Morgunblaðið - 24.03.1957, Page 16

Morgunblaðið - 24.03.1957, Page 16
JWíirpwMiMiSi 70. tbl. — Sunnudagur 24. marz 1957. Reykjavíkurbréf er á bls. 9. Ungverskt flóttafólk í Reykjavílí í fyrrinótt Flugvél þess gat ekki lent í Keflavík IFYRRINÓTT lenti hér í Reykjavík Skymasterflugvél frá ame- rísku flugfélagi, Trans American, með 74 ungverska flótta- menn innanborðs. Hafði flugvélin ætlað að lenda í Keflavík, en þar var ólendandi vegna veðurs. Hér í Reykjavík var aítur á móti hið bezta veður. ENGIN AÐSTAÐA Hér í bænum er sem kunnugt ér engin aðstaða til þess af op- inberri hálfu að taka á móti flug- vélum sem svo óvænt þurfa hér að lenda. Var það ráð þá tekið að leita til Loftleiða um að hlaupa undir bagga. Var Bolli Gunnarsson fulltrúi hjá Loftleið- um kominn út á flugvöllinn rétt í þann veginn að flugvélin var að renna upp að flugturninum. Var veitingastofa flugfélagsins opnuð fyrir hinum óvæntu næt- urgestum. Síðan var „ræst“ út starfsfólk veitingastofunnar til þess að matbúa handa Ungverj- unum. Gekk þetta allvel og greið lega fyrir sig. Þetta flóttafólk var að koma beint frá Vínarborg, en allur hafði hópurinn verið í bæn- um Salzburg. Var fólkið á leið til Bandaríkjanna. f hópnum voru m. a. tveir bræður, sá eldri 13 Eru hreindýrin úr allri hættu? FRÉTTARITARI Mbl. á Egils- stöðum símaði í gær, að veður- blíða hefði verið austur á Héraði á föstudaginn og eins í gær. Suð- austanátt, bjartviðri og hlýindi. Eru þegar komnir upp góðir hag- ar og ætti hreindýrunum að vera borgið ef ekki harðna veður á nýjan leik. Á föstudaginn tókst þrem stór- um 10 hjóla bilum cð brjótast yfir ófærðina í Fagradal. Síðosto einvigis- skákin í dag í ÐAG kl. 1 hefst 6. og síðasta skák í einvígi þeirra Pilniks og Friðriks Ólafssonar. Skákin verð- ur tefld í Sjómannaskólanum. I ára, sem báðir höfðu flúið, og hafði lögregla Kadars lýst eftir eldri drengnum. Foreldrar þeirra eru í Ungverjalandi. Flugvélin hafði hér nær 4 klst. viðdvöl. Ætlaði flugstjórinn að fljúga héðan beint til New York. Flugvélin varð að lenda hér á íslandi til að taka eldsneyti, því mjög er á benzínbirgðir flug- véla gengið eftir jafnlangt flug án viðkomu og frá Vínarborg til íslands. Lundsflokku- glímon á föstu- dnginn Landsflokkaglíman fór fram að Hálogalandi á föstudagskvöldið Var þátttaka mikil og sigurveg- arar í einstökum flokkum urðu: í 1. fl. Ármann J. Lárusson, UM FR; í 2. fl. Hafsteinn Steindórs- son UMFR; í 3. fl. Reynir Bjarna- son UMFR. í drengjaflokki Þórir Sigurðsson UMFR og í unglinga- flokki Gunnar Pétursson UMFR. Nánar um glímuna í þriðjudags- blaðinu. Siðusfu fónleikarnir RÚMENSKI píanóleikarinn Mindru Katz heldur síðustu tón- leika sína í kvöld kl. 7 í Austur- bæjarbíói. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Chopin, Fauré, Ravel, Kabalévski og Katsjatúrjan. Katz hefur haldið tvenna hljómleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins og hlotið góða dóma fyrir leik sinn. Á Islenzkri listsýningu i Paris Eins og kunnugt er hélt Nína Tryggvadóttir listmálari fyrir skömmu málverkasýningu í París. Var þessi mynd tekin á sýningunni er tvær islenzkarkonur heimséttu hans. Á myndinni eru taliff frá vinstri: Frú Nína Tryggvadóttir, listmálari, frú Ólöf Bjarnadóttir kona Agnars Kl. Jónssonar, scndiherra Ísíands í París og frú Ásta Helgadóttir, kona Hans G. Andersen sendiherra íslands hjá Atlantshafsbandalaginu., Síðasla umferð ídag HAFNARFIRÐI. — Nú er öllum biðskákum lokið á skákmóti Tafl félags Hafnarfjarðar og verður þá síðasta umferð tefld í Góð- templarahúsinu kl. 2. Eggert Gilfer er efstur með 7%, Stígur Herlufsen 6, Jón Kristjánsson 4y2, Björn Jóhann- esson 4, Ólafur Stephensen 3 og Ólafur Sigurðsson 2. í 2. fl. er Hilmar Ágústsson með 9 af 11, Ólafur Magnússon 9 og Þorsteinn Jónsson með 8 vinninga. í þeim flokki eru 13 þátttakendur. — Keppnin hefir oft og tíðum verið spennandi og margir áhorfendur hafa fylgzt með þessu skákmóti. — G. E. JVýtt pípuorgel vítft í Stykkishóhnskirkju Pilnik — hefur tryggt sér þrjá vinninga. Staðan er nú þannig, að Pilnik hefur 3 vinninga og því þegar tryggt sér jafntefli. En vinni Friðrik skákina í dag, og þeir verði enn jafnir að vinningum, þá tefla þeir 2 aukaskákir sam- kvæmt samningi þeim er gerður var er Pilnik skoraði á Friðrik. Þessi skák ræður því öllu um það, hvort Pilnik vinnur einvíg- ið eða hvort um verður að ræða aukaskákirnar tvær. STYKKISHÓLMI, 23. marz. — A morgun, sunnudag, verður nýtt pípuorgel vígt við hátíðlega at- höfn í Stykkishólmi. Orgel þetta er sams konar og Patrelcsfj arðar- kirkja fékk á dögunum. Er það frá verksmiðju í Ludwigsburg í Þýzkalandi. Undanfarið hefur sérfræðingur frá verlcsmiðjunum unnið að því að setja orgelið upp í kirkjuna og er þvi verki lokið fyrir skömmu. Ekki er enn vitað hve mikið orgelið kostar uppkomið, en sennilega er það aldrei langt frá 100 þúsundum króna. Undanfarið hefur verið söfn- un meðal bæjarbúa í orgelkaupa- sjóð og hóf kirkjukór Stykkis- hólms söfnun í sjóðinn með ágóða af söngskemmtun, sem hann hélt. dagurinn Slarfsfræðslu- í DAG er í Iðnskólánum hinn fyrirhugaði starfsfræðsludagur. Hefst þessi fræðslustarfsemi, sem er einkum ætluð ungu fólki, 14 til 20 ára, klukkan 2 og stendur yfir til kl. 5. Fulltrúar um 80 starfsgreina munu leiðbeina og veita hvers konar upplýsingar varðandi starfsgreinarnar. Fyrirtæki, opinberir aðilar og bæjarbúar hafa nú þegar gefið í orgelkaupasjóðinn um 7G þús- undir króna. Orgelið er mjög vandað og full- komið. Orgelleikari kirkjunnar er Víkingur Jóhannsson, en söng- stjóri kirkjukórsins er Ólafur P. Jónsson, héraðslæknir. — Fréttaritari. Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Browning-þýðinguna á miðvikudag Með leikritinu verður sýndur stuttur einþátfungur NÆSTKOMANDI miðvikudag frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur leikritið Browningþýðinguna, eftir Terence Rattigan, í þýð- ingu Bjarna Benediktssonar frú Hofteigi. En vegna þess að leikrit petta tekur skemmri tíma en venjulega gerist með leiksýningar, verður sýndur einþáttungur með, „Hæ, þarna úti“, eftir William Saroyan, í þýðingu Einars Pálssonar leikara. Skýrði formaður Leikfélags Reykjavíkur, Jón Sigurbjörnsson ,leikari fréttamönnum frá þessu á fundi í gær. „BROWNING“-ÞÝÐINGIN Er „Browning“-þýðingin aðal- viðfangsefni kvöldsins og tekur sýningin um IV2 klukkustund. Leikstjóri er Gísli Halldórsson. Leikendur eru: Þorsteinn Ö. Stephensen, Helga Valtýsdóttir, Þorsteinn Gunnarsson, sem er ungur Menntaskólanemi og hef- ur ekki komið opinberlega fram fyrr, Jón Sigurbjörnsson, Einar Iiigi Sigurðsson, Sigríður Haga- lín og Steindór Hjörleifsson. „HÆ, ÞARNA ÚTI“ Leikstjóri einþáttungsins, „Hæ, þarna úti“, er Jón Sigurbjörns- son. Leikarar eru: Steindór Hjör- leifsson, Margrét Guðmundsdótt- ir, Valdemar Lárusson, Sigríður Hagalín og Theódór Halldórsson. Tekur þessi leikur langtum skemmri tíma en fyrri leikurinn. TónJist við einþáttunginn hefur SnjöbíU ilytur Skógnrstrnnda- hrepps bændum mot og fóðurvörur STYKKISHÓLMI, 23. marz. — Eins og kunnugt er af fregnum héðan eru snjóalög mikil hér um Snæfellsnes og hefur snjóað að heita má daglega fram á þennan dag, frá því að snjóa tók í jan- úarmánuði, en þá tepptist fljótt þjóðvegurinn og lögðust þá niður allar samgöngur á landi milli höfuðborgarinnar og Stykkis- hólms. Um skeið tókst að halda veginum opnum upp í Kerlingar- skarð og koma þaðan vörum suð- ur í hreppa, en nú hefur þessi leið einnig lokast. Hefur verið töluverðum erfiðleikum bundið að ná mjólkinni hingað til Stykk- ishólms undanfarið. Rúm vika er nú síðan hingað barst póstur síð- ast, en á sunnudaginn er póst- urinn væntanlegur með bátnum Baldri. Bændur voru orðnir mjög að- þrengdir í Skógastrandarhreppi, en nú er þar í flutningi á nauð- synjum til bæjanna nýr snjóbíll, sem keyptur var hingað af sýslu- sjóði, búnaðarsambandinu og Bifreiðastöð Stykkishólms. Er Gísli Kárason bílstjóri á bílnum og hefur bíllinn nú þegar bægt algjörum vöruskorti frá heimil- um bænda í hreppnum. Heilsufar héraðsbúa hefur yfir- leitt verið gott í vetur. — Á. Jón Þórarinsson samið. Leiktjöld að báðum leikjunum hefur Magn- ús Pálsson gert. ALVARLEGS EÐLIS Báðir leikþættirnir eru alvar- legs eðlis og gerast báðir á okk- ar tímum. Báðir hafa þeir verið sýndir víða um Evrópu og Ame- risku og þafa hvarvetna notið mikilla vinsælda. Ríkisútvarpið hefur tekið bæði leikriiin til flutnings hér. Aðctlfundur HEIMDALLUR F.U.S. heldur a«- alfund sinn í Sjálfstæffishúsinu í dag kl. 2 e. h. Á fuudinum fara fram venjuleg iðalfundar- störf. Eru Heimdellingar eindreg- iff hvattir til þess að fjölmenna á fundinn. í kvöld verffur svo Kvöldvaka í Sjálfstæðishúsinu og hefst hún kl. 8,30. Verffi affgöngumiða er mjög stillt í hóf og kostar miff- inn aðeins kr. 15.00. — Aðgöngu- miðar verða seldir í Sjáifstæðis- húsinu frá kl. 2 e. h. á sunnudag. Á þessari kvöldvöku verður eins og venjulega vandað mjög til skemmtiatriða. Dansað verður til kl. 1.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.