir arina, (kamínur).
Píanólampar, (þýzkir)
Eldavélar, (þýzkar) 3 hellur og 4 hellur.
Útidyraljós með húsnúmeri.
Lykteyðandi fyrir kæliskápa.
Þvottaduft fyrir uppþvottavélar.
Apex uppþvottavélar með og án vasks.
Fluoresentlampar, 48” og 24”í einnar peru og
tveggja peru.
Véla- og Raftækiaverzlanin hi.
Bankastræti 10 — í Keflavík: Hafnargötu 28.
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
Föstudagur 8. marz:
Fastir liðir eins og venjulega.
18.30 Framburðarkennsla í
frönsku. 18.1:0 Létt lög. 19.10
Þingfréttir. 20.30 Dag'legt mál
(Arnór Sigurjónsson ritstjóri).
20.35 Kvöldvaka: a) Páll Berg-
þórsson veðurfræðingur talar um
veðrið í febrúar o. fl. b) Laugar-
vatnskórinn syngur; Þórður Krist
leifsson stjórnar (plötur). c)
Hallgrimur Jónasson kennari flyt-
ur frásögu og stökur: Á fjöllum.
d) Kjartan Bergmann skjala-
vörður flytur frásöguþátt af
Fjalla-Bensa. 22.10 Passíusálmur
(17). 22.20 Upplestur: Hugrún
les frumort kvæði. 22.30 Tónleik-
ar: Bjöm R. Einarsson kynnir
djazzlög. 23.10 Dagskrárlok.
1) Sleðinn er of þungur fyrir
ísinn. Allt í einu brotnar ísinn,
sleðinn og Jonni falla í vökina.
2) Markús æpir af undrun og
skelfingu.
3) Meðan Markús hjálpar
Jonna upp rir vökinni, aka hinir
keppendurnir áfram.