Morgunblaðið - 23.03.1957, Blaðsíða 1
20 síðiur
44. árgangur
69. tíbl. — Laugardaginn 23. marz 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Magsaysay:
Þeir geta ekki sigrað, ef ég
Hvaba sögu segja svipbrigöin ?
NEW YORK. — Þær fréttir hafa«"
borizt hingað, að forseti Filipps-
eyja, Magsaysay, hafi sagt við
bandarískan blaðamann viku áð-
ur en hann fórst í flugslysinu:
Stjórnmálaandstæðingar mínir
setla að reyna að myrða mig.
— Nú fer undirbúningurinn
undir forsetakosningarnar að
byrja og þeir vita, að þeir geta
ekki sigrað, ef ég lifi.
Blaðamaðurinn, Walker Stone,
segir, að forsetinn hafi verið
sannfærður um, að hann mundi
vinna kosningarnar, sem fram
eiga að fara í nóvember n.k. —
Eins og kunnugt er, fórst forset
inn í flugslysi sl. sunnudag og
bendir ýmislegt til, að skemmd-
arverk hafi verið unnin á flug-
vél hans. Engin opinber tilkynn-
ing hefir þó verið gefin út um
það, enda er málið enn í rann-
sókn.
MANILA, 22. marz. — í dag fór
fram jarðarför Magsaysay for-
seta Filippseyia, sem fórst í flug-
slysi sl. sunnudag. Mörg hundr-
uð þúsund Manilabúa syrgðu
leiðtoga sinn á götum höfuðborg-
arinnar.
Borgin
skalf
j WASHINGTON, 22. marz.
i I dag varð vart við þrjá S
) snögga landskjálftakippi í San |
$ Fransisco. Var þriðji og síðasti |
S kippurinn svo harður, að borg s
) in skalf öll og nötraði. Segja í
\ sjónarvottar, að engu hafi ver. ^
s ið líkara en stórhýsi mundu s
) hrynja til grunna. Eru þetta i
^ snörpustu landskjálftakippir, \
\ sem fundizt hafa í borginni í s
| þrjá áratugi. — Reuter.
i \
Gegn
kommún-
istum
MANILA, 22. marz. — Hinn
nýskipaði forseti Filippseyja,
Carlos Garcia, skýrði blaða-
mönnum frá því í dag, að
stjórn sín mundi berjast gegn
því, að Kommúnista-Kína
fengi aðild að SÞ. Þá mundi
stjórnin einnig vera andvíg
víðtækum viðskiptum við
kommúnistaríkin.
Forsetinn lýsti því yfir,
að Filippseyjar mundu
halda fast við utanríkis-
stefnu þá, sem Magsaysay,
fyrrum forseti, markaði, á
meðan stjórnar hans naut
við. Stjórnin mundi treysta
vináttuböndin við lýðræð-
isþjóðirnar og marka utan-
ríkisstefnu sína í samræmi
við það.
Verkföllin
í Bretlandi
LUNDÚNUM, 22. marz — Líkur
eru nú til þess, að samkomulag
náist um kaup járnbrautastarfs-
manna í Bretlandi. Þeir höfðu
farið fram á 10% launahækkun.
Hefir þeim nú verið boðin 5%
launahækkun frá næstu mánaða-
mótum og 3% hækkun til við-
bótar í nóvember n. k. — Þá eru
einnig góðar horfur á því, að
samningar takist um kaup skipa-
smiða. Aftur á móti hafa ekki
náðst samningar um kaup vél-
smiða og málmiðnaðarmanna og
er búizt við, að 1 millj. þeirra
hefji verkfall á hádegi á morgun.
—Reuter.
Þetta er mynd af manninum, sem kom og manninum sem fór. Hefur hún vakið mikla athygli, því aS
vel má vera, að svipbrigði persónanna segi meiri sögu en langt mál. Myndin var tekin skömmu eftir
að Gromyko hafði tekið við embætti utanríkisráðhcrra Rússlands eftir Shepilov. — Krúsjeff situr,
Gromyko gengur fram með bók í höndunum, en Shepilov stendur á bak við. Shepilov hafði starfað
8 mánuði í rússnesku utanríkisþjónustunni, en Gromyko í 17 ár.
Bandarikjamenn gerast aöalar
að hermáSanetnd Bagdad-
handalagsins
\
Hamilton (Bermuda), 22. marz.
DAG ræddust þeir við Dulles, utamákisráðherra Bandaríkjanna,
og Lloyd, utanríkisráðherra Breta. Með kvöldinu slógust Eisen-
hower Bandaríkjaforseti og Macmillan forsætisráðherra, Breta, í
hópinn. — Fréttamenn segja að einkum hafi verið rætt um varna-
mál, vopnaframleiðslu og EvrópumáL
ÁLITS LEITAÐ
Á fundinum í gær var rætt
um ástandið í löndunum fyrir
botni Miðjarðarhafs. Þá bar
einnig á góma, að nauðsynlegt
væri að leggja olíuleiðslu frá
oliulindunum í norðurhluta íraks
um fran og Tyrkland. Engin
ákvörðun um það mun þó hafa
verið tekin á fundunum og verð-
Krobbameinsrannsóknir bonda-
rískra lækna geia nýja von
¥ S. L. VIKU var gefin út í Houston, Texas, fyrsta frétta-
tilkynningin um jákvæðan árangur af framleiðslu bólu-
efnis við krabbameini. Eru sumir vísindamenn jafnvel þeirr-
ar skoðunar, að bóluefni þetta — eða önnur, sem framleidd
verða á svipuðum forsendum — geti orðið eins árangursrík
í baráttunni við krabbamein og Salk-bóluefnið við löm-
unarveiki.
ORSAKIR
KRABB AMEIN S
Einn mesti sérfræðingur i
veira-sjúkdómum, sem uppi er,
Nóbels-vísindamaðurinn dr. Wen
dell M. Stanley, hefur nýlega
komizt svo að orði, að „sá tími
er kominn, að við verðum að
gera ráð fyrir. að veirur orsaki
flesta — ef ekki alla — krabba-
meinssjúkdóma." Dr. Stanley tal-
aði þar fyrir munn fjölmargra
visindamanna, sem hneigjast æ
meir að því,
krabbamein.
að veirur orsaki
Síðasta sönnun þess var
lögð fram í s.l. viku, þegar dr.
M. R. Burmester tilkynnti, að
honum hefði tekizt að fram-
Leiða bóluefni við krabba-
meini, sem stundum myndast
í kjúklingum og nefnt er
„lymphomatosis". Líkist það
á ýmsan hátt blóðkrabba í
mönnum (leukemia).
Þegar rannsökuð hafa verið
nákvæmlega áhrif bóluefnis
dr. Burmesters á krabbamein
í kjúklingum, er ekki ósenni-
legt að unnt verði að fram-
leiða eftir því bóluefni við
krabbameini í mönnum.
Þá hefur Eleanor J. Macdonald
í Housíon komið fram með þá
skoðun, að lömunarveikismitun
geti komið í veg fyrir, að krabba-
mein myndist í mannslíkaman-
um. Bendir hún því viðvíkjandi
á sliýrslur, sem sýna, að undan-
tekning er, að lömunarveiktsjúk-
lingar fái krabbamcin. Eins og
kunnugt er, valda veirutegundir
lömunarveiki.
ur sennilega leitað álits viðkom-
andi ríkja.
James Hagerty, blaðafull-
trúi Eisenhowers, skýrði frá
því í kvöld, að Bandaríkja-
menn hefðu tilkynnt forsæt-
I nafni ríkisstjórnar
Frakklands
PARÍS, 22. marz — í ræðu, sem
aðstoðarutanríkisráðh. Frakka,
Maurice Faure, hélt í dag í
franska þinginu, varaði hann
stjórnir Marokkó og Túnis í
nafni frönsku stjórnarinnar við
því að blanda sér í innanrikis-
mál Alsírs. Sagði ráðherrann, að
Frakkar krefðust þess, að ríki
þessi blönduðu sér ekki í Alsír-
deilurnar og hefðu í heiðri hlut-
leysisstefnu þá, sem þau hafa
hingað til fylgt. —Reuter.
EIN KULA
HAVANA. — Þó að litlar líkur
séu til, að hægt sé að gera upp-
reisn á Kúbu, er því haldið fram
af fréttamönnum hér, að einræð-
isherra landsins, Fulgencio Bat-
ista hafi gert ráðstafanir til þess
að uppreisnarmenn nái honum
ekki lifandi. — Vitað er, að þeg-
ar uppreisnartilraunin var gerð
í sl. viku, var Batista vopnaður
skammbyssu og segja frétta-
menn, að hann skilji aldrei við
hana. í skammbyssu þessari er
aðeins — ein kúla.
isráðherra Breta, að þeir séu
reiðubúnir að gerast aðilar að
hermálanefnd Bagdadbanda-
lagsins. Áður áttu þeir aðeins
aðild að stjórnmála- og efna-
hagsnefndunum.
Bandaríkjamenn vilja ekki ger-
ast fullgildir aðilar að Bagdad-
bandalaginu vegna þess að þá
mundu þeir e. t. v. flækjast inn
í styrjaldir við aðra en komm-
únista. Með aðild Bandaríkja-
manna að hermálanefndinni hafa
Bagdad-ríkin tryggt sér stuðn-
ing Bandaríkj anna, ef þau verða
fyrir árás kommúnista.
67 farast
) VVASHINGTON, 22. marz. —\
• í morgun fórst bandarísk her- (
( flutningaflugvél, sem var á s
) leið frá Bandarikjunum til )
\ Tókíó. Með vélinni voru 67 ý
\ menn, farþegar og áhöfn. Þeg- i
i ar síðast fréttist til hennar,)
| var hún stödd um 200 mílur ^
s frá Tókíó. — Víðtæk leit hef- i
i ur farið fram að flugvélinni,)
• en hún hefur ekki borði ncinn |
s árangur. Vcður er vont og i
S stórsjór á þessu svæði. i
! i
Aftur í notkun
LUNDÚNUM, 22. marz. —
Brezka flugfélagið BEA til-
kynnti í dag, að það hafi tekið
aftur í notkun Vickers Viscount
701, en farþegavélar af þessari
gerð voru teknar úr umferð, eftir
að slík flugvél fórst í Bretlandi
fyrir skömmu. — Ákvörðun þessi
var tekin eftir að rannsókn hafði
farið fram á stýrisútbúnaði flug-
vélarinnar. — Rannsóknin leiddi
í ljós, að lofthemillinn á öðrum
væng flugvélarinnar bilaði í lend
ingunni.