Morgunblaðið - 21.03.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.03.1957, Blaðsíða 9
Flmmtudagur 21. marz 1957 MORGUNBLAÐIÐ 9 Ein póstierð í febrúar og önnur í marz GRÍMSSTÖÐUM, 19. marz. — Tíðarfar var slæmt hér á Hóls- fjöllum þorrann og fyrri hluta góunnar. Stöðugar mullur, úr- koma flesta daga, en kyrrt svo aldrei hreyfði til snjókorn, þar til nú fyrir viku. Þá gerði nokkra stórhríð og reif þá af hávöðum öllum, gerði sæmilega jörð og ágætt færi fyrir fé. Áður var allt ófært, jafnvel fyrir skíðamenn. Hestar hafa allir gengið úti í vetur utan þeir, sem eru í notkun og eru í ágætum holdum. Pósturinn fór niður yfir Hóls. sand snemma í marz og var á skíð um. Hann kafaði þó í hné alla leiðina og var 15 klukkutíma röska 40 km. Póstsamgöngur hafa verið' slæmar hér í febrúar og marz. Aðeins ein ferð í febrúar og ein það sem af er marz. Stafar það fyrst og fremst af hinu fáránlega fyrirkomulagi, að láta póstinn ganga um Kópa- sker, en ekki beint frá Akur- eyri og Húsavík um Mývatns- sveit, sem er mun betri leið og alltaf betri samgöngur þá leið, auk þess sem það er miklu styttra fyrir Fjallapóst- inn. — V.G. ÓÖinn" skorar á Alþingi að samþ. tillögu Björns Olafssonar um innheimtu opinberru gjuldu Þessa mynd tók ljósmyndari Mbl. fyrir nokkru um borð í togar- anum Akurey, er hann var hér í Reykjavík að búast á veiðar. Það vaj- eðlilega nóg að slarfa á þilfari og þar voru þessir menn „að glíma við“ sveran trolivír, sem þeir voru að hjálpasl að við að splæsa. MÁLFUNDAFÉLAGIÐ „Óðinn“ hélt fjölmennan fund í Valhöll við Suðurgötu fimmtud. 7. þ.m. Á fundinum mættu Björn Ólafs son alþm. og Gunnar Helgason, erindreki. Fluttu þeir framsögu- r Utgerðarmenn og sldpstjórar óttast skort sjóntanna hér eftir 5—10 ár Sjómenu verða að bera meira úr býtum en landvinnumenn, segir útgerðarmaður ALÞINGI bað, er nú situr mun ekki hjá því komast að grípa til raunhæfra aðgerða til þess að stöðva flóttann frá fisk- framleiðslunni. Með óbreyttu áframhaldi verður innan svo sem 5—10 ára vart mögulegt að fá unga menn til starfa á fiskiskipunum, vegna þess að vinnan i landi ei arðvænlegri. Þetta er álit þeirra manna er nú fást við útgerð og skipstjórn á stórum og smáum fiskiskipum landsmanna, sagði Sturlaugur Böðvarsson útgm. í samtali við Mbl. Þessir menn benda á hið nærtækasta dærni um stefnuna í málum þessum en það er hinn mikli fjöldi Færeyinga, sem hlaupið hefur í skarðið, sem stækkar stöðugt ár frá ári. Nú á þessari vertíð hefur orðið að ráða hingað til starfa á fiskiskip- in fleiri Færeyinga en nokkru sinni fyrr. MIÐALDRA- OG ELDRI MENN Á Akranesbátum, sagði Sturl. Böðvarsson, eru nú langsamlega flestir sjómennirnir miðaldra og eldri. — Á Akranesi hófst flóttinn af bátunum í fyrravetur, með þeim afleiðingum sem ég benti á áðan, sagði Sturlaugur. Hvert eigum við að sækja sjó- menn á fiskiskipin okkar eftir 5—10 ár með slíku áframhaldi? Til þess að hægt væri að manna bátaflotann hér, rúmlega 20 skip, á yfirstandandi vertíð, þurf- um við útgerðarmenn hér sá Akranesi, að ráða allmarga Fær- eyinga, því ella hefði trúlega ©rðið að leggja fleiri eða færrl bátum. UNGIR MENN SÆKI AÐ SJÁVARÚTVEGINUM Hér verður að spyrna við fót- um, sagði Sturlaugur Böðvars- son. Ríkisvaldið þarf þannig frá hnútunum að ganga, að sjósókn verði sú atvinna sem menn sæk- ist eftir. Hún verði miklu arð- vænlegri en vinna í landi, en aðalorsökin til flóttans af fiski- bátunum er einmitt launahlut- fallið. Tekjur sjómanna þarf að gera miklu hærri 1 hlutfalli við landvinnuna. STORKOSTLEG AHRIF Sjósókn á fiskiskipum er erfið- asta og áhættusamasta starfið, en þangað þarf einmitt að fá kjarn- ann úr vinnuaflinu. Samdráttur útgerðarinnar af þessum sökum mun hafa stórkostleg áhrif á alla afkomu manna og kjör, a. m. k. verður það svo ef við ætlum á- fram að stunda fiskveiðar í þessu landi. Með síminnkandi vinnu- afli við sjávarútveginn er tómt mál að tala um að láta byggja fleiri togara og fiskibáta, svo sem ráðgert er, ef ungir menn telja hag sínum betur borgið t.d. í iðn- aði en með því að fara á sjó- inn. Hér er nánast um einfalt reikningsdæmi að ræða sem ménn hljóta sjálfir að átta sig á, en lausn þess þolir litla bið, sagði Sturlaugur Böðvarsson að lokum. . ræður. B. Ó. talaði um þings ályktunartillögu þá er hann flyt- ur á Alþingi um breytt innheimtu fyrirkomulag á innheimtu opin- berra gjalda, og miðar að því, að skattar verði innheimtir jafnóð- um og tekna er aflað. Gunnar Helgason ræddi um verkalýðsmál og ófarir kommúnista í verka- lýðshreyfingunni, að undanförnu. Var gerður mjög góður rómur að máli frummælenda, og margar ræður fluttar. Fundurinn samþ. einróma eft irfarandi ályktun: „Fundur haldinn í Málfundafél. „Óðni“ 7. marz 1957, telur æski- legt að breyting sé gerð hið allra fyrsta á innheimtu opinberra gjalda, á þann hátt, að útsvar, skattar og önnur gjöld séu greidd af tekjum jafnóðum og þeirra er aflað. Skorar því fundurinn á Alþingi að samþykkja tillögu sem nú ligg ur fyrir þinginu, um undirbúning slíkrar breytingar á innheimtu opinberra gjalda". Kom greinilega í ljós í ræðum manna, að þetta myndi vera eitt mesta kjaramál allra launþega nú sem stendur og hvöttu þeir fund- armenn til þess að beita öllum þeim áhrifum er þeir gætu, til að efla framgang þessa nauðsynja- máls. Tvennlr tónleikar AÐRIR tónleikar Kammermúsik- klúbbsins, og fyrstu tónleikar "Spnlistarfélagsins á þessu ári voru skemmtileg nýbreytni í tón- listarlífinu. Söngskemmtun Þor- steins Hannessonar með aðstoð Árna Kristjánssonar var við'burð- ur og hið sama má raunar segja um tónleika Kammermúsik- klúbbsins. Þorsteinn söng lög eftir Sehu- mann, Schubert og Síbelíus og ennfremur eftir Jón Þórarinsson og Emil Thoroddsen. Þorsteinn er mikill og alvarlegur listamað- ur, en hann er kannske ekki fyrst og fremst söngvari, heldur túlk- ari. Meðferð hans á Sctmmann og Síbelíus-lögum var frábær, þar var allt dregið frarn, sem máli skipti og meðferð hans á textanum er með ágætum. Verk Jóns Þórarinssonar, Of love and death var ekki jafnvel sungið og áður, en lög Emils framúrskar- andi vel. Hámarkinu náði lista- maðurinn í Síbelíus-lögunum. Árni Kristjánsson lék afbragðs- vel undir. Það er vissulega vottur hárrar tónmenningar að eiga hér tvo slíka listamenn sem kenn- ara við tónlistarskólann. Á kammertónleikunum -vovu þrjú verk, nýtt tónverk eftir ungt tónskáld, Leif Þórarinsson, samið á þessu ári. Er of snemmt að lýsa áhrifum verksins, en það virðist vera samið af kunnáttu og dirfsku. Ef til vill náðu spil- ararnir eklci fullkomlega tökum á verkinu, sem er mjög erfitt og á allan hátt með óvenjulegu sniði. Áheyrendur hylltu hinn unga listamann innilega. Annað verkið var sónata fyrir flautu og píanó eftir Prokofieff, stórfagurt verk og framúrskar- andi vel flutt af Ernst Normann og Rögnvaldi Sigurjónssyni. Að lokum var Kvintett op. 16 eftir Beethoven, dásamlegt verk og leikið, einkum af blásurunum, af innileika og djúpum skilningi. Árni Kristjánsson kynnti verkin. Það er eins og bærinn hafi fengið nýjan svip með þessum nýju tónleikum og ber að þakka þeim mönnum, sem að þeim standa. Vikar. MUSIGA SACRA FÉLAG ísl. organleilcara efndi til tónleika í Kristskirkju í Landa- koti síðastl. sunnudagskvöld. — Voru þetta fyrstu tónleikarnir, sem bera nafnið Musica sacra, á þessu ári. Dr. Victor Urbancic lék á orgelið, en sex menn voru honum til aðstoðar, þeir Paul Pampichler (trompet), Björn Guðjónsson (trompet), Herberí Hriherschek (horn), Jón Sigurðs- son (horn), Björn R. Einarsson (básúna) og Magnús Sigurjóns- son (túba). Tónleikar þessir voru hinir ánægjulegustu í alla staði. Þó hefði ég óskað þess að dr.. Ur- bancic hefði leikið meira einn á hið ágæta orgel kirkjunnar, svo ágætur organleikari sem hann er. Hann flutti þarna nýja sónötu fyrir orgel eftir Þórarin Jóns- son. Er hún samin um gamla ísl. sálmalagið „Upp á fjallið Jesús vendi“. Verkið er athyglisvert og vel unnið, einkurn naut sín vel sjálft lagið í ágætri raddsetn- ingu og svo allegro con spirito, þar sem lagið heyrist fléttað sam- an við kontrapunktísk mótiv. Var og verkið prýðilega flutt af dr. Urbancic. Þá voru þrjú sálmalög fyrir lúðra og orgel euir Karl O. Run- ólfsson. Þau nutu sín vel, en ég hygg þó að þau njóti sín enn betur í kórbúningi. Annars voru flutt verk útsett fyrir orgel og lúðra eftir Bach, Gabrieli og Hándel, og lúðrar einir léku smærri lög eftir Bach og Hándel, en dr. Urbancic lék einleik, auk áðurnefndrar són- ötu Þórarins, hæga kaflann úr a-moll konsert Vivaldis í útsetn- ingu Bachs. Kirkjan var þéttskipuð áheyr- endum og mun öllum hafa þótt mikið koma til þessara ágætu tónleika. p. f. STAKSTEIMAR Ágreiningur um tillöguna frá 28. marz. Eins og kunnugt er lýsti Ákl Jakobsson því yfir í grein í Al- þýðublaðinu sl. sunnudag að með liinum nýju samningum rikis- stjórnarinnar við Bandaríkin væri „ályktunin frá 28. marz endanlega afgreidd og óaftur- kallanlega úr sögunni sem fyrir- mæli þingsins til ríkisstjórnar- innar“. Síðar í sömu grein komst hann þannig að orði, að „ef ís- lendingar hyggjast síðar taka upp það mál að allt varnarlið hverfi burt af landinu þá verður að gera um það nýja ályktun á Alþingi — — —“ Tíminn segir hins vegar frá því í forystugrein í gær, að „ályktun- in frá 28. marz standi enn í fullu gildi þótt framkvæmdunum hafi verið frestað að sinni---“ Þannig greinir Tímann og Áka Jakobsson á um skilning á þessu. Kommúnistablaðið „Þjóðviljinn“ heldur hins vegar fast við skiln- ing Tímans. Á þessi skýring ber- sýnilega að vera „snuð“ upp í þá, sem átelja hringsnúning vinstri stjórnarinnar í varnar- málunum. Tillagan frá 28. marz er bara „í salti“, segja kommúnistar og Timamenn. Við það verður hún ennþá merkilegri og ágætari. En einn góðan veðurdag tökum við hana fram og rekum allan her út í hafsauga, segja þeir kump- ánar!! Árásirnar á Eystein op Steingrím. Alltaf eru blessuð vinstri blöð- in að tala um „arfinn frá íhald- inu“. „íhaldsstjórnin" sveikst um að hafa milljónir í handrað- anum handa vinstri stjórninni tii húsnæðisumbóta, segja þau. Og ennfremur: „fhaldsstjórnin“ skildi ríkissjóðinn eftir skínandi fátækan. Þessi frómu blöð gleyma því, að þessir hörðu dómar hljóta ekki síður að-beinast að Stein- grimi Steinþórssyni, sem var húsnæðismálaráðherra og Ey- steini Jónssyni, sem var fjár- málaráðherra. Ef einhver ráð- herra í fráfarandi stjórn hafði vanrækt að tryggja fé til fram- tíðar húsnæðisumbóta þá var það auðvitað sá ráðherra, sem stjórn aði húsnæðismálunum. Og það var Framsóknarmaðurinn Stein- grímur Steinþórsson. Ef einhver skildi.illa við ríkis- sjóðinn þá var það auðvitað fjár- málaráðherrann. En það var Framsóknarmaðurinn Eysteinn Jónsson. Nei, hjalið um „arfinn frá f- haldinú' er heldur innantómt hjá blessuðum vinstristjórnar- blöðunum. En eitthvað verða þau að hafa til þess að jóðla á, og allt er hey í harðindum! Óreiða kommúnista í Iðju. Frásögnin af óreiðu og sukkl kommúnista í Iðju hefur vakið geysiathygli. Fráfarandi stjórn félagsins hefur lánað sjálfri sér hvorki meira né minna en 9« þús. kr. af sjóðum félagsins. For- maðurinn, Björn Bjarnason hef- ur lánað sjálfum sér 36 þús. kr. til persónulegra bílakaupa, gjaldkerinn hefur lánað sér 40 þús. kr., og annað er eftir þessu. Hvað myndu nú kommúnistar hafa sagt um þá Sjálfstæðis- menn eða Alþýðuflokksmenn, sem þannig hefðu farið með sjóði verkalýðsfélags, sem þeim hefði verið trúað fyrir að stjórna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.