Morgunblaðið - 20.03.1957, Page 3

Morgunblaðið - 20.03.1957, Page 3
Miðvikudagur 20. marz 1957 MORCVNBLAÐIÐ 3 Hin mikla lánsfjárþörf Fiskveiðasjóðs krefst aðgerða til styrktar sjóðnum IGÆR kom frumvarp þeirra Jóhanns Hafsteins, Sigut-ðar Ágústs- sonar, Björns Ólafssonar, Kjartans J. Jóhannssonar og Magn- úsar Jónssonar um Fiskveiðasjóð íslands til 2. umr. í Neðri deild. Karl Guðjónsson talaði fyrir nefndaráliti meirihluta sjávarút- vegsnefndar, en nefndin leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Benti hann á að síðan frv. hefði verið lagt fram, hefði ríkisstjórnin fengið Fiskveiðasjóði 10 millj. kr. láns- fé og á fjárlögum yfirstandandi árs ákveðið 10 millj. kr. eftir- gjöf á fyrra lánsfé til sjóðsins. Auk þess hefði ríkisstjórnin í undirbúningi frv. til laga um breytingu á lögunum um Fisk- veiðasjóði. Mætti vel hugsa sér að sjóðurinn yrði efldur með lánsfé, en ekki með beinum fram- lögum úr ríkissjóði. Hins vegar væru allir sammála um fjárþörf sjóðsins og allir gerðu sér ljóst að hann fullnægöi ekki lánseftirspUrn. Sigurður Ágústsson talaði fyr- ir áliti minnihluta sjávarútvegs- nefndar. Flutti haml ýtarlega skýrslu um hag sjóðsins og þá miklu fjárþörf, sem hann væri I í til þess að geta fullnægt verk- Þessar myndi - eru teknar austur við Grímsárvirkjun. Efri myndin er tekin út eftir Gilsárgljúfri og sjást mannvirki orkuversins sem þar eru að' rísa, stöðvarhúsið, til vinstri en stöplar stíflugarðsins til hægri. Þrátt fyrir harða veðráítu eru þar nú um 40 menn í vinnu. Neðri myndin er af sjálfum Grímsárfossi. Hann er um 20 metra hár, en vegna klakahjúpsins, sem er yfir fossinum öllum sést hvergi í hann. Undir fossinum er aftur á móti auður kafli. Vatnið þar niðri hefur hitnað um 0,08 gráður við fallið. Grímsá er mjög vatnslítil um þessar mundir eftir hinn langa frostakafla. —Ljósm.: S. Rist. Ferðafélagið sýnir kvik- mynd af Heklugosi 10 ár liðin í þessum mánuði síðan síðasfa Hekiugosið hófst 29. MARZ n. k. eru 10 ár liðin frá þeim degi er síðasta Heklugos hófst, en það er óefað í tölu merkustu fyrirbæra á jörðinni á þess- ari öld. Var betur fylgzt með því en nokkru öðru íslenzku gosi. Voru m. a. teknar af því nokkrar ágætar kvikmyndir' en fjölbreyti- legust og fróðlegust er sú kvikmynd sem tekin var af þeim Stein- dóri Sigurðssyni, magister og Árna Stefánssyni bifvélavirkja. efnum sínum, sem löggjöfin frá 1955 kvæði á um. Kvað hann það vera álit minnihlutans að Alþingi gæti ekki lengur skorazt undan þeirri skyldu sinni að sýna við- leitni til að tryggja sjóðnum auk- ið starfsfé. Á þeim forsendum kvað hann minnihlutann eindreg- ið mæla með því að frumvarpið yrði samþykkt. Með tilliti tH. þess að fjárlög hefðu þegar verið afgreidd fyrir yfirstandandi ár, flytti minni- hlutinn breytingartill. við 1. gr. frv. um að framlag ríkissjóðs, 12 millj. kr. á ári, yrði í fyrsta sinn veitt á árinu 1958. Jóhann Hafstein benti á að þetta væri eitt af fyrri málum þingsins og hefði það tekið sjáv- arútvegsnefnd furðulangan tíma að afgreiða frv. Væri þó ekkert við því að segja ef afraksturinn hefði verið eftir því. !>ví væri þó ekki að heilsa, eins og sjá mætti af áliti meirihlutans. Það væri dálítið broslegt þegar komm únisti væri nú fenginn til þess að hafa framsögu um það að efla mætti Fiskveiðasjóð með lántök- um. Áður hefði þó kveðið við anna tón hjá hlutaðeigandi þing- manni, þegar hann hefði ásamt flokksbræðrum sínum stöðugt krafizt aukinna fjárframlaga úr ríkissjóði og þá talið að ríkis- sjóður ætti að leysa allan vanda. Varðandi það sem Karl Guð- jónsson heldur fram að Fisk- veiðasjóður hefði nú fengið sem óafturkræft framlag áður veitt lánsfé af tekjuafgangi ríkissjóðs 1955, minnti Jóhann á að hann hefði fyrst vakið athygli á því á þinginu í fyrra að sú ráðstöfun væri eðlileg og annað hefði ekki gerzt í málinu á þessu þingi en að ríkisstjórnin hefði fallizt á þessi sjónarmið. Jóhann benti á að ekki væri óeðlilegt að farið væri fram á nokkra aukningu til þessarar aðal lánastofnunar sjávarútvegsins þar sem framlög til landbúnaðar- ins hefðu með núg. fjárlögum hækkað um 18 millj. kr., framlög til raforkuframkvæmda um 11 millj. og framlög til jafn- vægisframkvæmda um 10 millj. Þá ræddi Jóhann nokkuð erfið- leikana, sem væru á lánsfjár- útvegun erlendis frá. Tók Jóhann síðan undir um- mæli Sigurðar Ágústssonar um hina miklu fjárþörf sjóðsins og benti m. a. á verbúðabyggingar og byggingar síldarsöltunar- stöðva, en sjóðurinn hefði ekki reynzt fær að leysa úr lánsfjár- þörf slíkra framkvæmda þar sem bátabygging og viðhald bátaflot- ans væri látið sitja í fyrirrúmi. Að síðustu urðu nokkur orða- skipti milli Karls Guðjónssonar og Jóhanns Hafsteins. Umræðu var síðan lokið, en atkvæðagreiðslu frestað. ALLT GOSIÐ KVIKMYNDAÐ Mátti heita að þeir Árni og Steinþór væru nær stöðugt á Hekluslóðum frá því gosið hófst og þar til Steinþór beið bana við kvikmyndatökuna 2. nóv. 1947. En Árni hélt áfram kvikmynda- tökunni þar til gosinu lauk. FERÐAFÉLAGIÐ SÝNIR KVIKMYNDINA mynd þeirra Steinþórs og Árna á samkomu sinni í Sjálfstæðishús- inu fimmtudaginn 21. marz. Hef- ur kvikmyndin verið stytt úr hálfum öðrum tíma niður i 45 mínútur og er það mjög til bóta. Mun dr. Sigurður Þórarinsson út- skýra kvikmyndina og sýna nokkrar skuggamyndir til frekari glöggvunar. LANGT SÍÐAN MYNDIN VAR SÝND Heklukvikmynd þessi var á sín um tíma sýnd við mikla aðsókn og vakti þá mikla hrifningu, enda vafalaust bezta kvikmyndin sem fram til þessa tima hefur verið tekin af eldgosi. Er langt síðan mynd þessi var sýnd hér og því líklegt að marga fýsi að sjá hana að nýju eða í fyrsta sinn. Fór 14 ierðir á snjó- bíl með vörur BÚÐARDAL, 19. marz. — Páll Sigurðsson í Fornahvammi kom hingað á snjóbíl sínum sl. föstu- dag. Var hann að koma með póst til þess að hjálpa bændum með vöruflutninga. Hófust flutningar á vörum frá Búðardal ,á laugar- daginn til bænda í Laxárdal, Haukadal og í Miðdölum. Var hann við þessa flutninga þar til seinnihluta dagsins í gær að hann hélt suður aftur. Páll fór 14 ferðir frá Búðardal og flutti 16 lestir af fóðurbæti, matvöru, kolum olíu og annari nauðsynjavöru. Er því í bili bætt úr brýnustu nauðsyn bænda hvað vörur snertir. — Elías. Ferðafélag íslands sýnir kvik- Nú þegir blað olía- og verðlagsmóiaiáðhena Skipaollan er borguð n/ður en olia til húsakyndinga ekki BLAÐ Lúðvíks Jósefssonar, olíumálaráðherra kommúnista, þegir alveg í gær um olíumálin. í fyrsta lagi þegir blaðið um að ráðherra þess treystist nú ekki til að leysa okkur undan Hamrafellsokrinu, eftir að farm gjaldamarkaðurinn er kominn langt niður fyrir Hamrafells- leiguna. í öðru lagi minnist blaðið ekki á það einu orði af hverju verðlagsmálaráðherra kommúnista, Hannibal Valdemarsson, ekki auglýsir að olía til húsakyndinga sé hækkuð um 404 kr. smálestin. Hins vegar var auglýst á dögunum að hækkun á olíu til skipa yrði endurgreidd útgerðarmönnum úr ríkis- sjóði, en húsakyndingarolían fær ekki sömu meðferð, heldur verða neytendur að borga hana að fullu. Allir — jafnt fá- tækur braggabúi og hinn, sem betur má, verða að borga 18 aura hækkun á lítrann. Kommúnistar hafa nú olíumálin í sínum höndum þar er ferillinn farmgjaldaokur og hækkanir. Það er ekki furða þó rostinn hafi lækkað í „Þjóðvilj- anum“ og hann sé nú fáorðari en fyrr, þegar olíumálin eru annars vegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.