Morgunblaðið - 20.03.1957, Side 9

Morgunblaðið - 20.03.1957, Side 9
Miðvikudagur 20. marz 1957 MORCVNBLAÐIÐ 9 Finnska ríkissfjórnin hefur verið ósfarfhæf að undanförnu „T?AÐ VAR MJÓLKIN, sem fyllti mælinn“, segja menn í Finnlandi, þegar að rætt er um deilurnar á milli hinna tveggja stjórnarflokka, Bændaflokksins og Sósíaldemokrata, sem urðu til þess að landið hefur nú um hríð átt við mikla kreppu að etja, sem leitt hefur til ríkisgjaldþrots, en jafnframt hefur landið ekki haft starfshæfa ríkisstjórn. Það var augljóst fyrir alllöngu að fjárhagsástandið var mjög örð- ugt og fjármálaráðherrann, Sim- onen, komst svo að orði, að hann vissi naumlega hvernig þing- mennirnir ættu að borga fyrir mat sinn á næstu mánuðum. Finnski ríkissjóðurinn var tómur og til þess að geta fleytt sér á- fram og greitt nauðsynlegustu út gjöld, þyrfti niðurskurð útgjalda um 25 milljarða finnskra marka. Simonen fjármálaráðherra hef- ur getið þess í sérstakri yfirlýs- ingu, að ákvörðunin um greiðslu- stöðvunina sé óhjákvæmileg af- leiðing af skorti á rekstrarfé handa því opinbera. Þegar í lok fyrra árs vakti fjármálaráðherr- ann máls á að nauðsynlegt væri að skera niður ríkisútgjöld sem næmu miklu meiru en þeim 40— 50 milljörðum marka, sem út- gjöld voru lækkuð í fyrra. Um miðjan janúar taldi fjármálaráðu neytið að nauðsynlegt væri að skera niður útgjöld allt að 25 milljörðum marka og jafnframt var gerð athugun á fjárhagnum, sem sýndi að ríkissjóður mundi verða kominn í þrot um miðjan marz mánuð, enda stóð það heima. Á seinustu dögum, sagði fjár- málaráðherrann í vikunni, sem leið, hafa greiðslur rikissjóðs byggzt á tekjum sem hafa borizt upp í hendurnar en nú á ríkis- sjóður 1,3 milljörðum marka minna en ekki neitt. ÁTÖK MII.I.I BÆNDA OG FLOKKS VERKAMANNA Lækkun mjólkurverðsins og þær aðrar breytingar, sem Sósí- aldemokratar heimtuðu í sam- bandi við verðlag landbúnaðar- afurða var aðeins á yfirborði orsökin til stjórnarkreppuhnar. Hinar raunverulegu orsakir liggja miklu dýpra. Það sem þar er um að ræða er fyrst og fremst hin áralanga deila milli þeirra, sem standa í forsvari fyrir land- búnaðinn annars vegar og hinna sem eru í fararbroddi fyrir verka mönnum í iðnaðinum. Þessi spenna milli hinna tveggja hags- munahópa hefur gert það ómögu- legt að flokkarnir gætu komið sér saman um uppbyggingu á efnahagslegu sviði. Þetta var einnig þannig í stjórnartíð Kekk- onens. í staðinn fyrir að grípa til rótttækra ráðstafana var ein- göngu um kák að ræða. Forstjóri seðlabankans, von Fieandt að- varaði mjög gegn því að halda áfram svo yfirborðslegri stefnu, en stjórn Fagerholms, sem nú hefur setið að völdum í eitt ár Og tók við af Kekkonen hélt éfram hinni íyrri stefnu og gat ekkl leyst vandamálin. Svo kom á sl. ári til langrar vinnustöðv- unar og á eftir komst svo verð- bólgan í algleyming. SÓSÍALDEMOKRATAR KLOFNIR Fagerholm reyndist þess ekki megnugur að byggja brú á milli hagsmuna neytendanna og hags- muna framleiðendanna í Bænda- flokknum. Bændaflokkurinn dró ráðherra sína út úr stjórninni en innan Sósíaldemokrata var mjög mikill klofningur, sem lamaði þann flokk. Kommúnistar hafa tapað mjög fylgi en forystumenn þeirra hafa nýlega verið JVIoskvu, til þess að fá þar leið- beiningar um stjórnmálastefnu Neyðasf Bændaflokkurinn og Sósial- demokratar nú til oð koma sér saman ? þeirra í framtíðinni. Nýlega voru kosnir fulltrúar á flokksþing Sósíaldemokrata, sem halda á í apríl, en þær kosningar skáru ekki úr um hvor armurinn innan flokksins, sá til hægri eða hinn til vinstri yrði raunverulega ofan á. Bæði formaður flokksins, Skog, sem er leiðtogi vinstri armsins og Leskinen sem er leið- togi hægri armsins halda því fram að þeir hafi meiri hluta flokksins á bak við sig. Hvor þeirra hefur réttara fyrir Simonen sér mun fyrst sjást um páska. Komi til nýrra kosninga er búizt við að Bændaflokkurinn muni vinna verulega á en við forseta- kosningarnar og kosningarnar til sveitastjórna á sl. ári fjölgaði kjósendum þess flokks allmikið. Það er því talið freistandi fyrir þann flokk að knýja nú fram þingrof og nýjar kosningar. Vegna þess að stjórnmálamenn irnir hafa annað augað á nýjum kosningum hefur verið enn erfið- ara að ltoma á nokkru samstarfi og kreppan orðið enn óviðráð- anlegri en Kekkonen forseti mun ekki hafa hugsað til þess að rjúfa þing að svo stöddu og hann hef- ur ekki viljað taka á móti afsögn Fagerholms, heldur hefur skorað á hann að taka upp samstarf við aðra þingflokka um nýja stefnu í efnahagsmálum og lausn þeirra. AFSTAÐA FINNLANDS- * BANKA Finnlandsbanki hefur algjör- lega neitað því að finnska mark- ið yrði fellt að nýju og bankinn stendur fast á því, að ríkisstjórn- in verði að taka rögg á sig og hefja allsherjar viðreisn í efna- hagsmálum landsins. Simonen fjármálaráðherra hefur lagt fram víðtækar tillögur um endurskip- un verðlagsmála- og launamála en samkomulag hefur ekki náðst um neinar tillögur fram að þessu. f tillögum Simonens er því sleg- ið föstu að laun verði að miðast við hvað atvinnuvegirnir þoli. En Sósíaldemokratarnir halda uppi harðvítugri verkalýðspóli- tík og eins og áður er sagt verða mótsetningarnar enn skarpari vegna þess að báðir þessir höfuð- flokkar búast til kosninga og vilja þá hvor hafa sem ákjósan- legasta vígstöðu gagnvart kjós- endunum. En nú er ríkisgjald- þrotið skollið yfir og vera má að það neyði nú loksins flokkana til þess að koma sér saman um raunhæfa viðreisnarstefnu þó að þeir hafi hingað til ekki getað orðið einhuga um neitt. AFHJÚPUN UUSI SUOMI Það kom finnsku ríkisstjórn- inni mjög á óvart að hægra blað- ið Uusi Suomi birti fyrir stuttu ýmis skjöl varðandi viðreisnar- áætlun stjórnarinnar. Þetta til- tæki kom algerlega flatt upp á stjórnarflokkana og er talið að þessi uppljóstrun valdi því að erfiðara verði eftir en áður að fá samkomulag um viðreisnar- tillögurnar. Þegar effir birting- una komu alls konar stéttir og hagsmunahópar fram á sjónar- sviðið og gerðu kröfur sínar. Fólk tók að safna að sér vörum og formaður finnska „alþýðu- sambandsins" tilkynnti að verka- menn haldi fast við að fá fullar bætur fyrir verðhækkanir en það þýðir 10% launaviðbót. í tillög- um ríkisstjórnarinnar var hins vegar aðeins gert ráð fyrir 3% launahækkun enda geti atvinnu- vegirnir ekki borið meira. Eiga heimboð til Moskvu að blekkja lússneskan almenning ? ÞÓTT skammt sé um liðið síð.in allur hinn vesíræni heimur fordæmdi rtfcrli Rússa í Ungvcrjalandi, eru Sovétríkin þegar farin aS búa sig undir nýja „friðarsókn" Rússar virðast nú ætia að bjóða fleiri vestrænum mönn- urn en nokkru sinni fyrr í hcimsóknir til Moskvu. Er margt sem bendir til þess að valdhafarnir í Kreml ætli sér með þessu, að sanna rúst-nesku þjóðinni, að enginn giæpur hafi verið framinn í Ungverja landi. Ferðir og gisting vest- rænna manna í Rússlandi sýni, að þeir hafi gleymt með öllu atburðunum í Ungverjalandi. Umræður um þetta vanda- mál eru þegar hafnar víða á Vesturlöndum. Hér birtist ein slíkra greina upp úr tímariti norska Alþýðusambandsins, Frl Fagbevegelse. Er hún eft- ir ritstjóra þess, Alfred Skar. o—•—o Sendiferðir og alls kyns sam- skipti við Sovétríkin höfðu um nokkurt skeið farið vaxandi, þeg- ar þau stöðvuðust skyndilega þann 4. nóv. 1956. Þeir atburðir höfðu gerzt, að enginn maður frá hinum féjálsa lýðræðisheimi gat lengur haldið vinátturæðu, heils- að með handabandi né faðmað fulltrúa þess ríkis, sem hafði beitt vopnavaldi til þess að kæfa í blóði uppreisn ungversku þjóð- arinnar. Jafnvel kommúnistunum, sem störfuðu í norsku verkalýðs- hreyfingunni fannst það eðlilegt, að þær verkalýðsundirnefndir okkar, sem þá voru á ferðalagi í Rússlandi, kæmu þegar heim. Og sendinefnd rússneskra 'blaða- manna, sem var nýkomin til Noregs sneri heim aftur þegar í stað, án þess, að henni gæfist tækifæri til að ræða við norska samstarfsmenn sína. ÁKVÖRÐUN STÚDENTA OG ÍÞRÓTTAMANNA Skömmu síðar samþykktu norskir stúdentcir einnig ályktun þess efnis, að stúdentaskiptum við Sovétríkin skvldi hætt að sinni. Skautafélag Noregs sam- Alfred Skar. þykkti einnig ályktun þess efnis, þar sem í ráði hafið verið að norskir skautahlauparar færu í heimsókn til Sovétríkjanna Svo margir Norðmenn muna enn sína eigin frelsisbaráttu, að flestum hefur fundizt þetta eðli- legar ráðstafanir. SIÐFERÐISLEG VANÞÓKNUN Lýðræðisríkin í þessum heims- hluta geta ekki sent herlið inn í Ungverjaland, til þess að reka Rússana úr landi. Hið eina, sem vestrænar þjóðir geta gert. er að gefa til kynna eftir diplómatiskum leiðum van- þóknun sína og nota siðferðislegt áhrifavald gegn leiðtogum Sovét- ríkjanna. En hvaða þýðingu hef- ur slíkt siðferðistal, ef við höld- um áfram eins og ekkert hafi í skorizt í hinum svonefndu menn- ingarskiptum? Ef við gerðum það, þá myndi sérhver rússnesk- ur stúdent, skautahlaupari og starfsmaður verkalýðsfélaga, svo nærtæk dæmi séu nefnd, halda að við höfum fyrirgefið ofbeldi Rússa og samþyklcjum staðhæfingar Sovétleiðtoganna um að uppreisnin í Ungverja- lapdi hafi verið fasistahreyfing, sem nauðsynlegt hafi verið að bæla niður í nafni frelsis og sósíalisma. Það er nauðsynlegt fyrir okk- ur, að íhuga þetta vandamál. En ekki hefur langt um liðið, þegar farnar eru að heyrast raddir um það, „að við megum ekki rjúfa sambandið“ við Sovétþjóðirnar. Og það er sagt, að við verðum „að styrkja málstað frelsisins" með því að halda áfram sam- skiptunum. VIÐHORF RÚSSNESKS ALMENNINGS Þessu er því til að svara, að eina leiðin fyrir okkur, tii að gera rússneskum alrnenn- ingi skiljanlegt, hvað hafi gerzt í Ungverjalandi, og hvernig við lítum á þá at- burði, er að stöðva öli sam- skipti nú um sinn. Það er líka frumskilyrðið til þess að við getum hafið samskiptin á ný, að rússneskur almenningur skilji almennt afstöðu okkár. Rússar kunna að hugsa eins og aðrir menn. Það er eng- inn vafi á því að rússneska þjóðin mun kunna að ieggja saman tvo og tvo, þegar hún fréttir af uppreisninni í Ung- verjalandi og svo samtímis því að hinn vestræni heim- ur slítur öllum samskiptum við þá. Hin rússneska þjóð Framh. á bls. 15 STAKSTEINAR Af drengskap og rökfestu“ Alþýðublaðinu í gær þykir „furðuleg undrun“ lýsa sér í því, að orð sé haft á því „að mál- gögn stjórnarflokkanna séu ekki alltaf sammála um cinstök atriði í erlendum og innlendúm stjórn- málum", eins og blaðið kemst að orði. Og enn segir það: „Slíkt er enginn veikleiki. Lýðræðið krefst þess, að al- menningsálitið segi til sín. Til þess eru blöðin. Og þeim er mun fremur sómi að því en hitt að deila um ágreiningsatriði, ef það er gert af drengskap og rök- festu með þá alvöru í huga að finna lausn á vanda samtíðar og framtíðar“. Vel mætti þeita til sanns vegar færa, ef deiit væri af „dreng- skap, rökfestu og alvöru“. Til þess að sjá, hvernig þessum frumskiiyrðum Alþýðublaðsins sjálfs er fullnægt, er fróðlegt að blaða í gegnum stjórnarblöðin frá því í gær. Er þá þess að gæta, að Tíminn kom ekki út en í þess stað má lesa lýsingu samstarfsmannanna á honurn. Vísvitandi lygi og rógur“ í Alþýðublaðinu er að þessu sinni aðeins ein grein um sam- starfsliðið og heitir hún: „Þjóðviljinn fjandskapaðist við farmenn í deiiunni,* í stað þess að veifa þeim stuðning í erfiðu verkfalli." Efni greinarinnar er mjög f samræmi við fyrirsögnina, segir þar m. a.: „Alþýðublaðið getur upplýst. að Þjóðviljinn hefur hér farið með vísvitandi lygi ug róg um sjómannafélagið“. Blaður frá rótuma Þá er Þjóðviljinn ekki mildarl í orðum sínum um samstarfs- flokkana og ræðst nú hart gegn báðum. Ein greinin heitir: „ „Skylda“ Bandaríkjamanna að gera hernámshöfn í Njarðvík! segir hermangarinn Áki Jakobs- son. . “. Inni í Þjóðvilja-greininni segir: „Það þarf ekki að rökstyðja það að þessi sjónarmið Áka Jakobssonar eru alger lokleysa og blaður frá rótum“. Sérsíaka athygli vekur, að Þjóðviljinn húðskammar Áka fyrir að segja, að varnarliðinu sé nú „skylt“ að hefja framkvæmd- ir. En þetta er einmitt sama orð- ið og Tíminn, málgagn forsætis- ráðherra, notaði á dögunum og eiga svívirðingar Þjóðviljans nú um Áka þess vegna ekki síður við hann. Það er því ekki Áki einn sem samkvæmt ótvíræðum orðum Þjóðviljans fer með lokleysur og blaður frá rótum. Óhróður rógur o« níð“ Framsóknar Þjóðviljinn scgir að í siðasta hefti Tímarits Máls og menning- ar sé „ágæt forystugrein um hernámsmálin og stjórnmála- ástandið“, sem heitir: „Heldur i dag en á morgun“, og prentar hana upp. Þar segir um samstarfs flokkana: „Viðbrögð þessara flokka f sambandi við heimsatburðina sl. haust sýna ljóslega, hversu af- ■ staða þeirra í þinum svonefndu herverndarmálum or fjarstæð og haldlai>.s“. Og Framsóknarflokkurinn fær þessa orðsendingu: „Undanfarna mánuði hefur Framsóknarflokkurinn látið að- almálgagn sitt ausa af sérstöku kappi óhróðri og rógi yfir Sósíal- istaflokkinn og klifa á níði um hin sósíalistisku lönd.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.