Morgunblaðið - 24.03.1957, Side 12

Morgunblaðið - 24.03.1957, Side 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 24. marz 1957 s GULA II herhetgið eftii MARY ROBERTS RINEHART Daglega eitthvað nýtt ¥ / fyrramálið: Barnagallar Allt á barnið Framlialdssagan 83 heyrðist úti í ganginum og Harri- son læknir kom inn. Hann var al- varlegur og stúrinn á svip, er hann leit á Carol. — Ég er hræddur um, að ég hafi sorgarfregn að færa þér, góða mín. Hún spratt upp úr sætinu. — Ekki þó Greg? — Nei. Kichardson ofursti dó við skrifborð sitt, fyrir klukku- stund. Leið út af, þjáningalaust. Hann var að skrifa bréf og .... já .... það er skiljanlegt. Hann var búinn að taka sorgarfregnum eins og karlmanni, í tvö ár. En gleðif regn.... Dane dró andann djúpt, en augu Carol fylltust tárum. — Hann var einhver bezti maður, sem ég hef þekkt, sagði hún lágt. — Ég ætti að fara þangað. Hann var þarna aleinn með þjóninum sínum. Kannske gæti ég gert eitthvað. Dane náði í Alex í símanum, jafnskjótt sem Carol var farin út úr dyrunum. Hann gaf honum ein- hverjar stuttorðar skipanir og lagði svo símann. Hugur hans var þegar fullur af hugsuninni um að fá kæruna á Greg tekna aftur sem fyrst. Þegar Alex hringdi aft ur, sagði hann ekki annað en „Allt í lagi“ og Dane varð við, rétt eins og hræðilegri byrði hefði verið létt af herðum hans. Stundu síðar sat Floyd andsþæn ÚTVARPIÐ Sunnudagur 24. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: séra Jakob Jónsson. — Organleikari: Páll Halldórsson). 13,15 Erindi: Siðgæðið í deigl- unni; 1: Um heimilislíf og trúar- brögð (Séra Jóhann Hannesson þjóðgarðsvörður). 15,00 Miðdegis tónleikar (plötur). 17,30 Barna- tími (Helga og Hulda Valtýsdæt- ur). 18,30 Tónleikar: Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur; Albert Klahn stjórnar. 20,20 Um helgina. Umsjónarmenn: Björn Th. Björns son og Gestur Þorgrímsson. 21,20 Irsk þjóðlög og önnur þjóðleg tón- list frá Irlandi. — Sveinbjöm Jónsson leiklistarráðunautur flyt- ur inngangserindi eftir Gearóid MacEoin. 22,05 Danslög: Ólafur Stephensen kynnir plöturnar. — 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 25. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Bændavika Búnaðarfélags Islands hefst: a) Ávarp (Steingr. Steinþórsson búnaðarmálastjóri). b)Eyðing illgresis (Agnar Guðna- son ráðunautur). c) Nautgripa- rækt (Ólafur E. Stefánsson ráðu- nautur). d) Vélarnar (Haraldur Árnason verkfæraráðunautur). — 18,00 Forr.3Ögulestur fyrir börn (Helgi Hjörvar). 18,30 Skákþátt- ur (Baldur Möller). 19,10 Þing- fréttir. — Lög úr kvikmyndum. 20,30 Útvarpshljómsveitin; Þór- arinn Guömundsson stjórnar. — 20,50 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson blaðam.). 21,10 Einsöngur: Britta Gíslason syngur; Fritz Weisshappel leikur undir á píanó. 21,30 Útvarpssag- an: „Synir trúboðanna" eftir Pearl S. Buck; VIII. (Séra Sveinn Víkingur). 22,10 Passíusálmur (31). 22,20 lþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,35 Kammertónleik ar. (Hljóðritað á tónleikum í Aust urbæjarbíói 15. jan. ».l.). 23,10 Dagskrárlok. is honum, og var fúll á svipinn. — Jæja, svo að þér eruð búinn að gera mig að asna, sagði hann. — Hvernig í fjandanum vissuð þér þetta? — Ég vissi ekki neitt, en ein- beitti mér aðeins að Terry Ward um skeið. Það hlaut að vera ein- hver óþekktur aðili í málinu: Hver hafðist við í Grenihlíð? Hver komst inn til Lucy Norton og hræddi hana svo, að það varð henni að bana? Hver rakst á Elinor Hilliard um nóttina og skaut á hana, til þess að verða ekki þekktur aftur? Frá Washing ton komu þær upplýsingar, að Terry væri enn fyrir vestan og hefði ekki þaðan farið. — Kannske hef ég verið farinn að trúa á kraftaverk sjálfur! En ég var þarna kominn í mát. Was- hington hafði engar fregnir af því, að Don væri á lífi, og fyrir vestan var engar upplýsingar að hafa. Og samt voru Wardhjónin að halda verndarhendi yfir ein- hverjum. Og það var ekki Terry, sem hafði alls ekki komið austur. En þau höfðu verið í þessu frá upphafi. Þau.... — Ætlið þér að segja mér, að" Nat gamli Ward hafi falið fötin? — Bezt að spyrja hann sjálf- an, svaraði Dane, undirfurðulega. — Gott og vel. En hvernig ætl- ið þér að sanna, að Don Richard- son sé sekur? Dane hallaði sér aftur í stóln- um. — Ég hef aldrei sagt, að hann hafi myrt stúlkuna. Floyd eldroðnaði í framan. — Hættið þér nú þessum skrípa leik, æpti hann. Fyrst fremur Don morðið. Og segist hafa gert það. Svo hefur hann ekki gert það. Hver fjandinn gerði það þá, má ég spyrja? — Ofurstinn, svaraði Dane. — Ofurstinn gerði það og án þess að vita af því. Floyd varð alveg orðlaus, og Dane hélt áfram. — Athugið þér sjálfur. Þarna var alltaf eitthvert X — einhver óþekktur aðili — með í leik. Og sá hinn sami hagaði sér ekki eins og sekur maður. Hann dokaði við á staðnum, eftir að morðið hafði ver ið framið. Hann beið eftir réttar- haldinu. Hann reyndi að tala við Lucy Norton, til þess að fá að vita hvað hún vissi, en hefði ekki látið uppskátt. Hefði ekki sekur maður forðað sér í mesta snatri? .— Sniðugt hjá yður, er það ekki? sagði Floyd. — Þér hafið víst fengið mest af þessum fróð- leik hjá Ward gamla í morgun. — Gott og vel, svaraði Dane. — Ég átti um tvo að velja, til að geta upp á, sem sé Don eða ofurst ann. En ef það væri Don, var þó allt með felldu. Hvers vegna hitti hann ekki föður sinn? Hann hefði lagt lífið í sölurnar til þess að forða syni sínum. 1 stað þess lét Don sér nægja að horfa á hann að skilnaði inn um gluggann. En ofurstanum varð hverft við þessa heimsókn og elti hann. Ég efast um, að hann hafi vitað, að þarna var sonur hans kominn. Bezt gæti ég trúað, að hann hafi haldið manninn vera Terry Ward. Floyd dró upp vasaklútinn og þurrkaði sér í framan. Hann var allur í einu svitakófi. — Haldið þér áfram með þessa hugsmíði yðar, Dane! Svo að ofurstinn drap stúlkuna og fór svo heim að hátta í mestu róleg- heitum? Haldið þér áfram! Ég þoli sitt af hverju! — Reynið þér heldur að hugsa málið ofurlítið sjálfur, sagði Dane í fortölutón. — Ofurstinn hafði borgað fyrir uppihald sonarsonar síns, allt frá því, að hann fæddist. Hann hafði farið vestur að hitta Marguerite — ef það hefur þá verið nafn hennar, því að mig grun ar, að hún hafi heitið Margaret — og hann þekkti hana. Hugsið þér yður, hvernig honum muni hafa orðið við, að sjá hana, morg- uninn sem hún kom, á leið til Crestview. Hann var alltaf snemma á fótum og sagan getur því aðeins staðizt, að hann hafi séð hana. Kannske hefur hún líka séð hann. — Að minnsta kosti fór hann að heimsækja hana um kvöldið, eft ir að Lucy var háttuð. Hún gat ekki boðið honum inn, en fór í innislopp og gekk til dyra til þess að tala við hann. Sennilega hefur hún sagt honum, að hún væri gift Greg, og boðið honum mútur. Ef hann vildi þegja um barn Dons, skyldi hann ekki þurfa að greiða neina þagnarpeninga lengur, eða eitthvað þess háttar. — Ofurstinn hlýtur að hafa orð ofsareiðuv. — Hér kom þessi flækingsstelpa og bauð hon- um fyrst og fremst mútur og bætti því við, að hún væri gift Greg og hefði aldrei verið annað en frilla Dons. Ekki svo að skilja, að hann hafi hugsað málið til enda, held- ur hefur hann blátt áfram sleppt sér og ráðizt á hana. Vitanlega vissi hann ekki, að hann hafði drepið hana. Síðan hefur hann strax farið leiðar sinnar og allt þangað til líkið fannst í skápnum, hefur hann haldið, að hún væri blátt áfram farin. Ég sá hann einu sinni sjálfur vera að hring- sóla kringum húsið, til þess að gá að, hvort hún myndi vera þar enn. — En það næsta, sem hann frétti, var að hún hefði verið myrt og fundizt í skápnum. — Ekki hafði hann komið henni þar fyrir, og að því er hann frek- ast vissi, hafði hann alls ekki drepið hana. Ég held, að honum hafi fyrst og fremst létt. Hann Nýkomið Sérstaklega fallegar úti- og gangalugtir. Bæði í loft og á vegg. Enn fremur mikið úrval af borðlömpum, vegg- lömpum og standlömp- um. Vesturg. 2 — Laugav. 63 Sími 80946. Nýkomið Franskar POPLINKÁPUR tvöfaldar, nýjasta tízka, margir litir. Alullar KÁPUEFNI mikið úrval. ★ Sendum í póstkröfu. Vefnaðarvoruverzlutiln TÝSGÖTU — SÍMI 2335. Húseign í Sandgerði til sölu. Íbúðarhúsið F R Ó N í Sandgerði er til sölu. Húsið er ein hæð, 5 herbergi, eldhús, snyrtiherbergi og gangar. í kjallara er, þvottahús, geymsla og miðstöð. í húsinu eru öll þægindi. íbúðin er í mjög góðu standi, sólrík og skemmtileg. Upplýsingar um verð og greiðsluskilmála gefur ÓLAFUR VILIIJÁLMSSON, .. ,. Sími 40 — Sandgerði. 1) Bakpoki Láka hefur falliðldýr aðvífandi. Það ar hinn iU-1 2) Jarfinn sér pokana. I 3) Og rseðet á hana. á jörðina. Þá kemur smávaxið I skeytti jarfi. I |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.