Morgunblaðið - 22.03.1957, Side 1

Morgunblaðið - 22.03.1957, Side 1
44. árgangur 68. tbl. — Föstudagur 22. marz 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mjólkurbú Flóumunnu greiddi ú sl. úri 2.94 kr. fyrir hvern lítru AÐALFUNDUR Mjólkurbús Flóamanna var haldinn í gær að Selfossi. Sótti hann mikill fjöldi bænda aí félagssvæði búsins, sem er Árnes- og Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla. — Formaður stjórnar Mjólkurbúsins Egill Thorarensen setti fund kl. 1 e. h. og nefndi til fundarstjóra þá Jörund Brynjólfsson bónda í Kaldaðamesi og Þorstein Sigurðsson bónda að Vatnsleysu. Deila um Queen Mary setur hörku í verkfall London, 21. marz. ALLT útlit er nú fyrir að ein fremsta hafnarborg Englands, Sout- hampton á suðurströndinni lamist, vegna þess, að hafnarverka- menn gera samúðarverkfall með verkamönnum í skipaiðnaði. — Verkfall skipasmiða hefur staðið í sex daga og var það áfall fyrir ríkisstjórnina, að hafnarverkamenn skuli hafa bætzt í hópinn, því að þeim mun erfiðara verður að leysa deiluna. Hið nýja mjólkurbú verður annað stærsta mjólkurbú á Norðurlöndum MJÓLKURMAGNHD S.L. ÁR BÚMLEGA 25 MILLJ. KG. Egill Thorarensen skýrði svo Fellst Nosser d eitirlit S.þ. með Súez? SÍÐLA í KVÖLD komu þær fréttir, að á fundinum með Hammarskjöld í dag, hefði Nasser fallizt á nýja skipun siglinga um Súez-skurð, sem yrði í því fólgin að Samein- uðu þjóðirnar hefðu eftirlit með siglingunum og önnuðust áfram með Egyptum viðhald skurðarins. Hins vegar kvað Nasser ekki hafa hvikað frá þeirri kröfu sinni, að öll siglinga- gjöld um skurðinn skyldu óskert greiðast Egyptum. Tyrkir þiggja sátta- umleifun PARÍS, 21. marz. —■ Ríkisstjórn Tyrklands hefur tekið með þökk- um tilboði Ismays lávarðar, fram- kvæmdastjóra NATO að hefja sáttaumleitanir í Kýpur-deilunni. Brezka stjórnin hefur þegar sam- þykkt það, en Grikkir hafa hafn- að sáttastörfum á vegum NATO. reikninga búsins og las og flutti skýrslu um framleiðslu þess og framkvæmdir. Mjólkurmagn á árinu 1956 var 25.382.207 kg. — Félagsmönnum var greitt fyrir mjólk 60.831.852.22 kr. Kostnaður við bifreiðaakstur búsins var kr. 8.127.298.88. — Laun voru kr. 3.249.069,45. Þetta voru helztu gjaldaliðirnir. Hæsti tekjsrliðurinn er seld mjólk og mjólkurafurðir ásamt verðuppbótum kr. 87.795.734.54. Niðurstöðutölur á rekstrarreikn- ingi fyrir árið 1956 eru 90.631.070, 62 krónur. Aukning á innveginni mjólk á árinu var 1.492 þús. eða 6.25%. Vegabréfin skoðuð BÚDAPEST, 21. marz. — Stjórn Kadars í Úngverjalandi hefur neitað ásökun bandarísku stjórn- arinnar um að þeir menn séu fangelsaðir, sem heimnækja bandaríska sendiráðið í Búdapest. Bandaríkjastjórn mótmælti slíkum aðgerðum nýlega með orðsendingu. Kvaðst hún hafa sannanir fyrir því að ungverska lögreglan ofsækti skipulega þá menn, sem voguðu sér að heim- sækja bandaríska sendiráðið. — Vegabréf þeirra manna væru skoðuð og skömmu síðar væru þeir handteknir. Kadar-stjórnin segir þessa ásökun uppspuna frá rótum. Lög- regla hennar geri ekki snnað en skoða vegabréfin í leit að fasist- ískum glæpamönnum. — Reuter. Sölumjólk nam 14.956 kg. Fram- leiðendur voru alls á félagssvæð- inu 1107; hafði þeim fækkað um 33. í Árnessýslu voru 589 fram- leiðendur og hafði þar fækkað um 26. í Rangárvallasýslu voru 446 og hafði fækkað um 8. í V- Skaft. voru þeir 72 og hafði Framh. á bls. 2 DEILAN UM QUEEN MARY Tilefni þess að hafnarverka- menn gera samúðarverkfall er, að farþegaskipið Queen Mary hafði verið í viðgérð. Þegar verk- fall skipasmiða hófst ákvað stjórn skipafélagsins að láta skip- ið fara af stað til Ameríku. Skipa smiðir lýstu það ólöglegt, þar sem viðgerð væri ekki lokið og skipið því heft af verkfalli þeirra. Vegna mótmæla skipasmiða neituðu starfsmenn á dráttarbát- um hafnarinnar að draga skipið út úr höfninni. Lánaði brezki Framh. á bls. 2 Bermuda-ráðstefnan hafin Fyrst var rœtt um að- kallandi vandamál við Súez og samþykkt að gera olíuleiðslu yfir Tyrkland Hamilton á Bermuda, 21. mar. — Frá Reuter. ÍJÁÐSTEFNA þeirra Eisenhowers og Macmillans hófst snemma í morgun. Eftir fyrstu fundina eru Bretar bjart- sýnni en áður um árangur þessarar ráðstefnu. Kveðast þeir nú hafa komizt að því að Eisenhower muni fyrst og fremst hafa áhuga á að kynna sér sjónarmið Breta, en ekki að þröngva aðeins fram einhverjum bandarískum sjónarmiðum. AÐKALLANDI VANDAMÁL Fyrsti fundurinn stóð tvær klukkustundir í morgun. Á hon- um var rætt almennt um ástand- ið í alþjóðamálum. Því næst voru rædd nokkuð aðkallandi vandamál varðandi nálæg Aust- urlönd, svo sem framtíð Gaza- svæðisins og siglingar um Súez- skurðinn og Akaba-flóann. Kom eindregið fram sú skoðun Breta að Gaza-svæðið skuli vera undir alþjóðlegri stjórn Samein- uðu þjóðanna. Vel mætti hins vegar vera, að meiri líkur yrðu fyrir samkomulagi um Gaza- svæðið ef Israel heimilaði gæzlu- sveitum S. Þ. að dveljast einnig innan landamæra fsraels. FRAMTÍÐAR-VANDAMÁLIN Á öðrum fundi síðdegis var rætt um olíumálin og oliuflutn- inga, hvernig búa skyldi í hag- inn í framtíðinni til þess að vera við því búinn að Súez-skurður Framh. á bls. 2. Spáir heimsendi um helgina Tl/ÍEXICO CITY: — Á sunnudaginn kvaddi mexikanski spámað- ÍTI urinn Manuel Ponton blaðamenn á fund sinn í Mexico City. Bað hann blaðamenn að segja jarðarbúum, að innan sjö daga mundi lífið á jörðunni tortímast: Heimsendir. IJrræði Fagerholms: Þarf mikla dirfsku til að bera slíkar tillögur fram Vernleg liiskjaroskerðing iinnsku þjóðarinnor er nileiðing gjoldþrotsins . Helsingfors, 21. marz. Frá NTB. FAGERHOLM forsætisráðherra lagði í dag fyrir þjóðþingið til- lögur sínar um efnahagslegar úrbætur. Þessum tillögum er lýst svo að það sýni hugdirfslcu að þora að leggja þær fram, því *ð samkvæmt þeim verða bæði kjör bænda og verkamanna skert nokkuð, sem og líískjör manna almennt. Skattar verða hækkaðir og innflutningur takmarkaður. GAMLA KERFIÐ, EN SKERT í gær voru tillögurnar í heild sinni lagðar fyrir þingflokka Bændaflokksins og Jafnaðar- mannaflokksins. Stóðu fundir i flokkunum allan daginn og langt fram á nótt og má segja, að eng- inn hafi verið ánægður, en menn töldu þó flestir, að ekki yrði hjá þessum ráðstöfunum komizt. Samkvæmt tillögunum á að halda áfram hinu gamla kerfi uppbóta á landbúnaðarafurðir og vísitölu á laun manna, en núverandi uppbætur verða skornar verulega niður. Laun verða greidd samkvæmt vísi- tölu eins og hún var í árslok 1955, eða 101 stig, en visitalan er nú 120 stig. Samsvarandi lækkun verður gerð á uppbót- um landbúnaðarafurða. AUKIÐ BRENNI FRAMLEITT Verðjöfnun verður felld niður á innfluttum brennsluvörum, fóðurvörum og tilbúnum áburði. Innflutningur á brennsluvörum verður minnkaður um 20% en samtímis er ætlunin að auka framleiðslu brennis innanlands. Verður gefin heimild til að at- vinnulausir menn skuli vinna við skógarhögg, til þess að fá atvinnu leysisstyrk, sem þeir hafa fram til þessa fengið án þess að vera skyldaðir til vinnu. SKATTAHÆKKUN OG SPARNAÐUR Skattur á tóbaki verður hækkaður um 20%, en greiðsl- ur atvinnurekenda til trygg- inga hækka úr 1% af launum í 114%. Ýmsar sparnaðarráð- stafanir verða gerðar, m.a. að barnameðlag skuli ekki greitt út þegar í stað, heldur aðeins % og skal afgangurinn spar- aður barninu til góða upp á seinni tímann. Mörg slík smá- atriði eru í tillögum Fager- holms, sem stefna að auknum sparnaði. Áður en tillögurnar voru lagð- ar fram á þingi hafði bæði þing- flokkur jafnaðarmanna ogBænda flokksins samþykkt þær. Kvað hann ástæðurnar vera þær, að ísinn á heimskautunum hefði bráðnað það mikið á undan förnum áratugum, að jörðin mundi vera í þann veginn að snúast á ási sínum. Það eina, sem gæti dregið úr „syndaflóð- inu“ og gereyðingarafli þess, væri að biðja. — Það eina, sem við getum gert, er að biðja — sagði hann. Eftir nákvæmlega sjö daga mun jörðin ganga í bylgjum vegna hræðilegra jarðskjálfta. Hin eyðandi öfl munu þá ná yfir- höndinni. Ef við getum bjargað einhverju — þá verður því að- eins bjargað með bænum. Ponton þessi hefur getið sér frægðar í heimalandi sínu vegna spádóma, sem mjög oft hafa rætzt. Hefur hann oft spóð jarð- skjólftum, en venjúlega hafa þær spór aðeins verið bundnar við heimalandið. Á blaðamannafundinn kom spámaðurinn í fjallgöngubúningi, en ekki vildi hann látu uppi hver ástæðan væri. Gizkuðu blaða- mennirnir á, að hann ætlaði að flýja til fjalla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.