Morgunblaðið - 22.03.1957, Side 6
6
MORCUHBLADIÐ
Föstudagur 22. marr 1957
IÞROTTIR
Framkv.stjórn ÍSÍ tók ekki
aistöðu til, kvort bonnu ætti
íþróttaviðskipti við Rússn
En stjórnin lýsti samúð með Ungverjum
★★★
ÍÞRÓTTASAMBAND fslands
hefur haft til meðferðar til-
lögu um að banna að nokkru
íþróttasamskipti við Rússland
og Ungverjaland. Lá sú tillaga
Landsgangan og
skíðamót Hafnarfj.
HAFNARFIRÐI — Núna um
helgina, á laugardag og sunnu-
dag, heldur Landsgangan áfram
við Setberg. Verður gengið báða
dagana frá kl. 2—6 og þeim, sem
setla að ganga, leiðbeiut á staðn-
um. Þátttaka í göngunni hingað
tU hefur verið góð, og hafa bæði
ungir og gamlir tekiö þátt í
henni. Yngstu þátttakendurnir
eru tveir þi iggja á -a drengir,
Sigurður Kristjánsson (f. 19. 10.
’53), sem á heima við Öldugötu,
og Jón Þorleifsson (f. 15. 10. ’53)
heima við Selvogsgötu. Sá elzti
er 65 ára.
Um síðustu helgi fór frarn
skíðamót Hafnarfjarðar, og var
það háð á sömu slóðum og Lands-
gangan fer fram. Vom þátttak-
endur margir, svo og úhorfendur.
Urslit. í einstökum greinum urðu
sem hér segir:
Svig: — 1. Kristjan Jónsson;
2. Garðar Jónasson; 3. Gunnlaug-
ur Þorfinnsson. — Svig (dreng-
ir): — 1. Ásgeir Christiansen;
2. Sig. I. Kristjánsson; 3. Böðvar
Hermannsson. — Stökk (20—32
ára): Kristján Jónsson 145,2 stig;
2. Kristmundur Magnússon 124,8.
— Drengjaflokkur: 1. Ásgeir
Christiansen 132,8 stig. — Ganga
(20—32 ára, — um 5,5—6 km):
1. Sveinn Kristjánsson 21,30 mín.
— 17—19 ára: 1. Kristmundur
Magnússon 30,51 mín. — Drengja
flokkur (um 4 km): 1. Aðalsteinn
Einarsson 28,02 mín.; 2. Árni
Guðbjartsson 28,37; 3. Gunnar
Ingi 29,12.
Skíða- og skautafélag Hafnar-
fjarðar sá um keppnina. Félagið
hefur nú um nokkur ár átt skíða-
skála á Hellisheiði, og hefur yfir-
leitt verið íarið í hann um
hverja helgi í vetur. Formaður
íélagsins er Ólafur Pálsson.
— G. E.
fyrir þegar beiðni barst frá
Val um fararleyfi til Rúss-
lands, en þangað hefur knatt-
spyrnuflokki félagsins verið
boðið í haust, eins og skýrt
hefur verið frá.
★★★
Tillögunni um bannið var vís-
að frá á þeim forsendum, að
hér væri um stefnumál að
ræða, sem framkvæmdastjórn-
in ein gæti ekki tekið afstöðu
til, með eða á móti. — Innan
íþróttaforystunnar eru tvö
æðri stjórnarstig til en fram-
kvæmdastjórn ÍSÍ, þ. e. sam-
bandsráð og íþróttaþing.
★★★
í frávísunartillögunni var hins
vegar lýst samúð íslenzku í-
þróttahreyfingarinnar með
ungversku þjóðinni vegna of-
beldisverka þeirra sem framin
hafa verið í Ungverjalandi.
★ ★★
Þegar málið hafði fengið þessa
afgreiðslu var samþykkt far-
arleyfi Valsmanna til Rúss-
lands, en boðið hljóðar upp á
heimsókn um mánaðamótin
september/október.
Edda Ólafsdóttir Biering
Minnirigarorð
Fædd 2. maí 1930
Dáin 8. febr. 1957
— Og blómstrið það á f:f:
þrótt að veita vor og
yndi um vetrarmiðja
nótt.
M. Jochumson.
Síminn hringir — tækni nú-
tímans er að verki. — Fréttin
he'fur borizt yfir hafið, frá einni
heimsálfunni til annarrar.
En ég trúi ekki því, sem ég
heyri. — Ég heyri sjálfa mig
neita — það getur ekki verið
rétt — nei — ekki hún!!
Það er eins og tíminn nemi
staðar, eins og öll veröldin mót-
mæli með mér.
Hún, sem var svo hlaðin lífs-
orku, lífsgleði, starfselsku og
þrótti. Hún, sem átti framtíðina
svo fagra og bjarta fyrir sér.
Hún, sem var í blóma lífsins,
aðeins að byrja, en þó búin með
svo margt — var horfin.
En hvað þýðir að mótmæla,
lífið sýnir enga miskunn, það
þýtur áfram og spyr ekki að
þeim, sem nú líða.
Líf kviknar og líf slokknar
stöðugt. Stöðugt eru það einhverj
Búnaðarráðunautur
ráðinn í Dalasýslu
BÚÐARDAL, 19. marz. — í gær
kom hingað búnaðarráðunautur
sem ráðinn hefur verið til bún-
aðarsambands Dalasýslu en það
hefur ekki haft slíkan ráðunaut
fyrr. Er þetta Bjarni Arason, sem
áður hefur verið ráðunautur í
Eyjafirði. — Elías.
ir, sem gleðjast, en það er eins
og að á altari þeirrar gleði sé
hinum fórnað, sem á sömu
stundu hafa um hjartasár að
binda. Þannig er lífið óstöðvandi
og óútreiknanlegt.
Edda, á þessari skilnaðar-
stundu, koma minningarnar frá
liðnu árunum kraftmeiri, en
nokkru sinni fyrr.- Ljúfar minn-
ingar frá ógleymanlegum ánægju
stundum, minningar, sem aldrei
munu mást.
Stundir úr góðum vinahóp,
stundir frá kyrrlátum vetrar-
kvöldum með íslenzkan vetur
æðandi fyrir utan litlu gluggana,
en inni svo hlýtt og gott.
Stundir frá fannhvítum fjöll-
um og heiðum klæddar í töfra
ljóma og silfurskrúð lífsvekj-
andi vorsólar, lausar við ys og
þys þessarar ofboðslegu hraða
aldar — fylltar gleði hins frjálsa
heilnæma lífs, fylltar hreysti og
framtíðardraumum, þar sem
tími og rúm vart komust að.
Og ég minnist stunda svo langt
frá þér í fjarlægum löndum en
þó svo nálægt. — Bréfin þín
löngu og góðu, sem drógu mann
sbrifar ur
daglega lífinu
FYRIR fáeinum dögum kom afi
einn að máli við mig og
hafði raunasögu að rekja að
hans dómi.
Kom grátandi heim.
ÞANNIG var mál með vexti,
að barnabarn hans er lítil og
gæf stúlka um 10 ára að aldri.
Hún fór eins og fleiri góð börn
til merkjasölu fyrir Ruða kross-
inn á öskudaginn-og vildi á sinn
hátt styðja gott málefni með því
að leggja fram starfskrafta sína.
Og ekki spillti það heldur að
nokkrum launum var heitið, bíó-
ferð sem umbun fyrir söluna.
Litla stúlkan seldi merkin sín
allan daginn og fór svo í bíóið.
Og þá er komið að kjarna sög-
unnar. Því að heim kom hún af
jÞ námskeið
“ í GLUGGASÝNINGUM
Fimmtudaginn 28. þ.m. hefst þriggja vikna námskeið
í skreytingum verzlanaglugga, og verður það bæði bók-
legt og verklegt.
Kennari verður norski kunnáttumaðurinn
Per Skjönberg.
Nánari upplýsingar hjá Guðmundi H. Garðarssyni, Iðn-
aðarmálastofnuninni, Sigurði Magnússyni, Loftleiðum og
Þorvarði J. Júlíussyni, Verzlunarráðinu.
Þátttaka tilkynnist eigi síðar en 26. þ.m.
SÖLLTÆKMI
bíóinu hágrátandi og skelkuð
og það var bíómyndin, sem þessi
áhrif hafði haft. Lengi vel gátu
foreldrar hennar og afi litlar
upplýsingar fengið um hverjir
þeir atburðir hefðu verið, sem
hrætt hefðu litlu stúlkuna svo
mjög, en um síðir skýrði hún
kjökrandi frá því. Þar höfðu ver-
ið manndráp sagði hún, mörg,
menn skornir á háls og blóð hafði
runnið dreyrrautt og í stríðum
straumum. Þetta hafði fengið svo
mjög á litlu hnátuna að hún fór
grátandi heim enda allsendis ó-
vön slíkum lystilegum gleðskap
eins og þarna var boðinn henni
og nokkur hundruð öðrum börn-
um.
Blóð á ekki við börn.
AFANUM, sem við mig spjall-
aði, þótti hér heldur langt
gengið, og bað mig að koma því
á framfæri við þá góðu merkis-
stofnun sem Rauði krossinn er,
að þegar hann stefnir heilum
skara barna til sýningar í bíó
að launum fyrir vel unnið dags-
verk þá láti hann ekki sýna þeim
blóðugar morðmyndir heldur eitt
hvað, sem betur er við hæfi
barna. Vafalaust hefir hér að-
eins verið um gáleysi hjá yfir-
mönnum stofnunarinnar að ræða
en koma þarf í veg fyrir að það
endurtaki sig næsta ár.
Læstar dyr
á öskudaginn.
DÁLKUNUM hefir borizt bréf
frá reiðum Akurnesing. Og
satt að segja get ég vel skilið
reiði hans. Svo er mál með vexti,
að hann og kona hans tóku sig
upp fyrir nokkru klæddust sín-
um sparifötum og tóku sér ferð
á hendur í höfuðstaðinn. Mark-
mið ferðarinnar var að fara á
kvöldvöku Stúdentafél. Reykja-
víkur sem auglýst hafði verið
þá um kvöldið. (Þetta var á ösku
daginn).
Þau komu á staðinn rétt fyrir
níu og drápu þar á dyr. Enginn
svaraði og dyrnar voru harð-
læstar. Þau hjón gerðu nú ráð
fyrir að hið „akademiska kortér"
gilti þarna og gengu burtu, en
komu örlitlu seinna aftur að
dyrunum. En þá sat allt við það
sama, enginn svaraði og hópur
manna, sem þarna var kominn
sömu erinda stóð ráðalaus við
dyrnar. Af hendingu gengu
nokkrir menn framhjá, sem
sögðu frá því að skemmtuninni
hefði verið aflýst og auglýsing
þess efnis lesin í hádegisútvarp-
inu. En nú vil ég spyrja þá heið-
ursmenn, segir Akurnesingur.
Var til of mikils ætlazt að ein-
hver fulltrúi félagsins stæði við
dyrnar klukkutíma eða svo til að
gefa fólki upplýsingar eða að
minnsta kosti skrifa skilaboð um
aflýsinguna og festa hana á hurð
ina. Við sem úti stóðum heyrð-
um símann hringja í sífellu svo
ekki hefði veitt af því að ein-
hver maður hefði verið viðstadd-
ur til þess að svara þeim sem
hringdu.
Víti sem ber að varast.
¥~AÐ er heldur mikið hugsun-
arleysi hjá þeim, sem fyrir
slíkum skemmtunum standa, að
hafa ekki fyrir því að afboða
þær rækilega, ef á annað borð
þarf að fresta þeim, og óþægilegt
er það fyrir fólk eins og okkur,
sem hefir tekið sig upp úi* öðrum
byggðarlögum til þess að fara á
skemmtunina. Þetta mæli ég
hér vegna þess að ég veit fleiri
dæmi um svona háttalag, og vil
ég vekja athygli á því svo öðr-
um verði það til varnaðar í
framtíðinni.
með sér með frásagnargleði sinni
yfir höf og heiðar á þann stað og
til þeirrar stundar sem þú sagðir
frá. Og nú síðast svo.full af gleði
og von um að koma heim bráð-
um. Varla nokkuð annað komst
að í huga þér, en gleðin yfir því
að fá aftur að sjá ástvini þína
hér heima og landið, sem þú elsk
aðir öllum löndum fremur.
Nú vitum við, að sú stund
rennur aldrei upp í þessu lífi,
en vonm um að við öll eigum
eftir að mætast í heiminum hand
an við gröf og dauða, þar sem
þekkist ekki kvöl né sorg, gefur
okkur styrk í dag.
í hugum vina þinna hér er
stórt skarð höggvið. Við söknum
þín, en um leið gleðjumst við yf-
ir og þökkum fyrir, að við feng-
um að kynnast þér, það gerði
okkur lífið ríkara og betra.
Allir þeir mörgu, sem nutu
þinnar hjúkrandi kærleikshand-
ar heima og að heiman þakka
þér klökkum huga fyrir stund-
irnar mörgu, sem þú fylltir yl og
birtu og það hversu oft þú gerð-
ir sorgirnar og erfiðleikana létt-
bæra.
Já, við erum svo mörg, sem i
dag kveðjum góðan vin og félaga,
og eftir situr opið svíðandi sár
— en sárast verður þó fyrir hann,
sem þú áttir að lífsförunaut,
hann, sem þú elskaðir og virtir
meira en orð geta lýst, að sætta
sig við að þú, sem varst hluti af
honum sjálfum sért nú horfin á
braut.
Gunnar, af hjarta samhryggist
ég þér. Ó, að þú á þessari stundu
gætir séð ljósu deplana, sem
reyna að gæjast fram og ýta
myrkrinu í burtu. Hvað ég óska
þér þess, að þú hleypir þeim að,
leyfir græðandi smyrslum að
komast að og mýkja sárin.
Sjáðu litlu yndislegu stúlkuna
ykkar. Sólargeislann, sem kom
inn í líf ykkar og gerði tilveruna
fegurri en nokkru sinni áður.
Hún er minnismerki um ham-
ingju, sem var — nokkuð, sem
svo margir fara á mis við allt
sitt líf, svo að þrátt fyrir allt
ert þú ríkur í allri þinni sorg-
legu fátækt á þessari stundu.
í huga þér áttu heilagar minn-
ingar, minningar, sem eru þín
einkaeign, sem ekkert getur
tekið frá þér.
Guð sem er kærleikur og
hryggist með þér nú, gefi þér
styrk og trú
þegar hjarta sorgin særir,
sólarljósið byrgja ský.
Drottins náð, mér djörfung
færir,
dagur rennur upp á ný.
— P.S.
Foreldrar, þið, sem hafið alið
hana upp, séð hana vaxa að
vizku og dáð, séð hana verða að
fullþroska konu, með alla þá
góðu eiginleika, sem prýða mega
góða dóttur, eiginkonu og móður,
þið hafið misst mikið. — Sorg
ykkar, svo djúp og hrein getur
fengið steinhjarta til að finna til.
En þrátt fyrir þunga sorg þá
standið þið samt sterk í veik- •
leika ykkar, hvort við annars
hlið. — Það er margt verra, en
að sjá á eftir barninu sínu í
gröfina. Við höfum átt hana. Hún
var gott barn frá upphafi, sól-
arljós á vegi okkar, okkur til
sóma og gleði, hvert sem hútr
fór og hvar sem hún var. Okk-
ur hlýðin og góð dóttir.
Hversu satt og hversu aðdáun-
arvert að geta á sorgarinnar
stund huggað sjálfa sig á þenn-
an hátt.
Ég dáist að ykkur og þakka
fyrir að ég fékk að kynnast ykk-
ur, góðum og sönnum manneskj-
um. Guð styrki ykkur nú <*g
ávallt.
„Hann veitir kraft hinum
þreytta og gnógan styrk hinum
þróttlausa".
öllum, sem í dag hafa um sárt
að binda, sendi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Edda, með klökkum huga kveð
ég þig og þakka fyrir allt ....
Blessuð sé minning þín.
H. Jensdóttir.