Morgunblaðið - 14.04.1957, Side 11
Sunnudagur 14. apríl 1957
n t» ir i. f n rt i. A tf 10
11
Reykjavíkurbréf : Laugardagur 13. apr'il
Iiótun að aiistan - Lántaka til að styrkja samviimu - Brekkukotsannáll - Heimsókn rektors Haín-
arháskóla - íslandi líkt við ísrael - Haraldur sendiherra - Nú má ekki íækka sendiherrum - Ný
skrifstofa í New York? ~ Athafnaleysi Alþingis - Tíminn fer áravillí - Yfirbreiðsla Lúðvíks -
Vitnisburður Vigfúsar - Veðdeild Búnaðarbankans - Páskaeggið - Stöðvun frjálsrar spariíjár-
myndunar - Ríkisstjórnin í felum - Launah'ækkun S.Í.S.
Hótun að austan
HÓTUN málgagns rússneska
hermálaráðneytisins til íslend-
inga vekur mikla athygli. Hún er
enn ein sönnun þess, að komm-
únistadeildin á íslandi hefur tal-
að fyrir munn rússneskra vald-
hafa, þegar hún árum saman hef-
ur flutt íslenzku þjóðinni sams
konar hótanir.
Sú staðreynd, að íússneskir
valdmenn bera nú sjálfir hótun-
ina fram, mun hafa þveröfug
áhrif við það, sem þeir ætlast
til. íslendingar munu skilja enn
betur en áður, hvílík lífsnauðsyn
þjóðinni það er að standa með
öðrum lýðrseðisþjóðum og láta
ekki varnarkerfi hins frjálsa
heims rofna á íslandi.
Undanfærsla Hermanns Jónas-
sonar um það að lofa samráði við
Sjálfstæðismenn um svar við
opinberri íhlutun Rússa staðfest-
ir, hversu fjarri núverandi ríkis-
stjórn er því að vera hæf til
að gæta hagsmuna þjóðarheild-
arinnar. Forsætisráðherra, sem
segist þurfa að kveðja kommún-
ista til ráðuneytis um það, hvort
samráð eigi að hafa við lang
stærsta flokk þjóðarinnar um
slíkt mál, er sannarlega á villi-
götum.
Lántaka til að styrkja
samvinnu
TVÖFELDNI ríkisstjórnarinnar
og tvístig birtisí svo í því, að
sama daginn og þetta gerist
sendir hún út tilkynningu um
nýja lántöku í Bandaríkjunum
með óvenjuhagstæðum greiðslu-
skilmálum. Úr þeirri fréttatil-
kynningu er því sleppt, sem
vissulega skiptir máli, að af
hálfu beggja aðila var því lýst
við und.irskrift lánasamningsins,
að hann væri gerður til að
styrkja samvinnu Bandaríkjanna
og íslands.
Af hverju er þessu meginatriði
sleppt úr fréttatilkynningu ís-
lenzku ríkisstjómarinnar og af
hverju segja stjórnarblöðin ekki
frá því í gær?
Brekkukotsannáll
í VÍSI var fyrir nokkru deila
milli tveggja þjóðþekktra manna
um það með_ hversu almennri eft-
irvæntingu fslendingar hefðu beð
ið útkomu hinnar nýju bókar
Halldórs Kiljans Laxness. Hvað
sem þeirri deilu líður, þykir það
að sjálfsögðu tíðindum sæta,
a. m. k. í heimalandi hans, er
maður, sem fengið hefur Nóbels-
verðlaun, sendir frá sér fyrstu
skáldsögu sína eftir veitingu verð
launanna. Ekki er því að leyna
að manna á milli heyrast mis-
jafnir dómar um þetta rit, eins
og önnur mannanna verk. Vafa-
laust er þó að öllum almenningi
fellur þessi bók mun betur I geð
en þau verk er næst áður höfðu
birzt eftir hinn ritsnjalla höf-
und. Ýmsum veitist erfitt að átta
sig á, hvert höfundur stefnir með
sumum þáttum sögu sinnar. Aðr-
ir segja, að það muni skýrast
betur í síðari köflum ritsins, því
að flestir telja einsætt, að hér
sé um upphaf sagnabálks að
ræða. Aðvörun höfundar gegn
trúgirni á erlenda frægð og
sjálfsblekkingu er tímabær. f
heild hefur verkið mildari og
geðfelldari blæ en sumt það.
sem þessi ágæti höfundur hefur
áður samið.
Heimsókn rektors
Hafnarháskóla
UNDANFARNA daga hefur dval-
ið í bænum rektor Hafnarhá-
skóla, Warburg læknisfræðipró-
Forstjóri SÍS hcfur staðfest, að fyrirtæki hans haf fyrir s.l. áramót, á meðan kaupfestingarlögin voru
í gildi, hækkað kaup starfsmanna sinna. Mun hækkunin almennt nema 8%. Fjármálaráðherrann, sem
mcð lagasetningu og öðrum ráðstöfunum scgist berjast gegn kaup- og verðhækkunum, er varaformað-
ur SÍS og á því sinn þátt í kauphækkkununni þar.
fessor. Hafnarháskóli er tengdur
íslenzkri menningu sterkum
böndum og íslenzka þjóðin á
honum svo mikið að þakka, að
von er að æðsti maður hans sé
aufúsugestur á fslandi. Warburg
prófessor hefur og í starfi sínu
greitt götu íslendinga með þeim
hætti, að hann á þakkir skildar
fyrir það. Þá er nafn það, sem
hann ber, gamalkunnugt hér á
landi.
Faðir hans var sem sé einn af
aðalstofnendum íslandsbanka og
festist nafn hans þess vegna ekki
aðeins ' íslenzkri fjármálasögu
heldur og í bókmenntum okkar.
Hann er einn þeirra, sem kom
við sögu í Alþingisrímunum, er
ortar voru um aldamótin. Þar
segir:
í>á í Danmörk Warburg var
víkingurinn frægi;
aðsetur hann átti þar
eitt í stærra lagi.
Síðar segir
Reykjavíkur:
frá komu hans til
Dökk var víkings ásýnd öll
augun snöru glóðu,
allir horfðu’ á heiðið tröll
hissa’ í fjöru stóðu.
Að vísu tókst Warburg ekki
að stofna bankann að því sinni
og hvarf hann af landi brott
við svo búið. Er frá því skýrt
á þennan veg:
Warburg fyllti fjölda manns,
fór svo burt til Hafnar,
auð ei jók sú herferð hans
hingað um vegu Drafnar.
íslandi líkt við ísrael
ÞEIR frændur eru Gyðingar að
ætterni. Fannst þeim, er þetta
ritar, eftirtektarverðast af því,
sem Warburg háskólarektor
sagði, að hann líkti íslandi við
ísrael. f þessum tveimur löndum
sagðist Warburg hafa séð mesta
framfaraviðleitni, uppbyggingar-
hug og áræði. Segja mætti að
óvíst væri, hvernig til tækist um
margt, en frelsið og vitneskjan
um að eiga sjálfir ættland sitt,
hafi á báðum stöðum leyst úr
læðingi meiri krafta en menn
skyldu ætla að byggju með svo
fámennum þjóðum. Gyðingar eru
miklu mannfleiri en fslendingar
og eiga sér lengri, margbreyttari
og erfiðari sögu. Því fremur er
það mikið lof frá einum fremsta
manni Gyðinga, sem nú er uppi,
þegar hann líkir þessum tveimur
þjóðum saman.
Haraldur sendiherra
FYRIR fáum dögum varð úr því,
sem lengi hafði staðið til, að skipa
Harald Guðmundsson sem sendi-
herra íslands í Noregi. íslend-
ingar sameinast allir um að óska
Haraldi til hamingju með hið
nýja starf og viðurkenna, að þar
sem hann fer, er virðulegur og
ágætur fulltrúi íslenzku þjóðar-
innar. í þessu sambandi skipta
mismunandi stjórnmálaskoðanir
engu máli, né heldur það þó að
ýmsir telji, að brottför Haralds
af íslenzkum stjórnmálavettvangi
hefði mátt vera með öðrum hætti
en var. Það er nú liðin tíð og
efast enginn um, að Haraldur er
vel fær um að gegna því nýja
embætti, sem hann tekur við.
Hitt er líklegt, að Haraldur salcní
síns fyrra starfs, þegar hann nú
kveður Almannatryggingarnar
fyrir fullt og allt. Vonandi velst
hæfur maður til að stjórna því
mikla fyrirtælci.
Nú má ekki
sendiherrun
fækka
ÝMSIR af fylgismönnum núver-
andi stiórnar og raunar sumir
ráðherrana hafa til skamms tíma
kunnað það róð helzt til sparn-
aðar að fækka sendiherrum ís-
lands erlendis. f því sem öðru
breyta þeir gegn því, sem þeir
áður prédikuðu, eftir að þeir
hafa sjálfir tekið við stjórntaum-
unum. Um þau skoðanaskipti er
ekki nema gott að segja í þessu
tilfelli. Samkvæmt málflutningi
þessara manna sjálfra ætti skýr-
ingin að vera sú, að þegar þeir
geta komið eigin mönnum að í
„toppstöður", viiji þeir hafa þær
sem allra flestar og veglegastar,
til að geta puntað sem mest upp
á vildarmenn sína. Ástæðulaust
er þó að telja, að slíkur hugs-
unarháttur ráði úrslitum. Svo
lengi lærir sem lifir og enginn
efi er á því, að stjórnarherrarnir
hljóta af eigin raun að hafa sann
færzt um, að ísl. er það beinn
hagur, ekki aðeins í andlegum
efnum heldur og í efnislegum
að hafa fulltrúa hjá viðskipta- og
frændþjóðum okkar.
í fáu hefur þetta komið betur
fram en í viðhorfi Tímans til
Sameinuðu þjóðanna. Áður fyrri
taldi Tíminn óþarft cð senda
þangað nokkurn fslending annan
en sendiherra fslands í Washing-
ton. Eftir að Framsóknarmenn
tóku við utanríkismálum og sér-
staklega eftir að ráðherra þeirra
fann það snjallræði að senda
Þórarin Þórarinsson Tíma-rií-
stjóra sem fulltrúa þjóðarinnar
á þing Sameinuðu þjóðanna, hef-
ur þetta viðhorf gerbreytzt.
Ný skrifstofa í
New York?
SINNASKIPTIN verða þó enn
berari eftir að Oteingrímur Her-
mannsson kom í Þórarins stað nú
eftir áramótin. Steingrímur segir
hinn 27. marz í Tímanum:
„Til að vel fari virðist mér
nauðsynlegt að einn eða tveir
menn séu starfand.i í sambandi
við Sameinuðu bjóðirnar. Við err
um eina landið auk Luxemborg-
ar, sem ekki höfum slíka skrif-
stofu í New York.---------Til
viðbótar þyrftu sömu mennirnir
að sækja þingið að heiman ár
eftir ár og fylgjast vel með störf-
um þess hver í sinni nefnd. Auk
þess er svo ágætt, að mikilhæfir
stjórnmálamenn sitji þingið í
byrjun, þegar heimsmólin eru
rædd almennt eða þegar þýð-
ingarmikil mál eru á dagskrá,
eins og stundum hefir verið“.
Ýmsir kunnugir mundu telja,
að þó að allt þetta gæti verið
gott og blessað, liggi okkur þó á
sumu meira en sérstakri skrif-
stofu fyrir Sameinuðu þjóðirnar
í New York. Má og hafa í huga,
að þó að Luxemburg hafi í blaði
nýlega verið kallað dvergríki,
búa þar tvöfalt fleiri menn en á
íslandi. En þó að mönnum geti
sýnst sitt hverjum um þetta efni.
gætir hér ólíkt meiri viðsýni en
áður var og skilnings á þýðingu
alþjóðamála fyrir íslendinga.
Því miður féllu Framsóknar-
menn á því, sem mestu máli
skipti, á prófinu, þegar reynt var
að fela þeim að hafa forystu í
utanríkismálum íslendinga. Það
hefur þó áunnizt, að um sinn er
úr sögunni skvaldur þeirra út af
því, að íslenzka utanríkisþjónust-
an sé allt of mannfrek. Þeir
keppast þvert á móti við að
hvetja til þess að sem allra flest
um sé bætt þar við.
Athafnaleysi á Alþingi
ATHAFNALEYSIÐ á Alþingi hef
ur að undanförnu gengið svo
fram af sjálfum stjórnarliðum, að
sumir þeirra hurfu af þingi áður
en þingfrestun varð.
Svo var t.d. um 3 kaupfélags-
stjóra Framsóknar, sem sjáanlega
hafa talið starfsorku sinni betur
varið heima í búðum sínum en
í sölum Alþingis. Skal þeim sízt
láð það.
Afleiðingin er sú, að forsetar
þurfa að hafa sérstaka gát á, að
nógu margir stjórnarliðar séu
viðstaddir atkvæðagreiðslur. Er
sá háttur hafður. að haldið er
áfram atkvæðagreiðslu upp aftur
og aftur, þangað til handjárnuðu
hendurnar verða nógu margar.
Ef það tekst ekki í fyrstu at-
rennu er málið tekið út af dag-
skrá í miðri atkvæðagreiðslu og
geymt til næsta fundar í þeirri
von að betur vegni. Tíminn seg-
ir lítt frá þessu, en er nú far
inn að hælast um yfir því, hversv
þingið hafi verið starfsamt. Un
síðustu helgi birti Tíminn pisti)
sem hét: Starfsamt þing, og laui
honum svo:
„Margt bendir til að þetta þin
verði orðið með afkastamestj
þingum, þegar upp verður stað
ið“.
í þessum orðum er semsagtmeijj
miðað við framtíðina, enda s
hún óviss, en við það, sem orð|
er, því að allir vita, að aldró,
hefur annað eins iðjuleysi ríkt á
Alþingi eins og það, sem nú er af.
Tíminn fer áravillt
ÞETTA kemur ekki af Því, að
Alþingismenn vilji ekki vinna,
heldur af hinu, að þeir hafa ekki
með venjulegum hætti fengið
mál til meðferðar frá ríkisstjórn-
inni. Tíminn hælist raunar um
yfir því að þingið hafi haft ýmis
merk mál til meðferðar „eins og
frumvarp að umferðarlögum,
frumv. að laxveiðilögum, frum-
varp að jarðhitalögum, frumvarp
að náttúrufriðunar- og dýravernd
unarlögum o. s. frv.“
Enginn kannast raunar við, að
frv. að náttúrufriðunarlögum
hafi legið fyrir þessu þingi. Síð-
asta Alþingi samþykkti hins veg-
ar lög um náttúruvernd sem
Björn Ólafsson fyrrv. mennta-
málaráðherra hafði hlutazt tii
um, að samið yrði og Bjarni
Benediktsson síðan flutti, þegar
hann var menntamálaráðherra.
Þannig fer Tíminn alveg áravillt
í frásögn sinni.
ÖU hin frv., sem Tíminn tel-
ur, voru einnig undirbúin af
fyrrverandi ríkisstjórn eða að
hennar tilhlutan. Núverandi rík-
stjórn hefur hins vegar helzt
unnið sér það til frægðar í sam-
bandi við þessi frv., að draga úr
hófi framlagningu þeirra. Um-
ferðalögin komu t. d. frá milli-
þinganefnd til dómsmálaráðu-
neytisins um miðjan september
en voru ekki lögð fyrir Alþingi
fyrr en upp úr miðjum febrúar.
Svona mætti lengi telja. Slóða-
skapurinn segir alls staðar til sín.
Framh. á bls. 12