Morgunblaðið - 21.03.1957, Blaðsíða 8
8
MORGUNBt/AfH**
Fimmtudagur 21. marz 1957
isttMa
. ♦i
>U.i
XHg.: H.f. Árvakur, Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
UTAN UR HEIMI
Lifnaðarhættir mörgæsarinnar eru furðulegir
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 16(jl
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Eitir farmnnnaverkíallið
VERKFALLINU á kaupskipaflot
anum, sem stóð í tæpar 4 vikur,
er nú, góðu heilli, lokið. Eins og
kemur fram í hinum nýju samn-
ingum hefur mest hækkun orðið
á kaupi á skipum S.I.S. og Skipa-
útgerðar • ríkisins eða meira en
á almennum flutningaskipum. Sú
hækkun, sem orðið hefur nemur
allt að 8%.
f þessu sambandi er ekki ó-
fróðlegt að athuga viðbrögð
stjórnarblaðanna. Alþýðublaðið
gerir mikið úr þeim kjarabót-
um, sem fengust og telur þær
„miklar og mikilvægar". Þjóð-
viljinn og „Tíminn“ gera hins
vegar lítið úr þeim og telur hið
fyrrnefnda að hækkanirnar
hefðu átt að nást fram „án upp-
sagnar" og verkfalls.
Verkfall á kaupskipaflotanum,
sem stendur nær 4 vikur er at-
burður, sem ekki er unnt að
horfa framhjá og gera lítið úr.
Stöðvun kaupskipaflotans um
svo langan tíma hefur að sjálf-
sögðu margvíslegar afleiðingar.
Það má öllum vera ljóst að þar
sem slíkt ber við er ekki vinnu-
friður í landi. Verkfallið á kaup-
skipaflotanum kom í framhaldi
af verkfalli á flugflotanum, þar
sem mjög háttlaunuð atvinnu-
stétt fékk verulegar hækkanir
og fríðindi. Á undan voru gengin
verkföll í tveim stórum verstöðv-
um við Faxaflóa. Það má því
segja, að það, sem af er árinu,
hafi hvert verkfallið rekið ann-
að og er í því sambandi sérstak-
lega athyglisvert að þar hafa
hinir lægst launuðu síður en svo
eingöngu átt hlut að máli.
Þegar Framsóknarflokkurinn
rauf stjórnarsamstarfið í fyrra
og tók upp bandalag við þá
flokka, sem nefna sig „verka-
lýðsflokka" var því óspart haldið
fram af áróðursmönnum Fram-
sóknar, að ekki væri unnt að
stjórna með Sjálfstæðismönn-
um vegna þess að þá gæti
aldrei verið vinnufriður í land-
inu. En nú skyldu verða umskipti
á því. Almenningur í landinu var
orðinn þreyttur á verkföllum og
öryggisleysi, sem af þeim stafar.
Sá áróður, að nú skyldi bundinn
endir á þetta ástand féll því í
góðan jarðveg. En efndirnar hafa
orðið minni, eins og öllum má
vera ljóst. í landi, þar sem hvert
verkfallið rekur annað og kaup-
skipaflotinn er bundinn í höfn
svo vikum skiptir, er auðvitað
ekki vinnufriður. Hafi þeir sund-
urleitu flokkar, sem daglega bera
hvorn annan hinum verstu sök-
um, þótt þeir standi saman að
ríkisstjórn, nokkurn tímann í al-
vöru ætlað sér að standa við hin
stóru orð og miklu loforð um
vinnufrið, þá hefur það algerlega
mistekizt. Og það er ekki það
eina sem hefur mistekizt. Hvað
hefur ríkisstjórninni tekizt að
efna af loforðum sínum hingað
til annað en það sem snýr að
ofsóknum á hendur éinstökum að
ilum, eins og kemur fram í
fögnuði kommúnista yfir því að
„Eimskip tapar"?
Hér verða loforðin ekki talin
upp en dæmið um vinnufriðinn,
sem koma skyldi en ekki kom,
ætti að nægja að þessu sinni.
Kommúnistaóreiðan í Iðjn
ÞAÐ SEM kom fram á aðalfundi
„Iðju“ um stórfellda misnotkun
kommúnista á fé félagsins er
hneyksli, sem vekur eftirtekt al-
þjóðar. Öll skjöl um fjárreið-
ur félagsins, nema fyrir ár-
ið 1956, voru eyðilögð. —
Kommúnistum hefur þótt hyggi-
legra að fela fortíðina — brenna
hana í eldi. — En það sem
sést af skjölum félagsins fyrir sl.
ár er þó nóg til að allir geta
myndað sér skoðun um það
hneyksli, sem hér er á ferðinni.
Má nærri geta að óreiðan hefur
ekki verið minni á liðnum árum
enda væri ekki búið að eyði-
leggja skjöl félagsins ef tilgang-
urinn væri ekki sá að leyna því,
sem á undan er gengið.
— Eftir að, meðal margs
annars, var upplýst, að komm-
únistastjórnin hefði lánað sjálfri
sér sem nam 96 þúsund
krónum á einum einasta mánuði
á sl. ári sagði Björn Bjarnason
fráfarandi formaður: „Ég kann
kannske ekki að skammast mín
og ég geri það ekki fyrir þetta '!
En það eru fleiri sem ekki kunna
að skammast sín því í sama biaði
Þj óðviljans, sem skýrt er frá að
Björn Bjarnason hafi „lýst sök
á hendur sér“ fyrir óreiðuna í
Iðju er birt mynda af honum
með fregn um, að kommúnistar
hafi endurkjörið hann til for-
manns í Fulltrúaráði verkalýðs-
félaganna! Kommúnistafor-
sprökkunum finnst vitanlega
ekkert til um fjármálaprettina,
og óreiðuna í Iðju, því þetta er
vafalaust ekkert annað en það,
sem viðgengst í þeim félögum,
þar sem þeir hafa haft yfirhönd,
eins og í Iðju.
Misnotkun kommúnista á
verkalýðsfélögunum er tvenns
konar:
f fyrsta lagi er hin pólitíska
misnotkun á samtökum verka-
fólksins. Kommúnistar hugsa
ekkert um raunverulegan hag
verkalýðsins, heldur situr alger-
lega í fyrirrúmi, hvernig þeir
geti á hverjum tíma beitt félög-
unum fyrir hinn pólitíska stríðs-
vagn sinn. Þetta kom Ijósast fram
í verkföllunum miklu árið 1955
og kemur einnig fram nú, þeg-
ar kommúnistar þykjast semja
um það, fyrir hönd verkalýðs-
ins, sem þeir hafa harðlegast for-
dæmt áður. f öðru lagi er svo
misnótkunin á fjármunum verka
lýðsins, sem kom svo berlega
fram á Iðjufundinum, Komm-
únistar hafa haldið því félagi
lengi og talið sig þar örugga.
Það er nauðsyn verkalýðsins
að misnotkun kommúnista í
verkalýðsfélögunum verði aflétt
og það er nauðsyn félaganna og
allrar þjóðarinnar að hin stjórn-
málalega misnotkun taki einnig
enda. Fall kommúnista í Iðju er
áfangi á þeirri leið.
Ungarnir lifa af veturinn án fæðu
um og eftir miðjan febrúarmán-
uð. Lítil líkindi eru til þess, að
þeir síðklöktu lifi veturinn af.
J. maímánuði fellur
fyrsti snjórinn — og þau egg,
sem ekki eru þá klakin, eru yfir-
gefin. Flestir ungarnir eru þá
orðnir nokkuð sprækir — og fara
foreldrarnir með þá á hentuga
staði — þar sem þeir eru skildir
eftir. Aldrei eru ungarnir skildir
eftir einir sér, heldur margir
saman í hóp — oft mörg
hundruð á sama stað. — Nú
er haldið til fiskjar til þess að
afla fæðu fyrir ungana. Eru sum-
ir þeirra mataðir í nær 13 mán-
uði — þar til þeir eru, fullþroska.
Fyrstu 14 dagana eftir að ung-
ar mörgæsanna koma úr egg-
inu eru þeir mataðir 4.—5. hvern
tíma. Vöxtur þeirra er því mjög
ör fyrstu vikurnar. P’iðrið vex
og þéttist ótrúlega iljótt — og
séu þeir ekki fæddir mjög seint
er fiðurhjúpurinn orðinn það
mikill, er foreldrarnir fara með
þá í „ungasafnið“, að vetrar-
kuldinn skaðar þá ekkert.
Afla foreldrarnir nú
fæðu hvort I sínu lagi — og í
„ungsafninu11 eru ungarnir mat-
aðir að meðaltali vikulega. Er
holdarfar þeirra þvi síbreytilegt.
Tútna ungarnir út eftir hverja
matargjöf, en eru orðnir frekar
mjóslegnir, er kemur að matar-
gjöf. Eitt hið undraverðasta við
uppeldi unganna er það hvernig
foreldrarnir og ungarnir fara að
því að kvaka sig saman, ef svo
mætti að orði komast. Kónga-
mörgæsir mata aldrei aðra unga
en sinn eiginn. Þegar þeir koma í
„ungasafnið" — þar sem mörg
hundruð unga, sem okkur virðast
allir eins að útliti, eru á iði, gefa
foreldrarnir frá sér sérkennilegt
hljóð — og ekki líður á löngu
þar til rétti unginn er fundinn.
Mr rátt fyrir óreglulegar
matargjafir hefur unginn náð II
til 13 kg. þyngd í lok apríl. Allir
vefir eru þaktir þykku lagi af
fitu — og fiðrið er nú 4—6 sm
þykkt. — Og ungunum veitir
sannarlega ekki af þessu, því að
nú fer harðasti hluti vetrarins í
hönd. Frá lokum maí fram í
október verða fæðugjafirnar
mjög strjálar. Sumir unganna fá
enga fæðu, því að oft reynist for-
eldrunum erfitt um aðdrætti —
og verða fuglarnir að leita langt
út frá ströndinni, eða ísröndinni.
Daglega léttast ungarnir um allt
að 45 gr. — og frá maílokum til
október léttast þeir venjulega
um 5 kg.
M
iIAorgæsin er vafalaust
einn athyglisverðasti fugl jarðar-
innar. Ekki vegna þess að hún
gengur alltaf í „kjól og hvítt“
— heldur vegna sérstæðra lifn-
aðarhátta. Engir fuglar búa við
jafn óblíða veðráttu og mörgæs-
irnar, enda eru fáir fuglar jafn
vel útbúnir frá náttúrunnar
hendi. Þó má telja einna athygl-
isverðast hvernig mörgæsin klek
ur út eggi sínu og elur önn fyrir
unganum.
Tegundir mörgæsa eru all-
margar. Þær lifa á Suðurheim-
skautslandinu og í höfunum um-
hverfis það. Af þessum tegund-
um er kóngamörgæsin stærst, en
fullvaxin vegur hún um 20 kg.
Vísindamenn segja hana „meist-
araverk" af hendi náttúrunnar.
Slík er hæfni hennar til að lifa
á þessum suðlægu slóðum.
B rezkir vísindamenn
hafa að undanförnu gert sér far
um að kynnast lifnaðarháttum
hennar — og fylgt uppvexti ung-
ans allt frá því að hann kemur
úr egginu þar til hann er full-
vaxta. Og kóngamörgæsin verður
ekki 20 kg. að þyngd á nokkrum
vikum. Heimskautasumarið er
stutt, en veturinn er langur og
strangur. En móðir náttúra sér
fyrir börnum sínum — og aug-
ljóst er, að hún hefur ekki búið
hina prúðbúnu „íbúa“ Suður-
heimskautslandsins neitt ver und
ir jarðlífið en fugla hitabeltis-
ins, sem eru bakaðir sólskini frá
og fara þá á land til þess að fella
fjaðrirnar. Rúmur mánuður líð-
ur þar til kóngamörgæsin hefur
fengið nýjar fjaðrir — og meðan
á þessum skiptum stendur get-
ur hún ekki synt. Þar af leið-
andi verður hún að fasta þennan
tíma og rýrnar þá allmikið, eða
um allt að því 10 kg. Er hún verð-
ur sundfær á ný, fer hún aftur til
fiskjar — og veiðir nú látlaust í
2—3 vikur. Að því loknu hefur
hún aftur náð eðlilegri þyngd.
Nú gegnur í garð hið
raunverulega sumar í lífi mörgæs
arinnar, er hún gengur á land
á nýjan leik. — Hefst þá sam-
stundis tímabil mikilla ásta í lífi
allra mörgæsa á Suðurheim-
skautslandinu — en samt tekur
það oft nokkuð langan tíma að
finna þann eða þá útvöldu. 3—6
vikur lifa mörgæsirnar síðan í
ástarvímu — og ranka ekki við
sér fyrr en kvenfuglinn gerir sér
grein fyrir því að hann á von á
eggi. Þá tekur alvara lífsins við.
Hjónin skiptast nú á að liggja
á egginu, sem er aldrei nema eitt.
Klaktíminn er 54—55 dagar. •—
Það er hásumar, en jörðin samt
það köld, að eggið mundi aldrei
klekjast út, ef mörgæsin notaði
sömu aðferð og flestir aðrir fugl-
ar. Þess vegna smeygir gæsin
fótunum undir eggið — og leggst
þannig á það, vel einangrað frá
jarðkuldanum.
Myndin er lekin í „mörgæsanýlendu", en sýnir þó ekki nema
lítinn hluta af „nýlendubúum". Þarna liggja gæsirnar á eggjum
sínum og er athyglisvert hvernig þær láta kviðinn síga ofan á eggið,
sem liggur ofan á fótum þeirra.
því að þeir líta fyrst dagsins
Ijós — þar til þeir leggja augun
aftur að fullu.
JL september, er vor
Suðurskautsins nálgast, koma
kóngamörgæsirnar upp að strönd
inni. Þær eru stöðugt á veiðum
og eta mikið. Eftir 1-—2 vikur
hafa þær safnað allmikilli fitu —
yrst liggur karlfugl-
inn á 12—15 daga, en kvenfugl-
inn aflar sér matar á meðan. Því
næst tekur hann við og liggur
svipaðan tíma. Skiptast þeir
þannig á, en tíðar, er líður á
klaktímann. Síðast liggja þeir
ekki nema 4—5 daga í einu. í
miðjum janúarmánuði koma
fyrstu ungar mörgæsanna úr
eggjunum, en síðustu ungarnir
ísindamenn, sem
fylgzt hafa með lifnaðarháttum
fuglanna segja, að aðeins fimmti
hver ungi fá reglulega fæðu mið-
hluta vetrar. Aðeins þeir, sem
náð hafa 8 kg. þyngd áður en
vetrarharkan skall á, geta lifað
veturinn af. En í byrjun októ-
bermánaðar koma foreldrarnir
aftur — og þá berst ungunum
fæða að nýju, enda er nú engin
vanþörf á. Þeir ungar, sem átt
hafa því láni að fagna, að njóta
umönnunar beggja foreldranna
hafa því náð sér að fullu í desem
ber. Þá eru þeir einnig orðnir al»
fiðraðir og geta margir hverjir
Framh. á bls. 15