Morgunblaðið - 24.03.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.1957, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbók 44. árgangur 70. tbl. — Sunnudagur 24. marz 1957. Prentsmiðja MorgunblaSsinc Bermisda-ráðstefnunni lokið : Framleiðsla kjarnorkuvopna og fjar- stýrðra flugskeyta loka dagskráratriði Bermuda, 23. marz. IDAG er síðasti dagur Bermuda-ráðstefnunnar. Þeir Eisenhower og Macmillan ræddu í dag um landavarnarmál — og ætlað er, að umræður hafi að miklu leyti snúizt um framleiðslu kjarn- orkuvopna og fjarstýrðra flugskeyta. o O o Fréttamenn eru þeirrar skoð- unar, að sameiginlegrar yfirlýs- ingar þeirra Eisenhowers og Macmillans um árangur fundar- ins sé ekki að vænta fyrr en í Hafsteinn Austmann Í»ESSA viku verða verk eftir einn »f yngstu listmálurum okkar til Sýnis á vegum Eistkynningar Morgunblaðsins. Er það Hafsteinn Austmann, sem er Austfirðingur að ætt, fæddur að Ljótsstoðum í Vopnafirði árið 1934. Er hann því aðeins 23 ára að aldri. Hafsteinn Austmann hóf list- nám hér heima og lauk prófi við Handíða- og myndlistarskólann. Hann stundaði síðan listnám í Farís í um það bil eitt ár. Hann tók fyrst þátt í samsýn- ingu hér í Reykjavík árið 1953. Vöktu verk hans þá þegar at- hygli. Síðan tók hann þátt í sýn- ingu í „Salon de realité Novelle“ í París. Þá var hann með í sýningu Félags íslenzkra myndlistar- manna hér heima haustið 1955. Sumarið 1956 hélt hann einnig sjálfstæða sýningu á verkum sín- um hér í Reykjavík. Hafsteinn Austmann málaði „figurativt“ í upphafi listamanns ferils sins en upp á síðkastið fylgir hann algerlega „abstrakt- stefnu“ í list sinni. Hann sýnir nú sex listaverk i sýningarglugga Morgunblaðsins. Er það ein lágmynd úr tré og 5 ©líumálverk. Allar myndirnar nema ein eru til sölu hjá lista- manninum eða Morgunblaðinu. Enn vart jarðskjálfta í San Francisco San Francisco, 23. marz. BRÁÐABIRGÐAVH>GERI) á því, er aflaga fór í gær í jarð- skjálftanum í San Francisco var rétt hafin í dag, er annar jarðskjálfti raskaði ró borgarbúa. Mikill ótti greip um sig meðal fólksins og þustu þúsundir manna út á götur af ótta við að hús hryndu. Ekkert meiri háttar tjón varð þó í dag, því að jarðskjálfti þessi var ekki eins snarpur og sá í gær. Tíðirtdalítill fundur KAIRO, 23. marz — Ilammar- skjöld og Nasser ræddust við í dag í opinberri móttökuhöll egypzku stjórnarinnar skammt fyrir utan höfuðborgina. Að fundinum loknum hélt Hamm- arskjöld til Kairo. Ekki lét hann neitt uppi við frétta- menn — og ekki mun heldur vera ákveðinn annar fundur þeirra Nassers. Hins vegar er líklegt, að Hammarskjöld ræði við Fawsi, egypzka utanríkis- ráðherrann, á morgun. Einnig mun Hammarskjöld eiga fund með aðstoðarmönnum sínum á morgun — og er Burns her- foringi kominn til borgarinn- ar til viðræðna við hann. í jarðslcjálftanum í gær urðu allmiklar skemmdir um gervalla borgina. Ekki er vitað til þess, að neinn hafi beðið bana, en um 30 manns munu hafa særzt. Stór- byggingar léku á reioiskjálfi og stór hengibrú yfir „The Golden Gate“ skalf eins og hrísla í vindi. Á eftir jarðskjálftanum fylgdu miklar drunur, sem líktust sprengingum. Ekki hefur orðið vart við jafn snarpan jarðskjálfta í San Franc- isco í 30 ár, en fyrir rúmum 50 árum, eða árið 1906, nær evddist borgin í jarðskjálftum. Seinni fréttir herma, að 100 þús. börn hafi verið flutt frá Allir greiddu siglingugjöldin KAIRO, 23. marz. — Tilkynnt var í Kairo í dag, að Súez-skurð- urinn væri nú fær skipum allt að 2.500 léstir að stærð. í dag sigldu um skurðinn mörg skip, bæði á norður og suðurleið. Hin egypzka stjórn skurðarins hefur lýst því yfir, að siglingagjöld hafi verið greidd fyrirfram fyrir öll þau skip, sem farið hafa um skurðinn frá því að hann opnað- ist á ný. Þá tilkynntu Egyptar og, að siglingaþjóðunum yrði gert aðvart um opnun skurðarins — 15 dögum áður en hann yrði opn aður að fullu. Björgunarlið S. Þ. vinnur nú af öllu káppi að því að fjarlægja tvö síðustu flökin úr skurðinum. — Reuter. MADRID, 23. marz. — Fjórir létu lífið og tuttugu slösuðust í dag, er langferðabifreið rann út af þjóðveginum milli Malaca og Al- meria. — Reuter. skólum sínum í dag. er jarð skjálftans varð vart. nótt eða í fyrramálið. Eisen- hower mun stíga á skipsfjöl strax að fundinum loknum — og ætl- að er, að hann haldi heimleiðis með morgunsárinu. Ákvörðun Bandaríkjamanna um að gerast aðili að hermála- nefnd Bagdad-bandalagsins hefur verið vel tekið í bandalagslönd- unum. Talsmenn stjórna Tyrk- lands, fraks og Pakistans hafa látið þá skoðun í ljós, að þátt- taka Bandaríkjamanna muni styrkja bandalagið til muna. Talsmaður íraksstjórnar bætti því við, að þetta bæri vott um raunsæjan vilja Bandaríkjamanna til þess að verja Mið-Asíu gegn ágangi kommúnismans. o—O—o Stjórnir Pakistan og íraks hafa og látið í ljós þá ósk sína, að Bandarikjamenn yrðu inn- an skamms fullgildir meðlim- ir Bagdad-bandalagsins. — Engin olía um Súez eflir 5-8 ár! Af olíuflutningaskipum þeim, sem nú eru í smíðum, munu 292 verða 40 þús. lestir eða meira — og þar af leið- andi of stór til þess að sigla um Súez-skurðinn. 39 þessara skipa verða 60—100 þús. lest- ir að stærð, en 24 verða yfir 100 þús. lestir. f Bandaríkjnm- um er það álit manna, sem starfa að olíumálum, að Evrópa þurfi ekki lengur að nota Súcz-skurðinu eftir 5— 8 ár. hvað olílflutningunr frá Asíu viðkemur. 7000 km hraði á klst. Þess mun verða skammt að bíða, að Bandaríkjaher taki 1 notkun nýja gerð þota, sem á »ð taka við af X-2, þeirri hraðfleyg ustu, sem til er. Þessi nýja flugvél er af gerð- inni X-15 og á að fljúga hvorkl meira né minna en 7.000 mílur á klst. Er henni sérstaklega ætlað að rannsaka nánar lögmál þau, sem háloftsflugvélar eiga í höggi við, er þær koma aftur inn í loft- hjúp jarðar. EK SA HLLTLAIJS, SEM HORFIR AÐ GERÐARLAIJS Á, AÐ MAÐUR ER MYRTUR ? Nýtt félag, FRJÁLS MENNING, stofnab til verndar frjálsri hugsun og lýðræði Danski rithöfundurinn Hans Jörgen Lembourn flutti fróðlegt erindi á stofnfundinum Camalt olíuskip lengt Á dögunum lauk Betlihem-stál- fyrirtækið í Baltimore við að lengja 20,000 lesta skip á þennan hátt. Var 48 feta miðhluta bætt inn í skipið — og jók hann burð- arþol þess um sem svarar 30,000 olíufötum. — Kostnaðurinn við breytinguna varð aðeins 3 millj. dollara, en að áliti eigendanna, mun skipið hins vegar uppfylla kröfur næstu áratuga og verða samkeppnisfært mun lengur en ella. ÁKVEÐIÐ var í gær að stofna hér á landi félag, sem nefnist Frjáls menning. Nokkrir menn komu saman til undirbúnings- fundar í Tjarnarcafé og var þar gengið frá stofnun félagsins, en ákveðið að halda framhaldsaðal- fund að mánuði liðnum. Á fund- inum í gær mætti m.a. danski rithöfundurinn Hans Jörgen Lem bourn og ræddi hann um hlut- verk slíkra félaga sem Frjálsrar menningar, en hið nýstofnaða fé- lag á hliðstöðu með þeim menn- ingarsamtökum, sem nefnast á frönsku Congrés pour la Liberté de la Culture og starfa víðsvegar í lýðræðislöndum. — Hin ýmsu félög eru algjörlega óháð hvert öðru, en hafa allnáið samstarf m. a. um alþjóðlegar ráðstefnur, þar sem frjálshuga menningarfröm- uðir kynna sjónarmið sín, skipt- ast á skoðunum og benda á úr- ræði, eins og komizt er að orði í boðsbréfi u mstofnun félagsins, undirrituðu af Gunnari Gunnars- syni skáldi. Þá gefa þau einnig út hin ágætustu menningarrit, t.d. Encounter í Englandi, Preu- ves í Frakklandi, Der Monat í Þýzkalandi og Perspektiv í Dan- mörku. — í boðsbréfinu seg- ir ennfremur: „Víða í lýðfrjáls- um löndum hafa á síðustu árum starfað félög með það megin- markmið að varðveita og efla frjálsa menningu og vinna gegn einræði, ofbeldi og skoðanakúg- un. Hafa þau þegar látið margt gott af sér leiða, sameinað lýð- ræðissinnaða mennta- og lista- menn og unnið öðrum betur gegn þeim öflum, er mest ógna skoð- anafrelsi og frjálsri menningu yfirleitt". RÆÐA GUNNARS GUNNARSSONAR Gunnar Gunnarsson skáld setti fundinn með stuttri ræðu, sem hér fer á eftir: Góðir fundargestir. í NAFNI nefndar þeirrar, sem með mæta menn að bakhjalíi hef- ur undirbúið stofnun félagsins Frjáls menning er mér ánægja að bjóða yður öll hjartanlega vel- komin og þakka yður fyrir að þér hafið þekkzt boðið. í nefnd- inni eiga sæti rektor Háskóla ís- lands, dr. Þorkell Jóhannesson próf., Tómas skáld Guðmundsson, Einar Magnússon menntaskóla- kennari, Þórir Kr. Þórðarson dósent, ungir rithöfundar tveir, sem nýverið sátu þing sænsku samtakanna í Stokkhólmi og kynntust þar öðrum ungum mönn um ýmsra landa, sem óhó.ð menn- ingarstarfsemi er áhugaefni, þeir Kristján Karlsson, mag. og Eirík- ur Hreinn Finnbogason, mag., og maður sá, sem hiti og þungi dags- ins hefur hvílt á öðrum fremur, Eyjólfur Konrán Jónsson lögfr. H. J. Len boum Sérstök þökk ber erlendum gesti vorum og áhugasömum að- stoðarmanni, danska skáldinu Hans Jörgen Lembourn, sem stendur framarlega í dönsku sam tökunum og menningarrökræðum yfirleitt. Utan Danmerkur mun hann sérstaklega að góðu kunn- ur fyrir bókina De Intellektuelles Forræderi, sem á íslenzku mætti kalla Svik gáfnaljósanna. Herra Lemboum hefur gert okk- ur þann greiða að koma hér við á leið til Ameríku og kynna okkur af eigin reynd starfsemi og árangur hliðstæðra samtaka á Norðurlöndum og víðar. Er hann okkur mikill aufúsugestur. Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.