Morgunblaðið - 14.04.1957, Side 12

Morgunblaðið - 14.04.1957, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. aprll 1957 Tilkynning um gjaldeyrisleyfi vegna vinnulauna erlendra sjómanna Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið að veita ekki gjaldeyrisleyfi, fram yfir það, sem lofað hefur verið mánaðarlega, fyrir vinnulaunum erlendra sjómanna, nema fyrir liggi staðfesting á því frá viðkomandi skráningarstjóra, hve lengi maðurinn hafi verið skráður í skiprúm, sem sótt er um gjaldeyrisleyfi fyrir. Reykjavík, 12. apríl 1957 Innflutningsskrifstofan. Nauðungoruppboð verður haldið í vörugeymsluskála Eimskipafélags ís- lands við Ingólfsgarð hér í bænum mánudaginn 15. apríl næstk. kl. 1,30 e. h. Selt verður eftir kröfu toll- stjórans í Reykjavík mikið af alls konar vörum til lúkningar aðflutningsgjöldum, matskostnaði o. fl. Ennfremur dexionskápar, spjaldskrárskápar, sjódæl- ur, Head í Grayvélar, brennsluolíulokar, sveifarásar, 42 ha. Readwing benzínvél o. fl. vélar og vélahlutir eftir kröfu Jóns Sigurðssonar hrl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Hreinlætistæki Margar gerðir af hand- laugum og W. C.-tækjum úr potulíni með til- neyrandi fittings, rýkomið. Kaupið þar sem úrvalið er mikið. A. Jóhannsson & Smith hi. Brautarholti 4 — Sími 4616 Reykfavíkurbréf Framh. af bls. 11. Yfirbreiðsla Lúðvíks TÍMINN segir, að á framhalds- þinginu hafi einkum beðið að leysa fimm stórmál: Breytingar á lögum um nýbýli og landnám í sveitum, breytingar á lögum um útflutningsverzlunina, lög um stórgróðaskatt, lög um íbúða- byggingar í kaupstöðum og end- urskoðun bankalöggjafarinnar. Bankalöggjöfin hefur enn ekki verið lögð fram og verjast stjóm- arliðar allra frétta um hvað und- irbúningi hennar líði. Hin málin hafa nú loks verið lögð fyrir þingið en aðeins eitt nóð af- greiðslu. Það voru lögin um útflutnings- verzlun. Tíminn segir, að þau „sköpuðu aðstöðu til andurbóta á verzlun með sjávarafurðir". Ó- hrekjanlegt er, að í lögunum sjálfum eru engin nýmæli, enda eru þau einungis flutt i áróðurs- skyni og til að breiða yfir þá staðreynd, að sjávarútvegsmála- ráðherra treystir sér ekki til að gera þá gjörbreyíingu á meðferð þessara mála, sem flokksmenn hans hafa boðað og heimtað ár- um saman. Sjálfsagt neyðist hann til að gera einhverjar kák- breytingar en þær verða sízt til góðs, ef að líkum lætur. Vitnisburður Vigfúsar VIGFÚS GUÐMUNDSSON hefur í þessu sýnt meiri skilning en flokksbræður hans og aðrir sam- starfsmenn láta uppi í orðum. Þetta kemur af því að Vigfús er víðförlari og hefur því séð meira en hinir. Á of mörgum flokks- bræðrum Vigfúsar sannast að heimskt er heima alið barn, enda hafa þeir því minni mætur á Vigfúsi, sem hann verð- ur víðsýnni. Vigfús sagði hinn 16. marz í Tímanum í bréfi frá Brazilíu á þessa leið: „Norðmenn spilla heldur mark- aðnum, því að þeir hafa fjölda útflytjenda í Noregi, sem margir bjóða kaupendum hér ýms fríð- indi á bak við, svo að þótt ýmsir einstaklingar komist nokkru lengra með söluna vegna þessa, þá stórspilla þeir verðinu og framtíðarmarkaðnum. Þótt ég sé enginn dýrkandi S.Í.F. heima á íslandi, pá held ég að sé stór- hætta að iáta saltfiskinn verða til sölu á margra höndum til þessa lands og annarra, er svip- að stendur á um og hér.“ Vonandi lætur stjómarliðið á- minningu Vigfúsar sér að kenn- ingu verða. Áróðursfrumvarp Lúðvíks breytir eins og fyrr seg- konar páskaegg rikisstjórnarinn- ar. Annað frv. er um stóreignaskatt. Það frv. þarfnast ýtarlegr- ar athugunar, áður en endanleg- ur dómur er kveðinn upp yfir því Víst er, að þó að frumvarpið taki verulegan hluta af eignum sumra manna, og verði því ýmsum stjórnarliða til nokkurrar fróun. ar, þá setur það engan efnaðan mann á vonarvöl. Stóreignamenn hafa eftir sem áður nóg fyrir sig að leggja sjálfum sér til lífs- uppeldis. Hitt er viðbúið að frum varpið leiði til samdráttar á at- vinnurekstri og stöðvunar fram- kvæmda, uppsagnar starfsmanna og þar af leiðandi vaxandi at- vinnuleysis. Hvort þetta er það, sem fyrir stjórnarliðinu vakir, skal ekki um sagt, og vist er, að vamar- liðsframkvæmdirnar nýju, sem nú munu ráðnar fyrir hér um bil 60 millj. kr., bæta lítið úr allri þeirri truflun eðlilegs at- vinnurekstrar, sem leitt hefur af brambolti núverandi stjóm- arflokka. Þessi varnarliðsvinna er þó það, sem stjórnarliðið hygg ur sér helzt verða til björgunar á næstu mánuðum ásamt áfram- haldandi lántökum frá Banda- ríkjunum, sem veittar eru til að efla „framtíðar samvinnu þjóð- anna.“ Lúta þeir þá sannarlega að litlu, sem áður sögðu, að betva væri að vanta brauð en þola er- lenda hersetu í landinu. Stöðvun frjálsrar sparif jármyndunar UM húsnæðismálafrumvarpið skal ekki fjölyrt að þessu sinni en það þarfnast einnig nánari athugunar. Víst er það þó góðra gjalda vert að láta ekki sitja við orðin ein, heldur reyna að leita að nýjum leiðum til að bjarga því vandræðaástandi, sem skap- aðist við stöðvun frjálsrar spari- fjármyndunar, þegar núverandi ríkisstjóm tók við völdum. — Skyldusparnaður kann hér nokk- uð úr að bæta, en enn meiri áhrif mundi hafa, ef ríkisstjórnin hyrfi frá völdum og eðlileg bjart- sýni og athafnaþrá landsmanna fengi að njóta sín að nýju. Eftirtektarvert er, að með þessu frumvarpi og hinum nýju ráðstöfunum sem tillögur eru bornar fram um, er að engu gerð- ur áróðurinn gegn bönkunum fyr ir synjun þeirra á viðbótarfé í almenna veðlánakerfið. Hinar nýju tillögur eru einmitt stað- festing ríkisstjórnarinnar á því, að illyrði Þjóðviljans og Hanni- bals Valdimarssonar í garð bank- anna fyrir viljaleysi þeirra í þessum efnum, eru gersamleg markleysa. Enda er það með öllu auðsætt að bankarnir geta ekki lánað það fé, sem ekki er fyrir hendi, Ekkert skraf fær skotið undan þeirri staðreynd, að spari- fjármyndunin stöðvaðist á sömu stundu og núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ríkisstjórnin í felum TÍMINN segir, að mörg aðkall- andi úrlausnarefni utan þings, „hafa líka orðið til að tefja fyrir t. d. sjómannaverkfallið.“ Deilu- aðilar urðu þess þó miög lítt var- ir, að ríkisstjórnin hefði sig í frammi um lausn þessrar deilu. Mátti miklu fremur segja, að hún héldi sig þá í felum. Sá eini ráð- herra, sem þar kvað eitthvað verulega að, var Guðmundur í. Guðmundsson. Félagsmálaráð- herrann, forseti Alþýðusambands íslands,, Hannibal Valdimarsson, taldi hyggilegast að láta sem minnst á sér bera. Hitt er rétt, að ríkisstjórnin og SÍS og þau fyrirtæki, sem Fram- sóknarmenn ráða, gengu lengst í kauphækkunum og veittu allt að 8% kauphækkun, enda hefur Tíminn eftir á ásakað Eimskipa- félag íslands fyrir ósáttfýsi í deilunni. Kveður þá mjög við annan tón en þegar blaðið sí og æ hamrar á því, að Sjálfstæðismenn beiti sér nú hvarvetna fyrir kaup- hækkunum. Sú kenning er studd þeim rökum, að Sjálfstæðisblöð- in og þá ekki sízt Morgunblaðið, telur skyidu sína að láta íslenzku þjóðina vita um helztu stórtíð- indi, sem með henni gerast. Launahækkun S.Í.S. ÞANNIG varð Morgunblaðið til þess að segja frá þeirri verulegu kauphækkun, sem SÍS veitti starfsfólki sinu fyrir síðastliðin áramót. Forstjóri SÍS hefur nú í Tímanum staðfest, að þetta hef- ur átt sér stað. Er stórfurðulegt, að SÍS og Tíminn skuli ekki hafa skýrt almenningi frá þess- um tíðindum. í þess stað er látið svo sem hér hafi í rauninni ekkert gerzt annað en það, að kaup hafi verið hækkað til samræmingar. Sama viðbáran og ætið er höfð, þegar verið er að toga kaupið upp. Með þessu er viðurkennt, að Fram- sóknarmenn hafa beinlínis haft um það forustu, eftir að verð- festingarlögin voru sett í haust, að hækka kaup verulega frá því sem áður var. Skíðalandsmótið hefst á miðvikudaginn SKÍÐAMÓT ÍSLANDS fer fram á Akureyri um páskana. Er öllum undirbúningi að verða lokið, en búist er við fjölmenni til Akur- eyrar í sambandi við þetta stærsta og mesta skíðamót ársins. — Á mótinu keppir sem gestur hinn heimskunni austurríski skíðamaður Toni Spiess, en um íslandsmeistaratitlana keppa allir beztu skiða- menn og konur landsins. ir engu um eðli málsins. Allt er undir framkvæmdinni kom- ið. — Veðdeild Búnaðarbankans NÝBÝLA- og landnámsfrumvarp ið er enn í nefnd. Sum ákvæði þess eru vafalaust til góðs. En að fyrirlagi þremenninganna, Ás mundar Sigurðssonar, Benedikts. Gröndals og Gísla Guðmundsson- ar, hinnar nýju yfirbúnaðarmála stjórnar — sem nú er farjn að bera aí sér sinn hlut í þessum efnum, — var aðalatriðið tekið út úr tillögum milliþinganefndar innar, sem sé till. um efling veð- deildar Búnaðarbankans. Fyrir eindreginn atbeina Sjálfstæðis- manna og kröfur Búnaðarþings, sem Tíminn er raunar enn ekki j farinn að segja frá, hefur ríkis- stjórnin nú horfið að því ráði að ætla fé í þessu skyni. Þriðj- ungur stóreignaskattsins svokall- aða á að renna til veðdeildarinn- ar. Er út af fyrir sig gott, að fjár er aflað til þessa, þó að deila megi um skattstofninn. Páskaeggið RÉTT fyrir jól í vetur íagði rík- isstjórnin fram frv. sitt um 250 —300 millj. króna nýjar álögur á þjóðina. Fékk sú ráðstöfun nafnið jólagjöfin. Stjórnin heldur nú uppteknum hætti og sendir frá sér nýja gjöf fyrir næstu stórhátið, páskana. og virðist sú sending bví vera einS' Mótið hefst á miðvikudaginn fyrir skírdag. Þá setur Hermann Stefánsson mótið kl. 17,45, en að því loknu verður keppt í 15 km göngu, eldri og yngri, og í 10 km göngu fyrir 15—16 ára unglinga. Á skírdag fer fram stórsvig kl. 2. Boðganga 4x10 km kl. 3 og kl. 16,30 fer fram sveitakeppni í svigi. Á laugardag fyrir páska veiður keppt í bruni karla kl. 2 e. h. — Brun kvenna fer fram kl. 3 og klukkutíma síðar stökkkeppni norrænnar tvíkeppni. Á páskadag hefst keppni i svigi karla kl. 2. Kl. 3,30 er 30 km ganga og kl. 4 e. h. svig kvenna. Á annan í páskum fer fram keppni í stökki og hefst kl. 4 síð- degis. Kvöldvökur fara fram að Hótel KEA meðan á mótinu stendur og verður þar ýmislegt til skemmt- unar. Á föstudaginn langa fara skíða- menn í skrúðgöngu frá Ráðhús- torginu til kirkju og hlýða messu. Lúðrasveit Akureyrar leikur fyrir göngunni. Leiðrétting SÚ VILLA var i blaðinu í gær, í frásögn af ummælum Karls Kristjánssonar alþm. í Ed. í fyrra dag, að það var haft eftir honum, að á „tímabilinu 1952-1955 hefðu verið veittar 400 millj. kr. tU íbúðalána til um 1600 lántaka1*, Ummæli Karls Kristjánssonar voru á þá leið, að lánadeild smá- íbúða hefði á árunum 1952—1955 veitt 40 millj. kr. lána til um 1600 lántakenda. Hefði hér verið um merkilega byrjunarstarfsemi að ræða, sem orðið hefði mörg- um að miklu liði. Ræðumaður ræddi siðan um hið almenna veðlánakerfi, sem einnig hefði orðið að miklu gagni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.