Morgunblaðið - 14.05.1957, Síða 1
20 síður
44. árgangur
106. tbl. — Þriðjudagur 14. maí 1957.
Prentsmiðja MorgunblaSsina
Stjórnmálaályktun formannaráðsfefnu Sjálfstœðisflokksins:
Athafnafrelsi líklegast fil að skapa hag-
sœld og vel-
liðan alþjóðar
Uppbygging stóri&naðar — Jafnvægi
efnahagslifsins — Aukin vernd fiski-
miða — Lýbræðisleg kjördæmaskipun —
Húsnæbisumhætur — Samvinna vib
vestrænar lýðræbisþjóðir
Nvaft til sóknar fyrir frjálslyndri fram-
kvœmdastefnu gegn höftum og ofstjórn
T LOK þriðju formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksins var
samþykkt stjórnmálaályktun, þar sem mörkuð er í
höfuðdráttum afstaða flokksins til íslenzkra stjórnmála í
dag. Lýkur ályktuninni með áskorun til Sjálfstæðismanna
um land allt um að efla samtök sín og herða baráttuna fyrir
sigri Sjálfstæðisflokksins svo að hann geti enn að nýju
markað stefnu þjóðarinnar til frelsis, hagsældar, friðar og
Frá þriðju formannaráðstefnu Sjálfstæðisflokksbis
öryggis.
Stjórnmálaályktunin fer hér á eftir í heild.
Sótt fram til frelsis.
Hin síðari ár hafa Islendingar sótt fram til frelsis og frama
á flestum sviðum með meiri hraða en dæmi eru til í sögu þjóð-
arinnar. Alit þetta framfaratímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn
verið áhrifaríkasta aflið í þjóðfélaginu og á þessu tímabili hefur
tekizt m. a.:
1. Að leiða sjálfstæðismálið til lykta með stofnun íslenzka
lýðveldisins.
2. Að halda þannig á utanríkismálum með aðild að alþjóð-
legum samtökum og með samvinnu við vestrænar lýðræðis-
þjóðir, að þjóðin hafði aflað sér virðingar, trausts og vin-
sælda þeirra á meðal.
3. Að auka svo verklegar framkvæmdir í landinu, að engin
sambærileg dæmi eru áður til á því sviði. Er þar m. a. um
að ræða ræktunarframkvæmdir, samgöngubætur, húsbygg-
ingar, virkjun fallvatna, hagnýtingu jarðhita, aukningu
fiski- og kaupskipaflotans, öflun nýtízku flugflota, marg-
hliða iðnvæðingu og vélvæðingu landbúnaðarins.
4. Að efla margvíslegar menningarlegar og félagslegar fram-
farir í landinu, svo sem með fullkominni tryggingalöggjöf,
byggingu sjúkrahúsa og aukinni heilsuvernd, skipulögðu
skólakerfi, byggingu skóla og félagsheimila.
5. Að auka verulega friðun fiskimiðanna umhverfis landið.
Eingarréttur og athafnafrelsi:
Sjálfstæðisflokkurinn byggir nú sem fyrr starf sitt á þeirri
þjóðmálastefnu, að eignarréttur og athafnafrelsi einstaklinganna
og félaga þeirra sé líklegast til þess að skapa hagsæld og vellíðan
alþjóðar og lítur svo á, að ofstjórn, ofsköttun og óeðlileg höft í
viðskipta- og atvinnulífi þjóðarinnar sé niðurdrep fyrir atvinnu-
vegi hennar og velmegun.
En Sjálfstæðisflokkurinn tekur nú ekki þátt í ríkisstjórn. Sú
breyting, sem orðin er á stjórnarháttum nú, er þó ekki vegna
fylgisrýrnunar flokksins, því að hann hlaut 35 þúsund atkvæði við
síðustu alþingiskosningar og er enn sem fyrr lang sterkasta stjórn-
málaaflið á Íslandi, enda sýndu úrslit kosninganna mjög vaxandi
fylgi flokksins, þar sem atkvæðahlutfall hans óx úr 37,1% upp
í 42,3%.
Brottrekstur varnarliðsins.
Eitt aðalverkefni hinnar nýju stjórnar átti að vera það að
framkvæma ályktun Alþingis um brottrekstur varnarliðsins frá
landinu. Svo sem hinn tólfti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
vorið 1956 lýsti yfir, var sú ályktun frá upphafi óhyggileg, þar
sem ákvörðunin var gerð fyrst og athugun málsins átti að fara
fram síðar. Raunin hefur og orðið sú, að eitt helzta viðfangsefni
Framh. á bls. 2
Bretar leyfa sldpam
sigla um Súez-skurð
London, 13. maí. Einkaskeyti frá Reuter.
HAROLD MACMILLAN forsætisráðherra Breta lýsti því yfir í
dag, í Neðri málstofu brezka þingsins, að Bretastjórn gæti ekki
lengur ráðið brezkum skipafélögum frá því að sigla um Súez-skurð.
Yfirlýsing þessi hefur vakið feikna athygli og notuðu stjórnar-
andstæðingar tækifærið til að gagnrýna stjórnina harðlega fyrir
stefnuleysi sitt og linkind í Súez-málinu.
Macmillan sagði að ekki
yrði hjá því komizt, að brezk
skip, er sigldu um skurðinn
New York, 13. maí.
★ BANDARÍSKA herstjórnin til
kynnir að Iokið sé smíði fjölda
loftvarnarvirkja umhverfis
New York borg. Eru virki
þessi búin flugskeytum af
Moskva, 13. maí
Frá Reuter.
ic NÆSTUM heilu ári eftir að
Bandaríkjastjórn gaf út hina
leynilegu Stalin-ræðu Krú-
sjeffs á 20. flokksþingi hef-
OLL brauðgerðarhúsin hér
í Reykjavík og í Hafnar-
firði, boðuðu í gærdag til
vinnustöðvunar í brauðgerð-
um sinum frá og með mið-
greiddu fullt siglingagjald til
egypzku stjórnarinnar. Munu
gjöldin greiðast í sterlings-
Níke-gerð. Eru virkin allt um-
hverfis borgina og jafnvel á
tilbúnum eyjum úti í Atlants-
hafi. Hefur nú náðst merki-
Iegur áfangi i loftvörnum
Frh. á bls. 19.
ur Krúsjeft nú afneitað að
hafa haldið nokkra ræðu
með því efni. Sagði hann
þetta í blaðaviðtali við frétta
mann bandariska stórblaðs-
Framh á bls. 19
vikudeginum. Um þetta er
tilk. hér á öðrum stað í blað-
inu i dag. Seint í gærkvöldi
var frá þessari vinnustöðvun
Frh. á bls. 19.
sínum ctð
pundum og hafa Englands-
banki og Egyptalandsbanki
gert samning um að greiðsl-
ur geti farið fram í reikning
í Englandsbanka. Þetta breyt-
ir því ekki að eldri innstæður
Egypta í enskum bönkum
verða áfram frystar, þar sem
samkomul. hefir ekki náðst um
greiðslur skaðabóta, vegna
deilumála ríkjanna.
Með þessari yfirlýsingu má
se'gj a að hinum raunhæfa þætti
Súez-deilunnar sé lokið og hafa
Egyptar farið með sigur af hólmi
úr honum. Macmillan lýsti því þó
yfir í ræðu sinni, að Bretastjórn
gaeti ekki samþykkt tillögur þær
sem Nasser hefur borið fram um
stjórn Súez-skurðar, enda brjóti
þær í bág við fyrirmæli S.Þ. um
rekstur skurðarins. Sagði Mac-
millan, að Egyptar ættu eftir að
bíta úr nálinni í því efni og
Framh á bls. 19
Ásgeir Ásgeirsson forseti Islands,
varð 63 ára í grer, Forsetahjónin
eru nú komin til Lundúna eftir
dvölina suður á Ítalíu og eru þau
á heimleið, 1 gærdag snæddu for-
setahjónin hádegisterð í íslenzka
sendiráðinu í London. í dag mun
forsetinn heimsækja Elísahetu
drottningu í Buckinghamhöll,
Fullkomið loftvarnakerfi
með flugskeytum
Krjúsjeff ofneitor Stnlin-ræðu
Brauðgerðarhúsin hættu
við framleiðslustöðvun
*