Morgunblaðið - 14.04.1957, Qupperneq 10
10
MORCUNBLAMn
Sunnudagur 14. apríl 1957
JKrogmflrfaM'
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Ásmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjóm: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgrciðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Uppgjöi og iálm einkenna
nýju stjórnarfrumvörpin
FYRIR JÓLIN samþykkti vinstri
stjórnin og lið hennar nýjar
skattaálögur á almenning er
námu 250—300 milljónum króna.
Það var kölluð „jólagjöf“ stjórn-
arinnar til þjóðarinnar.
Nú, fyrir páskana leggur stjórn
in fram tvö frumvörp, sem bæði
fela í sér auknar skatta- og tolla-
byrðar. Stóreignaskatturinn á
samkvæmt upplýsingum fjár-
málaráðherra að tryggja ríkinu
um 80 millj. kr. tekjuauka að
vísu á 10 árum. Af álagi því sem
stjórnin ætlar að innheimta af
öllum tollum, sköttum og að-
flutningsgjöldum og viðaukum á
þau fær hún 3—4 millj. kr. ár-
legar tekjur.
Þegar allt kemur til alls er
þessi stjórn þannig búin
að leggja á þjóðina nýja skatta
og tolla er nema hartnær
400 milljónum króna. Má
segja að það sé vel að verið
á níu mánuðum af ríkisstjórn
skipuðum flokkum, sem höfðu
lofað stórfelidri skattalækk-
un!!
Uppgjöf
í húsnæðismálunum
f umræðunum um hið nýja
húsnæðismálafrv. sýndu þeir
Gunnar Thoroddsen og Karl
Kristjánsson fram á það með töl-
um og óvefengjanlegum rökum,
að fyrrverandi ríkisstjórn hefði
unnið stórvirki á sviði bygginga-
málanna. Hún hefði á tveimur
árum tryggt 230 millj. kr. til
ibúðalána í skjóli hins almenna
veðlánakerfis.
Þessi mikli árangur náðist
vegna þess að þjóðin safnaði
sparifé og bankar og lána-
stofnanir gátu lagt fram fé til
framkvæmda á lögunum um
hið almenna veðlánakerfi.
í húsnæðismálunum. Van-
traust almennings á stefnu
hennar hefur í bili eyðilagt
grundvöll íbúðalánakerfisins.
Og stjórnin hefur ekki getað
komið með neitt nýtt og raun-
hæft í staðinn.
Fálmið í skattamálunum
Ólafur Björnsson komst m. a.
að orði á þessa leið, er hann
ræddi frv. um hinn nýja stór-
eignaskatt s. 1. fimmtudag í
Neðri deild Alþingis:
„Stóreignaskattur sem þessi,
og þeir, er á hafa verið lagðir
á undanförnum árum, getur átt
rétt á sér sem liður í gagnlegum
ráðstöfunum til þess að skapa
varanlegt jafnvægi í efnahags-
málunum. En sé farið að endur-
taka slíka ráðstöfun í sífellu og
beita slíkum aðgerðum í sam-
bandi við efnahagsráðstafanir,
sem engum dettur í hug að geti
verið annað en bráðabirgðalausn,
svo sem lögin um útflutnings-
sjóð o. fl., fer ekki hjá því að
þeirra óheppilegu áhrifa gæti, er
hér hefur verið gerð grein fyrir,
og ber við því að vara, ekki
sökum hagsmuna þeirra, er skatt
þennan eiga að greiða, sem að
mínu áliti eru hér aukaatriði,
heldur vegna hagsmuna almenn-
ings“.
Ólafur Björnsson tekur hér á
sjálfum kjarna málsins, áhrif-
um þessarar nýju skattálagn-
ingar á heildarhaginn, at-
vinnulífið og afkomuöryggi
almennings. Um þau skal ekki
fuliyrt að sinni. En margt
bendir til þess, að þau veiki
atvinnulífið og torveldi heil-
brigða efnahagsstarfsemi og
uppbyggingu í landinu.
Stóreignaskattsfrv. stjórnar-
innar er því fálm eitt, sem bygg-
ist á sýndarmensku og yfirborðs-
hætti.
Vantrúin stöðvaði
sparif j ármyndunina
En um leið og vinstri stjórnin
settist í stóla sína stöðvaðist
sparifjármyndunin. Vantrú al-
mennings á stefnu hennar birt-
ist greinilegar í því en nokkru
öðru. En þegar sparifjármynd-
unin stöðvaðist gátu bankar og
lánastofnanir ekki stutt veðlána-
kerfið og íbúðalánastarfsemina
eins og áður.
Þetta hefur vinstri stjórnin nú
viðurkennt. Þess vegna reynir
hún nú að stofna nýjan bygg-
ingasjóð við hliðina á veðlána-
kerfinu. En hann virðist aðeins
vera. „snuð“ upp í þann fjölda
fólks, sem skortir íbúðalán. Aðal
reiðufé hans á að vera % hlutar
af stóreignaskattinum, sem á að
Innheimtast á 10 árum. Hinn
fljótfæri félagsmálaráðherra hef-
ur að vísu látið „Þjóðvlijann*
segja að byggingasjóðurinn fái
53 millj. kr. af stóreignaskattin-
um í stofnfé. En sjóðurinn fær
engan eyri af því fé á þessu ári
og sennilega ekki yfir 5 millj.
kr. á ári næstu 10 árin!!
Þannig er allt i pottinn búið
hjá vinstri stjórninni. Hún hef
ur í raun og veru gefist upp
Hótanir Rússa
HÓTANIR RÚSSA um gereyð-
ingu gagnvart fslendingum hafa
vakið mikla athygli og ugg meðal
þjóðarinnar og annarra vest-
rænna lýðræðisþjóða.
En tveimur blöðum á íslandi
finnst þó ekki ástæða til þess að
gera mikið úr þessum tíðindum.
Það eru „Þjóðviljinn", málgagn
kommúnista og „Tíminn" mál-
gagn forsætisráðherrans. Þessi
blöð geta hótananna aðeins með
smáklausum.
Hvernig stendur á þessu?
Skýringin á framkomu komm-
únista liggur í augum uppi. Rúss-
ar eru aðeins að boða það, sem
blað íslenzkra kommúnista hef-
ur oft boðað áður: Gereyðingu á
íslandi ef íslenzka þjóðin fari
ekki að vilja Rússa.
Framkoma málgagns Her-
manns Jónassonar er torskild-
ari, en þó skiljanleg. Forsætis-
ráðherrann er stjórnarformað-
ur af náð kommúnista. Menn-
irnir, sem þrásinnis hafa flutt
íslendingum sömu hótanir qg
mennirnir í Kreml gera nú
hafa pólitískt líf Hermanns
Jónassonar í hendi sér.
UTAN UR HEIMI
^JCunni hi
innu
hiícýuéi
u
m a& er alkunna, að
pólitískt skop og kímni þrífst
bezt þar sem yfirvöldin eru höt-
uð. Þannig var það í Þýzkalandi
Hitlers. Þannig er það í öllum
löndum kommúnismans og öðr-
um einræðisríkjum nútímans, t.
d. á Spáni. Skrýtlurnar eru
skemmsta og markvissasta lýs-
ingin á hinu raunverulega á-
standi, enda þótt þær séu oft
ýktar; þær tjá hugmyndir, óskir
og óánægju fólksins, sem verð-
ur að lifa við andlegan þrældóm
og fær ekki að tala hreint út.
Hér á eftir eru nokkur dæmi um
skrýtlurnar, sem nú eru vinsæl-
astar í Austur-Evrópu.
ö,
llum er kunn innreið
Rússa í Mið- og Austur-Evrópu
í lok síðustu heimsstyrjaldar,
þegar þeir lögðu undir sig meg-
inhluta núverandi leppríkja
sinna þar. Það hefur verið sagt,
að með þessu hafi Stalin gert
tvö alvarleg glappaskot: Hann
sýndi Evrópumönnum Rússa og
Rússum Evrópumenn. Skrýtlurn-
ar um þetta efni voru ótöluleg-
um í Vínarborg til Esterhazy
greifa.
O purning: Hvernig get-
ur maður fundið áttirnar á
stjarnlaustri nótt án þess að hafa
kompás?
Svar: Maður tekur úr, leggur
það í lófa sér og réttir út hönd-
ina. Áttin, sem úrið hverfur í,
er austur.
H,
inar mörgu og mikið
ræddu áætlanir, sem kommún-
istaríkin eru sífellt að burðast
með, verða oft vinsælt efni í
skrýtlur, eins og sjá má á þess-
um dæmum:
Spurning: Hvað er
sardína? Svar: Hvalur sem er
veiddur samkvæmt 5 ára áætl-
uninni.
E,
inn góðan veðurdag
kastar Svartahafið þremur
beinagrindum á land og þær
Þannig hugsaði teiknari þýzka blaðsins Die Zeit för þeirra Búlgan-
ms og Krúsjeffs til Indlands, en þeir buðu Indverjum hernaðarað-
stoð, svo sem kunnugt er.
ar. T. d. var áhugi rússnesku her-
mannanna á úrum og skrauti orð-
lagður. Hér eru nokkrar sögur
um það:
R
étt eftir vopnahléð
milli Rússa og Rúmena hittir
rússneskur hermaður gamlan
rúmenskan hirði í afskekktu
héraði í Karpatafjöllum. Hann
spyr hirðinn hinnar frægu spurn-
ingar: Hvað er klukkan? Hirðir-
inn tekur langa stafinn sinn,
stillir honum á ákveðinn blett
á jörðinni, athugar gaumgæfi-
lega skuggann og segir: Hún er
ellefu. Hermaðurinn þrífur af
honum stafinn og flýtir sér burt.
Þ egar hinir þrír stóru,
Churchill, Truman og Stalin,
hittust einu sinni, dró Churchill
undurfagurt, gullbúið vindla-
hylki úr vasa sínum. Allir við-
staddir fengu að skoða það og
dáðust mikið að. í það var greipt:
W. Churchill frá aðdáendum hans
Skömmu síðar þurfti Tru-
man að fá sér sígarettu. Hylki
hans var líka gullbúið og í það
var greiptur undurfagur steinn.
Áritunin var: Til hæst virts for-
seta frá samverkamönnum hans.
Nú þurfti Stalin að fá sér í nef-
ið og dró upp tóbaksdósir, sem
voru líka gullbúnar og greiptar
fögrum steinum, enda miklu
þyngri og íburðarmeiri en hylki
Churchills og Trumans. Áletr-
unin var: Frá Hestamannaklúbbn
liggja á ströndinni. Brátt fara
þær að ræða saman og segja
hver annarri af reynslu sinni.
— Ég var—rómverskur hermað-
ur, segir fyrsta beinagrindin, og
kom til Dakíu með hinum mikla
keisara okkar Trajanusi. Ég var
einmitt þrítugur, þegar ég var
rekinn í gegn af Dakíu-manni
í bardaga. En það gerir ekkert
til. Meðan ég lifði gekk mér allt
í hag.
— Ég var tyrkneskur stórvesír,
segir önnur beinagrindin, og að-
eins 25 ára gamall þegar mér
var fleygt í Bosporus. En ég
syrgi ekkert. Ég hef reynt hversu
fagurt lífið getur verið.
— Og hver voruð þér? spyr
Rómverjinn þriðju beinagrind-
ina.
— Var? segir hún 'móðguð. Ég
er! Verkstjóri í stálinaði 5 ára
áætlunarinnar.
Ö,
— ryggislögregla og ör-
yggiseftirlit er mikilvægt í ein-
ræðisríkjum. Eftirfarandi saga
gengur í Rúmeníu um árvekni og
starfshæfni öryggislögreglunnar:
I
skólanum spyr kenn-
arinn: Pétur, hver hefur skrifað
Hamlet?
Pétur roðnar og fölnar, stamar
út úr sér: Ég hef áreiðanlega
ekki gert það.
Kennarinn lætur sækja föður
drengsins, línu-trúan kommún-
Eins og Janus, guS Rómverja,
hefur einræðisherra nútímans
tvö andlit en eiít eðli.
ista, og segir honum frá atvik-
inu.
— Sonur minn kann að vera
gallagripur, svar’ar faðirinn, en
hann lýgur ekki. Ef hann hefur
sagt, að hann hafi ekki skrifað
það, þá hefur hann ekki gert það.
Kennarinn, stórhneykslaður á
slíkri fákænsku, segir einum vini
sínum í öryggislögreglunni frá
þessu.
Tveimur dögum síðar hringir
þessi vinur kennarans í hann og
segir fagnandi: Jæja, ég tók að
mér bæði föðurinn og soninn, og
nú er allt klappað og klárt. Þeir
eru báðir búnir að játa. Dreng-
urinn skrifaði það, en faðir hans
’as honum fyrir.
il róðurinn gegn Banda-
ríkjamönnum virðist oftast hafa
öfug áhrif. Fólkið hlustar á allt,
sem því er sagt um volæðið
vestra, en virðist skilja það með
öfugum formerkjum. Þessi saga
er frá Rússlandi:
A öframaður og dáleið-
andi heldur sýningu fyrir fullu
húsi. Hann kallar einn viðstaddra
upp á leiksviðið og dáleiðir hann.
— Þér eruð í Mið-Afríku. Hit-
inn er óþolandi. Þér eruð að
þorna upp. Maðurinn fer að
svitna, stendur á öndinni, styn-
ur og sýnir öll merki óbærilegs
hita. Eftir nokkra stund vekur
dáleiðandinn hann með því að
blása framan í hann.
Samkvæmt almennri ósk við-
staddra er gerð önnur tilraun.
Nú segir dáleiðandinn við mann-
inn: Þér eruð í Síberíu. Það er
óbærilegur kuldi. Þér stirðnið á
höndum og fótum. Maðurinn fer
að hríðskjálfa, blánar í framan
og stirðnar upp. Eftir stutta
stund blæs dáleiðandinn á hann
og vekur hann.
Fögnuður áhorfenda er geysi-
legur, og dávaldurinn kemst ekki
undan að gera tilraun sína í
þriðja sinn. Nú segir hann við
manninn: Þér eruð í Bandaríkj-
unum. Þér eruð atvinnulaus. Þér
hafið ekkert í að klæðast og
ekkert að borða. Þér búið í aum-
asta hreysi.
í fyrstu gerist ekki neitt. Þá
opnar maðurinn skyndilega ann-
að augað til hálfs og hreytir út
á milli tannanna:
— Ef þú blæst á mig einu sinni
enn, kála ég þér!
Körfuknaftleiksmótið
Á FÖSTUDAGINN fór fram su»-
ur á Keflavíkurflugvelli leikur í
körfuknattleiksmótinu og var
hann háður milli í. R. og I.F.K.,
íþróttafél. Keflavíkurflugvallar.
Leikur þessi réði úrslitum um
það hvort íslandsmeisturunum,
sem er f.F.K. Leik þessum lauk
með sigri ÍR-inga 46:39.
Úrslitaleikur í meistaraflokki
verður að Hálogalandi annað
kvöld kl. 7,30, milli í. R. og Gosa.
Einnig leika í meistaraflokki
karla Háskólinn og K. R. og í
meistaraflokki kvenna fer fram
Í úrslitaleikur milli í. R. og KR.